Morgunblaðið - 02.07.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.07.1999, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 MORGU NBLAÐIÐ FRETTIR Umhverfísráðherra afhent ályktun sveitarstjórna um vegamál á Snæfellsnesi Vilja veg yfir Vatnaheiði í GÆR afhentu sveitarstjómir á Snæfellsnesi Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra ályktun þar sem fram kemur stuðningur þeirra við að lagður verði nýr vegur yfir Vatnaheiði á Snæ- fellsnesi í stað þess að endurbæta núverandi veg um Kerlingarskarð. Kemur þessi ályktun í kjöl- far úrskurðar skipulagsstjóra ríkisins þar sem segir að ekki sé fullsýnt að vegur yfir Vatnaheiði sé fýsilegri kostur en endurbættur vegur um Kerlingarskarð og að frekara mat á báðum kost- um þurfi að fara fram áður en hægt er að hefja framkvæmdir. I ályktuninni, sem sveitarstjórnirnar í Helga- fellssveit, Eyja- og Miklaholtshreppi, Stykkis- hólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ standa að, segir að brýn þörf sé á því að auka umferðarör- yggi og bæta samgöngur með því að leggja nýjan veg yfir SnæfeUsnesfjallgarðinn. Telja sveitar- stjómimai- að þessari þörf verði best mætt með nýjum vegi yfir Vatnaheiði og segja fyrirhugaða legu vegarins og allar hönnunarforsendur styðja þá skoðun. Endurbættan veg um Kerlingarskarð segja sveitarstjórnirnar hins vegar vera ófull- nægjandi kost þegar hugað er að varanlegum samgöngubótum yfir fjallgarðinn, enda sé aldrei hægt að sníða af helstu vankanta þess vegar. Er þar t.d. átt við krappar beygjur, langhalla og mikla hæð yfir sjávarmáli sem hefur í för með sér válynd veður og ófærð. Ekki um náttúruspjöll að ræða Nokkur styr hefur staðið um hugsanleg um- hverfisáhrif hins fyrirhugaða vegar yfir Vatna- heiði, en í ályktun sveitarstjómanna segir að sýnt hafi verið fram á að gróðurfari, fuglalífi og fom- og náttúruminjum sé ekki hætta búin enda verði framkvæmdum hagað með tilliti til þessara verðmæta. Tekið er fram að vegurinn muni að einhverju leyti breyta ásýnd svæðisins, en sveit- arstjómimar segja að landslagsform muni engu að síður haldast óbreytt og vegurinn muni auð- velda aðgang að svæðinu og opna það fyrir frek- ari útivist. í ályktuninni kemur einnig fram að sveitar- stjómirnar telja hagsmuni Snæfellinga og áhrif framkvæmdarinnar á mannlíf og búsetu á Snæ- fellsnesi stórlega vanmetin. Benda þær á að um- bætur í vegamálum séu einhver brýnustu hags- munamál Snæfellinga allra og forsenda fyrir frekari vaxtar- og þróunarmöguleikum svæðis- Skipverjar á Odincova eru enn án launa Biðja stjórn- völd um aðstoð ^LE "ír/fcELAnD TO SUPPORT liS. m BEiluSE iGUnD Oisffisas STiUtn-G MOncY F •? 85. œ m T Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson NOKKRIR skipveija Odincova við hlið skipsins. Frá vinstri: Vladimir Jezov, Vladimir Deschenko, Evgeniy Semenikhin, Veniamin Lesin, Vla- dimir Zaichenko, Gennadiy Romanov, Gennadiy Karmanov skipstjóri og Juriy Balitov. Að baki þeim má sjá beiðni þeirra um hjálp frá Islend- ingum, en skilaboð af svipuðum toga eru máluð viða um hlið skipsins. Bensín hækkar RÚSSNESKIR skipverjar togarans Odincova, sem legið hefur í Reykja- víkurhöfn síðan í febrúar, hafa ekki fengið laun um langt skeið og eru orðnir æði langeygir eftir lausn á vanda sínum. Biðla þeir nú til ís- lenskra stjórnvalda um aðstoð og von- ast jafnframt til þess að almenningur leggi þeim lið með því að gauka að þeim mat og öðrum nauðþurftum. Gennadiy Karmanov, skipstjóri Odincova, sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann og menn hans væru orðnir langþreyttir á ástandinu, enda hefðu þeir enga peninga og ættu mjög lítinn mat eftir. Sagði Karma- nov að útgerðarmaður skipsins, Sæ- mundur Arelíusson, hefði komið um borð í gær og tjáð skipverjum að hann gæti ekki greitt þeim laun enn um sinn. Laun munu síðast hafa ver- ið greidd út í október á síðasta ári, en að sögn Karmanovs var þar ekki um full laun að ræða, auk þess sem að- eins hluti áhafnarinnar fékk útborg- að. Aðrir áhafnarmeðlimir munu eng- in laun hafa fengið síðan í júní í íyrra. Er Karmanov afar bitur út í Sæmund og segir hann ávallt hafa fjölda skýr- inga á ástandinu á reiðum höndum, en minna af lausnum. Spennan milli Sæmundar og skip- verja mun svo enn hafa magnast í fyrradag, en Karmanov segir að þá hafi eiginkona Sæmundar komið um borð í Odincova og verið afar reið vegna skilaboða sem skipverjar hafa málað á hlið skipsins. Segja þeir þar að brotið sé á rétti þeirra og biðja Is- lendinga um hjálp. Kveður Karma- nov eiginkonu Sæmundar hafa sagt skipverjum að vegna þessarar fram- göngu þeirra gætu þeir ekki lengur gert sér nokkrar vonir um að fá að- stoð frá útgerð skipsins og að þeir kæmust nú hvorki lönd né strönd. Gefast ekki upp Karmanov segir að reyndar hafi verið ýmsar leiðir til að leysa vanda skipverjanna. Þó munu íslensk verkalýðsfélög ekki geta liðsinnt skipverjunum þar sem þeir eru ekki íslenskir og Karmanov segir litla hjálp vera að fá að heiman þar sem skipið sé í eigu íslenski'a aðila. Karmanov er undrandi á því að staða sem þessi_ geti komið upp hér- lendis þar sem Island sé ríkt og þró- að land. Biður hann Islendinga um að sýna ríkidæmi sitt í verki og kveð- ur skipverjana verða þakkláta sjái einhverjir sér fært að færa þeim mat og aðrar nauðþurftir. Morgunblaðið náði einnig tali af nokkrum skipverjum og voru þeir heldur daufir í dálkinn. Aðspurður um líðan sína sagði Vladimir Zaiehenko: „Mér líður eins og dýri í búri og finnst vera komið fram við mig eins og ég sé annars flokks manneskja. Hvemig liði þér eftir að hafa unnið íyrir einhvern í heilt ár án þess að sjá fjölskyldu þína og fá heldur ekkert kaup?“ BENSÍN hækkaði um 1 krónu og 20 aura í gær hjá Olís, Esso og Skelj- ungi og kostar lítrinn af 95 oktana bensíni nú 79,70 krónur en af 98 okt- ana bensíni 84,40 krónur. Dísel- og gasolía hækkuðu um 50 aura og kostar lítrinn af díselolíu nú jjj 28,70 krónur en af gasolíu 23,70, Irí samkvæmt upplýsingum frá olíufé- lögunum. Bensín hefur því hækkað um 9,5 krónur lítrinn frá því í byrjun apríl, en þá kostaði lítrinn af 95 oktana bensíni 70,20 krónur, lítrinn af 98 oktana bensíni 74,90. Ástæðan fyrir hækkununum nú er rakin til hækkunar á heimsmarkaðs- L verði á olíu að undanförnu. ----------------- Geysir gýs ekki í sumar GEYSIR verður ekki látinn gjósa í sumar, þar sem þeim rannsóknum sem hófust á hvernum veturinn 1997 til 1998 hefur ekki verið lokið, Ú að sögn Árna Bragasonar, forstöðu- | manns Náttúruverndar ríkisins. fP Hann sagði að vegna fjárskorts hefði ekki verið hægt að ljúka rann- sóknunum. „Við erum að vona að Orkustofn- un taki þetta inn á rannsóknaráætl- un hjá sér, en það hefur því miður ekki orðið ennþá,“ sagði Árni. „Við erum ekki tilbúnir til að veita leyfi fýrir einu eða neinu í sambandi við 1 Geysi fyrr en menn vita meira um í hann.“ „Menn eru alltaf að tala um að P nýta hverasvæðin til virkjana en gleyma því að Geysissvæðið skilar þjóðarbúinu kannski einum milljarði, eða hátt í það, í ferðamannatekjum," sagði Ámi. „Fjöldi manna kemur til íslands nánast eingöngu til að sjá þetta fyrirbæri og það má líka minna á það að 95% af ferðamönnum sem koma hingað nefna náttúruna sem | annaðhvort fyrstu eða aðra ástæð- jy una fyrir komu sinni.“ Að sögn Áma gaus Geysir síðast í fyrravetur og var það gos í tengsl- um við rannsóknir þær sem þá stóðu yfir. Helgi Hjörvar kjörinn forseti borgarsljórnar HELGI Hjörvar, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, var kjörinn for- seti borgarstjórnar til eins árs á fundi borgarstjómar í gær. Hann tekur við af Guðrúnu Ágústsdóttur, sem ekki gaf kost á sér vegna brott- flutnings af landinu. Helgi Péturs- son og Sigrún Magnúsdóttir, borg- arfulltrúar Reykjavíkurlistans, voru kjörin fyrsti og annar varaforseti. Guðrún Ágústsdóttir, fráfarandi forseti, sagði við upphaf fundarins að sér hefði þótt vænt um að fá að gegna embætti forseta borgar- stjórnar, en það hefur hún gert frá árinu 1994, og að fá að koma fram fyrir hönd borgarinnar. Guðrún hefur verið borgarfulltrúi frá árinu 1978 en hún var fyrst varaborgar- fulltrúi. Hún var fyrst kvenna for- maður stjórnar SVR og hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefnd- um borgarinnar. í samtali við Morgunblaðið sagði hún að sér fyndist Reykjavík spennandi borg, margt væri þar í deiglu og hún hefði á stuttum tíma þróast úr þorpi í borg. Borgarbúar hefðu kunnað að nýta sér það besta úr þeim snöggu breytingum sem orð- ið hefðu. Guðrún verður í leyfí frá störfum sínum í borgarstjóm og sagði ekki vitað á þessari stundu hvort hún myndi snúa til baka áður en kjör- tímabilinu lýkur árið 2002. Bíll ók á Brúarnesti FLUTNINGABÍLL með tengi- vagn rann á hús Brúarnestis í Borgarnesi í gærmorgun. Tals- vert tjón varð á húsinu. Bfinum, sem var á leið frá Búðardal til Reykjavíkur, hafði verið lagt við olíudælur við Hyrnuna, sem er skammt frá Brúarnesti. Hann var í lausagangi, en bflstjórinn hafði gleymt að setja hann í hand- bremsu. Bfilinn rann fyrst, á ljósastaur en hélt síðan áfram og stöðvaðist á Brúarnesti. Litlu mátti muna að hann færi þar á bensíndælur. Talsverðar skemmdir urðu á hús- inu. Hurð og rúður brotnuðu og bitar skekktust. Morgunblaðið/Ingimundur Sérblöð í dag ÁFÖSTUDÖGUM líf Einar Þór til Grikklands og Kristján til Skotlands?/C4 •••••••••••••••••••••••••••• Maður er nefndur „Aðmírállinn“/C2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.