Morgunblaðið - 02.07.1999, Síða 20

Morgunblaðið - 02.07.1999, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Umhverfíssumarbúðir í Onundarfirði SKOTTLAUSA tófan sem Valur veiddi fyrir stuttu í Svalvogum. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson REFASKYTTUR ísafjarðarbæjar, Valur Richter og Amfinnur Jónsson. Skutu rófulausa tófu fsafirði - Nýlega var gengið frá ráðningu þeirra Arnfinns Jóns- sonar og Vals Richters til refa- veiða á vegum Isafjarðarbæjar í sumar. Svæðið sem þeir félagar fara um er mjög víðlent, nær frá Álfta- firði við Djúp og allt yfír í Arnar- Qörð og er um mikið fjalllendi að fara. Þeir eru báðir þrautreyndar refaskyttur og einkum gjörkunnir refaslóðum í Arnarfírði og Dýra- firði. Tíðarfarið í vor hefur verið afleitt. Mörg þekkt greni voru undir fönn og þess vegna hefur tófan gert sér mörg ný að þessu sinni. Samt voru þeir félagar komnir með yfir áttatíu unnin dýr um síðustu helgi. Það bar til tíðinda um daginn, að þeir félagar unnu rófuiausa tófu í Svalvogum við utanverðan Arnarfjörð. Maður sem er ófróð- ur um tófuveiðar lét sér detta í hug, að einhver hefði skorið skottið af til að fá premíuna og vonast til að annað yxi í staðinn og þannig mætti fá fleiri en eina „uppskeru" af sömu tófunni. Val- ur telur slíkt af og frá. ,Ég hef aldrei séð svona áður. Hún hefur greinilega fæðst rófulaus. Það var ekki að sjá neitt ör eða neinn stubb. Þessi tófa hafði sýnilega verið mjög öflug í kollunni. Eg sá hana fyrst á löngu færi og hélt fyrst að þarna væri lamb að koma skokkandi. Mér fannst lambið að vísu með óvenjulega stóran haus og þegar ég gætti betur að sá ég að þetta var tófa með kollu í kjaftinum." Það er svo spurningin hvort Valur fær borgað fyrir skott af skottlausri tófu. Morgunblaðið/Egill Egilsson SJÓSTANGVEIÐIMENN bera saman aflann eftir veiðidag á Onundarfírði. Flateyri - í Holti í Önundarfírði verða í fyrsta skipti sumarbúir fyr- ir börn á aldrinum 13-16 ára í sum- ar. Sumarbúir þessar eru öðru vísi en menn eiga að venjast á Flateyri að því leyti, að hér er um að ræða umhverfissumarbúir, en slíkar sumarbúir hafa verið í Þórsmörk undanfarin 11 ár með góðum ár- angri. Ahugi á að hafa slíkar umhverfis- sumarbúir á Flateyri kom frá Rauða krossi Islands, Önfjarðar- deild á Flateyri, og eru þessar um- hverfissumarbúir reknar í sam- vinnu við Rauða kross íslands í fyrsta skipti á Flateyri, en tilgang- urinn með slíkum sumarbúðum er að kynna starfsemi Rauða krossins og um leið að vekja áhuga bamanna á sínu nánasta umhverfi. Tilgangur- inn með umhverfissumarbúðum Rauða krossins í Þórsmörk var að sá og gróðursetja á svæðum þar sem land var illa farið af foki eða öðrum ágangi. Á Flateyri verður hins vegar gróðursett og grætt upp eftir land- raskið við vamargarðana og nán- asta umhverfi. Með þessu móti fræðast krakkamir um gróðursetn- ingu og umhverfismál almennt, um náttúruna og í því felst einmitt til- gangurinn með umhverfissumar- búðunum í Holti, að uppfræða krakkana um samfélagið sem þau búa í og um hvað lífið snýst á Vest- fjörðum og hvað hægt sé að gera frekar á Vestfjörðum til uppbygg- ingar mannlífi og í umhverfismálum almennt. Um leið læra bömin um aðalmarkmið Rauða krossins sem er að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda, án tillits til stöðu og kynþátt- ar. í umhverfissumarbúðunum eru 18 börn og era þau frá ísafirði, Ön- undarfirði og Bolungarvík. I hópn- um er einnig fatlaður einstakling- ur ásamt fylgdarmanni og 4 leið- beinendur. Meðal dagskráratriða er gróðursetning í varnargörðun- um, umhverfisfræðsla, kynning á starfsemi Rauða krossins, skyndi- hjálparfræðsla, sjóstangaveiði, bóndaferð, gönguferð og kvöldvök- ur. Börnin og leiðbeinendumir gista öll í Holti, en þrír þeirra era frá RKÍ að sunnan og sá fjórði frá Flat- eyri. Einn af þessum þremur sér síðan um matseldina handa bömun- um. Aðeins þetta eina námskeið verður haldið í sumar og er von að- standenda búðanna að hægt verði að halda samskonar námskeið ár- lega ef vel tekst til. Á hverju ári er eitt þema lagt til grandvallar og í ár er þemað gegn ofbeldi. Fjallað verður um ofbeldi, með verkefnum, og teikningum sem eiga að vekja börnin til umhugsunar um þessa vá. Að þessum umhverfis- sumarbúum standa Rauði kross Is- lands, Önfjarðardeild, Landgræðsl- an sem gefur plönturnar og Skjól- skógar á Vestfjörðum sem sjá um að fræða bömin um gróðursetningu og sjá um alla skipulagningu gróð- ursetningarinnar. Mikill hluti vinn- unnar er unninn í sjálfboðaliða- vinnu. Farið var með bömin í sjóstanga- veiði í Önundarfirðinum á fjórum smábátum og var veiðin allgóð mið- að við veðurfar, en bömin létu það ekkert á sig fá, því spennan var bundin við sjóstöngina og aflann sem fékkst. Lokahnykkurinn verð- ur síðan gönguferð yfir á Ingjalds- sand þar sem námskeiðinu lýkur með grillveislu, ef veður leyfir. Iðngarðar fyrir- hugaðir á Hvammstanga Hvammstangi - Stofnað hefur ver- ið félagið Strandbær ehf. á Hvammstanga. Félagsmenn eru tíu alls. Markmið félagsins er að byggja iðnaðarhús, eins konar iðn- garða, á Hvammstanga. Húsið er ætlað fyrir starfsemi félaganna og einnig til útleigu. Gerður hefur verið kaupsamn- ingur um húsið, sem byggt verður úr innlendu límtré og yleiningum. Húsið verður 66x16 metrar að staerð, alls 1.070 fermetrar. Áætlaður byggingarkostnaður án millilofta er þxjátíu og fimm milljónir króna og gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið til notkunar með haustinu. Byggðastofnun lán- ar fé til byggingarinnar, en að öðra leyti er byggingin fjármögnuð með hlutafé og eigin fé félagsmanna. Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra hefur aðstoðað eigendur við skipulag og framkvæmd um stofn- un félagsins. Félagar í Strandbæ ehf. era Skúli Guðbjörnsson, sem er for- maður félagsins, Vilhelm V. Guð- bjartsson, Ágúst Sigurðsson, Gústav Daníelsson, Bílgerði ehf,- Agnar Jónsson, Pétur Daníelsson, Græna hjólið-Ragnheiður Eggerts- dóttir, Áxel Guðni Benediktsson, Eðalmálmsteypa-Einar H. Esra- son og Húnaþing vestra. STJÓRN Strandbæjar ásamt framkvæmdastjóra INVEST. F.v. Vil- helm V. Guðbjartsson, Baldur Valgeirsson, Skúli Guðbjörnsson og Ágúst Sigurðsson. EIGENDUR Strandbæjar ehf. á byggingarstað. Morgunblaðið/Karl A. Sigurgeirsson Stretchbuxur St. 38-50 - Frábært úrval verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. a* Upplýsingamiðstöðin S - þar sem íslenska er líka töluð ertu nokkuð að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.