Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR fslenskur hönnuður með sýningu í New York Samspil hönnunar, myndlistar og tónlistar íslenski arkitektinn og hönnuðurinn Ólafur Þórðarson, sem búsett- ur er í New York, kem- ur víða við í sýningar- haldi í borginni í sum- ar. Hulda Stefánsdóttir hitti hann að máli. FYRR í vor tók Ólafur þátt í alls þremur samsýningum hönnuða og nýverið var opnuð einkasýn- ing á verkum hans, bæði hönn- un og málverkum í galleríi Klisanin Ross í East Village- hverfinu. Ólafur hefur fengið til liðs við sig tónlistarmanninn Skúla Sverrisson sem samdi „Tónlist fyrir húsgögn". Leikur því tónverk um galleruð þann 1 íma sem sýningin stendur. Ólafur fer ótroðnar sldðir í verkum sínum og fetar bil beggja, _ málaralistar og hús- gagnahönnunar. Hönnun sína segist hann þróa með aðferðum málarans, þar sem verkið er byggt upp lag fyrir lag, og að það að hanna húsgagn sé „bók- staflega eins og að gera mál- verk í þrívídd". Ólafur lauk meistaranámi í byggingalist frá Columbia-há- skóla árið 1990 og starfaði hann um nokkurt skeið hjá ítalska hönnuðinum Gaetano Pesce. Síðastliðin tvö ár hefur Olafur hins vegar starfað sjálf- stætt auk þess að koma á lagg- í-íll U.B Morgunblaðið/Hulda Stefánsdóttir OLAFUR Þórðarson ásamt eiganda gallerísins, Melisku Klisanin, um- kringdur eigin verkum rétt fyrir opnun sýningarinnar. I bakgrunni má greina rauðmálaða hillu, sem snúa má til beggja átta, og málverk af veðrinu heima á Islandi. VÍNREKKAR sem Ólafur hannaði og hafa vakið athygli að undanförnu. irnar veftímaritinu Das Boot, sem m.a. gengst fyrir kynningu á listamönnum og hönnuðum á ýmsum sviðum. „Eg er að leitast við að byggja upp minn persónulega heim listrænnar sköpunar," segir Ólafur. „Fyrir mér eru hönnun og myndlist ekki tveir aðskildir heimar og ekki get ég heldur séð að það þurfi að vera alger landamæri milli vinnu að borgarskipulagi, hús- byggingu eða hönnun á kaffi- bolla." Hann lítur yfir þéttskip- að sýningarrýmið þar sem m.a. er að finna snigillaga klukkur úr steinsteypu, vínrekka sem að formi til minnir á risavaxna flösku og lampa sem sumir eru þakktir laufum trjáa úr lysti- görðum borgarinnar á meðan aðrir liðast upp lfkt og sveigðir stilkar blóma í leit að birtu og sól. Hilla í gervi háhýsis og skápur með svip varðhunds bíða þess að taka á móti gest- um við opmin sýningarinnar. Það gera líka málverkin á veggjunum og eitt þeirra er samsett úr nákvæmlega 365 stökum myndum af fslandi er þekja heilan vegg. Endurtek- inn þungi og rigningarsuddi hvílir yfir landinu í þessum veðurkortum eins árs sem bera yfirskriftina „Veðrið í dag kl. 12.00". Ólafur skýrir sposkur frá því að hugmyndin hafi kviknað í sfmtölum við kunn- ingja á íslandi í gegnum árin. Sér hafi oft fundist eins og það væri alltaf rigining. „Þetta má túlka sem óð minn til Iands- ins," segir Ólafur. Vinnuteikn- ingar og Ijósmyndir af skipu- lagstillögum er varpað taktfast á vegginn andspænis, m.a. ný- leg tillaga að skipulagi í Graf- arvogi sem Olafur hlaut sér- staka viðurkenningu fyrir. Ólafur og Skúli Sverrisson tónlistarmaður höfðu lengi leik- ið sér að þeirri hugmynd að setja upp sýningu þar sem sam- an færu myndverk og tónverk. „Tonlist fyrir húsgögn" er sam- sett úr þremur hlutum sem varpað er ur jafnmörgum átt- um um sýningarrýmið í sífelld- um breytum. Tónarnir kallast ýmist á sitt á hvað eða renna saman um stund í óreiðukennda heild og mun verkið því aldrei hljóma eins þann mánuð sem sýningin stendur yfir. Þá hefur grafíski hönnuðurinn Hjalti Karlson unnið veggspjald fyrir sýninguna auk þess sem Olafur leitaði til kvikmyndatöku- manns, Jo Chow, um að vinna stutta heimildarmynd um sýn- inguna, m.a. með viðtölum við aðstandendur og gesti. Um miðjan mafmánuð sl. tóit Ólafur þátt í alþjóðlegri hús- gagnasýningu í Jacob Javits Center í New York og fyrr í mánuðinum lauk samsýningu fjögurra hönnuða, þar á meðal Olafs, í sama galleríi og hann sýnir verk sín í nú. Þá gekkst Ohada samtímalistasafnið í SoHo, New Museum of Contemporary Art, fyrir hönn- unarsýningu f sfðasta mánuði, þeirri fyrstu í safninu, þar sem m.a. mátti berja augum fyrr- nefndar klukkur Ólafs með snigilhigi auk annarra úr sveigjanlegu gúmmfi. Ein út- gáfa snigilklukknanna er nú til sölu í verslun safnsins. „Verkin á þessari fyrstu einkasýningu minni eru af- rakstur vinnu margra undan- farinna ára. Nú set ég þau fram til að kanna hver við- brögðin verða," útskýrir Ólaf- ur. Og hann þurfti ekki að bíða lengi því ekki var annað að sjá en gestir á opnuninni kynnu vel að meta þetta sjónræna samspil hönnunar og myndlist- ar. Sýningin stendur yfir til 13. júlf nk. BÆKUR Fræðirit ÞJÓÐLÍF OG ÞJÓÐTRÚ Ritgerðir helgaðar Jóni Hnefli Aðal- steinssyni. Ritnefnd: Jón Jónsson, Terry Gunnell, Valdimar Tr. Haf- stein og Ögmundur Helgason. 1998. Þjóðsaga, Reykjavík. 439 bls. ÞAÐ er prýðilegt tilefni til að gefa út bók að merkir menn verða sjötugir. Jón Hnefill Aðalsteins- son, prófessor í þjóðfræði við Há- skóla íslands, varð sjötugur í hitteðfyrra og af því tilefni ákváðu velunnarar hans að gefa út rit- gerðasafn honum til heiðurs á sl. ári. Eins og við er að búast er ritið viðamikið og viðfangsefnin mörg og fjölbreytileg. Ritgerðirnar eru flestar hverjar vel samdar, um for- vitnileg og skemmtileg efni. Það er viðeigandi að byrja rit af þessu tagi með nokkrum upplýs- ingum um höfundinn. Örstutt ævi- ágrip er í upphafi bókarinnar þar sem hægt er að glöggva sig á ferli Jóns Hnefils sem sóknarprests, kennara, blaðamanns og fræði- manns. Aftast í bókinni er síðan ritaskrá Jóns sem er nauðsynleg til að fá yfirsýn yfir vinnu fræði- mannsins Jóns Hnefils. Hann hef- ur alla tíð verið iðinn við að skrifa í blöð og tímarit og eftir því sem á ævina hefur liðið hefur hann orðið æ mikilvirkari við fræðistörf. Bókin hefst á grein eftir Bo Almqvist um írsk áhrif á sagna- hefðina um Skáld-Helga. Edda Kristjánsdóttir ritar um ábyrgðina sem fylgir sögðum orðum í þrem- ur ólíkum hefðum, skandinavískri, mesópótamískri og indverskri. Einar Laxness skrifar ítarlega grein um afa sinn, Einar Arnórs- son, prófessor í lögfræði, sem gegndi síðastur embætti ráðherra Umfangsmikið og merkilegt rit íslands. Gísli Sigurðs- son skoðar hvers kon- ar viðhorf megi greina í sögum Edda Gísla- sonar frá Nýja-ís- landi. Terry Gunnell greinir tvær sagnir um Sæmund fróða og athugar uppruna þeirra. Hallfreður Örn Eiríksson leitast við að varpa ljósi á inn- blástur skálda. Hall- gerður Gísladóttir segir frá því hvernig maturinn hraun var undirbúinn með hefð- bundnum íslenzkum hætti. Haraldur Ólafs- son hugleiðir hestafórnir á íslandi til forna. Helgi Hallgrímsson at- hugar vættastöðvar í Hrafnkelsdal og á Brúardölum. Lauri Honko at- hugar samband á milli munnlegs sagnakvæðis og þeirrar sýnar á heiminn sem það birtir. Hrafnkell A. Jónsson rekur þá vitneskju sem er kunn um Erlend Bjarnason sem á að hafa látið taka af lífi heila skipshöfn á ensku skipi sem var inni á Loðmundarfirði en höfundur getur sér þess til að sagnirnar eigi sér rætur í verkum annars sýslu- manns, Erlends Magnússonar, sem uppi var nokkru síðar. Jón Jónsson greinir bakgrunn gest- risni í gamla íslenzka sveitasamfé- laginu og sérstaklega hvernig hún Jón Hnefill Aðalsteinsson tengdist förumönnum. Jörgen Pind rekur nýjar kenningar um minnið og hvernig þær geti nýtzt þjóðfræð- ingum. Ása Lj- ungström fjallar um þátíðarþrá sem aðferð við að yfirvinna firr- ingu í samfélagi nú- tímans á tímum örra breytinga. Rory McT- urk skoðar kyrrsetn- ingu sem sagnaminni í þremur frásögnum: frásögninni af konu Lots í Gamla Testa- mentinu, af hengingu Agna konungs í Yng- linga sögu og af flutningi Höfuð- lausnar í Egils sögu. Ólafur Asgeirsson skrifar um Karsten Bake kaupmann frá Brimum, einni af Hansaborgunum. Bake stundaði verzlun í Brimar- hólmi við Reykjavík en flyzt síðar vestur á SnæfeÚsnes og verður þar sýslumaður. Hann vann sér það helzt til frægðar að stofna verzlun- arstað þar sem nú er Stykkishólm- ur og var sýslumaður þegar Axlar- Björn var dæmdur og tekinn af lífi. Ólína Þorvarðardóttir rýnir í heimildagildi þjóðsagna Jóns Arnasonar og kemst að þeirri nið- urstöðu að sögurnar hafi lítið heimildagildi enda séu þær að verulegu leyti verk safnarans enda ritstýrði hann og lagaði sögurnar ;að sínum hugmyndum. Páll Páls- son frá Aðalbóli fjallar um bisk- upsvörður og fjórðungamörk en á milli Grímsstaða á Neðra-FjalM og Víðidals á Efra-Fjalli eru tvær steinhrúgur sem nefnast Biskups- vörður. Niðurstaða höfundar er sú að sennilega séu þetta vörður sem upphaflega greindu sundur bisk- upsdæmin á Hólum og í Skálholti. Juha Pentikainen greinir frá hug- myndum um stöðu látinna sem ekki fá tilhlýðilega útför vegna þess að þeir voru ekki skírðir og hvernig hugmyndir um þá hafa verið á Norðurlöndum. Ragnheið- ur H. Þórarinsdóttir skýrir stöðu þeirrar skemmtunar að kveðast á og hvernig hún virðist vera að öðl- ast nýtt líf á vefnum. Rakel Páls- dóttir rekur hvernig sögnin um köngulóna í jukkunni sem hún hafði sjálf notað í viðtali á Rás 2 kom aftur til hennar. Anna Birgitta Rooth segir frá 50 ára ferli í þjóðfræðirannsóknum og hvernig ólík viðhorf og aðferðir eru tíðkaðar á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. Rósa Þorsteins- dóttir rannsakar fjórar upptökur af frásögnum Friðfinns Runólfs- sonar frá Jórvíkurhjáleigu í Hjaltastaðaþinghá. Sveinn Skorri Höskuldsson mótar hugmyndir um hvernig beri að líta á og skilja Stefán Arnason timburmeistara í sögu Gunnars Gunnarssonar Kirkjunni á fjallinu í ljósi þess sem Gunnar segir um hið illa í þessari sögu. Valdimar Tr. Hafstein at- hugar hlutverk sjáenda og miðla í að móta sagnir um huldufólk og trú á það og vill draga ályktanir af því um hvernig beri að skilja hug- takið þjóðtrú. Ögmundur Helga- son rökstyður af hverju ætti að nefna þjóðsögur á borð við þær sem eru í safni Jóns Arnasonar þjóðsagnasmásögur. Síðasta greinin í bókinni er um lífshætti og afdrif geirfuglsins eftir Örnólf Thorlacius. Þar er greint frá heim- ildum um afdrif geirfuglsins hér við land og annars staðar og hvernig neðansjávargos árið 1830 virðist hafa haft afgerandi áhrif á stofninn við Geirfuglasker sem var síðasti staður þar sem geirfugl verpti að einhverju ráði. En geir- fuglinn virðist hafa flutt sig um set og verpt í Eldey en þar voru síð- ustu geirfuglarnir drepnir árið 1844. í þessari bók eru margar bráð- skemmtilegar ritgerðir. Það er eðlilegt að smekkur ráði því hvað er skemmtilegast. Sjálfum fundust mér ritgerðirnar eftir Einar Lax- ness, Svein Skorra Höskuldsson og Ornólf Thorlacius eftirtektar- verðastar. Fyrir því eru fjölbreytt- ar ástæður. Einari Laxness tekst að gera þrefið um fullveldið sæmi- lega skiljanlegt sem er ekki einfalt mál, Sveinn Skorri Höskuldsson er að fjalla um mjög merkilegan þátt í skáldskap Gunnars Gunn- arssonar og ritgerð Örnólfs Thor- laciusar þótti mér skemmtileg vegna þess að ég vissi lítið um efn- ið fyrir. En það er af nógu að taka í þessu safni og ástæða fyrir alla áhugamenn um íslenzk fræði í víð- um skilningi þeirra orða að nálg- ast þessa bók. Guðmundur Heiðar Frímannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.