Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT VERSTA KLÁFFERJUSLYS I FRAKKLANDI PlcteBure (2.712 m) 1 L"; L'Enclus (1.501 m) Stjornarand- staðan í sæng með Milosevic? Belgrad. AFP, AP, Reuters. FULLTRÚAR nokkurra stjórnar- andstóðuflokka í Júgóslavíu gáfu í skyn í gær að þeir myndu fylkja liði undir stjórn Slobodans Milosevics, forseta Júgóslavíu, og taka sæti í stjórn og hefja í sameiningu upp- byggingarstarf í landinu. Hafði Momir Bulatovie, forsætisráðherra Júgóslavíu, boðað til fundar fulltrúa helstu stjórnarandstöðuflokkanna í gær um hugsanlega aðild þeirra að ríkisstjórn. Þrír af þeim níu flokkum sem boð- aðir voru til fundarins sniðgengu hann. Það voru Lýðræðisflokkur jafnaðarmanna í Svartfjallalandi (DPS), undir forystu Milos Djuka- novic, forseta Svartfjallalands, Lýð- ræðisflokkurinn í Serbíu og Samtök Ungverja í Vojvodina (SVM). Tuttugu farast í kláf- ferjuslysi Hið versta er orðið hefur í Frakklandi Grenoble í Frakklandi. Reuters. TUTTUGU manns létust þegar kláfferja hrapaði 80 metra í frönsku Olpunum í gær. Allir sem voru um borð fórust, að því er yfir- völd greindu frá. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Fólkið í ferjunni var á leið upp í stjörnuskoðunarstöð sem franskir, þýskir og spænskir vísindamenn reka á fjallinu Pic de Bure, í 2.700 metra hæð, yfir ferðamannastaðn- um Saint-Etienne-en-Devoluy, nærri bænum Gap. Slysið varð upp úr klukkan sjö í gærmorgunn að staðartíma (fimm að íslenskum tíma). Níu þeirra sem fórust voru starfsmenn verktakafyrirtækis, fimm voru vísindamenn og tækni- Varaforseti Zimbabwe látinn Harare. Reuters. JOSHUA Nkomo, varaforseti Zimbabwe, lést í gær, 83 ára að aldri. Banamein hans var krabba- mein í blöðruhálskirtli. Nkomo barðist í frelsistríði Zimbabwe og var einn af helstu frammámönnum í stjórnmálum landsins síðustu hálfa öld. Robert Mugabe, forseti landsins, minntist hans í gær sem mikils manns, sem hefði lagt grunn að sjálfstæði þjóð- arinnar með striti og erfiði. Eftir að Zimbabwe hlaut sjálf- stæði frá Bretum árið 1980 ríkti óvissuástand í landinu vegna upp- reisnar ættbálks Nkomo, ndebele, gegn stjórn Mugabes. Nkomo var þakkað að samstarf náðist loks ár- ið 1987 með ndebele-mönnum og flokki Mugabes, ZANU-PF, eftir fimm ára átök og var hann þá skipaður annar varaforseti lands- ins. menn hjá IRAM-stjarnfræðimið- stöðinni, að sögn Jean-Marie Bern- ard, bæjarstjóra í Saint-Etienne- en-Devoluy. Meðal farþega voru einnig nokkrir bæjarbúar. AUir sem fórust voru Frakkar. Kláfferj- an var ekki notuð til að flytja ferða- menn. Þetta er mannskæðasta kláf- ferjuslys sem orðið hefur í Frakk- landi, og fjöldi þeirra sem fórst sá sami og fórnarlamba kláf- ferjuslyss á ítalíu í fyrra, þegar bandarísk herþota sleit burðarvíra ferju. Opinber rannsókn er hafin á or- sökunum. Jean-Pierre Chevenem- ent innanríkisráðherra fór á slys- stað í gær. Hann sagði slysið mikla ráðgátu, því að ferjan hefði ekki losnað af burðarvírnum, eins og væri algengasta orsök kláf- ferjuslysa, og ekki væri heldur útlit fyrir að burðarvírinn hefði slitnað. Ferjan var byggð 1980 og var síð- ast öryggisprófuð í fyrra. FLAK kláfferjunnar á slysstað í gær. Reuters Uppnám hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Bangemann úthýst Brussel. Reuters. SVIÐSLJÓS fjölmiðlanna beindist í gær enn og aftur að framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins (ESB), er tilkynnt var um ákvörðun Jacques Santers, forseta hennar, um að Martin Bangemann, sem fer með iðnaðar- og fjarskiptamál í framkvæmdastjórninni, yrði útilok- aður frá fundum framkvæmda- stjórnarinnar í kjölfar þess að kunnugt varð að hann hygðist þiggja stöðu í stjórn spænska símarisans Telefonica. Tilkynning Bangemanns í fyrra- dag um að hann hygðist taka til starfa fyrir Telefonica um leið og hann hætti störfum hjá fram- kvæmdastjórninni vakti upp mikla mótmælaöldu. Gagnrýnisraddir, ekki sízt úr sölum Evrópuþingsins, héldu því þegar fram að það færi engan veginn saman að Bangemann þægi stöðu hjá fyrir- tæki sem sú deild framkvæmda- EVRÖPA^i stjórnarinnar sem hann stýrir hef- ur ítrekað haft til rannsóknar í sambandi við hugsanleg brot þess á samkeppnisreglum ESB. Vildu sumir draga í efa að þessi ákvörð- un Bangemanns samræmdist ákvæðum stofnsáttmála sam- bandsins. Nýtt áfall Deilan er nýtt áfall fyrir opin- bera ímynd framkvæmdastjórnar- innar, sem hún á undanförnum mánuðum hefur verið önnum kafin við að reyna að bæta, í kjölfar þess að allir meðlimir hennar sögðu af sér í febrúar, eftir að óháð sérfræð- inganefnd sakaði í skýrslu suma þeirra um frændgæzku og fjár- málaóreiðu. Hin 20 manna fram- kvæmdastjórn hefur setið síðan til bráðabirgða og fer fyrst endanlega frá þegar ný hefur formlega verið skipuð. Greint var frá því í Brussel í gær, að Santer hefði á fundi með Bangemann beðið hann um að taka sér frí frá skyldustörfum á vegum framkvæmdastjórnarinnar unz ráðherraráð ESB hefur tekið laga- lega bindandi ákvörðun um stöðu hans. Talsmaður Tony Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði brezku ríkisstjórnina fordæma athafnir Bangemanns og Pauline Green, leiðtogi þingflokks jafnaðarmanna á Evrópuþinginu, hvatti til þess að Bangemann yrði tafarlaust rekinn úr framkvæmdastjórninni. Engar yfirlýsingar voru gefnar eftir fundinn um árangur hans, en þó voru uppi raddir meðal stjórn- málamanna um að stofna ætti til nýrrar samsteypustjórnar til að hin- ir ólíku flokkar gætu tekið saman höndum við enduruppbyggingu í landinu eftir loftárásir Atlantshafs- bandalagsins (NATO). Milan Komnenic, fulltrúi Endur- reisnarhrevfingar Serbíu (SPO) á fundinum, sagði að viðræðurnar mundu halda áfram í næstu viku. Ivica Dacic, talsmaður Jafnaðar- mannaflokksins, flokks Milosevic, sagði flokkinn hlynntan „endur- skipulagningu" í ríkisstjórninni þar sem allir flokkar á þingi ættu sæti. Ellilífeyrisþegar í hóp mótmælenda Er það mat fréttaskýrenda að Milosevie sé með þessu að reyna að koma í veg fyrir að samstaða náist meðal stjórnarandstöðuflokkanna sem hugsanlega gæti orðið til þess að velta stjórn hans úr sessi. Þjóðernissinninn Vojislav Seselj, leiðtogi Flokks róttækra, sagði nauðsynlegt að koma á samstarfi flokkanna í ríkisstjórn til að „koma í veg fyrir áætlanir Bandaríkjanna um að valda enn frekari sundurlyndi innan Júgóslavíu". Mótmæli meðal almennings gegn Milosevic héldu áfram í gær, en þá fóru ellilífeyrisþegar í mótmæla- göngu í Belgrad og kröfðust þess að Milosevic segði af sér og ríkið borg- aði þeim útistandandi ellilífeyri. Hafa stjórnarandstöðuhreyfingar sem kalla sig Samtök um breyting- ar sagst munu stofna til fjöldamót- mæla á næstu fimm vikum gegn Milosevic. Ovænt tungumála- deila í ESB ÞÝZK stjórnvöld tilkynntu í gær að þau myndu sniðganga óformlegan fund iðnaðarráð- herra Evrópusambandsins (ESB), sem á að fara fram í Oulu í Finnlandi um helgina, vegna þess að ekki stendur til að túlka á þýzku á fundinum. Finnar tóku við formennsku í ráðherraráði ESB um mánaða- mótin. Reglan hefur verið sú að túlkað hefur verið á öllum fund- um á vegum ráðsins á ensku, frönsku og tungu formennsku- ríkisins, sem hefur fundarstjórn með höndum. Á pappírnum að minnsta kosti hefur þýzka þó verið viðurkennd sem jafnrétt- hátt „vinnumál" ESB og enska og franska. Síðustu tvö for- mennskuríki hafa verið þýzku- mælandi (þ.e. Austurríki og Þýzkaland), en næstu tvö for- mennskurfki þar á undan, Lúx- emborg og Bretland, létu jafn- an túlka á þýzku. Þýzk stjórnvöld tóku ofan- greinda ákvörðun eftir að Ger- hard Schröder kanzlari sendi Paavo Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands, bréf þar sem hann fór fram á að á fundum ráðherraráðsins yrði í for- mennskutíð Finnlands einnig túlkað á þýzku. „Það liggur fyrir skýrt og skorinort bréf frá kanzlaranum um að þýzka skuli notuð sem fundamál," sagði talsmaður þýzku stjórnarinnar í gær. „Svo að við munum ekki taka þátt." Sagði talsmaðurinn ekkert bóla á svari frá finnskum stjórnvöld- um við bréfi Schröders.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.