Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ •% Tilbúin plöntuvarnar- efni - hvað er nú það? MAÐKURINN, ógn garðeigandans. GARÐEIGENDUR hafa ýmis ráð til að verjast óboðnum gestum í garða sína, hvort sem það eru sveppir, illgresi eða ýmis smádýr. Hægt er að kaupa svokölluð plöntu- varnarefni í sérverslun- um fyrir garðyrkjufólk og í vissum lyfjabúðum úti á landi. Þessi efni eru misjafnlega sterk og eru flokkuð í hættu- flokka eftir virkni þeirra. Hættulegustu efnin eru í X-flokki, síð- an koma A-, B- og sið- ast C-flokkur. Efni í hættuflokkum X og A eru talin eiturefni, en efni í B- og C-hættu- flokki eru hættuleg efni. Til að mega kaupa og nota efni í hættu- flokkum X og A er krafist sérstaks eitur- efnaleyfis sem lög- reglustjóri gefur út og handhafar skulu ávallt bera á sér við störf sín. Hollustuvernd ríkisins, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og Vinnu- eftirlit ríkisins halda í sameiningu námskeið til eiturefnaréttinda á hverju vori. Ekki er krafist eitur- efnaleyfis til kaupa og notkunar á efnum í hættuflokkum B og C. Þeir eiginleikar sem efnafræði- lega framleidd plöntuvarnarefni verða að hafa eru að þau verða að vera eitruð fyrir eitt eða fleiri lífs- form. Þau verða þess vegna að vera sem mest sérhæfð fyrir skað- valdana sem þau eiga að vinna á og hlífa þeim lífverum sem þau eiga að vernda. Það mega ekki finnast leif- ar af efnunum í afurðunum sem þau eru notuð á og geta verið hættuleg- ar fyrir neytendurna. Auk þess verða þau að brotna hratt niður svo ekki verði leifar eftir þau í náttúr- unni. Ennfremur verða efnin að vera viðurkennd af opinberum aðil- um skv. lögum og reglugerðum. Efni þessa pistils er að upplýsa garðeigendur um hvað það er sem gerir að efnin verka á sumar lífverur en aðrar ekki. Plöntuvamarefnum er skipt í skordýraeyða, illgres- iseyða, sveppaeyða, mauraeyða og lindýra- eyða. Ekki er ætlunin að fjalla um alla efna- flokkana, heldur nefna áhrif þeirra efna sem algengust eru í notkun í einkagörðum hérlendis. Ef við skoðum ill- gresiseyðana fyrst, þá er mest notað af glyfosati, selt undir verslunarheitinu Roundup. Það hermir eftir aminósýrunni glýsin og myndar pept- íð (lítið prótein) með öðrum amínósýrum sem er óvirkt og hindr- ar eðlilegan vöxt. Glyfosat hindrar ensím sem er í öll- um plöntum og flestum bakteríum og leikur lykilhlutverk í myndun hringtengdra kolefnissambanda og finnst þar af leiðandi ekki f lífverum sem eru háðar því að fá þau í gegn- um fæðuna. Glyfosat er þess vegna ekki eitrað fyrir dýr. Glyfosat myndar auðveldlega torleysanleg sölt með málmum og upptaka plantnanna á því í gegnum ræturn- ar er því í lágmarki. Þar sem glyfosat er vatnsleysanlegt er það ekki tekið upp af blöðum plantna með þykkt vaxlag t.d. barrnálum. Glyfosat er aðeins notað á vaxtar- tíma illgresisins, þ.e. eftir að vaxt- artíminn hefst á vorin, og er notað á einært og fjölært illgresi. í jarðvegi virkar glyfosat sem skordýraeitur og drepur margar jarðvegslífverur. Það er hvorki hættulegt fyrir fugla né spendýr. Einstöku bakteríur hafa ensím sem geta brotið niður glyfosat og með hjálp erfðatækni eru slík ensím flutt í nytjajurtimar (t.d. sojabaunir) svo þær verði ónæmar fyrir áhrifum glyfosats. Glyfosat er mest notaði illgres- iseyðir í heimi. Annar illgresiseyðir sem mikið er notaður hér á landi er diclobenil, sem hér gengur undir verslunar- heitinu Casoron. Það er notað sem fýrirbyggjandi lyf og kemur í veg fyrir að fræ sem eru í jarðveginum spíri. Efnið er lengi að brotna niður í jarðveginum og má ekki nota í nýplöntuð svæði. Þetta efni er ekki lengur á skrá í Danmörku vegna hættu á að það skolist niður í grunnvatnið og mengi það. Aðrir illgresiseyðar hindra ljóstillífun plantnanna (t.d. atrazin og simazin), sumir eru vaxtarhorm- ón (t.d. 2,4-D og dikloprop), nokkrir mynda stoðeindir (free radicals) (t.d. paraquat og diquat) og ein- hverjir eyðileggja frumuhimnur (t.d. TCA). Skordýraeyðarnir eru flokkaðir eftir efnafræðilegri uppbyggingu þeirra í fosfórefnin, karbamöt, líf- ræn klórsambönd og pýretrin. Fos- fórefnin eru aðallega notuð á skor- dýr, þar sem virkni þeirra á plöntur er afar lítil. Það er vegna þess að fosfórefnin verka truflandi á tauga- boðefnið acetylkólín og koma í veg fyrir að ensím sem binst viðtökun- um á taugaendunum verki. Þetta veldur því að boðefnin hlaðast upp og valda truflun á taugaboðum. Lít- ill munur er á virkni þessara efna á spendýr og skordýr. Algeng fosfór- efni eru parathion, malathion og diklorvos. Karbamöt virka svipað og fosfórefnin á taugaboðefni og trufla jónapumpur í fiumuhimnum. Lífræn klórsambönd eru efni eins og DDT, Aldrin og Dieldrin sem bæði eru bönnuð hérlendis og í Evrópusambandinu, en leyfð í þró- unarlöndunum. Pýretrin-efnin (meðal þeirra er t.d. permasect) eru náttúruleg eiturefni sem finnast í plöntum af körfublómaætt og voru unnin úr plöntunni Chrysanthem- um cinerariaefolium þegar á fyrstu öld eftir Krist. Skordýr og dýr með kalt blóð (fískar) hafa lítið af ensím- um til að brjóta þau niður en dýr með heitt blóð geta það. Þessi efni trufla eðlilegt flæði natríumjóna í taugafrumum skordýra og hafa skaðleg áhrif á önnur líffæri þeirra og valda dauða þeirra. Permasect er einn mest notaði skordýraeyðir- inn í garðaúðun hér á landi. Fosfór- efnin og karbamötin eru baneitruð og stórhættuleg öllum lífverum í mjög litlum skömmtum, lífrænu klórsamböndin hlaðast upp í efri hluta fæðukeðjunnar (valda líf- fræðilegri mögnun), en pýretrínefn- in eru mun hættuminni vegna ens- ímvirkni dýra með heitt blóð til að brjóta þau niður. Sveppaeyðar, þ.e.a.s. efni sem notuð eru til að eyða sveppum á plöntum, innihéldu flestallir áður fyrr einhver málmsambönd. Þessi málmsambönd eru meðal annars kvikasilfurssambönd og koparsam- bönd (captan). Þessi efni hindra ensímvirkni með þvi að bindast við jámið í ensíminu cytokrom P450. I dag eru þessi efni ekki lengur notuð en önnur hættuminni án málma notuð í staðinn. Sveppir eru merki- legar lífverur sem eiga margt sam- eiginlegt með dýrum. Þess vegna eru mörg efni sem notuð eru gegn sveppum hættuleg spendýrum, fiskum og fuglum. Það er rétt að benda á þá sjálf- sögðu reglu að geyma plöntuvamar- efnin þar sem börn ná ekki til þeirra og fara með gömul efni í spilliefna- móttöku Sorpu, en þeim er fargað þar einstaklingum að kostnaðar- lausu. Sömuleiðis á aldrei að hella af- göngum af plöntuvamarefnum í nið- urföll. Reyndar á aldrei að blanda meira en nota á hverju sinni og klára úr úðadælunni á það sem á að úða, svo efnin geti brotnað niður í stað þess að valda mengun á umhverfinu. Samantekt: Heiðrún Guðmunds- dóttir líffræðingur. Heimildir: Stenersen, Jörgen 1998. 455 spörsmál i toksikologi og ökotoksikologi. Biologisk institutt, Universitetet i Oslo. Yr- keslitteratur as 1998. Alloway, B.J. and Ayres, D.C. 1997. Chemical principles of environmental pollution. 2nd edition. Blackie Academic & Professional, Chapman & Hall 1997. Casarett and Doull’s Tox- icology. The Basic Science of Poisons, 4th edition. MacGraw-Hill International Editions, Pergamon Press 1992. Reglugerð nr. 50/1984 um notkun eitureftia og hættu- legra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra. www.hollver.is BLðM VIKUIVMR 411. þáttur Umsjón Sigrföur II jarlar - VA GREG NORMAN COU.ECTION iHouison Frábœrt verð á goljvörum Fatnaður frá Greg Norman - Galvin Green - Hippo - Adidas - Nike 1/2 golfsett frá kr. 12.500, stgr. kr. 11.875 Stakar kylfúr frá kr. 2.090 1/1 golfsett firá kr. 19.900, stgr. kr. 18.905 Stök tré firá kr. 2.900 m/poka+kerru kr. 29.900, stgr. kr. 28.405 Pútterar frá kr. 1.480 Unglingasett m/poka frá kr. 13.900 Golfþokar frá kr. 3.500 Stand pokar firá kr. 8.900 Golfkerrur frá kr. 4.400 Rafinagnskerrur firá kr. 49.900 Tilboð á golfskóm og golfktilum TÍSstælsÍa'sportvöruverslun landi 5% staðgrafiláttur Ármúla 40 Símar: 553 5320 568 8860 s Ins llfersluninl 7M4R Hvernig gengur að beita hugsun tækni og raunvísinda í skáldskap? Undan skllningstrjenu UT FRÁ þeim rökum að hugsun tækni og raunvísinda hafi bjargað heiminum (fyrir utan að hafa nærri tortímt honum líka) má leita fyrir sér um hvemig gangi að beita þeirri hugsun t.d. í Ijóðagerð. Greiningar- aðferðin er samkvæmt ofangreindu - altæk. Beitum henni á tiltölulega óátækt hugtak sem er Huldur, sú sem tvö íslensk Ijóðskáld, Grímur Thomsen og Hannes Pétursson, hafa ort um. Huldur er ekki aðeins illátæk, heldur er fátt sameiginlegt í útgáfu Gríms annars vegar og Hannesar Péturssonar hins vegar, nema ef til vill vætan. Hjá Grími er hún sjóvættur á hafsbotni, hjá Hannesi landvættur í fossúða, lík- lega einhvers staðar frammi á Ey- vindarstaðaheiði. Lítum fyrst allná- kvæmlega á gerð Gríms. Grímur: Huldur í samnefndu ljóði knýr langspil á hafsbotni og magnar með því öldurót uppi á yfirborði sjávar. Dýpið er eins og flest annað afar óljóst, en með alllangri rök- semdafærslu, eftir nokkra útreikn- inga sem ekki verða tilfærðir hér, má telja það um 200 m. Orkufræði þanins strengs í sveiflu voru þekkt fyrir daga Gríms, svo að hann hitti raunvísindin vel fyrir. Strengur langspilsins helst ekki í sveiflu sem veldur hafróti nema með orkuað- streymi upp á um 600 megavött. Orkan kemur frá Huldi. Hvernig væri að Landvirkjun fengi einka- leyfi á að nýta hana? Hún mætti bet- ur knýja rafala en magna öldurót sæfarendum til grands. Með nútíma staðsetningartækni mætti að stað- setningu lokinni stífla staðbundna stíflu í kringum Huldi, sem er að lík- indum botnföst. Stíflan yrði á hæð við Káraþjúkastífluna í Dimmu- gljúfrum, en orkan frá henni ekki yrði ekki ósvipuð og sú sem fengist úr Jöklu á Brú og nöfnu hennar í Fljótsdal með að sökkva Eyjabökk- um og ræsa Dimmugljúfur fram okkur öllum til gagns og ánægju. En löngu er tími til kominn að nýta landvætti vora til einhvers gagnlegs í stað þess að kenna einungis um þá grunnskólabörnum í skólaljóðum. Er ekki þarna á vísa orkulind að róa? En mættum við þá heldur biðja um hagfræðilegri skáldskap Hann- esar Hafstein, sem yrkir um „skín- andi vélar, starfsmenn glaða og prúða,“ og enn frekar: „stjórnfrjálsa þjóð með verslun eigin búða“. Þetta skáld vort verður ei oflofað fyrir að sameina skáldlega og framvirka þjóðhagslega tæknihugsun. Enda er skáldskap þess nokkuð haldið á lofti nú er fer að h'ða að næstu aldamót- um eftir þau þegar þetta var ort. Hjá Hannesi Péturssyni hins veg- ar er landvætturin Huldur enn út- frymiskenndari en hjá Grími í ljóð- inu Huldur. í ljóðinu: „Bláir eru dal- ir þínir“ saumar hún sólargull í silf- urfestar regndropanna. Fyrir utan fánýti þessa athæfis þjóðhagfræði- lega séð og atvinnulega séð er það enn vanviskukenndara séð með fræðilegum hætti. Ekki verður bet- ur séð en rauðgular ljóseindir frá sólinni séu fangaðar í einhvers kon- ar optískri gildru úr samvaxinni runu vatnsdropa. Og: Sé þarna eftir orku að slægjast, er mér spurn: Hv- ar er þessi foss? Er hann virkjanleg- ur með sjálfbærum hætti? Fyrir nú utan það að Ijósfræðilega eðlisfræði- ferlið sem er lýst hér að framan er ekki skýranlegt nema fyrir tilkomu sterkra kjarnakrafta. Er einhver vetnissamruni hugsanlegur í þessu samhengi? Eðlisfræðilega er líkanið of óskýrt til að hægt sé að sjá að svo sé. Enn ríður á undir þessi komandi aldamót að horskir menn ríði á vaðið með skýrum hætti varðandi land- töku á þessum orku- og velferðar- málum þjóðarheildarinnar og varpi Ijósi á hvort vinna megi þjóðargull úr þessu sólargulli, e.t.v. með kjarnasamrunalíkön að leiðarljósi. Yrði ekki Villinganesvirkjun í Skagafirði þama rétt hjá fossgljúfri Hannesar eins og malandi mélkisa ef gerður er orkulegur samanburður við orkuframleiðslu sem gæti farið fram í þessum silfiufestum rétt beisluðum, í orkuvinnslustöð, ekki í hendingum Ijóðs? Egill Egilsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.