Morgunblaðið - 02.07.1999, Side 26

Morgunblaðið - 02.07.1999, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ VERSTA KLÁFFERJUSLYS Í FRAKKLANDI rekin afhenni ® Grenoble HAUTESÍALPES St Etienne® FRAKKLAND FRAKKLAND Pic de Bure (2.712 m) Klafferja alþjoðlegu I útvarpsstjörnufræði- ntnfm irtnrinnnr I ..v . "** M ■ ■ Athugunarstöö (2,574m) I 519 m) Lengd klafferju: 3,9 km Hraði vagnanna: 4 m/sek Milli súla 2 og 3: 1.818 m m) 506 Norður £ H (1.575 m) L’Enclus (1.501 m) Heimtldir: Devoluy Voyages, IRAM SPANN Stjórnarand- staðan í sæng með Milosevic? Belgrad. AFP,, AP, Reuters. FULLTRÚAR nokkurra stjómar- andstöðuflokka í Júgóslavíu gáfu í skyn í gær að þeir myndu fylkja liði undir stjórn Slobodans Milosevics, forseta Júgóslavíu, og taka sæti í stjórn og hefja í sameiningu upp- byggingarstarf í landinu. Hafði Momir Bulatovic, forsætisráðherra Júgóslavíu, boðað til fundar fulltrúa helstu stjórnarandstöðuflokkanna í gær um hugsanlega aðild þeirra að ríkisstjórn. Þrír af þeim níu flokkum sem boð- aðir voru til fundarins sniðgengu hann. Það voru Lýðræðisflokkur jafnaðarmanna í Svartfjallalandi (DPS), undir forystu Milos Djuka- novic, forseta Svartfjallalands, Lýð- ræðisflokkurinn í Serbíu og Samtök Ungverja í Vojvodina (SVM). Engar yfirlýsingar voru gefnar eftir fundinn um árangur hans, en þó voru uppi raddir meðal stjórn- málamanna um að stofna ætti til nýrrar samsteypustjórnar til að hin- ir ólíku flokkar gætu tekið saman höndum við enduruppbyggingu í landinu eftir loftárásir Atlantshafs- bandalagsins (NATO). Milan Komnenic, fulltrúi Endur- reisnarhreyfingar Serbíu (SPO) á fundinum, sagði að viðræðurnar mundu halda áfram í næstu viku. Ivica Dacic, talsmaður Jafnaðar- mannaflokksins, flokks Milosevic, sagði flokkinn hlynntan „endur- skipulagningu“ í ríkisstjórninni þar sem allir flokkar á þingi ættu sæti. Ellilífeyrisþegar í hóp mótmælenda Tuttugu farast í kláf- ferjuslysi Hið versta er orðið hefur í Frakklandi Grenoble ( Frakklandi. Reuters. TUTTUGU manns létust þegar kláfferja hrapaði 80 metra 1 frönsku Ölpunum í gær. Allir sem voru um borð fórust, að því er yfir- völd greindu frá. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Fólkið í ferjunni var á leið upp í stjörnuskoðunarstöð sem franskir, þýskir og spænskir vísindamenn reka á fjallinu Pic de Bure, í 2.700 metra hæð, yfir ferðamannastaðn- um Saint-Etienne-en-Devoluy, nærri bænum Gap. Slysið varð upp úr klukkan sjö í gærmorgunn að staðartíma (fimm að íslenskum tíma). Níu þeirra sem fórust voru starfsmenn verktakafyrirtækis, fimm voru vísindamenn og tækni- menn hjá IRAM-stjamfræðimið- stöðinni, að sögn Jean-Marie Bern- ard, bæjarstjóra í Saint-Etienne- en-Devoluy. Meðal farþega voru einnig nokkrir bæjarbúar. AUir sem fórust voru Frakkar. Kláfferj- an var ekki notuð til að flytja ferða- menn. Þetta er mannskæðasta kláf- ferjuslys sem orðið hefur í Frakk- landi, og fjöldi þeirra sem fórst sá sami og fórnarlamba kláf- ferjuslyss á Italíu í fyrra, þegar bandarísk herþota sleit burðarvíra ferju. Opinber rannsókn er hafin á or- sökunum. Jean-Pierre Chevenem- ent innanríkisráðherra fór á slys- stað í gær. Hann sagði slysið mikla ráðgátu, því að ferjan hefði ekki losnað af burðarvímum, eins og væri algengasta orsök kláf- ferjuslysa, og ekki væri heldur útlit fyrir að burðarvírinn hefði slitnað. Ferjan var byggð 1980 og var síð- ast öryggisprófuð í fyrra. Reuters FLAK kláfferjunnar á slysstað í gær. Yaraforseti Zimbabwe látinn Harare. Reuters. JOSHUA Nkomo, varaforseti Zimbabwe, lést í gær, 83 ára að aldri. Banamein hans var krabba- mein í blöðruhálskirtli. Nkomo barðist í frelsistríði Zimbabwe og var einn af helstu frammámönnum í stjórnmálum landsins síðustu hálfa öld. Robert Mugabe, forseti landsins, minntist hans í gær sem mikils manns, sem hefði lagt gmnn að sjálfstæði þjóð- arinnar með striti og erfiði. Eftir að Zimbabwe hlaut sjálf- stæði frá Bretum árið 1980 ríkti óvissuástand í landinu vegna upp- reisnar ættbálks Nkomo, ndebele, gegn stjórn Mugabes. Nkomo var þakkað að samstarf náðist loks ár- ið 1987 með ndebele-mönnum og flokki Mugabes, ZANU-PF, eftir fimm ára átök og var hann þá skipaður annar varaforseti lands- ins. Uppnám hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Bangemann úthýst Brussel. Reuters. SVIÐSLJÓS fjölmiðlanna beindist í gær enn og aftur að framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins (ESB), er tilkynnt var um ákvörðun Jacques Santers, forseta hennar, um að Martin Bangemann, sem fer með iðnaðar- og fjarskiptamál í framkvæmdastjórninni, yrði útilok- aður frá fundum framkvæmda- stjórnarinnar í kjölfar þess að kunnugt varð að hann hygðist þiggja stöðu í stjórn spænska símarisans Telefonica. Tilkynning Bangemanns í fyrra- dag um að hann hygðist taka til starfa fyrir Telefonica um leið og hann hætti störfum hjá fram- kvæmdastjórninni vakti upp mikla mótmælaöldu. Gagnrýnisraddir, ekki sízt úr sölum Evrópuþingsins, héldu því þegar fram að það færi engan veginn saman að Bangemann þægi stöðu hjá fyrir- tæki sem sú deild framkvæmda- stjórnarinnar sem hann stýrir hef- ur ítrekað haft til rannsóknar í sambandi við hugsanleg brot þess á samkeppnisreglum ESB. Vildu sumir draga í efa að þessi ákvörð- un Bangemanns samræmdist ákvæðum stofnsáttmála sam- bandsins. Nýtt áfall Deilan er nýtt áfall fyrir opin- bera ímynd framkvæmdastjórnar- innar, sem hún á undanförnum mánuðum hefur verið önnum kafin við að reyna að bæta, í kjölfar þess að allir meðlimir hennar sögðu af sér í febrúar, eftir að óháð sérfræð- inganefnd sakaði í skýrslu suma þeirra um frændgæzku og fjár- málaóreiðu. Hin 20 manna fram- kvæmdastjórn hefur setið síðan til bráðabirgða og fer fyrst endanlega frá þegar ný hefur formlega verið skipuð. Greint var frá því í Brussel í gær, að Santer hefði á fundi með Bangemann beðið hann um að taka sér frí frá skyldustörfum á vegum framkvæmdastjórnarinnar unz ráðherraráð ESB hefur tekið laga- lega bindandi ákvörðun um stöðu hans. Talsmaður Tony Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði brezku ríkisstjórnina fordæma athafnir Bangemanns og Pauline Green, leiðtogi þingflokks jafnaðarmanna á Evrópuþinginu, hvatti til þess að Bangemann yrði tafarlaust rekinn úr framkvæmdastjórninni. Er það mat fréttaskýrenda að Milosevic sé með þessu að reyna að koma í veg fyrir að samstaða náist meðal stjórnarandstöðuflokkanna sem hugsanlega gæti orðið til þess að velta stjórn hans úr sessi. Þjóðernissinninn Vojislav Seselj, leiðtogi Flokks róttækra, sagði nauðsynlegt að koma á samstarfi flokkanna í ríkisstjórn til að „koma í veg fyrir áætlanir Bandaríkjanna um að valda enn frekari sundurlyndi innan Júgóslavíu“. Mótmæli meðal almennings gegn Milosevic héldu áfram í gær, en þá fóru ellilífeyrisþegar í mótmæla- göngu í Belgrad og kröfðust þess að Milosevic segði af sér og ríkið borg- aði þeim útistandandi ellilífeyri. Hafa stjómarandstöðuhreyfíngar sem kalla sig Samtök um breyting- ar sagst munu stofna til fjöldamót- mæla á næstu fimm vikum gegn Milosevic. * Ovænt tungumála- deila í ESB ÞÝZK stjórnvöld tilkynntu í gær að þau myndu sniðganga óformlegan fund iðnaðarráð- herra Evrópusambandsins (ESB), sem á að fara fram í Oulu í Finnlandi um helgina, vegna þess að ekki stendur til að túlka á þýzku á fundinum. Finnar tóku við formennsku í ráðherraráði ESB um mánaða- mótin. Reglan hefur verið sú að túlkað hefur verið á öllum fund- um á vegum ráðsins á ensku, frönsku og tungu formennsku- ríkisins, sem hefur fundarstjórn með höndum. Á pappírnum að minnsta kosti hefur þýzka þó verið viðurkennd sem jafnrétt- hátt „vinnumál“ ESB og enska og franska. Síðustu tvö for- mennskuríki hafa verið þýzku- mælandi (þ.e. Austurríki og Þýzkaland), en næstu tvö for- mennskuríki þar á undan, Lúx- emborg og Bretland, létu jafn- an túlka á þýzku. Þýzk stjórnvöld tóku ofan- greinda álwörðun eftir að Ger- hard Schröder kanzlari sendi Paavo Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands, bréf þar sem hann fór fram á að á fundum ráðherraráðsins yrði í for- mennskutíð Finnlands einnig túlkað á þýzku. „Það liggur fyrir skýrt og skorinort bréf frá kanzlaranum um að þýzka skuli notuð sem fundamál," sagði talsmaður þýzku stjórnarinnar í gær. „Svo að við munum ekki taka þátt.“ Sagði talsmaðurinn ekkert bóla á svari frá finnskum stjórnvöld- um við bréfi Schröders.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.