Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 33 UMRÆÐAN Opnum íþróttahúsin fyrir eldra fólki A YFIRSTANDANDI ári aldraðra hefur tals- verð athygli beinst að líkamsrækt aldraðra. Hún hefur aukist veru- lega hér á landi á undan- fórnum árum. Samtök um íþróttir aldraðra, svo sem Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, fé- lagsmálastofnanir sveit- arfélaga og almenn íþróttafélög hafa víða byggt upp fjölbreytta og líflega starfsemi, Líkamsrækt er miMl- væg á öllum aldurs- skeiðum, ungum sem öldnum. Yngsta fólkið nýtur hinnar miklu starfsemi íþróttafélaganna. Keppnis- íþróttirnar hafa verið fyrir unga fólk- ið og þá fullorðnu. Hinir öldruðu urðu útundan í þróun íþróttastarf- seminnar. Lengi vel var lítið hirt um að þeir ættu eða þyrftu að stunda íþróttir eða líkamsrækt eða að skapa þyrfti þeim hentuga aðstöðu til þess. Sem betur fer hefur þessi afstaða verið að breytast. Margt hefur verið gert til þess að auðvelda hinum eldri að stunda líkamsrækt sér til heilsu- bótar og gleði. Vissulega hafa aldrað- ir verið hvattir til þess að stunda ein- hvers konar líkamsrækt, hvort sem er úti eða inni. Margir stunda t.d. sund, golf (pútt) og göngur yfir sum- artímann. Samt má gera betur. Brýnt er að bjóða öldruðum upp á margvíslega möguleika til að stunda líkamsrækt innanhúss, einkum yfir veturinn. Því miður hafa íþróttahúsin ekM verið opin öldruðum eins og vera skyldi. Svo er víða, a.m.k. í þeim Lovísa Einarsdóttir Ingimar Jónsson Heilsurækt Eldra fólk, segja þau Lovfsa Einarsdóttir og Ingimar Jónsson, þarf einnig að eiga aðgang að íþróttahúsum. hafa skólaíþróttirnar og keppnisfólk íþróttafélaganna haft forgang. Þörfin fyrir tíma í húsunum er mikil. Meiri fjölbreytni Á þessu þarf að verða breyting. Eldra fólk þarf einnig að eiga aðgang að íþróttahúsum. Þar er aðstaða fyrir hendi sem býður upp á ýmsa mögu- leika. Þar er hægt að bjóða öldruðum upp á líkamsrækt sem örðugt er að stunda annars staðar. Þar er auðvelt að skipuleggja líkamsrækt fyrir þá sem viJja mikla hreyfingu, jafnvel stunda stóru leikina (blak og ýmsa aðra knattleiki). Ekki síst er þar hægt að bjóða upp á hreyfingu sem hentar þeim sem ekki eru heilsu- hraustir en vilja samt stunda ein- hverja líkamsrækt, t.d. leikfimi, dans, tætsí eðajóga. Öldruðum stendur víða til boða að stunda líkamsrækt í líkamsræktar- stöðvum og félagsmiðstöðvum. Slík aðstaða hentar ekki öllum sem eru komnir á efri ár. Sumir eru það heilsuhraustir við starfslok að þeir vilja íþróttir sem bjóða upp á mikla hreyfingu. Þeir eiga ekki endilega samleið með þeim sem kjósa fremur hófsamari æfingar. Á flestum líkams- ræktarstöðvum er boðið upp á kappsfullar æfingar sem yfirleitt henta ekki eldra fólki. Mörgum er heldur ekki að skapi sú háværa sí- by^jutónlist sem þar tíðkast að leika. I flestum félagsmiðstöðvum er að- staðan yfirleitt þannig að iðkun fjör- mikilla íþrótta verður ekki með góðu móti komið við. Það væri því æskilegt að aldraðir fengju að nýta íþrótta- húsin, sem og alla þá aðstöðu sem þau bjóða upp á, betur en verið hefur til þessa. Fyrir þá skiptir líka máli að stunda sína líkamsrækt í þægilegu umhverfi. Best er að aldraðir fái að- gang að húsunum á daginn. Þá eiga þeir auðveldast með að sækja íþróttatíma, ekki síst yfir vetrartím- ann. íþróttafélögin og samtök aldr- aðra um land allt ættu að taka þetta mál upp á arma sína. Opnum íþrótta- húsin fyrir eldra fólki á ári aldraðra! Lovísa er íþróttakcnnari á Hrafnistu iHaínarRrði ogr Ingimar er dósent við KHÍ. frá fimmtudegi til sunnudags ur 20 stk. í bakka kr990 Gunnar Þór Gunnarsson Löggildur: Blómatæknir Hann kann að rakta stjúpur EÐALVARA .GJAFA o 1 X P?J Ti í fcwj o 1 50 Q ufl co 1 1Q MIMIilM m 1 m Faxafoni 8 Sumarklœði fyrir alla aldurshópa í úrvali á frábœru verði Opið Mán - Fi 10-18 Fö 10-19 Lau 10 - 18 Su 12-17 Fréttagetraun á Netinu v g> m b I. i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.