Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS GUÐRÚN KJARTANSDÓTTIR, Hrfsmóum 1, Garðabæ, áður til heimilis á Heiðarbrún 12, Hveragerði, lést á Landspítalanum að morgni fimmtudags- ins 1. júlí. Valgarð Runólfsson, Vera Ósk Valgarðsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Kjartan V. Valgarðsson, Nfna Helgadóttir, Bolli R. Valgarðsson, Hrafnhildur Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskuleg móðir mín og amma, HELGA A. CLAESSEN, Grandavegi 47, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í dag, föstu- daginn 2. júlí, kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vilja minnast hennar er bent á að láta líknar- stofnanir njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Helga K. Bjamason, Leifur Björn Dagfinnsson, Hlín Bjarnadóttir. + Ástkær móðir mín, ÁSTA STEFÁNSDÓTTIR frá Framtíð f Vestmannaeyjum, áður til heimilis á Klapparstfg 5 f Keflavík, verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvikurkirkju föstudaginn 2. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Þoriáksdóttir, Jarl Bjarnason, Arnar Gauti Sverrisson, Friðrika Hjördís Geirsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN JÓSEF BORGARSSON, Grænási 1a, Reykjanesbæ, verður jarðsunginn frá Ytri Njarðvíkurkirkju laug- ardaginn 3. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á styrkt- ar- og líknarsjóð Oddfellowa. "v u élJ Lúlla Kristín Nikulásdóttir, börn, tengdabörn og barnaböm. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ERNU SIGURÐARDÓTTUR, Grundartúni 8, Akranesi. Magnús Guðmundsson, Sigríður Magnúsdóttir, Jón Magni Ólafsson, Skúli Magnússon, Sigríður O. Jónsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Heiðarbraut 15, Keflavík. Eygló Kristjánsdóttir, Soffía Kristjánsdóttir, Reynir Pálsson, Ólafur Benóný Kristjánsson, Bragi Kristjánsson, Kolbrún Björgvinsdóttir. HELGA KRISTINA. CLAESSEN + Helga Kristín A. Claessen fæddist í Reykjavík 23. nóvember 1919. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 27. júni' síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Arent Claes- sen, stórkaupmaður og aðalræðismaður Hollands, f. 31. jan- úar 1887, d. 21. apr- fl 1968, og Helga Kristín Þórðardótt- ir Claessen, f. 30. júlí 1889, d. 10 febr- úar 1962. Systkini Helgu voru: 1) Jean Emil, f. 11.11. 1911, d. 7.8. 1970. 2) Sigríður Þdrdís, f. 17.2. 1915, d. 22.1. 1989. 3) Haukur, f. 26.3. 1918, d. 26.3. 1973. 4) Arent, f. 1.4. 1924, d. 6.9. 1993. Helga giftist 12. ágúst 1940 Leifi Birni Bjarnason, hagfræðingi og fram- kvæmdastjóra, f. 8. nóvember 1912, d. 12. febrúar 1954. For- eldrar hans voru Þor- leifur Jón H. Bjarna- son, yfirkennari við Menntaskólann í Reykjavík, f. 7.11. 1863, d. 18.10. 1935, og Sigrún fsleifsdótt- ir Bjarnason, f. 17. júní 1875, d. 11.10. 1959. Dætur Helgu og Leifs eru: 1) Sigrún Bjarnason, f. 5. mars 1947, d. 8. október 1991. 2) Helga Kristín Bjarnason, f. 20. júlí 1948, sonur hennar er Leifur Björn Dagfinnsson og er eiginkona hans Hlín Bjarnadóttir. Seinni maður Helgu er Friðrik P. Dungal, f. 3. júni 1908. Þau gengu í hjónaband 4. ágúst 1967. Við andlát Issisar langar mig að þakka henni fyrir þá vináttu sem hún ávallt sýndi mér í þau rúmu fjörutíu ár sem við Helga dóttir hennar höfum verið vinkonur. Heimili þeirra þótti mér við fyrstu kynni dálítið framandlegt, öðruvísi en mitt og annarra vinkvenna minna, stór amerísk rúm með mörgum koddum og pífum, stórir sófar sem maður sökk ofan í þegar maður settist, beikon og egg, brauð með hnetusmjöri og útlent sæl- gæti. Þetta þótti allt undur og stór- merki á sjötta áratugnum. Ég stelpuhnokkinn skynjaði að þarna sveif einhver heimsbragur yfir vötn- unum, mér áður óþekktur. Issis var í mínum huga heimsborgari. Hún var glæsileg, og hafði fallega fram- komu, bar höfuðið hátt þrátt fyrir áföll og sorgir, hún var mikill húmoristi og sá skoplegu hliðar mál- anna betur en margur annar. Hún var mjög trúuð og eitt sinn er við röbbuðum saman um lífið og tilver- una, sagði hún mér í gríni að nú þyrfti hún helst að ganga til náða um níuleytið því hún yrði að biðja fyrir svo mörgum og alltaf lengdist bænalistinn. Undanfarin misseri hafa verið nokkuð erfið Issis, heilsan farin að gefa sig og ellikerling sótti að. Ég sé hana fyrir mér á okkar síðasta fundi, er hún sat brúðkaup Leifs og Hlínar, tíguleg með sitt fallega gráa hár og glettnisblik í augum, stolt og ánægð með sína litlu fjölskyldu. Elsku Helga mín, Leifur og Hlín, á kveðjustund er hjartað þungt af sárum söknuði en þegar frá líður tekur við þakklæti og góðar minn- ingar um móður og ömmu sem þið öll hafið stutt og verndað svo vel, þegar hún þurfti á að halda. Eigin- maður Issisar, Friðrik Dungal, hefur undanfarin ár dvalið á hjúkrunar- heimilinu Eir. Ég sendi honum hlýj- ar kveðjur. Ég bið Guð að blessa hana og um- vefja og kveð hana með virðingu og þökk. Erna Ludvigsdóttir. Ég þakka guði fyrir að hafa tekið hana „Issis" (en það var gælunafn Helgu) til sín og lofað henni að deyja með reisn, öðruvísi hefði það auðvit- að varla getað verið, annað hefði verið stflbrot. Issis var svo mikil dama og heimsmanneskja, með mik- inn og fágaðan persónuleika; hún var svo glæsileg að eftir var tekið. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Issis fyrir fjörutíu árum, en hún var móðir systranna og vinkvenna minna, þeirra Helgu Bjarnason og Sigrúnar Bjarnason, en Sigrún lést fyrir átta árum. Þegar ég sem stelpuskjáta, ung og ósigld, kom í heimsókn til þeirra systra á Flóka- götuna á heimili Issis, þá var tilfinn- ingin líkt og að koma til útlanda, allt var svo framandi og ævintýralegt og því einu að ganga þar inn fyrir dyr mátti helst líkja við það að skilja hversdagsleikann eftir við úti- dyrnar, en ganga inn í nýjan heim, nýtt land. Þegar ég svo fór í fyrsta skipti til útlanda hitti ég Issis vinkonu mína og fór ekki fram hjá neinum heims- borgarabragur hennar, já, og mikið var ég montin að vera með henni og í návist hennar, svo montin að ég gleymi því aldrei. Aldrei fann ég fyrir aldursmun okkar, það var ekk- ert kynslóðabil og hún kunni svo sannarlega að umgangast unglinga sem aðra. Issis skildi allt svo ótrú- lega vel, og hefur lífsreynsla hennar sjálfsagt ýtt undir þann þátt í fari hennar. Ég þakka fyrir að hafa fengið að vera samferða þessari heiðurskonu sem 34 ára varð ekkja, með tvær dætur, búandi í New York, fjarri fjölskyldu sinni. Tæpum 40 árum síðar missti hún eldri dóttur sína, hana Sigrúnu, og eins og nærri má geta varð það henni mikið áfall, en Hann dvelur á hjúkrunarheim- ilinu Eir í Reykjavík. Börn hans eru: 1) Haraldur G. Dungal, lát- inn. 2) Höskuldur Dungal, lát- inn. 3) Hildigunnur Dungal. 4) Páll Dungal. 5) Edda Dungal. Fósturdætur Friðriks eru Brynhildur og Hjördís Björns- dætur. Helga ólst upp á Fjólugötu 9 og gekk í Landakotsskóla og Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Að loknu gagnfræðaprófi stundaði hún nám við Pitmans College í London 1936-1937 og 1938-1939 var hún í Stokk- hólmi á Prinsessans Kökskola. Árið 1940 fluttust hún og Leif- ur til New York þar sem hann starfaði hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Bjuggu þau í New York nær sammfellt til ársins 1954 en þá lést Leifur í bílslysi. Helga fluttist þá heini en fór siðan aftur til New York ásamt ungum dætrum sinum 1955. Árið 1957 fluttist hún al- komin heim. Útför Helgu fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Issis var mjög trúuð og hjálpaði það henni án efa að takast á við sorgina. Gleðinni kynntist hún líka og sjaldan hef ég séð hana eins ham- ingjusama og um s.l. jól þegar gim- steinninn hennar og barnabarn, hann Leifur Björn, gekk í hjónaband með yndislegri stúlku, Hlín Bjarna- dóttur, og leyndist engum hversu stolt hún var af þeim. Tómlegt verð- ur hjá Helgu vinkonu minni, sem líka er búin að sjá á bak föður sínum og einkasystur, en trúin mun eflaust efla hana. Guð gefi þessari litlu fjölskyldu styrk. Gyða Olafsdóttir. Elsku amma Issis. Þær eru margar og fallegar minn- ingarnar sem við eigum um þig eftir öll árin sem leiðir okkar hafa legið saman. Sterkustu minningarnar tengjast þó jólunum, en þau höfum við alltaf haldið saman. í fyrstu hitt- umst við hjá ykkur afa og undanfar- in ár höfum við haldið jólin hér í Blesugrófinni. Alltaf varst þú jafn glæsileg, með fallega hvíta hárið þitt, og meiri dömu hef ég ekki hitt. Þú hafðir fág- aða og fallega framkomu og heillaðir flesta sem þig hittu. Það verður und- arlegt að hitta þig ekki framar, en við vitum að nú ertu komin til Sig- rúnar sem mun hugsa vel um þig. Við kveðjum þig, elsku amma mín. Megi Guð varðveita þig. María og fjölskylda. Kæra vinkona, ég kveð þig með virðingu og þökk fyrir liðna daga. Að hryggjast og gleðjast, hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Kristín Sveinbjörns- dóttir og börn. RAGNAÞORUNN STEFÁNSDÓTTIR + Ragna Þórunn Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík 13. janúar 1942. Hún lést 19. júní síðastliðinn. Utför hennar fór fram hinn29.júní. Mig langar að kveðja elskulega vin- konu mína, Rögnu Þórunni Stefánsdótt- ur, með örfáum orð- um: Eftir tuttugu og sex ára einstaka vináttu okkar finn ég ekki aðeins fyrir söknuði heldur mikilli tómleikatilfinningu þrátt fyrir að ég hafi lengi vitað að hverju stefndi. Sárt er til þess að hugsa að eiga ekki eft- ir að hitta Rögnu aft- ur, að minnsta kosti ekki í þessu lífi - sárt til þess að hugsa að við eigum hvorki eftir að hlæja saman lengur né rabba fram og aftur um allt mögulegt á milli himins og jarðar. Og auðvitað ætti ég aðeins að fagna því að nú er Ragna laus við allar þjáningar, enda er mér ómæld huggun í að vita að þar sem hún er núna líður henni vel. Þess vegna vil ég kveðja þessa nánu vinkonu mína með ljóði sem mér þykir fallegt og eiga einstak- lega vel við hana og langvinna bar- áttu hennar við þann illvíga sjúk- dóm sem bar hana ofurliði að lok- um. Hin langa þraut er liðin. Nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, enþaðerGuðsaðvih'a, og gott er allt sem Guði er frá. (V. Briem.) Nonna, stelpunum og Kiddý votta ég innilegustu samúð mína. Helga Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.