Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 39 + Þuríður Einars- dóttir fæddist á Tjörnum undir Vestur-Eyjafjöllum 15. febrúar 1923. Hún lést á Vífils- staðaspítala 23. júní siðastliðinn. For- eldrar hennar voru Einar Jónsson, bóndi á Tjörnum, síðast á Bakka í Austur-Landeyjum, f. 11.9. 1887, d. 17.4. 1967, og kona hans, Kristbjörg Guð- mundsdóttir, f. 3.11. 1898, d. 22.2. 1993. _ Þuríður gift.ist 1. janúar 1950 Arna Hálfdani Brandssyni. Þau eignuðust þijú börn. Þau eru: 1) Guðbjörg, f. 21.4. 1951, maki Þorgrímur Gestsson, f. 14.6. 1947. Börn: Þuríður Björg, f. Þuríður Einarsdóttir, tengda- móðir mín, er látin eftir langa og erfíða sjúkdómslegu. Enda þótt við sem næst henni stóðum hefðum um nokkra hríð gert okkur grein fyrir að hverju stefndi og vonað með sjálfum okkur að stríðinu færi brátt að ljúka var áfallið engu að síður mikið þegar kom að endalok- unum. Það er alltaf erfitt að sjá á bak ástkærum vinum. Þuríður fæddist árið 1923 á Tjörnum undir Vestur-Eyjafjöll- um, elst tólf alsystkina en faðir hennar átti einn son fyrir hjóna- band. Þuríður ólst upp á Tjörnum en fór að heiman á átjánda ald- ursári, árið 1940. Sama ár flutti fjölskyldan sig um set og settist að á Brúnum innar í sveitinni. Báðir tilheyrðu þessir bæir svonefndum Hólmabæjum í Vestur-Eyjafjalla- hreppi þar sem Markarfljót beljar að austan en Álar falla til sjávar að vestan, á mörkum Vestur-Eyja- fjalla og Landeyja. Æskuslóðir Þuríðai- afmörkuð- ust þannig af tveimur vatnsföllum sem oft þurfti að fara yfir. Einkum var Markarfljót viðsjált, sérstak- lega þegar það var í vexti, en Þuríður vandist snemma við að fara yfír þessi vötn á hestum, jafnt vetur sem sumar, og hún var langt innan við fermingu þegar hún fór 5.7. 1973, og Sigrún Vala, f. 12.1 1984. 2) Kristbjörg Lóa, f. 7.8. 1954, maki Fjölnir Ásbjörnsson. Börn: Árni Sveinn, f. 24.7. 1974, Sigur- björg, f. 8.12. 1975, Þórdís, f. 24.1. 1990, og Hrafnkell, f. 16.3. 1992. Þau skildu. Sambýlis- maður: Indriði Að- alstcinsson, bóndi á Skjaldfönn, f. 10.7. 1941. 3) Einar, f. 13.2. 1956. Lan- gömmubörn Þuríðar eru þijú. títíor Þuríðar fer fram frá Kópavogskirlgu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarð- sett verður í Stóra-Dalskirkju- garði klukkan 17 eftir stutta athöfn í kirkjunni. að fylgja ferðafólki þarna yfir. Þá kom sér vel áræði hennar, kunn- átta og góðir vatnahestar. Aldrei hlekktist henni á í þessum ferðum sínum. Á fimmta áratugnum var megin- hluta Þverár veitt í Markarfljót með fyrirhleðslu uppi í Fljótshlíð til að bjarga landi þar en við það breyttist farvegur fljótsins og það tók að flæða yfir engjar og haga Hólmabæjanna, einkum Tjarna og Brúna. Þetta leiddi til mikils land- brots og foreldrar Þuríðar og systkini fluttust árið 1947 að Bakka, austasta bæ í Austur-Land- eyjum, handan Ála. Þá var Þuríður farin til Eyja og vann við sjúkra- húsið störf sem teldust líklega á verksviði sjúkraliða nú' til dags. Henni líkaði þessi vinna vel og hugði um tíma á hjúkrunarnám. En ekkert varð af því, að hennar eigin sögn vegna þess að yfirlækn- irinn taldi hana ekki hafa nógu sterkt bak til þeirra starfa. Leið Þuríðar lá frá Vestmanna- eyjum til Reykjavíkur þar sem hún stundaði ýmiss konar vinnu næstu ái’in, vann í fyrstunni hjá Sérleyfis- bflum Steindórs en síðar prjóna- stofunni Lopa og garni á Hverfis- götu, hjá Harald St. Björnsson, á árunum 1946 til 1949. Hún var ráð- in þangað sem verkstjóri en það MINNINGAR lýsir Þuríði ákaflega vel að hún var íljótlega komin á kaf í viðgerðir á prjónavélunum og sá um að halda þeim gangandi. Þuríður vann á fleiri prjónastofum eftir þetta og tók að sér verkefni heim í mörg ár eftir að hún stofnaði heimfli. Undir lok fimmta áratugarins hitti Þuríður mannsefni sitt, Árna Hálfdan Brandsson frá Suður-Göt- um í Mýrdal, og þau gengu í hjóna- band 1. janúar 1950. Ari síðar flutt- ust þau suður í Kópavog og slógust í hóp frumbyggja þar þegar þau reistu hús við Álfhólsveg 44, árið 1955. Þeim fæddist dóttirin Guðbjörg á útmánuðum árið 1951, þremur árum síðar Kristbjörg Lóa og enn tveimur árum síðar Einar. Eftir fæðingu Guðbjargar helgaði Þuríð- ur sig heimilinu en Árni - sem er kannski betur þekktur undir nafn- inu Hálfdán eða Halli - vann á þessum árum við bókhald, meðal annars hjá Iðnó og Vélasjóði. Þau reistu hús sitt við Álfhólsveg að mestu með eigin höndum eins og þá tíðkaðist og þegar björgum og stórgrýti hafði verið rutt af grjót- spildunni sem þeim var úthlutað tók Þuríður til sinna ráða og hóf að rækta þann fallega garð sem ungur tengdasonur fékk stundum að slá eftir að hann tók að venja komur sínar á Álfhólsveginn undir lok sjö- unda áratugarins. Garðrækt var aðeins eitt af fjöl- mörgum áhugamálum Þuríðar Ein- arsdóttur. Hún fór fljótlega að taka þátt í félagslífi í Kópavogi, starfaði í mörg ár í Kvenfélagi Kópavogs, var formaður þess á árunum 1960 til 1964 og í Orlofsnefnd húsmæðra um árabil. Þá var hún í áfengis- varnanefnd Kópavogs og lét sig ýmis framfaramál bæjarins skipta, tók meðal annars virkan þátt í byggingu Kópavogskirkju. Árni og Þuríður seldu húsið við Álfhólsveg árið 1975, þegar börnin voru uppkomin, og fluttust í blokkaríbúð á Neshaga 9 þar sem þau áttu heima síðan. Ekki leið á löngu þar til Þuríður hafði tekið að sér gríðarstóra lóðina og hún sá um að halda henni fallegri og snyrtilegri meðan kraftar leyfðu. Jafnframt fór hún að vinna utan heimilis á ný, vann í fyrstunni í frystihúsi ísbjarnarins á Seltjam- amesi, síðar hjá Granda, lagði loks land undir fót og vann hjá frysti- húsi KASK á Hornafirði og í Hús- mæðraskólanum á Staðarfelli vetr- artíma. Og það þarf engum að ÞURIÐUR EINARSDÓTTIR + Eva Svanlaugs- dóttir fæddist á Syðri-Bægisá í Öxna- dal 1. maí 1906. Hún lést á öldrunardeild Landspítalans 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar vom Svanlaugur Jónasson, f. 4. nóv. 1882, d. 15. okt. 1946, og Kristjana Rósa Þorsteinsdótt- ir, f. 23. nóv. 1882, d. 20. feb. 1957. Systk- ini hennar voru 15 talsins, eftir lifa Ijór- ar systur. Árið 1947 giftist Eva Magnúsi Jónssyni, tollverði, f. í Trölla- tungu í Steingrímsfírði 30. janúar 1898, d. 13. september 1980. Börn þeirra eru Svanlaugur, f. 17.10. Okkur langar að skrifa nokkur orð til minningar um ömmu Evu. Hún hafði ætíð verið mjög heilsuhraust og það var ekki fyrr en síðustu tvö árin sem heilsa hennar fór að versna. Hún gat ekki skilið hvers vegna lík- aminn var farinn að gefa sig, það var jú fullt af 100 ára gömlu fólki í sjón- varpinu, sem hlypi um og tæki jafn- vel þátt í heyskap og fleira. Við sögð- um henni að það væru nú margir yngri sem lægju veikir á sjúkrahús- um og gætu ekki hreyft sig. Þetta 1948, og Ragnheiður, f. 9.3. 1951, gift Frið- geiri Hallgrímssyni, f. 12.2. 1950, vegg- fóðrarameistara. Börn þeirra eru: 1) Eva, f. 9.3. 1970, gift Bjarna Gunnarssyni, f. 1.6. 1966, og eiga þau tvo syni. 2) Hall- gríniur, f. 12.12. 1971, kvæntur Þor- björgu Dögg Árna- dóttur, f. 22.3. 1973, og eiga þau einn son. 3) Sesselja, f. 11.8. 1979. Eva ólst upp í Öxnadal og á Akureyri, lærði hjúkrun og vann viðjiað í Reykjavfk. Utför Evu verður gerð frá Há- teigskirlqu í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. vildi hún ekki heyra, hún væri ekki veik, bara svolítið máttlaus. En hún hefur átt mjög góða ævi. Sem ung stúlka hljóp hún í humátt á eftir föður sínum. Hún hafði yndi af að fylgjast með honum við störf og hún hefði gjarnan viljað vera dreng- ur. Þá hefði hún getað verið nær honum og hjálpað honum meira. Hún vann við hjúkrunarstörf og það er svo á fullorðinsaldri sem hún kynnist afa Magnúsi. Hann var Vest- firðingur og henni leiddist aldrei að tala um hann, hve yndislegur hann var og tignarlegur í útliti. Fólk sem hún hitti í strætó og úti á götu vissi hver hann var, hve glæsilegur og myndarlegur hann var og af mjög góðum ættum. Þær voru margar sögurnar sem við systkinin fengum að heyra af honum. Þegar tengdasonur dóttur hennar var kynntur fyrir henni glaðnaði heldur yfir henni þegar hún heyrði að hann væri Vestfirðingur í húð og hár. Þá fóru margar stundirnar í að kanna hvort ættirnar lægju einhvers staðar saman. Svo reyndist nú ekki vera. En þó kom í ljós að kirkja sem langalangafi okkai- hafði smíðað og gefið hreppnum stóð á jörð sem móðir Bjarna átti innst í ísafjarðar- djúpi. Amma ákvað þá að hana lang- aði að skoða þessa kirkju og um- hverfi hennar. I júlí 1996 var ákveðið að fara með hana þangað. Þá er hún 90 ára gömul. En hún var ekki að láta aldurinn stoppa sig. Hún ætlaði. Þetta lýsir henni mjög vel. Ef það var eitthvað sem hún ætlaði sér var ekkert sem stoppaði hana. Þetta var eitt af hennar síðustu ferðalögum. En mörg voru ferðalögin sem við fórum með henni. Og er þá helst að minnast allra ferðanna í Munaðar- nes. Við eigum góðar minningar það- an. Elsku amma, mikið er nú gott að vita að þú fékkst að fara í svefni, friðsæl og án þjáninga. Nú ertu loks- ins komin í faðm þíns heittelskaða, þú sem hefur saknað hans svo mjög. Takk fyrir öll árin, elsku amma, og hvfl í friði. Eva, Hallgrímur, Sesselja og fjölskyldur. EVA SVANLA UGSDÓTTIR koma á óvart að eftir að vinstris- inninn Þuríður fór að vinna utan heimilis á ný lenti hún oft í fyrir- svari fyrir samverkamenn sína, var oft talsmaður þeirra í deilum og bar fram kröfur um úrbætur þegar því var að skipta. Tengdamóðir mín var merkileg kona. Hún var alþýðukona í þess orðs besta skilningi, óskólagengin utan fárra mánaða í farskóla. Samt var hún menntuð kona. Hún var vel lesin og ljóðelsk, unni íslenskri tungu og innrætti börnum sínum þá ást. Sjálf var hún hagmælt með ágætum og til eru eftir hana fáein ljóð sem hún setti saman þegar henni þótti þurfa, en sjaldan birti hún nokkuð og ekki nema henni þætti talsvert liggja við. Þar má nefna ljóðabréf til félagsmálaráðu- neytisins, beiðni um fjárframlag til húsmæðraorlofs í Kópavogi; ekki þarf að taka fram að framlagið fékkst. Eitt sinn í formannstíð sinni í kvenfélaginu tók hún þann kost að hafa ársskýrslu í bundnu máli, sem vakti mikla kátínu fé- lagsmanna. Ein af þeim perlum hennar sem varðveist hafa er svohljóðandi: Hvað er vorið að vilja svo snemma? Til að vekja af svefni þau frjó, er veturinn varpaði í fjötra, eða velqa til lífs það sem dó? Og það vaknar, já, verður nú stærra en það var þegar sumarið þraut Heldur áfram að vaxa og verða okkur vissa um eilífðarbraut. Þuríður var hagleikskona, aHt lék í höndum hennar. Hún gerði gripi úr beini, homi og tré, saum- aði og heklaði meðan heilsan leyfði. Og með göldróttum höndum sínum saumaði hún íyrir margt löngu brúðarkjól á systur mína úr sturtu- hengi og datt engum í hug annað en stúlkan krypi við hlið mannsefn- is síns í dýrindis búðarkjól! En Þuríður lét ekki sitja við handa- vinnu og garðrækt. Hún var til- finningarík kona sem lét sig ýmis velferðarmál ætíð miklu skipta og var ófeimin við að láta skoðanir sínar í ljós við hvern sem var. Hún var vinstrisinnuð, lét sig sjálfstæð- ismál þjóðarinnar miklu skipta, var eindreginn andstæðingur hersetu í landinu, skipaði sér jafnan í flokk með þeim sem hún vænti að kynnu að hafa afl til að sporna gegn áhrif- um hersins og hernaðarbandalaga, og eitt sinn var hún á lista hjá Þjóðvarnarflokknum. Hennar hefði svo sannarlega verið þörf á Al- þingi. Þótt Þuríður væri vinstrisinnuð lét hún engan segja sér hvaða ^ skoðanir hún ætti að hafa. Hugur hennar var sífrjór og gagnrýninn og þótt hún og sá sem skrifar þess- ar línur hefðu líkar stjórnmála- skoðanir áttum við marga sennuna í eldhúsinu hjá henni þar sem við skiptumst á skoðunum; ungi mað- urinn á kafi í málum líðandi stund- ar og hafði líka sínar skoðanir. En oftar en ekki leiddu þessi skoðana- skipti okkar til þess að ég tók að hugleiða málin frá öðru sjónar- homi og varð stundum að viður- kenna með sjálfum mér að tengda- móðirin hefði líklega nokkuð til síns máls! Heilsu Þuríðar tók að hraka fyr- ir um áratug. Þá hófst þrautaganga milli lækna, erfiðar rannsóknir, óvissa um hvernig þessari sterku konu reiddi af. Dvalir á sjúkrahús- um urðu margar og sífellt lengri. Síðustu fjögur árin gerðust dálítil kraftaverk með nokkurra mánaða millibili þegar hún taldi læknana á að hleypa sér heim af Vífilsstöðum, heim til Halla, sem annaðist hana, sá um hana, vakti yfir henni. En stöðugt dró af henni. Hún var heima í tíu mánuði síðastliðið sum- ar og vetur og það undur gerðist undir vor að enn einu sinni gerðum við tengdamæðginin dálitla at- rennu að því að ræða þjóðmálin í eldhúsinu á Neshaganum. En hún varð sú síðasta. Eldsnemma að morgni miðviku- dagsins 23. júní, eftir að systkinin og faðir þeirra höfðu skipst á um að vaka yfir henni á Vífilsstöðum í nokkra sólarhringa, hringdi sím- inn; tengdafaðir minn sagði aðeins þrjú orð: Þetta er búið. Árni Hálfdan Brandsson hefur misst mikið. Systkinin hafa misst mikið. Ég hef misst mikið. En lífið heldur áfram og við geymum minn- inguna um mikla konu sem setti lit á tilveruna. Við eigum henni öll mikið að þakka. Ég og fjölskylda mín færum starfsfólki Vífilsstaðaspítala alúð- arþakkir íyrir að annast Þuríði Einarsdóttur síðustu ár hennar; við þökkum þeim fyrir það hve vel var tekið á móti honum Halla þeg- ar hann kom til hennar tvisvar á dag, sat yfir henni Þuríði sinni og reyndi að gera henni lífíð eins létt- bært og unnt var. Þorgrímur Gestsson. HÖSKULDUR GUÐLA UGSSON + Höskuldur Guð- laugsson fædd- ist 22. júlí 1911. Hann lést hinn _8. júní síðastliðinn. tít- för hans fór fram 19. júní. Nú þegar afi minn er farinn langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Afi var sérstakur, allt í kringum hann var sér- stakt. Mér fannst afi aldrei neitt gamall, en þegar hann bað mig að klæða sig í skóna áttaði ég mig að- eins betur á því. Hann hafði átt lítið fjárhús og nokkrar endur. Hann var hættur með hestana löngu áður en ég fæddist, en hann sagði mér oft sögur af þeim. Þegar ég var í fjár- húsinu með honum leyfði hann mér að finnast að ég væri þarna til að hjálpa, þó ég yfirleitt hafi bara verið að þvælast fyrir. Hver og ein kind hafði persónuleika og engar tvær fengu sömu meðferð. Hann sá þeg- ar þær voru í góðu eða vondu skapi. Við fengum að eiga okkar eigin kindur, mín hét Tönn. Hann hafði gefið mér hana þegar amma fann fyrstu tönnina mína. Þetta var minn eigin búskapur og ég hlakkaði allan veturinn til að koma norður til afa og ömmu. Afi hélt reikning fyrir mig, sem var það sem ég fékk af Tönn. Ég átti líka eina önd, Meyjuna hæversku. Við fórum annað slagið út í læk að gefa þeim. Þegar við komum heim settist hann alltaf í sætið sitt og við bömin hjálpuð- um ömmu að bera kaffi á borð. Hann setti alltaf u.þ.b. fjórar skeiðar af sykri í kaffið sitt, síðan gaf hann mér að smakka í teskeið. Ég tók líka eftir því við kvöldverðarborðið, að hann borðaði lítið, drakk vatnið sitt þegar hann var búinn með matinn og svo fékk hann sér alltaf heimahrært skyr á eftir. Það eru svona litlir hlutir sem ég aðallega sakna með afa. Hann afi hefur líklegast ekki verið mjög bibl- íufróður en gullnu regluna kunni hann og kenndi okkur: ,jUlt sem ri þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ (Lúkas 6.31.) Hann kenndi okkur að umgangast menn, dýr og sjálfa náttúruna með mikilli virðingu. Guð blessi þig amma, og alla þá sem honum þótti svo vænt um. Takk fyrir allt. Auður. f'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.