Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 + MORGUNBLAÐIÐ WtotgmffláMb STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ERFIÐAR SPURNINGAR MARGAR og erfiðar spurningar vakna í tengslum við mál sem komið hafa upp vegna ólögmætra ófrjósemis- aðgerða og greint var frá í Morgunblaðinu fyrr í vikunni. íslenska ríkið hefur greitt 45 ára gömlum manni fjögurra milljóna króna bætur vegna ófrjósemisaðgerðar sem gerð var á honum átján ára gömlum og dómstóll hefur dæmt ólögmæta. Aðgerðin var gerð að manninum forspurðum en honum sagt að skera ætti hann upp vegna kviðslits. Eins og fram kom í fréttinni voru sams konar aðgerðir gerðar á tveimur systkinum mannsins, að þeim óafvitandi, á árunum 1972 og 1973. Aðgerðirnar voru gerðar á grundvelli laga nr. 16/1938 sem heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki er koma í veg fyrir að það auki kyn sitt. Ástæður að- gerðanna í þessum tilfellum voru þær að greindarpróf sem gerð höfðu verið á systkinunum þóttu benda til þess að þau væru þroskaheft. Akvæðum laganna um samráð við við- komandi og að enginn megi gangast undir slíka aðgerð án vitneskju sinnar eða lögráðamanns síns var hins vegar ekki fylgt. I niðurstöðum dómsins er ennfremur bent á þær óljósu skilgreiningar og óljósu kröfur sem gerðar hafi verið um sönnun til þess að leyfi til ófrjósemisaðgerða af þessu tagi fari fram, en greindarpróf sem maðurinn fór í fyrir að- gerðina sýndu mismunandi niðurstöður og hugtakanotkun- in yið greiningu hans var ómarkviss. I frétt Morgunblaðsins af málinu kemur fram að 751 að- gerð hafi farið fram á árabilinu 1938 til 1975 en það ár voru lögin numin úr gildi að undanskildum kaflanum um afkynj- anir þegar lög um fóstureyðingar voru samþykkt á Alþingi. Þetta er mikill fjöldi aðgerða á ekki lengri tíma en fram hefur komið að frá árinu 1975 hafa farið fram um það bil fimm slíkar aðgerðir á ári, og þá undir mun strangara eft- irliti en áður. Ljóst má vera að lög nr. 16/1938 eru grund- völluð á allt öðrum viðhorfum en nú eru uppi. I máli Matt- híasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis hér í blaðinu á miðvikudag kom fram að viðhorf hafi breyst mikið til þroskaheftra frá því sem áður var og því sé mjög fátítt að gerðar séu ófrjósemisaðgerðir á þroskaheftu fólki. í flest- um tilvikum væri um að ræða mjög þroskaheft fólk sem gæti ekki alið önn fyrir börnum sínum, að sögn Matthíasar. Það hlýtur þó að teljast undarlegt að lögin nr. 16/1938 skuli enn hafa verið í gildi svo seint sem á áttunda áratugnum. Ennfremur hlýtur það að vekja óþægilegar hugsanir að embættismenn á þeim tíma skuli hafa gerst sekir um að fara ekki að þeim í einu og öllu en höfundur þeirra, Vil- mundur Jónsson, landlæknir og alþingismaður, lagði einmitt þunga áherslu á það við samningu þeirra að sam- þykki sjúklings fyrir aðgerðinni væri ótvírætt. Lög um framkvæmd slíkra aðgerða þurfti greinilega að herða mjög og verður að krefjast að þær breytingar sem gerðar hafa verið dugi. Sá hluti laga nr. 16/1938 sem fjallar um afkynjanir er enn í gildi en þar er heimilað að afkynja menn þegar talið er að óeðlilegar kynhvatir séu líklegar til að leiða til kyn- ferðisglæpa. Vert er að kanna hvort slíkar aðgerðir hafi í raun þjónað sínum tilgangi en eins og fram kom í samtali blaðsins við Ragnar Aðalsteinsson lögmann í vikunni eru uppi efasemdir um að afkynjanir dygðu til að draga úr hættu á að kynferðisofbeldismenn héldu áfram afbrotum. Endurskoða þyrfti löggjöfina í ljósi niðurstaðna slíkrar rannsóknar. Víða erlendis hafa farið fram umræður um réttmæti ófrjósemisaðgerða á þroskaheftu fólki og yfirleitt alla nauðung sem þroskaheftir kunna að vera beittir. Slík um- ræða hefur ekki farið fram hérlendis en eins og það mál sem hér hefur verið rakið sýnir þá er ekki vanþörf á henni. Sjálfsákvörðunarréttur manna hlýtur að vera hin dýr- mætasta eign í lýðræðisríki og ber að fara varlega í að skerða hann. Ekki er ólíklegt að mál mannsins sem hér um ræðir eigi eftir að hafa nokkur eftirmál. Svipuð mál hafa nýlega kom- ið upp í Svíþjóð, eins og greint hefur verið frá í Morgun- blaðinu, og hefur sænska ríkisstjórnin ákveðið að þeir sem voru gerðir ófrjóir gegn vilja sínum fyrr á öldinni eigi kröfu á skaðabótum sem nema tæpum tveimur^milljónum íslenskra króna. Hugsanlega þarf ríkisstjórn íslands að hugleiða svipuð úrræði ef í ljós kemur að fleiri aðgerðir af þessu tagi hafi ekki farið fram samkvæmt lögum. Niðurstöður skýrslu nefndar um unga af Athyglinni beint að y aldurshópi afbrotam DOMSMALARAÐHERRA kynnti í gær niðurstöður nefndar um málefni ungra afbrotamanna. Nefndin lauk störfum í maí sl. og hafði það hlutverk að meta umfang vandans, gera grein fyrir lagareglum sem varða unga afbrotamenn og börn sem hætt er við að stefni á braut afbrota. Að auki skyldi hún gera grein fyrir þeim úrræðum sem umræddum börnum bjóðast. Nefndin afiaði sér upplýsinga um afbrot framin af börnum, innan 18 ára aldurs, frá embætti lögreglustjór- ans í Reykjavík og barnaverndar- og félagsmálanefndum í stærstu um- dæmum landsins. Nefndin bendir á að hérlendis hafi ekki farið fram sam- ræmd og heildstæð skráning á lands- vísu á málefnum sem varða afbrot og því séu upplýsingar um afbrot barna að svo stöddu ekki aðgengilegar. Nefndin telur þær upplýsingar sem hún hafði aðgengi að benda til þess að vandinn sé allnokkur þótt ekki sé hægt að fullyrða um hvort hann fari vaxandi, eða þróun hans að öðru leyti. I skýrslu nefhdarinnar kemur fram að einstaklingum yngri en 18 ára sem dæmdir voru í skilorðsbundið eða óskilorðsbundið fangelsi hafi fjölgað töluvert frá árinu 1996. Á árinu 1996 hafi þeir verið 44, 76 á árinu 1997 og 114 á árinu 1998. Sólveig Pétursdótt- ir dómsmálaráðherra sagði á blaða- mahnafundi þar sem skýrslan var kynnt í gær að þessar upplýsingar bentu til þess að alvarlegum brotum hjá börnuni fari fjölgandi. Við því yrði að bregðast og hefði nefndin m.a. mótað hugmyndir að úrbótum. Beina þarf athyglinni að yngsta aldurshópnum Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík, gerði grein fyrir afskipt- um hennar af málum er varða ein- staklinga undir 20 ára aldri árið 1998. Arið 1998 hafði lögreglan afskipti af 1000 einstaklingum undir 18 ára aldri, en alls voru afskiptin 2500 og vörðuðu einna helst umferðarlaga- brot, þjófnaði, ofbeldisbrot og fíkni- efnabrot. Algengustu brotin voru um- ferðarlagabrot sem námu um 40% af þessum 2500 afskiptum. Höfð voru afskipti af 859 piltum fyrir 2126 brot og 282 stúlkum fyrir 495 brot. 80% þeirra einstaklinga sem afskipti voru höfð af voru piltar en 20% stúlkur. Varðandi umferðarlagabrot sagði Karl Steinar það vekja athygli sína að hlutfall hjá stúlkum og piltum væri fremur jafnt, 41% af afbrotum pilta og 39% af afbrotum stúlkna. Þegar kemur að þjófhuðum kemur í ljós að stúlkur eru kræfari en piltar, 23% af afskiptum lögreglunnar við stúlkur voru vegna þjófnaða en ein- ungis 13% við pilta. Fámennur hópur síbrotaunglinga. „Það er umhugsunarefni að aldurs- hópurinn 18 ára og yngri vegur mjög þungt þegar afbrot allra aldurshópa eru skoðuð, eða milli 30-40% í öllum tegundum afbrota. Þessar tölur segja okkur að það er mjög mikilvægt að beina athyglinni að aldurshópnum 14-17 ára og hafa erlendar rannsókn- ir sýnt að möguleikar yfirvalda til að koma einstaklingi til aðstoðar séu mestar þegar við upphaf brotaferils," sagði Karl Steinar. Þegar litið er á fíkniefnamálefni kemur í ljós að 33% þeirra sem kærð voru vegna vörslu og neyslu fíkniefna voru á aldrinum 15-19 ára, eða 214 afskipti alls. Þá kemur einnig fram að 33% þeirra sem kærð voru vegna sölu og dreifingar efna væru á þessum aldri. Alls voru afskiptin sex og sagði Karl Steinar að hér væri um verulega alvarlegan hlut að ræða. SÓLVEIG Pétursdóttir, dómsmálaráðherra gerir grein fyrir niðurstöðum nefi vinstri við hana si^ja Haraldur Johannessen ríkislögreglusljóri og Benedikt Bog til hægri Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglus^jóra, Ka lögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík, og Georg Kr. Lárusson, varal Úr gögnum lögreglunnar í Reykjavík 1998: Fíkniefnamálefni: 33% þeirra sem kærðir voru vegna vörslu eða neyslu fíkniefna voru á aldrinum 15-19 ára (214 afskipti alls) Á þessum aldri eru 33% þeirra sem kærðir eru vegna sölu eða dreifingar fíkniefna (6 afskipti) Innbrot: 4,3% afskipta (16) vegna unglinga 15 ára og yngri og 44,7% afskipta (168) vegna 16-20 ára einstaklinga Ofbeldisbrot: í 8% mála eru ákærðir unglingar yngri en 15 ára og 31,7% voru á aldrinum 15-19 ára (207 brot) Aldurshópurinn 18 ára og yngri vegur mjög þungt þegar afbrot allra aldurshópa eru skoðuð og veldur aukin tíðni afskipta lögreglu af þessum aldurshópi almennt áhyggjum. Nefnd á vegum dómsmálaráðu- neytisins hefur skilað skýrslu um umfang vanda ungra afbrotamanna og leiðir til úrbóta. Ragna Sara Jónsdóttir kynnti _______sér niðurstöður skýrslunnar._______ 16 afskipti voru höfð af einstakling- um yngri en 15 ára vegna innbrota, og nemur það 4,3% af öllum aldurs- hópum. 168 afskipti, eða 44,7%, voru höfð vegna einstaklinga á aldrinum 16-20 sem frömdu innbrot. Þegar af- skipti vegna ofbeldisbrota voru skoð- uð kom í ljós að í 8% máJa voru kærð- ir yngri en 15 ára og 31,7% á aldrin- um 15-19 ára, eða 207 börn á árinu 1998. Karl Steinar tók fram að í mörgum tilvikum hefðu afskipti verið höfð af sama einstaklingi og því væri ekki rétt að heimfæra þessar upplýs- ingar á alla þá sem tilheyra þessum aldurshópum, heldur væri oft um tíð afskipti að ræða á fámennum hópi ungmenna. I máli Karls Steinars kom fram að Lögreglan í Reykjavík hefði á undan- förnum árum byggt upp hverfalög- gæslu í umdæminu og hefði með því móti öðlast aukna möguleika til að bregðast við þeim málum sem upp kæmu eins fljótt og markvisst og mögulegt væri. Til þess að tryggja það hefði lögreglan einnig byggt upp markvissara samstarf við barna- verndaryfirvöld, borgaryfirvöld og aðra sem koma að málefnum barna og unglinga. Með því móti væri gerð tilraun til þess að hafa afskipti af börnum og unglingum eins snemma á brotaferlinum og unnt væri og beina þeim af þeirri braut. Vaxandi álag á með- ferðarstofnanir I skýrslu nefndar um unga afbrota- menn kemur fram að leggja beri áherslu á mikilvægi þess að hún gæti tilkynningarskyldu þegar hún hafi af- skipti af barni vegna hegðunar þess. I kjölfarið sé mikilvægt að barna- ve fo nc Þí ní le m E ai Vi sc B. hc al rr ht oí ás lfl B; ví b( fa U! ac ac y k( ei ui V£ ei of st +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.