Morgunblaðið - 02.07.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 02.07.1999, Síða 35
34 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 35, STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ERFIÐAR SPURNINGAR MARGAR og erfiðar spurningar vakna í tengslum við mál sem komið hafa upp vegna ólögmætra ófrjósemis- aðgerða og greint var frá í Morgunblaðinu fyrr í vikunni. Islenska ríkið hefur greitt 45 ára gömlum manni fjögurra milljóna króna bætur vegna ófrjósemisaðgerðar sem gerð var á honum átján ára gömlum og dómstóll hefur dæmt ólögmæta. Aðgerðin var gerð að manninum forspurðum en honum sagt að skera ætti hann upp vegna kviðslits. Eins og fram kom í fréttinni voru sams konar aðgerðir gerðar á tveimur systkinum mannsins, að þeim óafvitandi, á árunum 1972 og 1973. Aðgerðirnar voru gerðar á grundvelli laga nr. 16/1938 sem heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki er koma í veg fyrir að það auki kyn sitt. Astæður að- gerðanna í þessum tilfellum voru þær að greindarpróf sem gerð höfðu verið á systkinunum þóttu benda til þess að þau væru þroskaheft. Akvæðum laganna um samráð við við- komandi og að enginn megi gangast undir slíka aðgerð án vitneskju sinnar eða lögráðamanns síns var hins vegar ekki fylgt. I niðurstöðum dómsins er ennfremur bent á þær óljósu skilgreiningar og óljósu kröfur sem gerðar hafi verið um sönnun til þess að leyfi til ófrjósemisaðgerða af þessu tagi fari fram, en greindarpróf sem maðurinn fór í fyrir að- gerðina sýndu mismunandi niðurstöður og hugtakanotkun- in við greiningu hans var ómarkviss. I frétt Morgunblaðsins af málinu kemur fram að 751 að- gerð hafi farið fram á árabilinu 1938 til 1975 en það ár voru lögin numin úr gildi að undanskildum kaflanum um afkynj- anir þegar lög um fóstureyðingar voru samþykkt á Alþingi. Þetta er mikill fjöldi aðgerða á ekki lengri tíma en fram hefur komið að frá árinu 1975 hafa farið fram um það bil fimm slíkar aðgerðir á ári, og þá undir mun strangara eft- irliti en áður. Ljóst má vera að lög nr. 16/1938 eru grund- völluð á allt öðrum viðhorfum en nú eru uppi. I máli Matt- híasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis hér í blaðinu á miðvikudag kom fram að viðhorf hafi breyst mikið til þroskaheftra frá því sem áður var og því sé mjög fátítt að gerðar séu ófrjósemisaðgerðir á þroskaheftu fólki. í flest- um tilvikum væri um að ræða mjög þroskaheft fólk sem gæti ekki alið önn fyrir börnum sínum, að sögn Matthíasar. Það hlýtur þó að teljast undarlegt að lögin nr. 16/1938 skuli enn hafa verið í gildi svo seint sem á áttunda áratugnum. Ennfremur hlýtur það að vekja óþægilegar hugsanir að embættismenn á þeim tíma skuli hafa gerst sekir um að fara ekki að þeim í einu og öllu en höfundur þeirra, Vil- mundur Jónsson, landlæknir og alþingismaður, lagði einmitt þunga áherslu á það við samningu þeirra að sam- þykki sjúklings fyrir aðgerðinni væri ótvírætt. Lög um framkvæmd slíkra aðgerða þurfti greinilega að herða mjög og verður að krefjast að þær breytingar sem gerðar hafa verið dugi. Sá hluti laga nr. 16/1938 sem fjallar um afkynjanir er enn í gildi en þar er heimilað að afkynja menn þegar talið er að óeðlilegar kynhvatir séu líklegar til að leiða til kyn- ferðisglæpa. Vert er að kanna hvort slíkar aðgerðir hafi í raun þjónað sínum tilgangi en eins og fram kom í samtali blaðsins við Ragnar Aðalsteinsson lögmann í vikunni eru uppi efasemdir um að afkynjanir dygðu til að draga úr hættu á að kynferðisofbeldismenn héldu áfram afbrotum. Endurskoða þyrfti löggjöfina í ljósi niðurstaðna slíkrar rannsóknar. Víða erlendis hafa farið fram umræður um réttmæti ófrjósemisaðgerða á þroskaheftu fólki og yfirleitt alla nauðung sem þroskaheftir kunna að vera beittir. Slík um- ræða hefur ekki farið fram hérlendis en eins og það mál sem hér hefur verið rakið sýnir þá er ekki vanþörf á henni. Sjálfsákvörðunarréttur manna hlýtur að vera hin dýr- mætasta eign í lýðræðisríki og ber að fara varlega í að skerða hann. Ekki er ólíklegt að mál mannsins sem hér um ræðir eigi eftir að hafa nokkur eftirmál. Svipuð mál hafa nýlega kom- ið upp í Svíþjóð, eins og greint hefur verið frá í Morgun- blaðinu, og hefur sænska ríkisstjórnin ákveðið að þeir sem voru gerðir ófrjóir gegn vilja sínum fyrr á öldinni eigi kröfu á skaðabótum sem nema tæpum tveimur milljónum íslenskra króna. Hugsanlega þarf ríkisstjórn Islands að hugleiða svipuð úrræði ef í Ijós kemur að fleiri aðgerðir af þessu tagi hafi ekki farið fram samkvæmt lögum. Niðurstöður skýrslu nefndar um unga afbrotamenn kynnt Athyglinni beint að yngsta aldurshópi afbrotamanna Dómsmálaráðherra kynnti í gær niðurstöður nefndar um málefni ungra afbrotamanna. Nefndin lauk störfum í maí sl. og hafði það hlutverk að meta umfang vandans, gera grein fyrh' lagareglum sem varða unga afbrotamenn og böm sem hætt er við að stefni á braut afbrota. Að auki skyldi hún gera grein fyrir þeim úmæðum sem umræddum bömum bjóðast. Nefndin aflaði sér upplýsinga um afbrot framin af börnum, innan 18 ára aldurs, frá embætti lögreglustjór- ans í Reykjavík og bamaverndar- og félagsmálanefndum í stærstu um- dæmum landsins. Nefndin bendir á að hérlendis hafi ekki farið fram sam- ræmd og heildstæð skráning á lands- vísu á málefnum sem varða afbrot og því séu upplýsingar um afbrot bama að svo stöddu ekki aðgengilegar. Nefndin telur þær upplýsingar sem hún hafði aðgengi að benda til þess að vandinn sé allnokkur þótt ekki sé hægt að fullyrða um hvort hann fari vaxandi, eða þróun hans að öðru leyti. I skýrslu nefndarinnar kemur fram að einstaklingum yngri en 18 ára sem dæmdir voru í skilorðsbundið eða óskilorðsbundið fangelsi hafi fjölgað töluvert frá árinu 1996. Á árinu 1996 hafí þeir verið 44, 76 á árinu 1997 og 114 á árinu 1998. Sólveig Pétursdótt- ir dómsmálaráðherra sagði á blaða- mannafundi þar sem skýrslan var kynnt í gær að þessar upplýsingar bentu til þess að alvarlegum brotum hjá bömum fari fjölgandi. Við því yrði að bregðast og hefði nefndin m.a. mótað hugmyndir að úrbótum. Beina þarf athyglinni að yngsta aldurshópnum Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík, gerði grein fyrir afskipt- um hennar af málum er varða ein- staklinga undir 20 ára aldri árið 1998. Árið 1998 hafði lögreglan afskipti af 1000 einstaklingum undir 18 ára aldri, en alls voru afskiptin 2500 og vörðuðu einna helst umferðarlaga- brot, þjófnaði, ofbeldisbrot og fíkni- efnabrot. Algengustu brotin vom um- ferðarlagabrot sem námu um 40% af þessum 2500 afskiptum. Höfð voru afskipti af 859 piltum fyrir 2126 brot og 282 stúlkum fyrir 495 brot. 80% þeirra einstaklinga sem afskipti vom höfð af vom piltar en 20% stúlkur. Varðandi umferðarlagabrot sagði Karl Steinar það vekja athygli sína að hlutfall hjá stúlkum og piltum væri fremur jafnt, 41% af afbrotum pilta og 39% af afbrotum stúlkna. Þegar kemur að þjófnuðum kemur í ljós að stúlkur era kræfari en piltar, 23% af afskiptum lögreglunnar við stúlkur vora vegna þjófnaða en ein- ungis 13% við pilta. Fámennur hópur síbrotaunglinga „Það er umhugsunarefni að aldurs- hópurinn 18 ára og yngri vegur mjög þungt þegar afbrot allra aldurshópa eru skoðuð, eða milli 30-40% í öllum tegundum afbrota. Þessar tölur segja okkur að það er mjög mikilvægt að beina athyglinni að aldurshópnum 14-17 ára og hafa erlendar rannsókn- ir sýnt að möguleikar yfirvalda til að koma einstaklingi til aðstoðar séu mestar þegar við upphaf brotaferils,“ sagði Karl Steinar. Þegar litið er á fíkniefnamálefni kemur í ljós að 33% þeirra sem kærð voru vegna vörslu og neyslu ííkniefna voru á aldrinum 15-19 ára, eða 214 afskipti alls. Þá kemur einnig fram að 33% þeirra sem kærð vora vegna sölu og dreifingar efna væra á þessum aldri. Alls voru afskiptin sex og sagði Karl Steinar að hér væri um veralega alvarlegan hlut að ræða. Morgunblaðið/Ásdís SÓLVEIG Pétursdóttir, dómsmálaráðherra gerir grein fyrir niðurstöðum nefndar um unga afbrotamenn. Til vinstri við hana silja Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Benedikt Bogason, formaður nefndarinnar, en til hægri Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík, og Georg Kr. Lárusson, varalögreglustjóri í Reykjavík. Úr gögnum lögreglunnar í Reykjavík 1998: Fíkniefnamálefni: 33% þeirra sem kærðir voru vegna vörslu eða neyslu fíkniefna voru á aldrinum 15-19 ára (214 afskipti alls) Á þessum aldri eru 33% þeirra sem kærðir eru vegna sölu eða dreifingar fíkniefna (6 afskipti) Innbrot: 4,3% afskipta (16) vegna unglinga 15 ára og yngri og 44,7% afskipta (168) vegna 16-20 ára einstaklinga Ofbeldisbrot: í 8% mála eru ákærðir unglingar yngri en 15 ára og 31,7% voru á aldrinum 15-19 ára (207 brot) Fjöldi einstaklinga yngri en 18 ára sem dæmdir voru til fangelsisvistar (skilorðs- eða óskilorðsbundið) 114 76 44 1996 1199711998 Aldurshópurinn 18 ára og yngri vegur mjög þungt þegar afbrot allra aldurshópa eru skoðuð og veldur aukin tíðni afskipta lögreglu af þessum aldurshópi almennt áhyggjum. Nefnd á vegum dómsmálaráðu- neytisins hefur skilað skýrslu um umfang vanda ungra afbrotamanna og leiðir til úrbóta. Ragna Sara Jónsdóttir kynnti sér niðurstöður skýrslunnar. 16 afskipti vora höfð af einstakling- um yngri en 15 ára vegna innbrota, og nemur það 4,3% af öllum aldurs- hópum. 168 afskipti, eða 44,7%, vora höfð vegna einstaklinga á aldrinum 16-20 sem frömdu innbrot. Þegar af- skipti vegna ofbeldisbrota vora skoð- uð kom í ljós að í 8% mála vora kærð- ir yngri en 15 ára og 31,7% á aldrin- um 15-19 ára, eða 207 böm á árinu 1998. Karl Steinar tók fram að í mörgum tilvikum hefðu afskipti verið höfð af sama einstaklingi og því væri ekki rétt að heimfæra þessar upplýs- ingar á alla þá sem tilheyra þessum aldurshópum, heldur væri oft um tíð afskipti að ræða á fámennum hópi ungmenna. I máli Karls Steinars kom fram að Lögreglan í Reykjavík hefði á undan- fömum áram byggt upp hverfalög- gæslu í umdæminu og hefði með því móti öðlast aukna möguleika til að bregðast við þeim málum sem upp kæmu eins fljótt og markvisst og mögulegt væri. Til þess að tryggja það hefði lögreglan einnig byggt upp markvissara samstarf við barna- vemdaryfirvöld, borgaryfirvöld og aðra sem koma að málefnum barna og unglinga. Með því móti væri gerð tilraun til þess að hafa afskipti af börnum og unglingum eins snemma á brotaferlinum og unnt væri og beina þeim af þeirri braut. Vaxandi álag á með- ferðarstofnanir í skýrslu nefndar um unga afbrota- menn kemur fram að leggja beri áherslu á mikilvægi þess að hún gæti tilkynningarskyldu þegar hún hafi af- skipti af barni vegna hegðunar þess. I kjölfarið sé mikilvægt að barna- + verndamefnd bregðist við og geri foreldram kunnugt um málið. Þótt nefndin telji að framkvæmd sem að þessu lýtur sé viðunandi, telur hún nauðsynlegt að teknar verði saman leiðbeiningar um fyrstu aðgerðir þeg- ar þarn gerist brotlegt við lög. I skýrslunni er gerð grein fyrir meðferðarheimilum og fjölda rýma. Eru þau 52 hjá Bamaverndarstofu auk fjöguma á meðferðarheimilinu Virkinu. f fyrra fjölgaði mjög um- sóknum um meðferð fyrir börn hjá Bamavemdarstofu. Ástæða þess er helst talin vera hækkun sjálfræðis- aldurs úr 16 áram í 18 ár en þá fjölg- aði um tvo fæðingarárganga á einu ári í þeim hópi sem barnaverndaryf- irvöld verða að veita meðferð vegna hegðunarerfiðleika, afbrotahneigðar og vímuefnaneyslu. Aðrar líklegar ástæður eru einnig nefndar: ,Á þessari auknu eftirspurn era líklega fleiri skýringar, en starfsfólk Barnaverndarstofu telur að neysla vímuefna, ekki síst harðra eiturlyfja á borð við amfetamín, hafi í seinni tíð farið vaxandi í yngstu aldursárgöng- unum. Þannig má í dæmaskyni nefna að Bamavemdarstofu er kunnugt um að minnsta kosti tíu börn 16 ára og yngri, sem hafa sprautað sig í æð og komið til meðferðar á tímabilinu nóv- ember 1998 til apríl 1999. Þetta er áð- ur óþekkt ástand sem felur í sér sí- vaxandi álag á meðferðarheimili með erfiðari hóp skjólstæðinga og aukna ofbeldishegðun, skemmdarverk og strok,“ segir í skýrslunni. Þegar skýi-slan var skrifuð biðu 47 börn meðferðar og var gert ráð fyrir því að biðtími gæti orðið allt að einu ári, en aldrei hafa svo mörg böm beð- ið meðferðar. Af þessum börnum bíða 28 eftii' greiningarmeðferð á Stuðlum en til hliðsjónar má geta þess að á öllu árinu 1998 luku 32 böm slíkri meðferð þar, og 30 árið þar á undan. Hin börnin 19 biðu eftir langtíma- meðferð og segir í skýrslunni að gera megi ráð fyrir að biðtími geti orðið lengri en eitt ár. I skýrslunni kemur einnig fram að auk þess sem biðtími eftir meðferð á vegum Bamaverndarstofu hafi lengst, anni neyðarvistun á Stuðlum engan veginn eftirspum lengur og því hafi ekki verið unnt að sinna öll- um beiðnum lögreglu og barnavemd- arnefnda um bráðavistun. Nefndin telur nauðsynlegt að fjölga meðferðarrýmum um 20-30 fyrir böm á öllum stigum vistunarúrræða, þ.e. í neyðarvistun, greiningu og á heimilum sem taka böm til langtímameðferðar. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra benti í þessu sambandi á sam- þykkt rfldsstjómarinnar frá því í síð- ustu viku um að sett verði á laggimar bráðamóttaka fyrir 8-10 unglinga sem eiga við hegðunar- og geðraskanir að stríða. Þá hafi einnig verið samþykkt að flytja neyðarvistun meðferðarheim- ilisins Stuðla yfir á fyrrgreinda bráða- móttöku og fjölga þar með rýmum í greiningarmeðferð á Stuðlum um tvö til þrjú rými. Fleiri úiræði vora sam- þykkt á sama rfldsstjómarfundi og var ákveðið að veita í þau 115 milljónum króna á ársgrundvelli. Börn verði ekki vistuð í fangelsum Nefndin gerir í skýrslunni grein fyrir samkomulagi Fangelsismála- stofnunar og Barnaverndarstofu um að gera fóngum yngri en 18 ára kleift að afplána refsingu utan fangelsa með vistun á meðferðarheimili. Legg- ur hún til að reynt verði í öllum tilvik- um að komast hjá því að böm afpláni refsingu innan fangelsa með fullorðn- um, en þess í stað afpláni þau á við- eigandi meðferðarheimili, jafnvel án tillits til vilja þeirra. Ái'ið 1996 afplánuðu 4 einstakling- ar undir 18 ára aldri refsingu í skil- orðsbundinni fangavist, þrír árið 1997 og níu árið 1998. í aprfl 1999 hafa tveir dómþolar yngri en 18 ára þegar notið þessa samkomulags og með því verður framkvæmd afplánunar færð til samræmis við alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og samning um réttindi bamsins. Þannig geti íslensk stjómvöld fallið frá fyrirvörum sem miða að því að undanþiggja Island frá þjóðréttar- legri skuldbindingu um að vista ekki börn í fangelsum með fullorðnum börnum. Nefndin telur vænlegan kost að komið verði á fót sérstöku fangelsi eða fangelsisdeild fyrir börn til að komast hjá því að þau afpláni dóma innan fangelsa með fullorðnum föng- um. Þá telur nefndin það koma til álita að til þess að koma í veg fyrir að börn í gæsluvarðhaldi hafi samneyti við eldri fanga verði þau vistuð á veg- um Barnaverndarstofu, en fjórir ung- lingar á ári undir 18 ára aldri hafa að meðaltali setið í gæsluvarðhaldi í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í Reykjavík eða á Litla-Hrauni. Nefndin leggur til að samvinna verði aukin meðal heilsugæslu, skóla, Bamavemdarstofu, félagsmálayfir- valda, bama- og unglingageðdeildar Landspítalans, SÁA og annarra stofnana sem veita einstaklingum undir 18 ára aldri heilbrigðisjónustu og til þess að móta þá samvinnu verði settur á fót starfshópur með fulltrú- um frá framangreindum aðilum. I nefndinni áttu sæti Benedikt Bogason, formaður og skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Bama- vemdarstofu, Davíð Bergmann Da- víðsson unglingaráðgjafi, Guðrún Og- mundsdóttir, deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu, Gunnar M. Sand- holt, yfirmaðm- fjölskyldudeildar Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík, Ragn- hildur Amljótsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, og Þorsteinn A. Jónsson, for- stjóri Fangelsismálastofnunar rfldsins. Það er engin þriðja leið að markaðnum Reuters Friedman segir það hafa dugað skammt að draga úr ríkisafskiptum varðandi starfsemi flugfélaga en hafa flugvelli áfram í ríkiseign. eftir Milton Friedman The Project Syndicate. ú á dögum er markaður- inn sagður vera annað hvort sigri hrósandi eða í alvarlegri hættu. Stjórnmálamenn leita allir að „þriðju leiðinni" til að komast hjá hörðu aðhaldi hans og þrá þjóðar- hetjur í iðnaði, svo sem í fjarskipta- fyrirtæki sem geta haldið sig fjarri alþjóðavæðingu. Markaðurinn er hins vegar einungis kerfi sem hægt er að beita í mismunandi tilgangi. Markaðurinn getur stuðlað að fé- lagslegri og efnahagslegri þróun eða komið í veg fyrir hana. Allt eft- ir því hvernig honum er beitt. Meginmunurinn felst ekki í því hvort markaðurinn er notaður eða ekki. Öll þjóðfélög, hvort sem þau byggja á kommúnisma, sósíalisma eða kapítalisma, nota markaðinn. Meginmunurinn felst í einkaeign. Hverjir era þátttakendur í mark- aðnum og fyrir hverja er starfað. Era þátttakendur embættismenn ríkisstjórna sem era að starfa á vegum ríkisins? Eða era þetta ein- staklingar sem starfa á eigin veg- um? Einu sinni á ferð um Kína spurði aðstoðarráðherra mig: „Hver sér um vörudreifingu í Ameríku?" Sp- urningin vakti undran mína en var þó eðlileg. Því það er næstum ómögulegt að borgari frá mið- stýrðu efnahagskerfi geti skilið hvemig markaðir dreifa vöram á milli milljóna manna fyrir óteljandi not án þess að þær fari nokkurn tíma í gegnum pólitískt eftirlit. Ef frekari einkavæðing verður á markaðnum, getur það valdið al- gjörri eða a.m.k einhverri upplausn í kerfinu ef breytingarnar era of takmarkaðar. Þetta þarf að hafa í huga núna þegar yfirtaka fyrir- tækja í Evrópu fer ört vaxandi. Sem dæmi má nefna minnkandi ríkisafskipti hjá bandarískum flug- félagum fyrir tuttugu ái'um. Það skapaði samkeppni, sem olli því að verðið lækkaði og þjónusta jókst. Flugumferð jókst. Þrátt fyrir að bandarísk flugfé- lög hafi verið frelsuð undan yfir- þyrmandi ríkisafskiptum, þá vora flugvellir ekki einkavæddir. Þeir héldu áfram að vera í eigu og stjóm í-íkisins. Þegar afnám reglugerða skapaði eftirspurn þá jukust flug- tafir á flugvelllinum. Ríkisstjórnin skellti skuldinni á einkaflugfélögin og krafðist þess að þau tilkynntu tafir. Tilraunir til að láta markað- inn ráða með því að t.d. bjóða út hlið og flugáætlanir, vora hindrað- ar og þá ekki síst af flugfélögum með rótgróna hagsmuni. Besta lausnin væri að einkavæða flugvelli eins og gert var í Bretlandi og fyr- irhugað er að gera á Italíu og í Pól- landi. Að einkavæða suma þætti í fram- leiðslu en halda samt verðlagi undir stjóm ríkisins er annað dæmi um hálfnað verk. Einkaframtakið, þrátt fyrir að vera árangursríkt, verður að samfélagslegri sóun, af því að verðlagið ræðst ekki af markaðnum. I Punjabhéraði á Indlandi var fyrirtæki sem framleiddi reiðhjól. Ríkisstjórnin úthlutaði stáli til not- enda frekar en að selja það á mark- aðsverði. Framleiðandi reiðhjól- anna fékk því ekki nægilegt magn af stáli á opinbera verðinu. Þar var hins vegar starfræktur einkarekinn markaður sem framleiddi fullunnar og hálfunnar stálvörur. Reiðhjóla- framleiðandinn keypti því hálfunn- ar stálvörur sem hann bræddi og jók þannig stálskammtinn sinn. Það getur varla talist hagkvæm að- ferð við að breyta járngrýti og kol- um í reiðhjól. Ef „þriðja leiðin" á að hafa ein- hverja þýðingu ætti hún að leita Ef „þriðja leiðin“ á að hafa einhverja þýðingu ætti að leita leiða til að vinna bug á þeim pólitísku hindrunum er standa í vegi fyrir útvíkkun markaðarins. leiða til að vinna bug á þeim póli- tísku hindranum er standa í vegi fyrir útvíkkun markaðarins. Það er ekki einungis hætta á að slíkar hindranir eyðileggi tilraunir til að opna markaðinn heldur einnig að hagræðingin sem felst í opnun markaðarins verði gerð að engu þegar þessum pólitísku hindranum hefur verið rutt úr vegi. Vandinn er að komast yfir slíkar hindranir án þess að valda þessum afleiðingum. Tökum sem dæmi einkavæðingu póstsins í Ameríku. Bandaríska póstþjónustan hefur einokunar- stöðu á venjulegum bréfapósti sam- kvæmt lögum. Þetta þýðir að vilji einhver annar bjóða svipaða þjón- ustu þá telst það glæpur. Einka- væðingin læðist þó á jaðrinum með tilkomu United Parcel Service, Federal Express og annarra. Hlut- verk tölvupósts og annarrar tækni verður æ mikilvægari. Endurteknar tflraunir til að af- nema póstþjónustulögin ollu ávallt háværam mótmælum frá verka- lýðsfélögum póststarfsmanna, framkvæmdastjóram póstþjónust- unnai' og dreifbýlissamfélögum sem óttuðust að með þessu yrðu þau svipt þjónustu. Á hinn bóginn era fáir sem hafa ávinning af því að mæla með ógfldingu. Sjálfstæðir at- vinnurekendur sem færu ef til vill í póstrekstur vita ekki fyrirfram hvort þeir muni gera það. Hundrað þúsunda manna sem myndu án efa fara í vinnu hjá nýjum einkafyrir- tækjum hafa heldur ekki hugmynd um fyrirfram að þau myndu gera það. Eitt sinn hvatti ég þingmann til að ógilda lögin. Hann svaraði: „Við vitum báðir hvaða valdamiklu hóp- ar munu mótmæla slíku framvarpi. Getur þú látið mig hafa lista yfir þá sem era viljugir til að mæla með og vinna að slíku framvarpi?" Ég gat það ekki og framvarpið var aldrei lagt fram. Voldugir og grónir hags- munir byggðust á einokunarstöðu póstsins og andstaðan var í molum. Ein leið til að koma í veg fyrir andstöðu við einkavæðingu er að skflgreina hugsanlega andstæðinga og bjóða þeim hlut í einkavæðing- unni t.d. með því að bjóða þeim hlutabréf, eins konar almennings- kapítalisma sem frú Thatcher var svo fær í að koma á. Eitt víti verður þó að varast og það er að auðvelda framkvæmdina með því að breyta einokunarfyrirtækjum ríkisins í einokunarfyrirtæki í einkaeign. Það gæti verið til bóta en dugai' skammt ef til lengri tíma er litið. Talið var að hægt væri að ná ár- angri með því að líkja eftir einka- rekstri. Stofnuð voru sjálfstæð rík- isfyrirtæki sem áttu ekki að vera undir pólitískum áhrifum og mundu starfa á markaðsgrandvelli. Niður- staðan varð hins vegar ekki sú og er það eðlflegt. Fyrirtækið hélt áfram að vera í einokunarstöðu og sýndi ekki áhuga á hagkvæmni í rekstri. Þau vandamál er tengjast því að sigrast á rótgrónum hagsmunum og koma í veg fyrir rentusókn, eiga við um allar tflraunir tfl að breyta stjómarstefnu, hvort sem um er að ræða einkavæðingu fjarskiptafyrir- tækja eða niðurskurð fjármagns í landbúnaði. Þessi „harðstjóm hins óbreytta ástands“ er meginástæða þess að pólitíska kerfið er svo miklu veikara heldur en kerfi frjálsa markaðarins við að örva um- skipti og stuðla að vexti og hag- sæld. Það era fáar reglur í gildi sem fryggja að sigur verði unninn á óbreyttu ástandi. Ein er þó nokkuð augljós: Ef ætlunin er að einka- væða eða afnema ríkisrekstur þá verður að ganga alla leið. Málamiðl- un á borð við þá að einkavæða að hluta tfl og draga að hluta til úr yf- iramsjón ríkisins duga skammt. Þá er tryggt að hópur harðsvíraðra andstæðinga muni vinna ötullega (og oft með góðum árangri) að því að snúa þróuninni tilbaka. Höfundur er rannsóknarprdfessor við Hoover-stofnunina i Bandaríkj- unum og Nóbeisverðlaunahafi í hagfræði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.