Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Stóriðja og menning við Eyjafjörð Hve mætti bæta iands og lýðs vors kjör að leggja ábogastreng þinn kraftsins ör, að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum, svo hafin yrði í veldi fallsins skör. Það var draumur Einars Bene- diktssonar að virkja íslensk fallvötn til rafmagnsframleiðslu. Til þess að bæta „lands og lífs vors kjör" vildi hann nota raforkuna til þess að koma upp stóriðju, til dæmis áburðarfram- leiðslu, og hjálpa svo bændum að græða land- ið. Öll átti stóriðjan að bæta lífsskilyrði fá- tækrar þjóðar. En draumar Einars Benediktssonar, til dæmis um virkjun Þjórsár við Búrfell, rættust ekki fyrr en langt var liðið á tuttug- ustu öldina. Islendingar voru ekki reiðubúnir að Svanbjörn fylgja skáldinu fyrr en Sigurðsson Landsvirkjun var stofn- uð árið 1965, en fyrsta verkefni hennar var einmitt að standa fyrir virkjun í Þjórsá. Þá voru breyttir tímar og verulegur hluti raforkunn- ar frá BúrfeOsvirkjun fór til álvers- ins í Straumsvík. Þar er fyrsta raun- yerulega stóriðjan sem byggð var á íslandi og markaði tímamót í at- vinnusögu íslendinga, enda þótt verksmiðjan sé að hluta í eigu út- lendinga. Þesa starfsemi hefur gengið vel, en íslenska álfélagið hf., sem rekur álverið í Straumsvík, var stofnað árið 1966. Svo varð langt hlé, þar til ný stór- iðja, sem því nafni gæti nefnst, yrði að veruleika á íslandi. Það er járn- blendiverksmiðjan á Grundartanga, en íslenska járnblendifélagið hóf at- hafnir þar árið 1975. Aftur leið lang- ur tími þar til álver Norðuráls reis á sama stað og álverið í Straumsvík var stækkað, en það gerðist hvort tveggja árið 1998. Á tímabilinu frá því er járnblendiverksmiðjan reis og þar til Norðurál kom til sögunnar var mikið rætt við Atlantsálshópinn um byggingu álvers á íslandi og um tíma var talið koma til greina að það yrði staðsett við Eyjafjörð. Um þetta var hvað mest rætt á árinu 1990 en undir lok viðræðnanna var tekin um það ákvörðun að álverið yrði byggt á Keilisnesi, ef til framkvæmda kæmi. Á þessu tímabili komust Eyfirðingar næst því að fá byggða stóriðju á sínu athafna- svæði og þykir nú tími til kominn að aftur verði gerð tilraun til þess að það geti orðið að veru- leika. Að mínu mati gæti það verið forsenda þess að í þeim lands- hluta héldist sá kjarni sem stuðlað gæti að jafnvægi milli landsbyggðarinnar og Faxaflóasvæðisins. Akureyri hefur verið nefhd ýms- um fögrum nöfnum í tímans rás, svo sem höfuðstaður Norðurlands, skólabær, iðnaðarbær og stundum menningarbær. Bærinn hefur hing- að til getað staðið undir merkjum í öllum þessum tilvikum, en ef það á að vera svo í framtíðinni þarf nú að gerast eitthvað verulegt í atvinnu- málum. Atvinnumálin snúast ekki einungis um fiskveiðar, iðnað og verslun, heldur einnig um menntun og menningu. Lýst hefur verið yfir að á Akureyri skuli rísa menningar- hús og allt gott um það að segja. En til þess að menningarhús geti þrifist á Akureyri, þarf að búa íbúum þess svæðis, sem það á að þjóna, góð lífs- skilyrði með arðsömum atvinnu- rekstri og góðum kjörum. Byggðaþróun Við verðum að koma upp fyrirtækjum sjálf, segir Svanbjörn Sig- urðsson, akureyrskum fyrirtækjum sem sækja fram á landinu öllu og inn á erlenda markaði. Til að menning megi blómstra á Akureyri er nauðsynlegt að reisa stóriðju við Eyjafjörð. Hvort tveggja mun ekki einungis hafa áhrif á Akureyri, heldur einnig nær- liggjandi byggðarlög frá Trölla- skaga og austur í Skjálfanda. Mynd- ast mundi eitt atvinnusvæði þar sem jafnframt væri hleypt styrkari stoð- um undir grósku menningar. Akur- eyri er nú láglaunasvæði og íbúarnir flytja unnvörpum á suðvesturhornið, þar sem betri vinnu er að fá og hærri laun. Við höfum þó hér á Akureyri ennþá öflug fyrirtæki eins og UA og KEA og stórhuga at- hafnamenn eins og Samherjafrænd- ur og Höldsbræður, en okkur vantar meira af slíku. Það er ekki rétta leið- in að reyna sífellt að næla í eitthvað frá Reykjavík. Þó sumt af því sé gott, vOl flest sogast fljótt þangað aftur. Við verðum að treysta á eigið hugvit og atorku. Við verðum að koma upp fyrirtækjum sjálf, akur- eyrskum fyrirtækjum sem sækja fram á landinu öllu og inn á erlenda markaði. Því aðeins höldum við áfram að vera menningarbær og höfuðstaður Norðurlands. Höfundur er rafveitusljóri Rafveitu Akureyrar. 13.000 heiðagæsir hafa ekki rangt fyrir sér I Morgunblaðinu 27. júní síðastliðinn er viðtal við Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjun- ar. Þetta viðtal við Frið- rik er á margan átt at- hyglisvert. Meðal ann- ars segir Friðrik: „Ég tel það vera fagnaðar- efni að fólk virðist vera miklu betur meðvitandi um umhverfi sitt og náttúruna en áður og það er forsenda þess að við tökum réttar ákvarðanir." Þá segir Friðrik: „Það er óskyn- samlegt að hunsa til- finningar fólks sem er andvígt Fljótdalsvirkjun en þær mega ekki einar ráða." Þetta eru at- Sigmar B. Hauksson Alftamýri 7, s. 553 5522 hyglisverð orð þegar það er haft í huga að fram til þessa hefur ekkert tillit verið tekið til skoðana andstæð- inga Fljótsdalsvirkjun- ar. I títtnefndu viðtali við Friðrik kemur fram fullyrðing sem ekki er rétt og Skotveiðifélag íslands vill leiðrétta en hún er þessi: „Ég hef á hinn bóginn minni áhyggjur af fuglalífinu á Eyjabökkum. Þetta er ekki varpsvæði gæsanna heldur svo- nefnt fellisvæði og ég hef trú á því að heiða- gæsin muni færa sig eins og hún hefur alltaf gert. Lón getur auk þess verið ágætur staður fyrir heiðagæs þegar hún er að feOa fjaðrirnar. Eg bendi á að varpsvæði heiðagæsar- innar hefur verið að aukast mjög á undanförnum árum." Stærsti fellistaður heiðagæsa Helstu ástæðurnar fyrir því að heiðagæsirnar hafa kosið Eyjabakk- ana fremur en önnur svæði tO að fella flugfjaðrirnar eru þær að þar njóta þær þess friðar sem þær þurfa svo mjög á að halda á meðan þær eru í sárum. Ljóst er að gerð miðl- unarlóns á Eyjabökkum mun valda meiri og alvarlegri umhverfisspjöll- um en nokkrar aðrar framkvæmdir á hálendinu til þessa. Gæsirnar munu því verða fyrir miklu ónæði og alls konar áreiti. Á meðan gæsirnar eru í sárum þurfa þær mjög mikla Virkjanir Gerð miðlunarlóns á Eyjabökkum, segir Sigmar B. Hauksson, mun vaida meiri og al- varlegri umhverfis- spjöllum en nokkrar aðrar framvæmdir á hálendinu til þessa. orku tO að framleiða nýjar fjaðrir og byggja upp vöðva og bein. Hinn kjarnmikli háfjallagróður á Eyja- bakkasvæðinu gefur þeim þá orku sem þær þarfhast. Við gerð 44 fer- kflómetra uppistöðulóns mun beiti- land gæsanna fara í kaf. Heiðagæs- inni mun því ekki verða vært á Eyjabökkum, hún mun hrökklast burt og enginn veit hvert hún mun flýja eða hvaða áhrif þetta rask mun hafa á stofninn. Talið er að heiða- gæsastofninn sé nú í hámarki. Stór- felldar framkvæmdir á Eyjabökk- um, sem er stærsti fellistaður heiða- gæsa í heiminum, gæti því haft mjög alvarieg áhrif á stofninn, jafnvel stuðla að verulegri fækkun hans. Eru stjórn Landsvirkjunar og Al- þingi íslendinga tObúin að taka þá áhættu? Höfundur er formaður Skotveiðifélags íslands. Samkeppnisstofn- un - afturhvarf til haftastefnu LANDSSIMINN hefur verið í umræð- unni að undanförnu og það mjög á einn veg. Það er eins og það til- heyri samkeppni að mola hann niður í smá- einingar, sérstakt bók- hald þurfi að vera um þetta eða hitt og jafn- vel sérstök hlutafélög búin tO um hverja ein- ingu sem eykur ýmsan innri kostnað. Þannig er útlit fyrir að það eigi að eyðileggja hinn stór- kostlega árangur sem síminn hefur náð í ódýrri og góðri fjar- skiptaþjónustu á heimsmælikvarða og það í fámennu dreifbýOslandi. Símanum hefur tekist svo vel að lækka verð þjónustunnar að ekki virðist árennilegt að stofna ný fyr- irtæki tO að keppa við Landssím- ann. Hagnaðurinn verði of lítOl. Vantaði talfærin Vegna starfa hjá Framkvæmda- banka íslands á sjötta áratug ald- arinnar þurfti ég að afla upplýs- inga um fjárfestingar Pósts og síma. Ég ræddi við póst- og síma- málastjóra og fékk greið svör. Langur biðlisti var í Reykjavík á þeim tíma eftir nýjum símum. Póst- og símamálastjóri sagði mér frá því að ný sjálfvirk símstöð væri að fullu tilbúin en það væri ekki hægt að taka hana í notkun því það fengjust ekki innflutningsleyfi fyr- ir talfærunum. Innflutningi var þá stjórnað með leyfum og þeim stjórnaði „Samkeppnisráð" þess tíma en um langt árabil var sam- keppninni stýrt af innflutnings- nefndum og -ráðum sem breyttu um nafn þegar þurfa þótti en bak- grunnurinn - miðstýringin - var óbreytt. Þetta voru fyrstu kynni mín af því sem Póstur og sími átti við að stríða. Ný utanlands- sambönd treyst Nokkru síðar gerðist ég starfs- maður Pósts og síma og þekkti þar til innanhúss um 20 ára skeið. Þrátt fyrir einokunaraðstöðu var stöðugt unnið að aukinni hag- kvæmni og lækkun þjónustu- gjalda. Fjarskiptasamböndin frá og til landsins voru í höndum er- lendra aðila. Síminn hafði áhuga á að eignast þau sambönd þegar samningar rynnu út. Síminn náði því að verða aðili að ýmsum sam- böndum mOli erlendra staða á leið- um sem Island þurfti á að halda og koma Skyggni upp. Þannig var bú- ið að vinna í haginn til að takast á við það stóra mál að eignast öll sambönd að og frá landinu þegar einkaréttur hins erlenda aðila rann út. Miklar kvaðir á Pósti og súna Ég kom til starfa hjá Pósti og síma í ársbyrjun 1961. Þá kynntist ég því hvað erfitt er að reka fyrir- tæki samkvæmt fjárlögum settum af Alþingi jafnvel þótt allar fjár- festingar hafi verið fyrir eigið fé frá fyrirtækinu. Óskum um arð- bærar fjárfestingar var oft skotið á frest og stundum oftar en einu sinni. Póstur og sími vildi láta markaðinn fyrir eftirspurn þjón- ustunnar ráða en það fékkst ekki. Fjárlögin stöðvuðu það. Miklar kvaðir fylgdu þeirri ein- okun sem Póstur og sími hafði og enn eru kvaðirnar í fullu gildi þótt einkaleyfið hafi verið afnumið. Það er því ekkert óeðlilegt við það að Landssíminn fái, eins og gróin fyr- irtæki á öðrum svið- um, að njóta allrar þeirrar uppbyggingar sem árin hafa gefið. Þá er tæknin það hröð að uppbygging frá göml- um tíma er að ýmsu leyti úrelt orðin og samkeppni mun mið- ast við nýjungar og tækni framtíðarinnar. Á þeim vettvangi ættu allir að standa jafnfæt- is þótt að sjálfsögðu ráði fyrirtæki, ný og gömul, yfir mismiklu PállV. fjármagni og við- Daníelsson skiptavild. Þannig er það á öllum sviðum í þjóðfélaginu, enda munu höft á helsta þjónustuaðila í ákveðinni grein engan skaða meira en við- skiptavinina. Þá verður að gera sér grein fyr- Samkeppni Það er eðlilegt að setja samkeppnislög, segir Páll V. Daníelsson. En ég tel að gengið sé til haftatíma fortíðar að skipa samkeppnis- ráð og það beri að leggja niður. ir því að Landssíminn þarf að taka virkan þátt í viðskiptum á alþjóða- fjarskiptamarkaðnum. Hann er þekktur þar og virtur fyrir að hafa náð frábærum árangri í góðri og ódýrri þjónustu. En miðað við er- lendu risana á þessum markaði er hann smár og því auðveldara að setja fótinn fyrir hann. Landssím- inn þarf að verða sterkur aðOi í því að vernda og styrkja sjálfstæði ís- lensku þjóðarinnar. Höftin liðin tíð Eins og áður er sagt bjó þjóðin við mikla opinbera stýringu nefnda og ráða. Allskonar reglur, fyrir- mæli, skömmtun og kvóti réðu för. Þessi kerfi gerðu fyrirtæki mjög missterk á markaðnum. Þegar frelsið jókst man ég ekki eftir neinu fyrirtæki sem settar voru samkeppnishamlandi skorður. Þau fengu að njóta sín hvert eftir sín- um styrk, hvernig sem hann var til kominn. Sama á að gilda um ríkis- fyrirtæki sem byggð hafa verið upp, þótt með einokun sé á ekki að eyðOeggja þau. Enda er það svo að þau hafa tekið á sig miklar skyld- ur, m.a. til að jafna aðstöðumun þegnanna. Forðast þarf nýja haftastefnu Það er eðlOegt að setja sam- keppnislög. En ég tel að gengið sé til haftatíma fortíðar að skipa sam- keppnisráð og það beri að leggja það niður. Réttargæsla samkeppn- islaga á að vera eins og annarra laga hjá dómsvaldinu. Samkeppn- isráð, eins og nú er, er nánast ein- okunarvald og endurlífgun á fyrri ráðum og nefndum sem stýrðu við- skipta- og atvinnulífi þjóðarinnar. Að skammta samkeppni er út í hött. Það er í raun furðulegt ef við ætlum að ganga inn í nýja öld með slíkt helsi um háls og Samkeppnis- ráð hlýtur að verða og breytir þar engu hverjir það skipa því kerfið sjálft ber óviðráðanleg og hættu- leg höft og forsjá í skauti sér. Höfundur er viðskiptafræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.