Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 25 UR VERINU Tveir voru sviptir veiðileyfi tvívegis Sex misstu veiðileyfíð í júní FISKISTOFA svipti sex skip og báta veiðileyfi í júnímánuði, þar af tvö, Stefni IS og Geir Goða GK, tví- vegis. Flest voru svipt leyfi vegna veiða umfram heimildir, en eitt fyr- ir að gefa þorskafla upp sem löngu og ufsa. Öll fá skipin leyfi á ný eftir mislangan tíma eða þar til afla- marksstaða þeirra hefur verið lag- færð. Itrekað brot Hinn 3. júní svipti Fiskistofa Stefni ÍS veiðileyfi vegna afla um- fram heimildir. Togarinn, sem er Sæeyrnaeldi í Taflandi TAÍLENDINGAR hafa byrjað með sæeyrnaeldi en klak heppnaðist í fyrsta sinn ekki alls fyrir löngu. Sjávarútvegs- ráðuneytið hefur þjálfað 47 sjó- menn til að sjá um eldið og er tilbúið að leggja þeim til seiði sem viija fara út í þennan rekstur og fjárfesta í nauðsyn- legum búnaðí. Eldi á sæeyra, sem er af- skaplega dýr sæsnigill, er stundað víða um heim, en veið- ar á því eru einnig stundaðar í nokkrum mæli. Einn aðila hér- lendis er að vinna að eldi af þessu tagi. Framvinda þess er enn óljós, en meðal annars er verið að kanna markaði fyrir afurðina. gerður út af íshúsfélagi ísfirðinga, fékk leyfið að nýju þann 9. júní eftir að aflamarksstaða hans hafði verið lagfærð. Stefnir var sviptur veiði- leyfinu á ný þann 24. júní vegna afla umfram heimildir. Þar sem um ítrekað brot var að ræða varir leyf- issviptingin í tvær vikur eftir að aflamarksstaða skipsins hefur verið lagfærð. Hrafnsey SF var svipt veiðileyf- inu vegna afla umfram heimildir 18. júní og sömu sögu er að segja af Bylgju VE pg Sóleyju Sigurjóns GK 24. júní. í báðum tilfellum varir sviptingin þar til aflamarksstaðan hefur verið lagfærð. Fór í sex róðra án aflaheimilda Geir Goði GK var sviptur leyfinu 18. júní, en fékk það að nýju nokkr- um dögum seinna eftir að afla- marksstaðan hafði verið lagfærð. Sami bátur var svo sviptur veiði- leyfi á ný þann 30. júní, þá til þriggja vikna frá og með 9 júlí. Hafði bátnum verið haldið í sex veiðiferðir dagana 2. til 15. júní, þrátt fyrir að ekki væru heimildir fyrir aflann, sem fékkst í þessum veiðiferðum. Hinn 11. júní var Guðbjörg GK svipt leyfi tÚ veiða í tvær viku frá og með 18. júní, þar sem hluti af þorskafla bátsins í ákveðinni veiði- ferð var ranglega gefinn upp sem langa og ufsi við vigtun á hafnar- vog. Stafaði það af því að afli báts- ins hafi ekki verið nægjanlega sundurgreindur eftir tegundum við löndun. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson ROLEGT hefur verið yfir karfaveiði á Reykjaneshryggnum en myndin var tekin um borð í Klakki SH. Aðeins tonn á togtímann NlU frystitogarar eru á karfaveið- um vel innan lögsögu íslands á Reykjaneshrygg og hefur verið frekar rólegt á miðunum undanfarn- ar þrjár vikur eða síðan eftir sjó- mannadag. „Þetta hefur gengið treglega, verið dauf veiði, um tonn á tímann," sagði Kristinn Pétursson, skipstjóri á Þerney RE, við Morg- unblaðið. Grandi hf. er með þrjá togara á miðunum, Þerney, Snorra Sturluson og Örfirisey. Sigurbjörn Svavarsson útgerðarstjóri sagði að skipin væru komin með ríflega 400 tonn hvert eftir þriggja vikna túr en ástandið Rölegt á karfa- miðunum á Reykjaneshrygg væri eðlilegt, veiðin dytti alltaf niður í júní eftir að hafa verið mest í apríl, maí og fram í júní. Togararnir voru á smábletti í góðu veðri í gær. „Fyrstu tvö, þrjú hölin hjá þeim sem komu fyrstir út eftir sjómannadaginn voru góð en síðan hefur þetta verið leiðindatíð þar til í fyrradag, haustveður, átta til níu vindstig og dauf veiði," sagði Kristinn. „Maður heyrir lítið um meira en tonn á tímann og sömu fréttir eru af svæðinu fyrir utan landhelgi. Samt er mikið líf í sjónum en ef til vill hefur aldrei verið eins mikið til af karfa og menn héldu." Leyfilegur heildarafli af út- hafskarfa á Reykjaneshrygg á þessu ári er 153.000 tonn. Hlutur okkar ís- lendinga er 45.000 tonn. Rannsóknir á karfastofninum standa nú yfir og verða þær lagðar til grundvallar til- lögum um heildarafla á næsta ári, en Alþjóða hafrannsóknaráðið telur nú að miðað við fyrirliggjandi gögn sé nauðsynlegt að minnka aflann veru- lega. • öll garðáhöldin geymd á einum stað • Sláttuvélin fær sitt eigið heimili • Sólhúsgögnin á vísum stað • Bíllinn kemst loksins í bílskúrinn • Þægilegra að vinna í garðinum HAGKAUP Meira úrval - betri kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.