Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 t ....... Dýraglens þú fiÐ É6 £16/ /tÐ berjast om FOitys.roúa y Ú/Ð E/NWEKN S£M . H£Ft/R GE/erþETTX '? Grettir Smáfólk ALL R.ISHT, I KNOU) U)HEN l'M NOT WANTED IN THI5 FAMILTj tzr. Allt í lagi, ég veit hvenær ég er ekki velkomin I don't have to LIV/E HERE(VOU KNOWÍ Þú veist, ég þarf ekki að búa hérna! I CAN ALWAV5 60 LIVE U/ITH AUNT EDNA.. ~zc. Ég get alltaf farið og búið hjá ..OR L0I5,0R LINDA, OR EUNICE, OK WHATEVEKHEKNAME 15' ..eða Lalla, eða Lindu, eða Nínu, eða í þessari ijölskyldu! Eddu frænku.. hvað hún nú heitir! BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni I 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Zontaklúbbur Akureyrar 50 ára NONNAHÚS á Akureyri. Frá Ragnheiði Jónsdóttur: ZONTA Intemational eru félagasamtök kvenna sem gegna ábyrgðarstöðum eða starfa við stjórnunar- störf í fyrirtækjum eða á sviði sérmenntunar. Alþjóðasamtök Zonta voru stofnuð árið 1919 í Buffalo í Bandaríkjun- um á þeim tíma þegar konur voru að byrja að sanna sig sem stjóm- endur og komast til áhrifa í stjórn fyrirtækja. Hreyfingin barst fljótt til Evrópu og árið 1941 var Zontaklúbb- ur Reykjavíkur stofnaður. Markmið samtakanna er: * Að vinna að kynningu, skilningi og vináttu milli fólks í ólíkum starfs- greinum * Að efla siðgæði í viðskiptum og at> vinnulífinu * Að styrkja stöðu kvenna með tilliti til menntunar þeirra, lagalegrar, stjórnmálalegrar og efnahagslegrar stöðu þeirra í alþjóðasamtökum Zonta em yfir 1200 klúbbar í öllum heimsálfum með 35 þúsund konur úr öllum stéttum. Á Islandi era 6 Zontaklúbbar. Zonta- klúbbur Reykjavíkur, Zontaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbbur Selfoss, Zontaklúbbuiánn Þórunn hyrna á Akureyri, Zontaklúbburinn Embla í Reykjavík, og Zontaklúbburinn Fjörgyn á ísafirði. í dag era 50 ár liðin frá því að Zontaklúbbur Akureyrar fékk stofn- skrá sína. Það var í desember árið 1948 að nokkrar konur á Akureyri komu saman og stofnuðu Zontaklúbb Akureyrar en stofnskrá fékk klúbb- urinn 2. júlí 1949. Félagar 1 Zonta- klúbbi Akureyrar era nú 35. Aðal hvatakona að stofnun klúbbsins og fyrsti formaður Zontaklúbbs Akur- eyrar var Ragnheiður O. Bjömsson, verslunareigandi á Akureyri. Þegar var hafist handa við að finna heima- verkefni en það er styrktarverkefni sem hver klúbbur hefur í sinni heimabyggð eða héraði. Zontasystur fengu þá góðu hugmynd að heiðra minningu jesúítaprestsins og rithöf- undarins pators Jóns Sveinssonar (Nonna). Sem ungur drengur hafði Nonni búið í innbæ Akureyrar ásamt fjölskyldu sinni og Zontakonur höfðu hug á að koma upp safni í húsi því sem hann hafði búið í. Fulltrúar klúbbsins fóra á fund eigenda húss- ins og óskuðu eftir því að fá það keypt, en eigendurnir, hjónin Sigríð- ur Davíðsdóttir og Zophonías Arna- son færðu Zontasystram húsið að gjöf þegar þau heyrðu að þær hefðu áhuga á að koma þar upp safni. Hús- ið var illa farið og mikið verk var fyr- ir höndum við að koma húsinu í það ástand að hægt væri að reka þar safn. I fjáröflunarskyni efndu Zonta- systur til skemmtana í bænum auk þess sem þær voru með flóamarkaði, kökubasara og kartöflurækt svo eitt- hvað sé nefnt. Það var svo 16. nóv- ember árið 1957, þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Nonna að safnið var opnað með veglegri hátíðardagskrá. Zontakonur hafa rekið safnið alla tíð síðan með hjálp styrkja úr ríkissjóði og frá Akureyr- arbæ. Safnið er vinsælt meðal ferðamanna og opið yfir sumar- tímann og árlega heimsækja það mörg þúsund manns. Skóla- börnum er boðið að koma Og skoða Ragnheiður safnið og hefur Jðnsdðttir verið leitast við að tengja þessar heimsóknir námsefni barnanna og þau hvött til að skrifa ritgerð um Nonna og heimsóknina í safnið. Árið 1965 keyptu Zontakonur húsið að Aðalstræti 54 sem var í eigu Sigríðar og Zophoníasar en það stendur fyrir framan Nonnahús og þar hafa Zontakonur á Akureyri félagsað- stöðu sína. Nonni fæddist á Möðravöllum í Hörgárdal og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar og þar hafa Zontakonur komið upp minnisvarða um Nonna. Árið 1956 gerði Nína Sæmundsson mynd- listarkona höggmynd af Nonna í gips. Gipsmyndin sem er um 2,40 m á hæð þvældist milli staða í nokkur ár en hvarf svo nánast sporlaust. Eftir mikla leit tókst Önnu Snorradóttur, einni af stofnfélögum Zontaklúbbs Akureyrar, að hafa upp á gipsmynd- inni þar sem hún lá ölium gleymd, á geymslulofti Korpúlfsstaða. Nú er búið að láta steypa hana í brons og er hún nú staðsett fyrir framan Zonta- húsið á Akureyri. Auk þess að reka Nonnahús hafa Zontakonur styrkt mörg verkefni í heimabyggð og má þar nefna ýmis styrktarverkefni svo sem Fjórðungssjúkrahúsið og Heilsugæslustöðina á Akureyri, mál- efni þroskaheftra, Félagsmiðstöð aldraðra, styrki til ýmissa góðgerðar- starfa og styrkt konur til náms. Á síðasta ári seldu allir Zontaklúbbam- ir á Islandi „Gulu rósina" til styrktar langveikum börnum. Auk þessa greiðir Zontaklúbbur Akureyrar í styrktarsjóði Zonta International. Zontaklúbbur Akureyrar hefur stað- ið að stofnun tveggja nýrra Zonta- klúbba, það era Zontaklúbburinn Þórann hyrna á Akureyri árið 1984 og Zontaklúbburinn Fjörgyn á ísa- firði árið 1997. Eins og sjá má af þessari upptalningu hefur starfsemi Zontaklúbbs Akureyrar verið mjög öflug í þessa fímm áratugi og vonandi gefst okkur kraftur til að halda áfram á sömu braut. Zontakonur, til hamingju með daginn. RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, formaður Zontaklúbbs Akureyrar, Vörðugili 2, Akureyri. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.