Morgunblaðið - 02.07.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 02.07.1999, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI BALDUR Baldvinsson, Völsungi, t.v., og Viktor Pálmarsson, Haukum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson HVAR er boltinn? Scott Snorri Breiðabliki berst um boltann við Guðmund, Erling og Alfreð úr Fjölni. Sól og knattspyrna Ljósmynd/Áslaug Sverrisdóttir ÚTSKORÍN og máluð ausa eftir Hannes Lárusson. 33 ausur Hannes- ar í Safnasafninu EINKASÝNING á verkum eftir Hannes Lárusson verður opnuð í Safnasafninu á Svalbarðsströnd á morgun, laugardag. Á sýningunni eru tvö verk, annars vegar 33 ausur í síendurteknum tilbrigðum við það viðfangsefni að gera vökvahelda holu í tré, hins vegar einn hlutur og ljósmyndir með vísun í íslenskt landslag og umhverfi. Hannes Lárusson útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands 1977 og stundaði framhaldsnám næstu 11 árin m.a. í Kanada, New York og Háskóla íslands. Hann hef- ur haldið einkasýningar hér heima og erlendis. Hann hefur unnið nokk- uð að félagsmálum myndlistarmanna og setið í opinberum nefndum. Sýning Hannesar í Safnasafninu er opin frá kl. 10-18 daglega og lýk- ur 30. júlí. Jafnframt eru 8 aðrar sýningar í safninu. ------4^4------ Sýningu lýkur í Svartfugli MÁLVERKASÝNINGU Gunnars R. Bjarnasonar í Gallerí Svartfugli í listagilinu lýkur sunndaginn 4. júlí. Á sýningunni eru 38 olíupastelmyndir allar málaðar á þessu ári og nefnir hann sýninguna Myndljóð um hús. Gallerí Svartfugl er opin alla daga frá kl. 14-18. --------------- Gönguferð á Kambsskarð FERÐAFÉLAG Akureyrar gengst fyrir gönguferð á Kambsskarð á morgun, laugardaginn 3. júlí, og er brottför kl. 9. Ekið er að Þverá í Öxnadal, geng- ið þaðan fram Þverárdal, yfir Kambsskarð og niður Skjóldal að Miklagarði í Eyjafjarðarsveit. Skráning í ferðina er á skrifstofu félagsins við Strandgötu. --------------- Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta verður í Grenilundi á Grenivík næstkomandi sunnudag, 4. júlí, kl. 16. HIÐ árlega Essó-mót KA í knattspyrnu fyrir fimmta ald- ursflokk fer fram á Akureyri þessa dagana. Mótið var sett í fyrrakvöld og fóru liðin í skrúð- göngu um bæinn. Fyrstu leik- irnir fóru svo fram um kvöldið en spilað er frá morgni til kvölds þar til mótinu lýkur á laugardagskvöldi. Þátttakendur á mótinu hafa aldrei verið jafn margir. Samkvæmt upplýsing- um frá mótsstjórn eru þátttak- endurnir nú um 950, en ef far- arstjórar og fylgdarlið er talið með þá er fjöldinn á að giska 1.100 manns. Þess má geta að fjöldi gesta var síðasta ár um 900 manns. Veðrið hefur leikið við keppendur fyrstu dagana og í gærmorgun þegar Morgun- blaðið brá sér á svæði þeirra KA-manna voru aðstæður til knattspyrnuiðkunar hinar bestu, sól og örh'til gola. Strákarnir voru mættir snemma til leiks í gærmorgun, en fyrstu leikir hófust rúmlega átta um morguninn. Ekki veitir BREYTINGAR á veisluþjónustu í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju tóku gildi í gær, 1. júlí, en sóknar- nefnd kirkjunnar hefur samið við veitingahúsið Bautann um að hafa umsjón með veitingasölu í Safnað- arheimilinu. Mikil óánægja er með þetta fyrirkomulag meðal forsvars- manna annarra fyrirtækja á þessu sviði á Akureyri en þeim var ekki gefinn kostur á að taka verkefnið að sér. Markmiðið að skera niður kostnað Einar Bjarnason, formaður sóknarnefndar Akureyrarkirkju, sagði að fjárhagur sóknarinnar væri bágborinn og hefði hann verið endurskipulagður. Sá háttur hefði áður verið á að starfsfólk á vegum kirkjunnar hefði séð um kaffið og þjónustuna en það fólk sem stóð fyrir erfidrykkjum eða veisluhöld- um í salnum hefði sjálft útvegað af að byrja snemma því 26 félög eru skráð til leiks og saman mynda þau 105 keppnislið. Eitt keppnislið kemur frá Sviss en það tekur ekki þátt í öllu mót- inu. Leikirnir eru því fjölmarg- ir. Strákarnir halda áfram að spila í dag og á morgun en mót- inu lýkur með kvöldvöku á laugardagskvöldið. Á sunnu- dagsmorguninn fara svo kepp- endur að tínast til síns heima. Hógvær markaskorari Morgunblaðið varð vitni að nokkrum leikjum snemma í gærmorgun og þar á meðal leik A-liða KR og IR. Sá leikur end- aði með sigri KR, sem skoraði tvö mörk gegn engu marki IR- inga. Annað mark KR skoraði Skúli Jón Friðgeirsson. Hann sagðist í samtali við Morgun- blaðið vera ánægður með að vera mættur á sitt fyrsta Essó- mót. Honum fannst gaman að vera á Akureyri og hann hlakk- aði til að spila fleiri leiki og ætl- veitingar, verslað við þá veitinga- sala sem það kaus eða bakað í heimahúsum. Markmiðið með breytingunum nú væri að skera niður kostnað en sóknarnefndin nýtti allar færar leiðir til að ná endum saman. Einar sagði að sóknamefnd hefði ekki viljað tapa húsbónda- valdi yfir Safnaðarheimilinu, held- ur valið að fá inn aðila sem vanur væri að sjá um veitingasölu og þjónustu. I síðasta mánuði hefðu verið 5 erfidrykkjur í salnum og hefði Bautinn séð um veitingar í þremur þeirra. Hann sagði að sóknarnefndin hefði byrjað á við- ræðum við Bautamenn og í ljós hefði komið að þeir uppfylltu allar þær kröfur sem hún gerði í þessu máli. Því hefði ekki þótt ástæða til að leita til annarra. Um væri að ræða tilraunaverkefni sem stæði í eitt ár. „Með þessu skerum við niður í starfsmannahaldi frá því aði náttúrulega að reyna að vinna þá alla ásamt félögum sínum. Hann var hógværðin uppmáluð þegar talið barst að markaskorun hans. „Ég skora svolítið en ekkert voðalega mik- ið,“ sagði Skúli Jón og var síðan rokinn til að taka þátt í undir- búningi liðsins fyrir næsta leik. Sum liðin koma langt að og eitt þeirra er BI sem kemur frá ísafirði. Þeir piltar komu með flugi í fyrrakvöld. Almar Inga- son spilar með B-liði BI og er framheiji. Hann sagði að þeir væru búnir að spila einn leik og hefðu gert jafntefli við Njarð- víkinga. „Nei, mér tókst nú ekki að skora núna,“ sagði Almar. Hann sagði að sér fyndist gam- an að vera kominn á Essó-mótið en hann hefur aldrei tekið þátt í því áður. Hann og félagar hans í BI ætluðu að gera sitt besta á mótinu en þegar blaða- maður hitti þá voru þeir að sleikja sólina og fylgjast með væntanlegum andstæðingum í leik. sem verið hefur og spörum fé, okkur hefur verið uppálagt að fara vel með fé og það er fyrst og fremst það sem fyrir okkur vakir með þessum breytingum," sagði Einar. Einkennileg vinnubrögð Sigurður Arnfinnsson hjá Veislubakstri segist hafa séð um veitingar í 70-80% allra erfi- drykkja í Safnaðarheimilinu. „Ég er mjög ósáttur við þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið, það er samið við eitt fyrirtæki og aðrir eru ekki einu sinni látnir vita af því hvað sé í gangi,“ sagði Sigurður. Hann benti á að áður hefði sam- keppni ríkt á þessum markaði, fólk hefði getið valið við hvern verslað væri og verðið á veitingunum hefði verið mismunandi. Sigurður sagðist þegar hafa lent í vandræðum vegna þessa, búið Sjávarút- vegsráðherra í heimsókn ÁRNI M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra kemur í heimsókn til Akureyrar í dag, föstudag þar sem hann mun heimsækja skrifstofur stéttarfélaga, út- gerðarfyrirtæki, Háskólann á Akureyri og fleiri. Árni mun hefja dagskrá sína á því að hitta Björn Snæbjörnsson formann Verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju og Konráð Al- freðsson, formann Sjómannafé- lags Eyjafjarðar í kjölfarið. Þá mun ráðherra heimsækja Út- gerðarfélag Akureyringa og hitta m.a. Guðbrand Sigurðsson framkvæmdastjóra og einnig Þorstein Má Baldvinsson for- stjóra í heimsókn sinni til Sam- herja. Háskólinn á Akureyri verður heimsóttur og útibú Hafrann- sóknarstofnunar og Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins. Loks mun ráðherra heimsækja þá Valtý Þór Hreiðarsson hjá Verðlagsstofu skiptaverðs og Bjarna Hafþór Helgason hjá Útvegsmannafélagi Norður- lands. hefði verið að panta hjá sér veiting- ar í erfidrykkju, en hann ekki vitað af breyttu fyrirkomulagi. Valmundur Ámason hjá Lostæti sagðist ekki hafa rætt við sóknar- nefnd vegna þessa, en sér þættu vinnubrögðin einkennileg. Fyrir- tæki hans hefur séð um veitingar í brúðkaup og afmæli sem haldin hafa verið í Safnaðarheimilinu. Efaðist Valmundur ekki um að margir hefðu viljað fá tækifæri til að bjóða í veitingaþjónustuna. Snæbjörn Kristjánsson hjá veit- ingahúsinu Fiðlaranum sagði að óeðlilega væri að málum staðið hjá sóknarnefnd, jafnvel skólaakstur í litlum sveitarfélögum væri boðinn út. „Það er undarlegt að semja við eitt veitingahús án þess að heyra hvað aðrir hafa að bjóða,“ sagði Snæbjöm. Þá benti hann á að verð á þessum markaði gæti mjakast upp á við, nú þegar samkeppni sé ekki lengur fyrir hendi. Sóknarnefnd samdi við Bautann um veisluþjónustu í Safnaðarheimili Veitingamenn sem ekki fengu að bjóða óánægðir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.