Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 45 fe. MINNINGAR HAUKUR HALLGRÍMSSON + Haukur Hall- grimsson, mál- arameistari fæddist í Reylqavík 5. sept- ember 1920. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli í Reykjavík 29. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 7. maí. Með þessum fátæk- legu línum kveður Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík heiðursfélaga sinn Hauk Hallgrímsson. Honum verða seint fullþökkuð störfin sem hann innti af hendi fyrir félagið, enda var hann fádæma eljusamur í öllum sínum verkum. Minningarnar hrannast upp og erfitt er að nefna einstaka hluti til eða þá atburði sem upp úr standa, því að til skamms tíma var varla nokkurn tímann sú ferð farin eða'útkalli sinnt á vegum Flugbjörgunarsveit- arinnar að Haukur kæmi ekki að því á einn eða annan hátt. Haukur var skráður í Flugbjörgunarsveit- ina á fyrstu starfsdögum hennar árið 1950 og var upp frá því einn af forystumönnum sveitarinnar. Hann var alla tíð formaður bíla- deildar sveitarinnar, og sem slíkur skilaði hann miklu og árangursríku starfi. Á hverju mánudagskvöldi var mætt í bíladeildinni, gert við eða smíðaður bfll. Þegar horft er um öxl er ótrúlegt til þess að hugsa hvað Haukur og hans menn lögðu á sig mikla vinnu til að Flugbjörgun- arsveitin hefði flutningstæki til reiðu þegar á þurfti að halda, ekki bara við að þrífa og gera við bíla sveitarinnar, heldur líka að smíða bfla úr gömlu, og má þar minnast Dodge Weapon-bílsins sem var lengdur og yfir- byggður hjá bfladeild- inni, allt unnið í sjálf- boðavinnu jafnframt því sem halda þurfti öðrum farartækjum sveitarinnar gangandi. Löngum gömlum her- bílum, sem þurftu mikið viðhald.Já, það var auðvitað ekki nóg að mæta á mánudags- kvöldum því að Hauk- ur þurfti að nota alla vikuna til að sinna útréttingum, finna til varahluti sem oftast nær voru ekki auðfengnir og þurfti þá að nota kunningsskap og þá góð- vild sem sveitin átti, og á reyndar enn, sem betur fer, svo að Flug- björgunarsveitin væri í stakk búin til að sinna þeim verkefnum sem hún tók að sér. Svona var þetta á árum áður, og má búast við að Flugbjörgunarsveitin hefði ekki orðið langlíf ef ekki hefði hún átt slíka máttarstólpa sem Haukur Hallgrímsson var, en haldið verður upp á 50 ára afmæli sveitarinnar á næsta ári, og er nú sárt til þess að vita að Haukur verður ekki með okkur á þeirri hátíðarstundu. Ekki er hægt að ljúka við að þakka fyrir samfylgdina án þess að þakka jafnframt eiginkonu Hauks, henni Jenný, fyrir stuðning hennar við sveitina í smáu og stóru, því að svona áhugamál bitnar auðvitað talsvert á fjölskyldunni. Sá sem þessar línur ritar átti því láni að fagna að eiga vináttu Hauks og Jennýjar, og eigum við hjónin margar ógleymanlegar minningar um ferðalög um fallega landið okk- ar, með þeim, en Haukur var einn af frumkvöðlum ferðalaga um há- lendið ásamt Guðmundi Jónassyni og kunni frá mörgu að segja um svaðilfarir þeirra félaga í árdaga bílferða um óbyggðir íslands. Fyrir hönd allra félagana í Flug- björgunarsveitinni í Reykjavík, Einar Gunnarsson. Með söknuði og hlýhug vil ég minnast Hauks Hallgrímssonar. Við Dísa systir mín komumst svo að orði, fyrst Haukur getur dáið getur allt dáið, svo stór og sterkur var hann í okkar augum. Haukur var fyrir margra sakir sérstakur maður, allt varð að standa eins og stafur á bók og átti það við um alla skapaða hluti í þessu lífi. Eg varð þess aðnjótandi sem ungur maður að mitt annað heimili var hjá þeim sæmdarhjónum Hauki og Jenný. Er árin liðu gekk ég í læri hjá Hauki (Hörður og Kjartan hf.) í málaranámi. Haukur HaUgrímsson var farsæll í sínu lífi og leyfi ég mér að segja að hans betri helm- ingur af hans lífsgöngu var sú ákvörðun hans að velja sér hana Jenný sem sína konu. Það er nú einu sinni þannig að það þarf plús og mínus á þessari lífsgöngu. Vinnubrögð Hauks í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur hvort sem það var við iðn sína, föndur við bfla sína og sér í lagi ferðalög hans um landið þvert og endilangt voru óaðfmnanleg og hámark fag- mennskunnar. Ég held að það séu ekki margir fermetrarnir sem hann Haukur hefur ekki snert á þessu landi okkar. Mér hefur oft orðið hugsað til þessara ferðalaga sem hann hélt upp í. Það leið vart sú helgi að Haukur væri ekki á leið út úr bænum og var það orðinn vani að segja að Jenný og Haukur væru að fara út úr bænum. Haukur hafði ótrúlega mikið skipulag á sín- um tíma og er það kannski þess vegna að maðurinn komst yfir allt þetta svið. Haukur gerði miklar kröfur til sjálfs sín og er það nú einu sinni þannig að slíkir menn gera einnig kröfur um að aðrir menn standi sig. Hann þekkti sín takmörk í sínu lífi og leyfi ég mér að fullyrða að hann stóð við þau í einu og öllu. Eftir á að hyggja var heimili Hauks og Jennýar eins konar félagsmiðstöð ættarinnar um allar stórhátíðir. Oft hef ég hugsað um það eftir á að manni fannst það alveg sjálfsagður hlutur að koma á heimili þeirra og setjast við borð og verða gestrisni þeirra aðnjótandi. Haukur var ekki að bera tilfinningar sínar á borð fyrir aðra, mörgum þótti maðurinn snöggur upp á lagið en undir niðri kraumaði hjarta ljúfmennskunnar. Veit ég af mörgum handtökum er Haukur vann fyrir þá sem minna máttu sín í þessu lífi. Það má segja það um Hauk að hann lifði þessu lífi eins heilbrigðu og nokkur mað- ur gat lifað. Það er nú einu sinni þannig um mann eins og Hauk, því minna sem þeir segja því ánægðari eru þeir og er þessum síðustu orð- um einkum beint til þín, Jenný mín, á þessum tímamótum í þessu im. Sigurður Kárason. Það kom mér mikið á óvart er ég frétti lát Hauks, míns gamla meistara, því ef einhver var merk- isberi karlmennsku og hreysti þá var hann efstur í huga manns. Þótt hann væri nær áttræðu er hann kvaddi og hefði fyrir nokkrum árum átt í veikindum hvarflaði ekki að manni annað en að hann myndi verða manni sam- ferða lengi vel. Hauki kynntist ég fyrst þegar ég kom sem lærlingur til málarafyrir- tækisins Hörður og Kjartan hf. þá á sautjánda ári, óharðnaður ung- lingurinn, og tel það hafa verið góðan skóla að hafa lært hjá þeim heiðursmönnum Hauki, Ólafi Jóns- syni og Herði Jóhannessyni, en þeir ráku í samvinnu Hörð og Kjartan hf. Það er ekki öllum gefið að hafa þrjá meistara til að nema af og þykir mér það hafa verið for- réttindi er ég lít til baka. Þar sem Hörður og Kjartan hf. var stærsta málarafyrirtækið í bænum á þess- <5 um tíma þurfti skeleggan verk- stjóra til að hlutirnir gengju fyrir sig sem skyldi og ekki brást Hauk- ur í því hlutverki. Sem unglingur bar maður til að byrja með ótta- blandna virðingu fyrir honum, því hann gat verið snöggur upp á lagið og gustaði oft rækilega af honum en svo var það bara búið og ekki var hann að erfa hlutina. Annað í fari Hauks stendur líka upp úr, ef hann lofaði einhverju þá stóð það sem stafur á bók. Bóngóður var hann með afbrigð- w um, er ég keypti fyrsta bflinn kom ekki annað tfl en að hafa hann með í ráðum því hann var sérfræðingur um allt sem bíla snerti og sá um öll tæki Flugbjörgunarsveitarinnar um árabil sem segir meira en þarf. En ef hlutimir voru ekki í lagi fékk maður líka að heyra það. Ekki var nú auðvelt þá að hafa gamlan bíl skoðunarhæfan og bifreiðareftir- litsmenn voru oft erfiðir við ung- lingana sem komu með bflana sína í skoðun og oft var alls konar sparðatíningur í gangi. Ég tók þá Hauk með mér í eitt skipti til að vera mér til halds því mér fannst að mér vegið í skoðuninni. Vildi þá ekki ekki betur til en svo að allur *r- rafstraumur í afturenda bílsins fór af þannig að ekki fékk ég skoðun heldur þá. En ég fékk skoðun hjá Hauki í staðinn, ég skyldi sko ekki vera að ómaka hann með bilaðan bíl í skoðun aftur. Allra síðustu árin hafði ég ekki mikið af Hauki að segja nema að hann beindi nokkrum verkum í mína átt sem ég er honum þakklát- ur fyrir sem og að hafa verið minn lærifaðir og agað mig aðeins til, mættu fleiri feta í hans fótspor. w- Jenný, dætrunum og þeirra fjöl- skyldum votta ég innilega samúð mína. Kristinn F. Guðjónsson. HAUKUR PÉTURSSON + Haukur Péturs- son byggingar- meistari fæddist í Tungukoti í Kirkju- hvammshreppi í Vestur-Húnavatns- sýslu 21. maí 1927. Hann varð bráð- kvaddur 16. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 29. júní. Haukur, vinur okkar og Fáksfélagi, kvaddi þessa tilveru að kvöldi 16. júní. Segja má að ekki komi neinum á óvart þegar fólk sem komið er á seinni hluta lífsskeiðsins hverfur á braut harla fyrirvaralítið. Þetta gerðist þegar hjarta Hauks brast - í orðsins fyllstu merkingu - þegar komið var að því að fella ætti gamla rauða klárinn hans. Haukur var staddur hjá vini sínum, Gunnlaugi, á jörðinni Gelti í Grímsnesi, þeg- ar hjartað brast. Þessi litla saga sem hér fer á eftir segir allt sem segja þarf um hjartalag og gæsku Hauks. Ákvörðun hafði verið tekin um að fella ætti rauða klárinn sem var að verða 20 vetra gam- all og búinn að þjóna Hauki vel og dyggilega. Haukur bað Gunn- laug vin sinn að leyfa höfðingjanum að vera á beit hjá honum þar til stundin rynni upp, ekki í haga með hinum hestunum, heldur að fá að hafa hann á túninu heima. Gunn- laugur varð að sjálfsögðu við þessari ósk vinar síns. Síðustu vikuna ók Haukur á hverjum degi austur að OLAFUR HALLDÓRSSON + Ólafur Halldórsson fæddist á ísafirði 16. júlí 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Isafjarðar 19. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá ísafjarðarkirkju 26.júní. + Elsku afi. Ég þekkti þig nú minna en ég hefði vihað, en ég þakka Guði fyrir þann tíma sem ég fékk að njóta með þér. Þú varst góður og ástkær maður með stórt hjarta og virðingin sem ég bar fyrir þér var mikil. Því hvað sem á bjátaði og hversu þjáður sem þú varst, þá varst þú alltaf svo ánægður þegar ég kom að hitta þig. Ég sá þig seinast uppi á Landspít- ala og það var sárt að sjá þig svona veikan en þú lést ekki á neinu bera heldur hlóst og gantaðist við mig. Og þannig mun ég alltaf muna eftir þér, sem lífsglöðum og stoltum manni. Afí, mér þykir það svo leitt að hafa ekki getað kvatt þig og fyrir- gefðu mér það. En ég veit að nú lið- ur þér vel því þú ert kominn til Sellu ömmu og hún mun hugsa ákaflega vel um þig. Guð geymi þig og blessi, afi minn. Kristinn Óli. Gelti með namm í poka, brauð handa höfðingjanum. Rann nú upp dagurinn sem ákveðinn hafði verið til að kveðja höfðingjann. Þeir voru saman vin- irnir ásamt félaga okkar úr Faxa- bólinu sem hafði tekið að sér þetta erfiða starf, að fella rauða klárinn. Skömmu áður en verkið skyldi framkvæmt brast hjarta Hauks, hann þoldi ekki álagið sem því fylgdi að horfa á eftir besta vini sínum yfir móðuna miklu, heldur hné sjálfur niður bráðkvaddur við hlið klársins . Þessi saga segir allt um Hauk og hvernig hann gat ekki gert flugu mein. Við kynntumst árið 1988 er við byggðum saman hesthúsið Faxa- ból 14, á félagssvæði hestamannafé- lagsins Fáks á Víðivöllum. Margt geta margir sagt um erfiðleika sam- býlis, en þeir sem bjuggu í sambýU með Hauki þurftu ekki að hafa áhyggjur af einu né neinu. Ef minnst var á að það væri gott ef þetta eða hitt væri framkvæmt, var ekki að sökum að spyrja, Haukur sá um að allt væri framkvæmt umsvifa- laust og engar refjar. Það var skemmtilegt að hitta Hauk á morgnana við morgungjafir, sem við sáum um í lengjunni, þessi stóíska ró sem var yfir öllu í kring- um hann.hvernig hann umgekkst hestana. Ég sagði nú stundum við hann: „Haukur minn, heldurðu að hestarnir hafi nú gott af öllu þessu heyi?" „Þeir verða nú að fá nóg að éta greyin," svaraði hann. Þetta var Haukur, ekkert var of gott fyrir hestana. Hestamannafélagið Fákur hefur með fráfalli Hauks misst góðan og tryggan félaga. Við þökkum allt sem Haukur hefur lagt til hestamennsk- unnar. Við félagarnir í efri hlutanum á Faxabóli 14, Kristján, Þórður og undirritaður, þökkum innilega fyrir samveruna og vinskapinn og send- um samúðarkveðjur okkar til fjöl- skyldunnar sem á um sárt að binda. Við vonum að minningin um framúr- skarandi dreng létti sorg þeirra. Haraldur Haraldsson. HINRIK GUÐMUNDSSON + ffinrik Guð- mundsson fædd- ist á Ögri 2. maí 1923. Hann Iést á hjartadeild Land- spítalans 24. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Sigurðarddttir frá Berserkjahrauni og Guðmundur Jó- hannsson frá Innri- Drápuhlið. Systkini hans eru Klara, Unnur og Reynir. Eftirlifandi eigin- kona Hinriks er Guðrún Sumarliðadóttir frá Stykkishólmi. Þau eignuðust tvær dætur, Kristúiu Ingibjörgu, f. 1951, og Ragnheiði, f. 1953. Kristín á þrjár dætur; Guðrúnu, Eli'nu og Eyrúnu Magnúsdætur. Ragnheiður er gift Erni Andréssyni og eiga þau þrjú börn; Andrés Hafliða, Berglindi og Hinrik. Guðrún og Hinrik eignuðust þrjii bamabarnabörn; Anton Pétur, Matth- ías Leó og Magnús Snæ. Hinrik starfaði sem leigubflstjóri hjá Bæjarleiðum mestallan sinn starfsaldur eða þar til hann lét af störfum 75 ára að aldri. Hinrik verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Mig langar til að skrifa nokkur orð í minningu afa míns sem kvaddi þennan heim 24. júní. Minningin um þig, afi, er hlý og fafleg. Eg varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera mikið með þér og hjá ykkur ömmu þegar ég var Util stelpa og í seinni tíð bjó ég hjá ykkur í Utla herberginu sem þú kaUaðir Utlu skrifstofuna þína. AUtaf reyndist þú mér vel og varst boðinn og bú- inn að aðstoða mig í hverju sem ég tók mér fyrir hendur. Þú varst mjög hreinskiUnn maður og sagðir alltaf það sem þér fannst og ég man að þér fannst t.d. skósmekkur minn ekki vera tíl fyrirmyndar og sagðir: „Ætlarðu virkilega í þessum skóm út?" Þetta fékk nú sjaldnast mUdð á mig en mikið hafði ég gaman af hvað þú spáðir í þessa hluti. I maí áttir þú afmæli og ég og mamma færðum þér blóm og peysu, bláa að lit. Þér fannst peys- an fín en ekki líkaði þér Uturinn og f spurðir okkur hvort hægt væri að skipta henni og fá hana í gulu eða beis. Svona varst þú nú aUtaf hreinn og beinn. Þú virtist mjög næmur á það sem í kringum þig var og ég man að þegar ég varð ófrísk hélt ég því leyndu eins og gengur og gerist en áður en ég hafði nokkrum manni frá því sagt leist þú í augu mín og sagðir: „EUn, ég sé það í augunum að þú ert ófrísk." Elsku afi, eins kátur og hress og þú varst aUtaf minnist ég þín sem besta afa sem ég gat eignast, og ég 45' vildi óska að Magnús litU hefði fengið að kynnast þér eins og ég. Nú þegar ég kveð þig vil ég þakka þér fyrir þær samverustund- ir sem við áttum. Elsku amma mín, Guð styrki þig um ókomna tíð. Megi minningin um afa styrkja þig í missi þínum. «*. Ehn. **
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.