Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sturla Böðvarsson samgönguráðherra um breytingar á yfírstjórn Landssímans hf. +**~^TGrtfUfiJc>~ ÞETTA hefði einhvern tímann þótt fallega riðið í hlað. SVEINDÍS Sveinsdóttir og Helgi Eyjólfsson með fyrstu fiskana úr Álftá, þrjá laxa og einn sjóbirting. Morgunblaðið/SAM GUNNAR St. Karlsson með þrjá úr Elliðaánum. Líflegt á Arnarvatnsheiði Veiði byrjaði á Arnarvatnsheiði um síðustu helgi og veiddu ýmsir vel, en aðrir minna. Nokkuð hvasst var á svæðinu og grugguð- ust mörg vatnana við það, enda grunn með lausum leir- og mold- arbotni. Um tvennt er að velja þegar haldið er á Arnarvatnsheiði. Ann- ars vegar er farið upp úr Borgar- firði og veiðileyfi keypt í Húsa- felli. Þá eru vinsælustu vötnin Ulfsvatn og Arnarvatn lítla, en leyfín ná til fleiri gjöfulla vatna sem eru minna stunduð. Hins veg- ar fara menn upp úr Miðfirði eða Vatnsdal til veiða í Arnarvatni stóra. Oftast er farið úr Miðfirði upp úr Austurárdal, en Austurá rennur einmitt úr Arnarvatni. Veiði var góð í Arnarvatni strfra, enda er það stærra og dýpra en önnur vötn og gruggast því ekki þótt blási. Heyrst hefiir af einstökum veiðimönnum sem voru að fá 20 til 30 fiska yfir helgina. Mest er um 1 til 1,5 punda bleikju að ræða, en stærri fiskar eru tÚ. Nokkrir urriðar veiðast jafnan í bland og heyrð- ERU ÞEIR AÐ FÁ'ANN? um við af 3 punda stærstum. Á sunnanverða svæðinu var helst veitt í Úlfsvatni og þar heyrðist af mönnum sem voru að fá upp í 45 silunga, mest bleikju frá 1 upp í 2 pund. Heyrst hefur einnig af öðrum með minni afla, en góðan afla samt, en minna veiddist í Arnarvatni litla vegna fyrrgreinds hvassviðris og gruggs. Nokkrir vænir urriðar hafa slæðst með, upp í 3-4 pund. Ekki mættur í Svartá I þjónustumiðstöðinni í Hiísa- felli fengust þær upplýsingar, að færð fram á Heiði væri góð, en frá Norðlingafljóti er vegurinn þó einungis fær jeppum og þaðan af stærri bifreiðum með drifi á öll- um hjdlum. Á hádegi i gær hafði enginn lax veiðst í Svartá, en veiði hófst í ánni fýrir hádegi á miðvikudag. Á miðvikudaginn var áin skoluð og köld, en er leið á daginn hreinsaði hún sig. „Hún er nú orðin hrein og fíh og þeir hafa verið að fá lax í Blöndu þarna rétt fyrir neðan. Útlitið er því bjart þó enginn lax hafi veiðst í opnuninni að þessu sinni," sagði Ivar Páll Jónsson, en fjölskylda hans var fyrst að veiða þetta ár- ið. Dauft í Stóru Laxá Afar lítil veiði hefur verið í Stóru Laxá í Hreppum það sem af er. í gærdag voru aðeins þrír lax- ar komnir á land af svæðum 1 og 2, eitthvað mjög lítið af 3, en þann 25. júní voru þd komnir 13 laxar af svæði 4. Kunnugir teHa skýringuna geta verið hlaupdrull- una sem f<5r úr Hagavatni niður Hvítá. Ganga hafi verið komin í ána áður, en síðan hefði lítið eða ekkert bæst við af laxi. Veiði hef- ur einnig verið dauf á Iðu, en nokkrir Iaxar hafa þó náðst þar. íslendingar á fimleikahátíð í Svíþióð Þátttakendur frá 42 löndum svona AMORGUN heldur hundrað og sextán manna hópur frá Fimleikasambandi ís- lands tO Svíþjóðar til þess að taka þátt í Gymna- strada, sem er alþjóðleg fimleikahátíð sem haldin er fjórða hvert ár af FIG Alþj óðafímleikasam- bandinu. Aðalfararstjóri hópsins er Anna R. Möll- er, framkvæmdastjóri Fimleikasambands ís- lands. Hún var spurð hvort íslendingar hefðu oft tekið svo mikilfeng- legan þátt í þessari íþróttahátíð. Þetta er í fimmta sinn sem íslendingar senda hópa á Gymnastrada en aldrei hefur hópurinn verið jafn fjölmennur og nú. - Hvers vegna fara margir núna? Sennilega vegna nálægðar. Það er tiltölulega stutt og ódýrt að fara til Svíþjóðar og núna hef- ur einnig verið unnið mikið að kynningu hátíðarinnar hér á landi. Undirbúningurinn fyrir mótið hefar staðið „á fullu" í eitt og hálft ár. - Er þetta keppni eða sýning- arhátíð? Þetta er sýningarhátíð. Þarna koma fram 25 þúsund þátttak- endur frá fjörutíu og tveimur þjóðlöndum. íslenski hópurinn er með níu sérstakar sýningar og auk þess tekur hann þátt í sam- norrænni sýningu sem nefnist Norræna kvöldið. - Hvernig eru sýningaratriðin okkar? Við erum í samvinnu við Reykjavík - Menningarborg árið 2000, og erum með þrjár sérstak- ar sýningar sem nefnast Reykja- vík 2000, þar sem við kynnum í dansi og hreyfingum landið, nátt- úruna, fiskveiðar, veðurfar, mannlífið, miðnætursólina og eldinn og ísinn. Síðan eru í hinum sýningunum atriði frá félögunum sem taka þátt frá íslandi. - Hvaða félög em það? Það er Fimleikadefld Ár- manns, Fimleikadeild Gerplu, fimleikafólk frá Keflavík og hóp- ur frá Hressingarleikfimi Ást- bjargar Gunnarsdóttur sem kall- ar sig Hress í 40 ár. Þátttakend- urnir eru á aldrinum 12 tO 73 ára. Konurnar eru hundrað og þrett- án en karlarnir eru sjö. Við erum mjög stolt af að hafa þessa sjö karlmenn með í hópnum. - Hve oft hefur þessi Gymna- strada-hátíð verið haldin ? Þetta er ellefta hátíðin. Sú fyrsta var haldin í Berlín 1959. Þessi hátíð er haldin tO þess að stuðla að þátttöku fjöldans í fim- leikum, þetta er hátíð þar sem allir geta verið með. ----------- Hátíðinni er oft líkt við Ólympíuleika vegna umfangs og glæsileika, en hún er hins vegar án keppni. Allar þjóðir sem taka þátt kepp- ast að vísu við að sýna það allra besta sem tO er í þeirra landi. Svisslendingar eru yfírleitt fjöl- mennastir, núna senda þeir 4600 þátttakendur. - Hvar er öllu þessu fólki kom- iðfyrir? Langflestir þátttakendur gista í skólum og á stúdentagörðum. Borðaður er morgunmatur á gististað, síðan er borðaður há- degismatur á sýningarsvæðinu, sem að þessu sinni er Svenska Anna R. Möller ?Anna R. Möller er fædd í Reykjavík 18. ágúst 1952. Hún lauk verslunarskólaprófi 1971. Hún hefur starfað í Landsbank- anuin og við heildsölu en er nú framkvæmdastjóri Fimleika- sambands Islands. Hún er gift Stefáni Hjaltested og eiga þau þrjár dætur. Hef ur verið gífurlega mikil vinna. Massan í Gautaborg, sem er stór ráðstefnu- og sýningarhöll. -Hvemig eru svona hátíðir skipulagðar? A daginn fara fram sýningar frá þátttökulöndunum en á kvöldin setja margar þjóðirnar upp eins konar hátíðarsýningar, þar á meðal er t.d. Norræna kvöldið sem við frá íslandi tökum þátt í. Hæst ber Fig Gala, þar sem eru valin sýningaratriði frá hinum ýmsu þjóðum. Við höfum átt þar þátttakendur, en ekki núna. Þetta eru aUt innisýningar, en síðan eru útisýningar víða um Gautaborg. Þar verður væntan- lega hópurinn Hress í 40 ár með sýningu. - Hvert er gildi svona íþrótta- hátíða? Það er að þarna safnast saman fólk á öUum aldri frá ólfltum þjóð- um og það kynnist og lærir hvert af öðru. Þetta hefur mjög mikið félagslegt gOdi. Undirbúningur- inn fyrir þessa hátíð hefur verið gífurlega mikU vinna en að sama skapi lærdómsrík. Fólk lærir að taka tOlit hvert tO annars um leið og það iðkar íþrótt sína. -Eru fimleikar að verða æ vinsælh' íþrótt? Já, bæði hefur aukist mikið þátttaka í áhaldafimleikum, einnig er mikO þátttaka í því sem kallað er trompfimleOcar - þar æfa hópar saman. Það nýjasta í fimleOaim er þolfimi. - Hve lengi stendur þessi há- tíð? Hún stendur frá 4. tO 10. júlí. -Hefur þú tekið þátt í Gymnastrada áður? Ég sýni ekki, en er í fararstjórahlutverki og sem síík hef ég far- ið tvisvar áður á Gymnastrada, 1995 í Berlín og 1991 í Amster- dam. Mér er eftirminnOegast þegar ég sá hóp af þroskaheftum börnum sýna í Amsterdam og hlustaði á sögu þeirra - hvað það hafði tekið langan tíma að kenna þeim það sem þau voru að sýna. Við sem förum núna á Gymna- strada hlökkum tO ferðarinnar. Þess má geta að þátttakendur greiða kostnað af ferðinni sjálfir en allir hópar hafa verið mjög duglegir í eigin fjáröflun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.