Morgunblaðið - 02.07.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 02.07.1999, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MÁLVERK af Salome Þorkelsdóttur, fyrrverandi forseta Alþing- is, var afhjúpað fyrir nokkru í Alþingishúsinu. Frá vinstri: Ólafur . G. Einarsson, fyrrverandi forseti Alþingis, Salome Þorkelsdóttir og Kristin Þorkelsdóttir myndlistarkona. Málverk af Salome afhjúpað MÁLVERK af Salome Þor- kelsdóttur, fyrrverandi for- seta Alþingis, var afhjúpað í Alþingishúsinu fyrir nokkru, en þetta er í fyrsta skipti sem gerð er vatnslitamynd af for- seta Alþingis, því aðrar por- trettmyndir af forsetum Al- þingis hafa verið olíumál- verk. Málverkið, sem afhjúpað var að viðstöddum Ólafi G. Einarssyni, sem var að láta af störfum sem forseti AI- þingis, forsætisnefnd, for- mönnum þingflokka og fleiri gestum, er eftir myndlistar- konuna og grafíska hönnuð- inn Kristínu Þorkelsdóttur. Salome var forseti Alþingis á kjörtímabilinu 1991 til 1995 og varð hún fyrst til að gegna því embætti eftir að deildaskipting þingsins var lögð niður og þinginu breytt í eina málstofu. Færeyskur þingmaður um viðræður Færeyinga við fslenska erfðagreiningu Upplýsingum haldið leyndum fyrir Lögþinginu JENI av Rana, þingmaður á Lög- þingi Færeyja, segir að heilbrigðis- yfirvöld á eyjunum hafi haldið leyndum fyrir þinginu mikilvægum upplýsingum um samningaviðræður milli þeirra og íslenskrar erfða- greiningar sumarið 1998. I nýjasta hefti danska mánaðarritsins Press kemur fram að ÍE gerði uppkast að samningi um erfðarannsóknir í Færeyjum sem lagt var fyrir heil- brigðisyfirvöld. Press segir að samningurinn hafi falið í sér einka- rétt IE á erfðarannsóknum í hagn- aðarskyni í Færeyjum og útilokað færeyskt-danskt rannsóknarverk- efni sem var hafið á þessu sviði. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að engin einkaleyfisákvæði hafi ver- ið í samningsuppkastinu. Kári segir að samningsuppkastið hafi viljandi verið misskilið í frétta- flutningi af málinu í Danmörku og Færeyjum. „I þessum samningi segir um þau verkefni sem við fjár- mögnum fyrir þá, að þeir megi ekki selja það öðrum, þeir megi ekki fara í „commercial alliance“ [viðskipta- bandalag] um sama verkefni. Það er ósköp eðlilegt. Þetta er ekki einka- leyfi til að gera erfðafræðirann- sóknir. Ef við fjármögnuðum verk- efni áttu þeir ekki að mega snúa sér við og selja það öðru erfðafræðifyr- irtæki.“ Skrifað að beiðni Færeyinga Kári segir að samningsuppkastið hafi verið skrifað eftir forskrift Páls Weihe, sjúkrahúsforstjóra í Færeyjum, sem hafi haft samband við ÍE að fyrra bragði. „Hann bað okkur um að skrifa upp. plagg sem byggðist á okkar samræðum. Hans uppástungur voru meira að segja upphaflega að við ættum að flytja blóð frá Færeyjum, sem við sögðum að við vildum ekki gera.“ Kári segir að rannsóknir í Færeyjum hefðu í raun ekki bætt neinu við í starfi ÍE, fremur væri þörf á rannsóknum á fjölmennari hópi en Islendingum. „Það eina sem við vorum að gera var að leitast við að hjálpa mönnum sem leituðu til okkar. Við brugðumst vel við og úr því varð þetta vesen.“ Enginn þrýstingur afhálfuÍE Pál Weihe sagði í grein í Dimma- lætting á mánudag að ástæða þess ÍE segir samn- ingsuppkast vilj- andi hafa verið misskilið að samningsuppkastinu hefði verið hafnað væri sú að þar hefði verið einkaréttarákvæði. I kjölfarið hefði ÍE óskað eftir tillögum Færeyinga sjálfra. í samtali við Morgunblaðið dregur Weihe úr því að samnings- uppkastið hafi falið í sér einkaleyfi. „Það er of sterkt til orða tekið að tala um einkaleyfi (monopol). Það var ákvæði um að ef við færum í samstarf ætti það að vera bara við þá. Það var samt langt í frá að þetta væri eitthvert virðulegt plagg. Þetta var bara tillaga, sem svara mátti já eða nei. DeCode var ekki að setja nein skilyrði. Þeir sögðu að við skyldum gera þetta þannig að báðir aðilar yrðu ánægðir. Að Kári eða DeCode hafi þrýst á okkur á nokkum hátt er rangt.“ Aðspurður hvort ákvæði samn- ingsuppkastsins hefðu hindrað starf annarra erfðafræðirannsakenda í Færeyjurn, segir Weihe að það hefði farið eftir því hvað þeir hefðu viljað rannsaka. „Eins og ég skil þetta hefði ekki verið leyft að vera í samstarfi við aðra aðila um rann- sóknir á sömu hlutum. Ef við hefð- um til dæmis byrjað að rannsaka Parkinsonveiki í samstarfi við DeCode hefðum við ekki mátt vera einnig í samstarfi við aðra um Park- insonveikirannsóknir." Lögþingið leitt á villigötur Jenis av Rana, þingmaður Mið- flokksins í Færeyjum, segir í sam- tali við Dimmalætting á miðviku- dag, að svo virðist sem heilbrigðis- yfirvöld hafi verið að reyna að leiða Lögþingið á villigötur og að samn- ingaviðræður IE og þeirra virðist ekki hafa ekki þolað dagsins ljós. Hann segir að Lögþingið hafi átt að fá allar upplýsingar um þær. „Það var alltaf gert lítið úr sambandinu milli Færeyja og DeCode,“ segir Jenis. „En það er hreint ekkert smáatriði, að ítarlegt uppkast hafi verið uppi á borðum." Akvæði í samningnum sem danska blaðið Press vitnar einkum í því til stuðnings að leitað hafi verið eftir einkaleyfi hljóðar svo, sam- kvæmt upplýsingum frá Páli Weihe í þýðingu Morgunblaðsins: „3.2. Einkaréttur á rannsóknar- sambandi. Færeyjar skulu ekki gera annan samning um samvinnu af við- skiptatagi eða taka upp aðra sam- vinnu sem takmarkar möguleika Erfðagreiningar á að nýta sér niður- stöður samvinnunnar fjárhagslega í samræmi við ákvæði þessa samn- ings. Sú skuldbinding sem felst í þessu ákvæði helst þótt samningi þessum verði af einhverjum ástæð- um rift eða hann falli úr gildi.“ Páll segir að töluverð umræða hafi verið í Færeyjum í vetur um hvaða leiðir eigi að fara varðandi erfðarannsóknir í Færeyjum. I byrjun júní var haldin ráðstefna um málið í Norræna húsinu. Það sem einkum er rætt um er að stofna ein- hvers konar ríkisrekna rannsóknar- miðstöð. Páll segir að aðvaranir ís- lenskra lækna vegna miðlægs gagnagrunns á Islandi hafi verið misskildar af mörgum Færeyingum sem almenn andstaða við erfða- rannsóknir og því hafi vaknað tor- tryggni gagnvart þeim. Hann segir það fjarri lagi, sem haldið hafi verið fram í færeyskum fjölmiðlum, að ÍE hafi viljað arðræna Færeyjar á nokkurn hátt eða að þeir hafi beitt blekkingum í samningaviðræðum. Nýslátrað lambakjöt í Nýkaupi NYKAUP býður nú um helgina nýslátrað lambakjöt í kjötborðum verslananna í Kringlunni og á Sel- tjarnarnesi. Er þetta nýjung á þess- um tíma árs og greinilegt að bænd- ur eru að verða mun meðvitaðri um að vera með nýslátrað lambakjöt á markaðnum, segir í tilkynningu. Nýkaup, Ferskar kjötvörur og Kaupfélag Skagfirðinga vinna visst frumkvöðulsstarf með því að bjóða neytendum upp á nýslátrað lamba- kjöt og munu fram að sláturtíð bjóða upp á um 2.000 dilka, segir ennfremur. Þá verður nýtt íslenskt blómkál til sölu í verslunum Hagkaups í dag og verður til í Kringlunni fyrir hádegið. Stértr bMar • Óá$tit bilar * Dýfir bifeír ilyu mnur o'j LílliiuiiiiuT^aSCSg «swa 11033 - 320 3020 • SHftáí;

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.