Morgunblaðið - 02.07.1999, Page 24

Morgunblaðið - 02.07.1999, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf rífandi sala! Mjög falleg 110 fm hæð á 3. hæð (efstu) með glæsilegu útsýni. Þrjú svefnherbergi, tvær stofur, nýlegt eldhús með glugga á tvo vegu. Nýlegt parket á gólfum. Þak var allt endurnýjað í vetur, nýtt gler. Frábær staðsetning. Áhv. 3,7 millj. húsbr. Verð 12,0 millj. (1017) VIÐSKIPTI Útflutningur alls (fob) 51.693,9 59.241,6 +14,5% Sjávarafurðir 38.183,3 41.534,9 +8,7% Landbúnaðarafurðir 625,3 964,7 +54,1% Iðnaðarvörur 12.238,0 13.195,0 +7,7% Ál 7.585,7 8.506,6 +12,0% Kísiljárn 1.030,8 840,8 -18,5% Aðrar vörur 647,3 3.547,0 - Skip og flugvélar 110,1 3.057,8 - Innflutningur alls (fob) 66.530,6 67.380,3 +1,2% Matvörur og drykkjarvörur 5.431,3 5.823,8 +7,1% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 17.684,2 15.059,3 -14,9% Óunnar 851,1 617,0 -27,6% Unnar 16.833,1 14.442,2 -14,3% Eldsneyti og smurolíur 3.753,3 2.655,4 -29,3% Óunnið eldsneyti 164,7 54,8 -66,8% Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 791,3 500,3 -36,8% Annað unnið eldsn. og smurollur 2.797,3 2.100,3 -25,0% Fjárfestingarvörur 17.140,0 17.068,1 -0,5% Flutningatæki 11.329,4 14.235,7 +25,5% Fólksbílar 4.166,8 5.827,4 +39,7% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 1.186,2 1.358,2 +14,4% Skip 959,2 1.888,8 - Flugvélar 3.500,5 3.391,7 -3,2% Neysluvörur ót.a. 11.098,2 12.457,1 +12,1% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 94,1 80,9 -14,1% Vöruskiptajöfnuður -14.836,6 -8.138,7 - * Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann maelikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris í janúar-mai 1999 0,1 % hærra en árið áður. Heimild: HAGSTOFAISLANDS Samstarf kauphallanna í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn Samnorrænt kerfi í burð- arliðnum? KOMIÐ hefur verið á samstarfi milli kauphallanna í Stokkhólmi og Kaup- mannahöfn sem felm- í sér að hluta- bréfamarkaðir hafa verið tengdir saman með nýju sameiginlegu við- skiptakerfi. Samstarfið gengur undir nafninu Norex og er af ýmsum talið skref í þá átt að myndað verði sameig- inlegt norrænt kauphallakerfi, að því er fram kemur í blaðinuWa/J Street Joumal Europe. Komið hefur verið upp sameigin- legu rafrænu viðskiptakerfi sem veitir fjárfestum í hvoru landi aðgang að hlutabréfamarkaði í hinu landinu. Kerfið gefur fjárfestum kost á að versla með verðbréf sem skráð eru á markaði í gagnlandinu, án þess að greiða aukalegt gjald. Vonir standa til þess að í kjölfar samstarfsins muni velta á mörkuðum landanna aukast en hugsanlegt er talið að kauphallir Nor- egs og Eystrasaltslandanna muni sið- ar verða hluti af samstarfinu. Undirbúningur hefur staðið í hátt á annað ár en að undanfömu hefur mik- ið v^rið rætt um aukna samvinnu kauphalla í Evrópu. Áform hafa verið uppi um myndun samevrópsks kaup- hallakerfis og er ráðgert að byrja með tengingu kauphallanna í Frankfurt og London. Að sögn talsmanna kauphall- arinnar í Stokkhólmi mun ekki vera áhugi á þátttöku í samevrópska kerf- inu af þeirra hálfu, meðal annars vegna þess að viðskiptakerfið sem notað er í Svíþjóð er mun fullkomnara en það sem notað er sunnar í álfunni. Talið er að á næstu mánuðum muni ráðast hvort af myndun sam-norræns kauphallarkerfis verður. Beðið er ákvörðunar kauphallarinnar í Ósló um hvort Norðmenn muni taka þátt í samstarfinu eða fremur slást í hóp þeirra ríkja sem munu standa að myndun samevrópsks kerfis. Finnar hafa þegar gefið til kynna að þeir hyggist taka þátt í evrópska sam- starfinu, sem stendur þeim að ýmsu leyti nær þar sem Finnland er eina ríkið meðal Norðurlanda sem á aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu. Fylgjumst vel með Stefán Halldórsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfaþings Islands, segir að hér á landi sé vel fylgst með því hveiju fram vindur í tengslum við samstarf kauphalla í Evrópu. „Við er- um um þessar mundir að kynna okkur mjög rækilega hvað er að gerast í þessum málum og hvaða kostir okkur standa til boða. Það er sterkur vilji til þess af okkar hálfu að taka þátt í sam- starfi af þessu tagi og höfum við þegar heimsótt nokkrar evrópskar kauphall- ir og kynnt okkur starfsemi þeirra í því augnamiði að kanna möguleika á samstarfi. Þessum heimsóknum verð- ur haldið áfram í sumar,“ segir Stef- án. „Flestir eru á því að í framtíðinni verði hlutabréf stærstu fyrirtækjanna í Evrópu í boði í einu kauphallakerfi, spumingin er aðeins hvenær það mun verða. En viðskipti með bréf í smærri félögum munu eftir sem áður fara fram á heimamörkuðum, ef svo má segja, og í þvi sambandi er ljóst að samstarf milli kauphalla mun fara mjög vaxandi. Útfærslur og lausnir eru margvíslegar, ýmist hafa kaup- hallir tekið upp sameiginleg kerfi eða samtengt kerfi sín með einhverjum hætti.“ Að mati Stefáns er mikilvægt að ís- lenskur verðbréfamarkaður taki þátt í þróuninni. „Við viljum ekki lokast úti, viljum tryggja íslenskum fjárfestum aðgang að erlendum markaði og að ís- lenski markaðurinn opnist fyrir þátt- töku erlendra fjárfesta. Þess vegna leggjum við áherslu á að fylgjast með þróuninni og vega og meta þá valkosti sem okkur bjóðast." Beðið eftir ákvörðun Norðmanna Stefán segir mikið undir því komið hvaða leið Norðmenn kjósi að fara í þessu efrii og af því kunni að ráðast hvort víðtækri samtengingu milli nor- rænna kauphalla verði komið á. „Til skamms tíma störfuðu norrænar kauphallir náið saman, stóðu að margs konar samstarfsverkefnum og starfræktu sameiginlegar nefndir. Það má segja að samstarfið hafi lent í biðstöðu þegar Finnar tóku þá ákvörðun að ganga til samstarfs við kauphöllina í Frankfurt. Hins vegar hefur kauphöllum á Norðurlöndum staðið til boða í um eitt ár að taka þátt í því samstarfi sem nú er hafið milli kauphallanna í Svíþjóð og Danmörku. Við höfum lýst því yfir að við kjósum að bíða eftir ákvörðun Norðmanna áður en við gerum upp hug okkar. Fari svo að Norðmenn sæki eftir að- ild að samstarfi Dana og Svía, verður að ýmsu leyti áhugaverðara og létt- ara fyrir okkur íslendinga að gera slíkt hið sama. Ef hins vegar Norð- menn kjósa að leita annað, vaknar spumingin um hvaða leiðir séu okkur færar. Mikið veltur á því hvaða ástæður Norðmenn munu gefa fyrir vali sínu og á hvern hátt þeir munu rökstyðja ákvörðun sína. Við munum vonandi geta dregið ályktanir um hvað sé besta leiðin fyrir okkur af því hvemig Norðmenn munu haga sínum málum,“ segir Stefán. VIÐUTLOND Verðmæti innflutnings og jan. - maí 1998 og 1999 iggs (fob virði í milljónum króna) jan.-maí 1999 Breytingá jan.-maí föstu gengi* Vöruskipta- jöfnuður fyrstu fimm mánuði ársins Grænahlíð 6,7 milljörðum hagstæðari en í fyrra FYRSTU fimm mánuði þessa árs vom fluttar út vörar fyrir 59,2 millj- arða króna en inn fyrir 67,4 milljarða. Halli á vöraskiptum við útlönd nam því 8,1 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra vora vöraskiptin óhag- stæð um 14,8 milljarða á föstu gengi. Vöraskiptajöfnuðurinn var því 6,7 milljörðum betri fyrstu fimm mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. í frétt frá Hagstofu íslands kemur fram að í maímánuði vora fluttar út vörar fyrir 12,5 milljarða króna og inn fyrir 16,7 milljarða. Vöraskiptin í maí vora því óhagstæð um 4,2 millj- arða en í maí í fyrra vora þau óhag- stæð um 2,6 milljarða. Útflutningur á sjávarafurðum jókst Heildarverðmæti vöraútflutnings fyrstu fimm mánuði ársins var 14,5% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Aukninguna má aðallega rekja til meiri útflutnings á sjávarafurðum. Sjávarafurðir vora 70% alls útflutn- ings á tímabilinu janúar-maí og var verðmæti þeirra 8,7% meira en á sama tíma í fyrra. Iðnaðarvörar vora 22% alls útflutnings á tímabilinu og var verðmæti þeirra 7,7% meira en á sama tíma í fyrra. Sala á skipum og flugvélum á einnig stóran þátt í að verðmæti vöraútflutnings er meira í ár en í fyrra. Neysluvörur aukinn hluti af innflutningi Heildarverðmæti vörainnflutnings fyrstu fimm mánuði ársins var 1,2% meira á fostu gengi en á sama tíma í fyrra. Neysluvörar, aðrar en matar- og drykkjarvörar, námu 18% alls innflutnings í janúar-maí í ár og var verðmæti þeirra 12% meira en á sama tíma í fyrra. Mikil aukning varð í innflutningi á flutningatækj- um á tímabilinu en verðmæti þeirra var 26% meira í ár en í fyrra. Verð- mæti innfluttra hrá- og rekstrarvara lækkaði um 15% og eldsneytis og smurolíu um 29% miðað við sama tímabil í fyrra. X»A0 ER A KVOLDIN SiM ÞÚ SÉRÐ HVERSU GÓOA SÓLARVÖRN ÞÚ VALDIR FYRIR BARNIÐ ÞITT SHt i p ffl $ Húð barnci þarf að vemda vel fyrir brennandi geislum sólar. Nivea Sun Children ver viðkvæma húð barnsins fyrir UVA- og UVB geislum sólarinnar. Þar að auki er hún mýkjandi og ón lyklarefna. Veldu það besla fyrir barnið þitt. Það bæði sést og finnst - ekki síst ó kvöldin. HlVEA sun SIJN LOTION I ---1 <— '"‘OChnn NIVEA SÓLARVÖRN VERNDAR VIÐKVÆMA HÚD BARNSINS ÞÍNS www.jsh.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.