Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Flugmódelfélag Reykjavíkur hefur fengið úthlutað athafnasvæði fyrir starfsemi sína JÓN V. Gíslason, Kristján Antonsson, Kristján Friðþjófsson, Pétur Jóhaiinsson, Daði Rúnar Pétursson, Björn Þórður Jónsson, Þórarinn Valgeirsson, Guðni Brynjar Sigfússon og Bjarki Magnússon innan um flugmódelin. Búa nánast á umferðareyju við Vesturlandsveginn Stöðugur titringur og hávaði Morgunblaðíð/Jóra HJÓNIN Sigurður Sigurðarson og Halldóra Einarsddttir. Grafarholt I GRAFARHOLTI búa hjón- in Sigurður Sigurðarson dýra- læknir og Halldóra Einars- dóttir, en við hús þeirra ríkir hálfgert umsátursástand þessa dagana. Fyrir neðan húsið er unnið við að gera göng undir Vesturlandsveg- inn og er því vegurinn tekinn í sveig upp fyrir íbúðarhús þeirra og niður á veginn aftur. Þetta leiðir til þess að lóð þeirra hjóna hefur breyst í hálfgerða umferðareyju þar sem gífurleg umferð rennur látlaust framhjá og fyrir neð- an húsið eru stórfelldar vega- framkvæmdir. Sigurður og Halldóra vilja þó ekki kvarta og taka fram- kvæmdunum af stöku jafnað- argeði. Þau segjast þó vera farin að hlakka til haustsins þegar framkvæmdum lýkur, því umferðin sé talsvert meiri en þau bjuggust við. A verstu tímunum sé þetta samfelld bílalest framhjá húsinu og eilífur titringur inni í húsinu. Síðan nötri allt þegar verið sé að valta fyrir neðan húsið. Halldóra, sem er heima við flesta daga, seg- EINS og á umferðareyju. Vesturlandsvegurinn liggur nú ol'an við húsið i' Grafarholti, en neðan við það verður í allt sumar unnið við að gera göng undir veginn með tilheyrandi hávaða og titringi. ir einnig að mikið ryk fylgi umferðinni og framkvæmd- unum og að til lítils sé að þvo gluggana, því það setjist á þá ryk jafnóðum. Hún brosir þegar hún er spurð hvort hún sé ekki orðin þreytt á látunum og segir að það þýði ekkert að vera að pirra sig á þessu. Þetta sé auðvitað rask en það hafi ekk- ert upp á sig að vera að fást um það. Þetta sé jafnvel ekk- ert verra en við margar um- ferðargötur í borginni. Þau hjónin segja að þau hafi átt gott samstarf við verktaka og aðra sem að framkvæmd- unum standa. Þeir hafi gert allt sem þeir gátu til að draga úr ónæðinu vegna fram- kvæmdanna og að þeim hafi verið kynnt málið vel áður en vinnan hófst. Morgunblaðið/Ásdfs KRISTJÁN Antonsson flýgur vél sinni. I sjöunda himni í Gufunesi Grafarvogur NYSTOFNAÐ félag áhuga- manna um módelflug, Flug- módelfélag Reykjavfltur fékk nýlega úthlutað svæði í Gufunesi undir starfsemi sma. Þorvaldur S. Þorvalds- son, skipulagsstjón Reykja- víkurborgar, segir stefnt að því að Gufunes verði smám saman lagt undir almenn- ingsíþróttir af ýmsiiin toga. Farið er að móta svæðið; planta og laga til. Jón V. Gíslason er for- maður Flugmódelfélags Reykjavíkur og segir hann félagsmenn í sjöunda himni yfir úthlutuninni. Ahuga- menn um módelflug í Reykjavík höfðu lengi að- stöðu á Geirsnefi en misstu hana fyrir nokkrum árum. Þeim hefur nú loks verið fengið svæði til svifflugs, þyrluflugs og mótorflugs innan marka borgarinnar sem nýtast á til frambúðar. Áður nýttu margir þeirra aðatöðu Þyts í Kapellu- hrauni í Hafnarfirði til flugs auk svæða sem þeir töldu sig mega og geta flogið á. Flugmódelfélagið hefur þegar hafið starfsemi í Gufunesi og vinnur ásamt Þjónustumiðstöð Reykjavík- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og nágranni um KR-svæðið Samstarf þarf um mótun stefnu Vesturbær BORGARYFIRVÖLD og KR þurfa að starfa sam- eiginlega að því að móta framtíðarstefnu um þróun Knattspyrnufélags Reykjavíkur í Vesturbæn- um, að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. Hún segist vera sér meðvitandi um þrengslin sem félagið býr við og segir borgina hafa liðkað til með því að gera sparkvelli víða í Vestur- bænum til að gefa yngri flokkum KR færi á að at- hafna sig. Þrátt fyrir þetta lýsa KR-ingar áhyggjum sínum yfír skorti á gras- völlum til æfinga fyrir yngri liðsmenn félagsins. Borgarstjóri nefnir að gerðir hafi verið vellir við Skdldinganes, Starhaga og Sörlaskjól. Þá hefur verið samþykkt að gera annan völl við Starhaga og gera KR- ingum kleift að æfa á lóð Vesturbæjarlaugarinnar. Þetta telur Ingibjörg að léttd álagi af aðalvellmum sem KR-ingum finnst of mikið. „Þetta breytir því ekki að þeir eru orðnir innilok- aðir," sagði Ingibjörg um vanda KR-inga. Ef þeir hyggjast vera áfram í Vest- urbænum sér borgarstjóri ekki fyrir sér aðra lausn en að þeim verði fundinn stað- ur á uppfyllingu. Engar hugmyndir um slíkt eru þó komnar á umræðustig. Ingibjörg býr í námunda við völl Knattspyrnufélags Reykjavíkur í Frostaskjóli. Hún þekkir því af eigin raun bílastæðavandann sem myndast þegar félagið leik- ur heimaleiki. Hún segist alltaf hafa litið svo á að rétt væri að láta það yfir sig ganga að bflar flæddu yfir allt við þessa atburði. Þann vanda verði aldrei hægt að leysa og fleiri íþróttafélög glími við hann en KR. „Það verður aldrei hægt að ganga þannig frá íþrótta- svæðunum að unnt sé að fullnægja bflastæðaþörfinni sem heimaleikjum fylgir," sagði borgarstjóri. Morgunblaðið/Jim Smart PILTAR úr 4. flokki KR á æfíngu við Háskólann. urborgar að því að útbúa aðstöðuna. Félagsmenn Flugmódelfélags Reykjavík- ur eru undir eftirliti í Gufu- nesi og fylgja öryggisregl- um sem felagið setur þeim. Bækistöðvar félagsins verða í Gufunesbæ Borgarskipulag Reykja- víkur vinnur að gerð skipu- lags fyrir Gufunes en getur ekki lokið því fyrr en Sundabraut verður endan- lega hönnuð. Svæði Flug- módelfélags Reykjavíkur mun því væntanlega taka einhverjum breytingum en félagið útbýr nú bráða- birgðaaðstöðu ásamt Þjón- ustumiðstöðinni. Borgin leggur til vinnu við að slá lendingarflatir og útvegar bekki og borð. Jón lýsir inikilli ánægju með hennar þátt. Flugmódelfélagið er í samstarfi við félagsmiðstöð- ina í gamla Gufunesbænum. Þar er fyrirhugað að félagið hafi bækistöðvar í framtíð- inni. Jón bendir á að Flug- módelfélag Reykjavíkur sé opið öllum íbúum höfuð- borgarsvæðisins og hvetur fólk til að fara í gönguferð um Gufunesið og fylgjast með fluginu sem þegar er hafið. Leikskóla mótmælt Kópavogur KÓPAVOGSBÆ hafa borist mótmæli vegna leikskóla við Alfatún. Mótmælin bárust í kjölfar auglýsingar á skipulagstillögu þar sem einkareknum leikskóla er fenginn staður í íbúðarhús- næði við götuna. íbúarnir gera athugasemdir við umferðarmál og eru ósáttir við að íbúðarhús- næði verði breytt í stofnun. Mótmælin eru til meðferðar hjá skipulagsnemd Kópavogs. Hindranir lækkaðar Laugardalur TIL stendur að endurgera Reykjaveg í Laugardalnum og verða nýjar hraðahindranir lagðar á veginn. Hindranirnar sem fyrir voru þóttu í hærra lagi. Nýju hraðahindranirnar verða 10 sentimetra háar í samræmi við venju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.