Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 35
* MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 35, i afbrotamenn kynnt yngsta nanna Morgunblaðið/Ásdís im nefndar um unga afbrotamenn. Til kt Bogason, formaður nefndarinnar, en íra, Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfir- 1, varalögreglustjóri í Reykjavík. Fjöldi einstaklinga yngri en 18 ára sem dæmdir voru til fangelsisvistar (skilorðs- eða óskilorðsbundið) 114 verndarnefnd bregðist við og geri '— foreldrum kunnugt um málið. Þótt nefndin telji að framkvæmd sem að — þessu lýtur sé viðunandi, telur hún nauðsynlegt að teknar verði saman — leiðbeiningar um fyrstu aðgerðir þeg- ar barn gerist brotlegt við lög. I skýrslunni er gerð grein fyrir meðferðarheimilum og fjölda rýma. — Eru þau 52 hjá Barnaverndarstofu auk fjögurra á meðferðarheimilinu Virkinu. í fyrra fjölgaði mjög um- sóknum um meðferð fyrir börn hjá Barnaverndarstofu. Ástæða þess er _ helst talin vera hækkun sjálfræðis- aldurs úr 16 árum í 18 ár en þá fjölg- _ aði um tvo fæðingarárganga á einu ári í þeim hópi sem barnaverndaryf- tð irvöld verða að veita meðferð vegna ,p hegðunarerfiðleika, afbrotahneigðar ,g og vímuefnaneyslu. Aðrar líklegar ja ástæður eru einnig nefndar: ip ,Á þessari auknu eftirspurn eru i- ¦ líklega fleiri skýringar, en starfsfólk ig Barnaverndarstofu telur að neysla la vímuefna, ekki síst harðra eiturlyfja á •ð borð við amfetamín, hafi í seinni tíð af farið vaxandi í yngstu aldursárgöng- á unum. Þannig má í dæmaskyni nefna la að Barnaverndarstofu er kunnugt um að minnsta kosti tíu börn 16 ára og yngri, sem hafa sprautað sig í æð og komið til meðferðar á tímabilinu nóv- ember 1998 til aprD 1999. Þetta er áð- a- ur óþekkt ástand sem felur í sér sí- ri vaxandi álag á meðferðarheimili með ti erfiðari hóp skjólstæðinga og aukna f- ofbeldishegðun, skemmdarverk og s. strok," segir í skýrslunni. a- . Þegar skýrslan var skrifuð biðu 47 börn meðferðar og var gert ráð fyrir því að biðtími gæti orðið allt að einu ári, en aldrei hafa svo mörg börn beð- ið meðferðar. Af þessum börnum bíða 28 eftir greiningarmeðferð á Stuðlum en til hliðsjónar má geta þess að á öllu árinu 1998 luku 32 börn slíkri meðferð þar, og 30 árið þar á undan. Hin börnin 19 biðu eftir langtíma- meðferð og segir í skýrslunni að gera megi ráð fyrir að biðtími geti orðið lengri en eitt ár. I skýrslunni kemur einnig fram að auk þess sem biðtími eftir meðferð á vegum Barnaverndarstofu hafi lengst, anni neyðarvistun á Stuðlum engan veginn eftirspurn lengur og því hafi ekki verið unnt að sinna öll- um beiðnum lögreglu og barnavernd- arnefnda um bráðavistun. Nefndin telur nauðsynlegt að fjölga meðferðarrýmum um 20-30 fyrir börn á öllum stigum vistunarúrræða, þ.e. í neyðarvistun, greiningu og á heimilum sem taka börn til langtímameðferðar. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra benti í þessu sambandi á sam- þykkt ríkisstjórnarinnar frá því í síð- ustu viku um að sett verði á laggirnar bráðamóttaka fyrir 8-10 unglinga sem eiga við hegðunar- og geðraskanir að stríða. Þá hafi einnig verið samþykkt að fiytja neyðarvistun meðferðarheim- ilisins Stuðla yfir á fyrrgreinda bráða- móttöku og fjölga þar með rýmum í greiningarmeðferð á Stuðlum um tvö til þrjú rými. Fleiri úrræði voru sam- þykkt á sama rítósstjórnarfundi og var ákveðið að veita í þau 115 milljónum króna á ársgrundvelli. Börn verði ekki vistuð í fangelsum Nefndin gerir í skýrslunni grein fyrir samkomulagi Fangelsismála- stofnunar og Barnaverndarstofu um að gera fóngum yngri en 18 ára kleift að afplána refsingu utan fangelsa með vistun á meðferðarheimili. Legg- ur hún til að reynt verði í öllum tilvik- um að komast hjá því að börn afpláni refsingu innan fangelsa með fullorðn- um, en þess í stað afpláni þau á við- eigandi meðferðarheimili, jafnvel án tillits til vilja þeirra. Arið 1996 afplánuðu 4 einstakling- ar undir 18 ára aldri refsingu í skil- orðsbundinni fangavist, þrír árið 1997 og níu árið 1998. í apríl 1999 hafa tveir dómþolar yngri en 18 ára þegar notið þessa samkomulags og með því verður framkvæmd afplánunar færð til samræmis við alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og samning um réttindi barnsins. Þannig geti íslensk stjórnvöld fallið frá fyrirvörum sem miða að því að undanþiggja ísland frá þjóðréttar- legri skuldbindingu um að vista ekki börn í fangelsum með fullorðnum börnum. Nefndin telur vænlegan kost að komið verði á fót sérstöku fangelsi eða fangelsisdeild fyrir börn til að komast hjá því að þau afpláni dóma innan fangelsa með fullorðnum föng- um. Þá telur nefndin það koma til álita að til þess að koma í veg fyrir að börn í gæsluvarðhaldi hafi samneyti við eldri fanga verði þau vistuð á veg- um Barnaverndarstofu, en fjórir ung- lingar á ári undir 18 ára aldri hafa að meðaltali setið í gæsluvarðhaldi í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í Reykjavík eða á Litla-Hrauni. Nefndin leggur til að samvinna verði aukin meðal heilsugæslu, skóla, Barnaverndarstofu, félagsmálayfir- valda, barna- og upglingageðdeildar Landspítalans, SAA og annarra stofnana sem veita einstaklingum undir 18 ára aldri heilbrigðisjónustu og tO þess að móta þá samvinnu verði settur á fót starfshópur með fulltrú- um frá framangreindum aðilum. I nefndinni áttu sæti Benedikt Bogason, formaður og skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna- verndarstofu, Davíð Bergmann Da- víðsson unglingaráðgjafi, Guðrún Ög- mundsdóttir, deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu, Gunnar M. Sand- holt, yfirmaður fjölskyldudeildar Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík, Ragn- hildur Arnljótsdóttir, skrifstofusyóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, og Þorsteinn A. Jónsson, for- stjóri Fangelsismálastofnunar ríMsins. Það er engin þriðja leið að markaðnum eftir Milton Friedman The Project Syndicate. Nú á dögum er markaður- inn sagður vera annað hvort sigri hrósandi eða í alvarlegri hættu. Stjórnmálamenn leita allir að „þriðju leiðinni" til að komast hjá hörðu aðhaldi hans og þrá þjóðar- hetjur í iðnaði, svo sem í fjarskipta- fyrirtæki sem geta haldið sig fjarri alþjóðavæðingu. Markaðurinn er hins vegar einungis kerfi sem hægt er að beita í mismunandi tilgangi. Markaðurinn getur stuðlað að fé- lagslegri og efnahagslegri þróun eða komið í veg fyrir hana. Allt eft- ir því hvernig honum er beitt. Meginmunurinn felst ekki í því hvort markaðurinn er notaður eða ekki. Öll þjóðfélög, hvort sem þau byggja á kommúnisma, sósíalisma eða kapítalisma, nota markaðinn. Meginmunurinn felst í einkaeign. Hverjir eru þátttakendur í mark- aðnum og fyrir hverja er starfað. Eru þátttakendur embættismenn ríkisstjórna sem eru að starfa á vegum ríkisins? Eða eru þetta ein- staklingar sem starfa á eigin veg- um? Einu sinni á ferð um Kína spurði aðstoðarráðherra mig: „Hver sér um vörudreifingu í Ameríku?" Sp- urningin vakti undrun mína en var þó eðlileg. Því það er næstum ómögulegt að borgari frá mið- stýrðu efnahagskerfi geti skilið hvernig markaðir dreifa vörum á milli milljóna manna fyrir óteljandi not án þess að þær fari nokkurn tíma í gegnum pólitískt eftirlit. Ef frekari einkavæðing verður á markaðnum, getur það valdið al- gjörri eða a.m.k einhverri upplausn í kerfinu ef breytingarnar eru of takmarkaðar. Þetta þarf að hafa í huga núna þegar yfirtaka fyrir- tækja í Evrópu fer ört vaxandi. Sem dæmi má nefna minnkandi ríkisafskipti hjá bandarískum flug- félagum fyrir tuttugu árum. Það skapaði samkeppni, sem olli því að verðið lækkaði og þjónusta jókst. Flugumferð jókst. Þrátt fyrir að bandarísk flugfé- lög hafi verið frelsuð undan yfir- þyrmandi ríkisafskiptum, þá voru flugvellir ekki einkavæddir. Þeir héldu áfram að vera í eigu og stjórn ríkisins. Þegar afnám reglugerða skapaði eftirspurn þá jukust flug- tafir á flugvelllinum. Ríkisstjórnin skellti skuldinni á einkaflugfélögin og krafðist þess að þau tilkynntu tafir. Tilraunir til að láta markað- inn ráða með því að t.d. bjóða út hlið og flugáætlanir, voru hindrað- ar og þá ekki síst af flugfélógum með rótgróna hagsmuni. Besta lausnin væri að einkavæða flugvelli eins og gert var í Bretlandi og fyr- irhugað er að gera á ítalíu og í Pól- landi. Að einkavæða suma þætti í fram- leiðslu en halda samt verðlagi undir stjórn ríkisins er annað dæmi um hálfnað verk. Einkaframtakið, þrátt fyrir að vera árangursríkt, verður að samfélagslegri sóun, af því að verðlagið ræðst ekki af markaðnum. I Punjabhéraði á Indlandi var fyrirtæki sem framleiddi reiðhjól. Ríkisstjórnin úthlutaði stáli til not- enda frekar en að selja það á mark- aðsverði. Framleiðandi reiðhjól- anna fékk því ekki nægilegt magn af stáli á opinbera verðinu. Þar var hins vegar starfræktur einkarekinn markaður sem framleiddi fullunnar og hálfunnar stálvörur. Reiðhjóla- framleiðandinn keypti því hálfunn- ar stálvörur sem hann bræddi og jók þannig stálskammtinn sinn. Það getur varla talist hagkvæm að- ferð við að breyta járngrýti og kol- um í reiðhjól. Ef „þriðja leiðin" á að hafa ein- hverja þýðingu ætti hún að leita Reuters Friedman segir það hafa dugað skammt að draga úr ríkisafskiptum varðandi starfsemi fiugfélaga en hafa flugvelli áfram í ríkiseign. Ef „þriðja leiðin" á að hafa einhverja þýðingu ætti að leita leiða til að vinna bug á þeim pólitísku hindrunum er standa í vegi fyrir útvíkkun markaðarins. leiða til að vinna bug á þeim póli- tísku hindrunum er standa í vegi fyrir útvíkkun markaðarins. Það er ekki einungis hætta á að slíkar hindranir eyðileggi tilraunir til að opna markaðinn heldur einnig.að hagræðingin sem felst í opnun markaðarins verði gerð að engu þegar þessum pólitísku hindrunum hefur verið rutt úr vegi. Vandinn er að komast yfir slíkar hindranir án þess að valda þessum afleiðingum. Tökum sem dæmi einkavæðingu póstsins í Ameríku. Bandaríska póstþjónustan hefur einokunar- stöðu á venjulegum bréfapósti sam- kvæmt lögum. Þetta þýðir að vilji einhver annar bjóða svipaða þjón- ustu þá telst það glæpur. Einka- væðingin læðist þó á jaðrinum með tilkomu United Parcel Service, Federal Express og annarra. Hlut- verk tölvupósts og annarrar tækni verður æ mikilvægari. Endurteknar tilraunir til að af- nema póstþjónustulögin ollu ávallt háværum mótmælum frá verka- lýðsfélögum póststarfsmanna, framkvæmdastjórum póstþjónust- unnar og dreifbýlissamfélögum sem óttuðust að mep þessu yrðu þau svipt þjónustu. Á hinn bóginn eru fáir sem hafa ávinning af því að mæla með ógildingu. Sjálfstæðir at- vinnurekendur sem færu ef til vill í póstrekstur vita ekki fyrirfram hvort þeir muni gera það. Hundruð þúsunda manna sem myndu án efa fara í vinnu hjá nýjum einkafyrir- tækjum hafa heldur ekki hugmynd um fyrirfram að þau myndu gera það. Eitt sinn hvatti ég þingmann til að ógilda lögin. Hann svaraði: „Við vitum báðir hvaða valdamiklu hóp- ar munu mótmæla slíku frumvarpi. Getur þú látið mig hafa lista yfir þá sem eru viljugir til að mæla með og vinna að slíku frumvarpi?" Ég gat það ekki og frumvarpið var aldrei lagt fram. Voldugir og grónir hags- munir byggðust á einokunarstöðu póstsins og andstaðan var í molum. Ein leið til að koma í veg fyrir andstöðu við einkavæðingu er að skilgreina hugsanlega andstæðinga og bjóða þeim hlut í einkavæðing- unni t.d. með því að bjóða þeim hlutabréf, eins konar almennings- kapítalisma sem frú Thatcher var svo fær í að koma á. Eitt víti verður þó að varast og það er að auðvelda framkvæmdina með því að breyta einokunarfyrirtækjum ríkisins í einokunarfyrirtæki í einkaeign. Það gæti verið til bóta en dugar skammt ef til lengri tíma er litið. Talið var að hægt væri að ná ár- angri með því að líkja eftir einka- rekstri. Stofnuð voru sjálfstæð rík- isfyrirtæki sem áttu ekki að vera undir pólitískum áhrifum og mundu starfa á markaðsgrundvelli. Niður- staðan varð hins vegar ekki sú og er það eðlilegt. Fyrirtækið hélt áfram að vera í einokunarstöðu og sýndi ekki áhuga á hagkvæmni í rekstri. Þau vandamál er tengjast því að sigrast á rótgrónum hagsmunum og koma í veg fyrir rentusókn, eiga við um allar tilraunir tO að breyta stjórnarstefnu, hvort sem um er að ræða einkavæðingu fjarskiptafyrir- tækja eða niðurskurð fjármagns í landbúnaði. Þessi „harðstjórn hins óbreytta ástands" er meginástæða þess að pólitíska kerfið er svo miklu veikara heldur en kerfi frjálsa markaðarins við að örva um- skipti og stuðla að vexti og hag- sæld. Það eru fáar reglur í gildi sem tryggja að sigur verði unninn á óbreyttu ástandi. Ein er þó nokkuð augljós: Ef ætlunin er að einka- væða eða afnema ríkisrekstur þá verður að ganga alla leið. Málamiðl- un á borð við þá að einkavæða að hluta til og draga að hluta til úr yf- irumsjón ríkisins duga skammt. Þá er tryggt að hópur harðsvíraðra andstæðinga muni vinna ötullega (og oft með góðum árangri) að því að snúa þróuninni tilbaka. Höfundur er rannsðknarprófessor við Hoover-stoínunina (Bandarfkj- unum og NóbeisverðlaunahaG í hagfræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.