Morgunblaðið - 02.07.1999, Side 50

Morgunblaðið - 02.07.1999, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ 50 ára afmælismót Sindra Ofsi frá Viðborðsseli stjarna mótsins DAGSKRÁ hófst eftii- hádegi á fóstudag með forkeppni í bama-, unglinga- og ungmennaflokkum, B- og A-flokki gæðinga. Klukkan 21 hófst opin töltkeppni sem var spenn- andi á að horfa. Verðiaunin voru ekki af verri endanum, 70 þúsund krónur fyrir fyrsta sæti, og eru þetta með hæstu peningverðlaunum sem veitt hafa verið í þessari grein en gefandi vai- Stjömublikk ehf. Fyrir annað sætið vora 15 þúsund krónur og 5 þúsund fyrir þriðja sætið. Skemmst er frá því að segja að Ofsi frá Við- borðsseli stóð efstur í töltkeppninni með 9,0 í meðaleinkunn. Eftir því sem næst verður komist er þetta hæsta einkunn ársins í töltkeppni og var Ofsi valinn af mótsgestum glæsi- legasti gæðingur mótsins. Á laugardeginum var keppt í barna-, unglinga- og ungmenna- flokki. Efsti knapi í hverjurn flokki hlaut 5.000 kr. úttekt hjá Ástund auk verðlaunagripa. I ungmenna- flokki var afhentur glæsilegur far- andgripur gefinn af Árna Sigur- jónssyni, Vík, og börnum hans og tengdasyni til minningar um Elínu Árnadóttur. Er þar um að ræða út- skorinn skjöld eftir listakonuna Siggu frá Grund, mjög glæsilegur gripur. Án efa er þetta með glæsi- legustu farandgripum. Mótið, sem haldið var á mótssvæði Sindra, Pét- ursey, tókst að sögn vel í alla staði þótt veðurguðirnir minntu aðeins á sig á föstudeginum. Úrslit urðu annars sem hér seg- A-flokkur 1. Kaldi frá Keldudal, eig.: Finn- bogi Geirsson, kn.: Vignir Sig- geirsson, 8.21 2. Hjörvar frá Hraunbæ, eig.: Bjarni Þorbergsson og Eyvindur Albertsson, kn.: Guðmundur Jónsson, 8.43 3. Tenór frá Skógum, eig.: Tryggvi Geirsson, kn.: Vignir Siggeirs- son, 8.49 4. Hvammur frá Norður-Hvammi, eig. og kn.: Jónas Hermannsson, 7.98 5. Perla frá Sauðárkróki, eig.: Tryggvi Geirsson og Kristján Gunnarsson, kn.: Axel Geirsson, 8.15 Tölt 1. Vignir Siggeirsson á Ofsa frá Viðborðsseli, 9,0 2. Kristín Þórðardóttir á Glanna frá Vindási, 8,37 3. Jón Þ. Pálsson á Neista frá Hvassafelli, 6,62 4. Lovísa H. Ragnarsdóttir á Kor- máki frá Kvíarhóli, 6,05 5. Bjarni Þorvaldsson á Komma frá Raufarfelli, 6,10 150 m skeið 1. Hraði frá Sauðárkróki, eig. og kn.: Logi Laxdal, 15.24 sek. 2. Sigurvon frá Hraunbæ, eig. og kn.: Bjarni Þorbergsson, 15.82 sek. 3. Melrós frá Framnesi, eig.: Geir Tryggvason og Magnús Geirs- son, 16.12 sek. Hópurinn samankominn að Stóru-Drageyri. Nemendur Varmalandsskóla í skólaferð á hestum Vel ríðandi í blíðu og mýbiti í Skorradal I brakandi blíðu síðastliðinn þriðjudag kom fríður flokkur hressra ungmenna ríðandi meðfram Skorradalsvatni í átt að Stóru- Drageyri. Þetta voru nemendur Varma- landsskóla í Borgarfírði í skólaferðalagi. Asdís Haraldsdóttir hitti þau á öðrum degi ferðarinnar og spurðist fyrir um þessi sérstæðu skólaferðalög. Ferðin hófst á því að allir söfnuð- ust saman á Ölvaldsstöðum og riðu þaðan að Stóru-Drageyri. Annan daginn var riðið inn með Skorra- dalsvatni alla leið að Efstabæ og skoðaður Keilufoss. Síðasta daginn átti svo að fara að Fróðastöðum í Hvítársíðu þai’ sem ferðin endaði, en einhverjir ætluðu að ríða beint heim til sín ef það væri í leðinni. Þetta var í þriðja sinn sem nemend- um í Varmalandsskóla er boðið upp á skólaferðalag á hestum. Hugmyndina að þessum ferðalögum átti Flemming Jessen skólastjóri og hefur hugmynd hans verið studd dyggilega af Ingi- björgu Daníelsdóttur á Fróðastöðum sem lengi hefur kennt við skólann. I fyrstu var miðað við að farið yrði í hestaferðalag á þriggja ára fresti en vegna þrýstings frá nemendum hefur verið farið annað hvort ár. Árni Guðmundsson frá Beigalda var fararstjóri í fyrstu tveimur ferð- unum. Hann er reyndur ferðamaður og var haft á orði að hann væri mjög nákvæmur í því hvað mætti bjóða hestunum og hélt alltaf góðum ferðahraða sem hentaði þeim vel. Falast var eftir fararstjórn hans nú en hann var í útlöndum. Flemming tók því að sér fararstjórnina og hon- Barnaflokkur 1. Þorgerður J. Guðmundsdóttir á Stemmu frá Strönd, eig.: Guð- mundur Viðarsson, 8.30 2. Hlynur Guðmundsson á Glampa frá Skarðshlíð, eig.: Sigurður Sigurjónsson, 8.09 3. Orri Guðmundsson á Melkorku frá Eyjarhólum, eig.: Guðmund- ur Viðarsson, 8.19 4. Hulda Jónsdóttir á Heklu frá Bjarnastöðum, eig.: knapi, 8.03 5. Arnar F. Hermannson á Ábóta frá Steinum, eig.: knapi, 7.38 Unglingaflokkur 1. Berglind Sigurðardóttir á Barða frá Núpakoti, eig.: Árni Gunnars- son, 8.07 2. Orri Örvarsson, á Fálka frá Sel- fossi, eig.: knapi, 8.07 3. Steinar Hermannsson, á Brimari frá Görðum, eig.: Hermann Árnason, 7.84 4. Sigurbjörg Magnúsdóttir, Sleipni frá Akurgerði, eig.: Hildur Páls- dóttir, 7.84 Ungmennaflokkur 1. Ingvar Jóhannesson á Roða frá Höfðabrekku, eig.: Jóhannes Kri- stjánsson, 8.04 2. Heiðrún Sigurðardóttir, á Prins frá Hvassafelli, eig.: knapi, 8.00 3. Sæunn E. Sigurðardóttir, á Erpi frá Eyjarhólum, eig.: Brigitte Imfeld, 7.46 B-flokkur 1. Ofsi frá Viðborðseli, eig.: Finn- bogi Geirsson, kn.: Vignir Sig- geirsson, 8.65 2. Kafli frá Höfðabrekku, eig.: Jó- hannes Kristjánsson, kn.: Ingvar Jóhannesson, 8.23 3. Frigg frá Skógum, eig.: Magnús Geirsson, kn.: Vignir Siggeirs- son, 8.24 4. Kjarni frá Ási, eig.: Geir Tryggvason og Áxel Geirsson, kn.: Steinar Sigurbjömsson, 8.01 5. Bára frá Skollagróf, eig.: Jóhann- es Kristjánsson, kn.: Guðmundur Jóhannesson, 8.00 250 m skeið 1. Freymóður frá Efstadal, eig.: Sigui-fínnur Vilmundsson, kn.: Logi Laxdal, 22.78 sek. 2. Tangó frá Lambafelli, eig.: Tryggvi Geirson. 3. Laxi frá Dalsmynni, eig.: Jón Þ. Þorbergsson, kn.: Þorbergur B. Jónsson, 24.75 sek. 100 m flugskeið 1. Freymóður frá Efstadal, eig.: Sigurfínnur Vilmundsson, kn.: Logi Laxdal, 7.47 sek. 2. Hraði frá Sauðárkróki, eig. og kn.: Logi laxdal, 8.21 3. Röðull frá Norður-Hvammi, eig. og kn.: Jónas Hermannsson, 8.29 sek. 300 m brokk 1. Roði frá Höfðabrekku, eig.: Jó- hannes Kristjánsson, kn.: Ingvar Jóhannesson, 40.48 sek. 2. Krammi frá Raufarfelli, eig.: Þorvaldur Þorgrímsson, kn.: Ámi Gunnarsson, 46.97 sek. 3. Frigg frá Skóg- um, eig.: Magnús Geirsson, kn.: Vignir Siggeirs- son, 47.13 sek. 300 m stökk 1. Leiser frá Skála- koti, eig. og kn.: Axel Geirsson, 24.18 sek. 2. Vinur frá Nikhól, eig.: Steina G. Harðardóttir, kn.: Örvar Egill Kol- beinsson, 24.54 sek. 3. Faxi frá Eyjarhól- um, eig. og kn.: Orri Órvarsson, 25.03 sek. Fjórðungsmót austfírskra hestamanna hefst í dag Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Vignir Siggeirsson og Ofsi frá Viðborðsseli keppa í tölti. Valdimar Kristinsson Fjórðungsmót austfírskra hestamanna á Stekkhólma 2. til 4. júlí 1999 Föstudagur 2. júlí Aðalvöllur Forkeppni allra flokka Kl. 9:30 11:00 13:00 14:00 16:00 18:00 18:45 20:00 22:00 Kl. 10:30 13:00 Ungmennaflokkur Unglingaflokkur Barnaflokkur B-flokkur gæðinga A-flokkur gæðinga Fánareið og mótið sett Tölt ungmenna opinn flokkur Tölt opinn flokkur Gamanmál og dansleikur Grasvöllur Dómar kynbötahrossa Stóðhestar Hryssur Laugardagur 3. júlí Kl. Fyrri sprettir í skeiði 250 m skeið 150 m skeið Yfírlitssýning kynbótahrossa 10:00 12:20 Stóðhestar Hryssur Kynning ræktunarhópa 16:00 Úrslit og verðlaunaafhending Ungmennaflokkur Unglingaflokkur Barnaflokkur 17:30 Tölt ungmenna opinn flokkur úrslit 20:00 Tölt opinn flokkur úrslit 22:00 Dansleikur Sunnudagur 4. júlí Kl. 10:30 250 m skeið 150 m skeið 12:30 Hópreið og helgistund Ávarp 13:20 Kynning ræktunarhópa 13:50 Verðlaunaafhending kynbótahrossa Stóðhestar Hryssur 16:00 Úrslit og verðlaunaafhending 16:00 B-flokkur gæðinga 16:40 A-flokkur gæðinga Mótslok Fjórðungsmót austfírskra hesta- manna hefst í dag kl. 9.30 á Stekk- hólma með forkeppni í ungmenna- flokki. Um klukkustund síðar hefj- ast dómar á kynbótahrossum. Mót- inu lýkur á sunnudag með úrslitum í A-ftokki gæðinga. Dæmd verða 38 kynbótahross, tveir stóðhestar í hverjum flokki, nítján hryssur 6 vetra og eldri, níu 5 vetra og fjórar 4 vetra. Fimm að- ilar verða með ræktunarbússýn- ingu en þeir eru ræktunarhópur með afkvæmum Storms frá Bjarnanesi, hópur frá Ketilsstöð- um á Völlum, Hans M. Kerúlf á Reyðarfirði, Sigurði Baldurssyni á Sléttu, Reyðarfirði og hópur frá Tjamarlandi. í B-flokki gæðinga era skráð 18 hross og í þeirra hópi eru meðal annarra Erill frá Kópavogi og Laufi frá Kollaleira. í A-flokki era skráð 17 hross og þar á meðal Stefnir frá Ketilsstöðum. I bama- flokki eru skráðir 14 keppendur og einnig í unglingaflokki og 9 í ung- mennaflokki. Töltkeppnin er opin og mæta 20 keppendur til leiks. Meðal knapa og hesta sem þar verða væntan- lega í eldlíhunni em þeir Vignir Siggeirsson á Ofsa frá Viðborðs- seli, Hans M. Kjerúlf á Laufa frá Kollaleiru, Baldvin Ari Guðlaugs- son á Tuma frá Skjaldarvík og Daníel Jónsson á Erli frá Kópa- vogi. I opinni töltkeppni ung- menna og yngri eru 16 keppendur skráðir og eru þeir á aldrinum 11 til 19 ára. Keppni í skeiði er einnig opin en aðeins era níu hross skráð í 150 m skeið og verður keppt í þremur riðlum. Enn færri, eða fjögur hross, eru skráð í 250 m skeiðið og þar verður aðeins einn riðill.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.