Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 29
r MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 29 LISTIR I Sýning á verk- um Gunnlaugs Schevings í Grindavík SÝNING á verkum Gunn- laugs Sehevings verður opnuð laugardaginn 3. júlí í gamla kvenfélagshúsinu við Víkur- braut í Grindavík. Á sýning- unni eru 20 verk, olíumálverk og vatnslitamyndir, sem öll eru í eigu Listasafns íslands, og er sýningin unnin í sam- vinnu safnsins við Grindavík- urbæ. I fréttatilkynningu segir: „Gunnlaugur Scheving (1904- 1972) tilheyrir þeirri kynslóð íslenskra listamanna sem komu fram í byrjun 4. áratug- arins og gerðust boðberar rót- tækra viðhorfa í íslenskri myndlist. Meginviðfangsefni þeirra var maðurinn og um- hverfi hans og túlkunin hug- læg þar sem myndefnið er eiik faldað og allri frásögn sleppt. I þessum hópi skipaði Scheving sérstakan sess sem túlkandi myndefnis úr lífi og starfi sjó- manna og er þekktur fyrir stórbrotnar sjávarmyndir sín- ar. Scheving bjó í Grindavík um tveggja ára skeið um 1940 og mun sú dvöl hafa haft djúp áhrif á hann og opnað augu hans fyrir víðerni hafflatarins sem þó var ávallt bakgrunnur mannsins sem hann setti í önd- vegi." A sýningunni í Grindavík hafa verið valin verk sem tengjast Grindavíkurdvöl lista- mannsins. Þar getur að líta myndir úr þorpinu, úr starfi sjómanna og myndir af fólki. Sýningin stendur til 18. júlí og er opin kl 12-15 virka daga og kl. 12-17 um helgar. Norræn samsýning með gestum í Nýlistasafninu TVÆR sýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík á morgun, laugardag, kl. 16. Þetta eru einkasýning hollenska listamannsins Zeger Reyers í Bjarta og Svarta sal og samsýning nor- rænna listamanna í Súmsal, Forsal og Gryfju. Sýning júgóslavnesku listamannanna Igor Antic og Mich- ael Milunovic sem sett var upp í safninu í síðustu viku heldur áfram á öðrum stað í safninu út þetta sýning- artímabil. Zeger Reyers sýnir innsetningar á miðhæðinni og ber sýningin yfir- skriftina: Góð fyrirheit . Verkin eru unnin með sýningarsalina í huga. Um er að ræða mynbandsverk eða mynd- bands skúlptúr eins og listamaðurinn orðar það í Svarta sal sem er óður til ljóssins. I Svarta sal hefur listamað- urinn komið fyrir , borði með 1000 kílóum af hvítu Mosa kermamiki sem kallast á við birtuverkið í Svarta sal. Sýningin er styrkt af Mondriaan Foundation, Prins Bernard Founda- tion, Stroom h.c.b.h. og Mosa, ceramics í Hollandi. Sýning norrænu myndlistamann- anna tíu ber yfirskriftina „not just for fun" . Fimm þeirra starfa í Dan- mörku, þau Claus Andersen, Rosan bosch, Lone Hoyer Hansen, Rune Fjord Jensen og Dan Marmorstein. Þau hafa hvert um sig boðið með sér einum gesti og eru gestalistamenn- irnir þau Asa Sonjasdotter frá Sví- þjóð, Anja Franke frá Danmörku , Jeannette Christensen frá Noregi, Jan Kaila frá Finnlandi og Steph frá íslandi. Farid Fellah er netstjóri verkefnisins og Sanne Kofod Olsen, listfræðingur og gagnrýnandi mun fylgjast með sýningunni á staðnum. I fréttatilkynningu segir, að allir listamennirnir séu með verk með sér JU . Jf iETTER ¦ ¦¦ Fjögurra stafa orð 1998: eftir Lone Heyer Hansen. sem verði komin upp á opnunardag- inn, en safnið muni jaframt verða ramminn utan um röð atburða sem fara fram á sýningartímabilinu; gerninga, uppákomur, tónsmíðar og önnur verk sem kvikna á staðnum. Nýlistasafnið verður vettvangur samræðna innan safns sem utan, því sett hefur verið upp opin lína á inter- netinu, þar sem listamennirnir, net- stjórinn og gagnrýnandinn munu taka þátt í samræðum við þá sem áhuga hafa á að fylgjast með þróun- inni. Sett hefur verið upp dagskrá og dagbók þar sem daglegir atburðir verða kynntir á netinu. Listamennirnir munu setja upp nýja atburði og segir í fréttatOkynn- ingunni, að Jan Kaila muni tala um ljósmyndir sínar, Rune Fjord Jensen Augliti til auglitis 1998: verk efl.ii' Rosan Bosch og Rosan Bosch fremja gerninga, Dan Marmorstein spila nýsamin tónverk við verk Ása Sonjasdotter og Lone Hojer Hansen, Asa sýna myndband af ferðinni til íslands og Lone H0yer Hansen setur upp fjölda atburða. Ennfremui' segir, að Claus Andersen búi yfír leyndarmáli og Anja Franke hafi hannað nýja setustofu. Sanne Kofod Olsen verður með fyrirlestur. Þetta eru atburðir fyrstu vikunnar. Vefsíða er : www.notjustforfun.dk - netfang: mailEnotjustforfun.dk. Sýningin er styrkt af: Nordisk Kulturfond, NKKK, Sleipnir.Fondet for Dansk- Islandsk Samarbejde. Sýningarnar standa frá 3. júlí til 25 júlí og eru opnar frá kl. 14 dag- lega og fram eftir degi. Aðgangur er ókeypis. I Friðriksborgarkórinn TOIVLIST Norræna híísirt KÓRTÓNLEIKAR Kór frá Friðriksborg flutti verk eftir dönsk og sænsk tónskáld, auk verka eftir Grieg, Mendelssohn, Bernstein og Wert, undir stjórn Lars Ridder. Miðvikudagurinn 30. júní, 1999. UM árabil hafa evrópskir kórar flykkst til íslands að sumri til og gert tvennt, að heimsækja okkar undarlega land „Norður við heim- skaut í svalköldum sævi" og syngja okkur söngva sína. Nú var það Frederiksborg Kammerkor, sem hóf sumarferðir kóra um ísland að þessu sinni og hóf tónleika sína í Norræna húsinu s.l. miðvikudag með verki eftir Giaches de Wert (1535-96, einnig ritað Jaches de Weert) flæmskt tónskáld, sem barn að aldri var sendur tO ítalíu og 9 ára gamall orðinn fullgOdur kór- söngvari og rétt orðinn 15 ára, er fyrstu tónsmíðar hans, madrigalar, voru gefnar út. Vox in Rama er fal- lega unnið verk en söngmáti kórs- ins átti ekki vel við þessa tónlist. Á eftir þessu verki Weerts voru flutt þrjú lög, eiginlega þrjár gerðir af einu lagi, eftir Per Nörgárd, og þó hann hafi samið margt gott voru þessar tilraunir með raddferli ótta- lega flatneskjulegar og tæpar í flutningi kórsins. Betur tókst til í tveimur lögum eftir Bjorn Hjelm- borg (1911-94), fyrrum prófessor í tónsmíði við Konunglega tónlistar- skólann í Kaupmannahöfn og það var eins kórinn vaknaði tO lífsins með verkum Hjelmborg og einnig í Ave maris stella eftir Grieg og tveimur verkum eftir Mendelssohn, enda átti „heitur" söngur kórsins sérlega vel við þessi viðfangsefni. Besti hluti tónleikanna var hins vegar flutningur kórsins á skemmti- legum lögum eftir Langgaard (þremur Rósagarðsvísum), Hjelm- borg (Den lyse nat), Lange-Miiller (Kornmodsglansen) og Peterson- Berger (Vesleblomme og Fyrreskoven), sem öll voru mjög vel sungin. þarna sannaðist hið forn- kveðna, „heima er best", auk þess sem þessi lög eru öll samin fyrir al- þýðlegan kórsöng og tengjast text- anum órjúfanlegum böndum. Somewhere eftir Bernstein var eina lagið frá Ameríku, gott kórlag, sem var mjög vel sungið en tónleik- unum lauk með Opvágning, eftir Hans Hansen og lfklega útsett af OlufRing. Friðriksborgarkórinn er á marg- an hátt vel syngjandi áhugamanna- kór og það var í síðari hluta tónleik- anna, sem kórinn söng oft sérlega vel en þegar reyndi á hverja rödd fyrir sig, komu raddlegir veikleikar kórsins fram, sem ekki gætti eins í þéttri hljómskipan, eins og t.d. nor- rænu lögunum. Skemmtilegustu viðfangsefnin voru eftir Lang- gaard, sérstaklega lag nr. tvö, þar sem hann leikur með kanón og þrástefja (ostinato) vinnubrögð og í því þriðja, þar sem undirraddirnar syngja eftirlfkingu af píanóundir- leik og nota aðeins eitt orð en lagið flýtur líðandi yfir. Lögin eftir Pet- erson- Berger voru og skemmtOeg en fallegast og í raun best sdungið, var Kornmodsglansen, eftir Lange- Möller og auðheyrt að í þessum lögum var bæði kórstjóri og kór vel kunnandi og kórinn að mestu laus við bækurnar. Jón Ásgeirsson Norræna kvennaleikhúshátíðin Vala Þórsdottir valin í annað sæti VALA Þórsdóttir var boðin á fyrstu Norrænu kvennaleikhúshátíðina í Tornio og Happaranda í Finnlandi. Vala var valin í annað sæti hátíðarinnar af áhorfendum fyrir flutning sinn á einleiknum Eða þannig ... Leikinn flutti Vala á ensku en hann fjallar um fráskilda konu í baráttu Vala Þórsddttir við dónaskap og fordóma gagnvart hennar nýju þjóðfélagsstöðu. Vala segir að það sé mikOl heiður að hafa verið valin í annað sæti há- tíðarinnar. „Þetta er mikilvægt fyr- ir mig sem höfund og gefur mér vísbendingu um að ég sé á réttri leið." Leikfélagið Elámys-Eu- kot, sem stóð að hátíðinni, keypti verkið af Völu og munu þau þýða það og flytja á finnsku í Norður- Finnlandi á næstunni. Á hátíðinni voru flutt 23 verk, flest eftir konur og af kon- um. Hátíðin gekk að sögn Völu mjög vel og aðsókn var góð. Stendur til að end- urtaka leikinn á næsta ári. Þess má geta að Vala mun flytja einleikinn Eða þannig ... í Lónkoti í Skagafirði 10. og 11. júlí næstkom- andi. Einnig er hægt að óska eftir flutningi leiksins á íslensku eða ensku í Skemmtihúsinu við Laufás- veg. Morgunblaðið/Silli LARA Sóley Jóhannsdóttir og Helgi Heiðar Stefánsson á tón- leikunum í Húsavíkurkirkju. Fyrstu einleikstónleikar Láru Sdleyjar Húsavík. Morgunblaðið. LÁRA Sóley Jóhannsdóttir, fiðlu- leikari, hélt sína fyrstu einleikstón- leika í Húsavfkurkirkju um síðustu helgi með undirleik Helga Heiðars Stefánssonar á píanó. Viðfangsefnin voru eftir Jules Massenet, Gluck, Frans Schubert, Burgmuller, Ed- ward Elgar og Jón Nordal. Lára Sóley hóf sitt tónlistarnám við Tónlistarskólann á Húsavfk 1988 hjá Sigríði Einarsdóttur þá að- eins sex ára gömul og hefur stundað námið síðan hjá Valmar Valjots og Önnu Podhajska við Tónlistarskóla Akureyrar. Hún hefur sótt nám- skeið og leikið með ýmsum hljóm- sveitum og tónlistarmönnum og leikur nú með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Undirleikarinn Helgi Harðar er ungur að árum og hefur hlotið sitt nám í Tónlistarskóla Akureyrar og hefur þar lokið 6. stigi jafnframt því að stunda nám í Menntaskólanum á Akureyri. Tónleikar þessir eru þeir fyrstu í skipulagðri sumartónleikaröð sem Fræðslunefnd Húsavfkur stendur að tO að gefa ungu tónlistarfólki tækifæri á því að koma fram. Nýjar bækur • MÁLIÐ á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar er eftir Jón Helgason, og er þetta fjórða bindið í ritröðinni Rit um íslenska mál- fræði. I fréttatOkynn- ingu segir að þótt hafi við hæfi að minnast þess að nú séu liðin hund- rað ár frá fæð- ingu höfundarins og sjötíu ár frá því að bókin kom út. Bókin hefur Jón Helgason lengi verjð ófáan- leg en hana má telja grundvallarrit um íslenska málsögu síðari alda. I bókinni fjallar Jón í fjórum þáttum um málið á hinu merka tímamótaverki Odds Gottskálksson- ar frá 1540, fyrstu bók sem prentuð var á íslensku og sem Guðbrandur biskup Þorláksson tók upp í Biblíu sína 1584. I fyrsta þætti fjallar Jón um stafsetningu Odds og ýmis at- riði sem tengjast prentuninni, stafagerð o.þ.u.l. I öðrum þætti fjallar hann um orðmyndir og gerir grein fyrir hverjum orðflokki fyrir sig. I þriðja þætti eru setningar tO umfjöllunar og í fjórða þætti er loks fjallað um heimildir Odds og fyrir- myndir. I bókinni er einnig ítarlegt orðasafn í stafrófsröð. Útgefandi er Málvísindastofnun Háskóla íslands. Bókin er kilja, ljósprentuð eftir frumútgáfunni frá 1929. Hægt er að fá óskorin eintök hjá Málvísindastofnun. Bókin er 416 bls. Verð kr. 3.570. -----------?-?-?--------- Verk Snorra Arinbjarnar og Þorvalds Skúlasonar SYNING á verkum Snorra Arin- bjarnar og Þorvalds Skúlasonar verður opnuð laugardaginn 3. júlí í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi, en þessir tveir listamenn bjuggu báðir á Blönduósi um tíma og höfðu þar ým- is tengsl. Sýningin er unnin í sam- vinnu Listasafns íslands og Blöndu- ósbæjar og eru öll verkin í eigu Listasafns Islands. Snorri Arinbjarnar (1901-1958) og Þorvaldur Skúlason (1906-1984) eru verðugir fulltrúar expressjónismans í íslenskri myndlist millistríðsár- anna, er ungir listamenn völdu sér myndefni af þorpsgötunni og túlk- uðu drungalegt andrúmsloft kreppu- áranna á huglægan hátt, segir í fréttatilkynningu. Eftir 1940 birti til á litaspjöldum málaranna. List Þor- valds þróaðist síðar í átt til óhlut- lægrar tjáningar. Á 6. áratugnum gerðist hann einn helsti boðberi abstraktmálverksins og er einn merkasti abstraktmálarinn í ís- lenskri myndlist, segir ennfremur. Á sýningunni er 21 olíumálverk, 10 eftir Snorra og 11 eftir Þorvald, frá ýmsum tímabilum á ferli þessara listamanna og veita þau innsýn inn í þróun listar þeirra beggja. Sýningin stendur til 18. júlí og er opin alla daga kl. 10-12 og 13-17. ----------?-??-------- Tríó Sunnu á Jómfrúnni SUMARJAZZ, tónleikaröð veit- ingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu, heldur áfram laugar- daginn 3. júlí kl. 16-18. Á fjórðu tónleikum sumarsins kemur fram tríó píanóleikarans Sunnu Gunn- laugsdóttur en Sunna hefur búið í New York undanfarin ár við nám og störf. Með Sunnu leika að þessu sinni HOmar Jensson á gítar og Tómas R. Einarsson á kontrabassa. Tón- leikarnir fara fram utandyra á Jóm- frúartorginu ef veður leyfir en ann- ars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Sumarjazz verður áfram á Jóm- frúnni alla laugardaga í sumar á sama tíma frá kl. 16-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.