Morgunblaðið - 02.07.1999, Side 56

Morgunblaðið - 02.07.1999, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ , 56 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ1999 Eru rimlagardínurnar óhreinar! Við hreinsum: Rimla, strimla, plíseruS og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúð. Sækjum og sendum ef óskað er. .Níi11 tsdkxúhreinsunm SdUÍMorU *SM:SU34M*OSMi|97 3634 Ný tímaáætlun Samkvæmt ósk íbúa Reykjavíkur hefur nú verið lögð fram lítillega breytttímaáætlun fyrir átaksvikur hverfanna og er mikilvægt að borgarbúar kynni sér hvenær átakið verður í þeirra hverfi. í lok hverrar viku verða hverfahátíðir á vegum Bylgjunnar og borgarinnar í beinni útsendingu á hverjum sunnudegi! Átaksifikur hverfanna Grafarwogur og Borgarholt: 4. - ll.júlí._____ Múlar. Háaleiti, Hvassaleiti, Kringla, Smáfbúðahverfi, Bústaðahverfi, Fossvogur og Blesugróf: 11.-18. júlí. Kjaiarnes: 18. - 25. júli.__________ Árbær, Ártúnsholt, Selás og Bæjarháls: 25. júlí- l.ágúst.________ Neðra-BreiðhoK, Efra-BreiðhoK og Seljahverfi: 1. - 8. ágúst. Tún, HoH, Norðurmýri, Hlíðar og Suðurhlíðar: 8. - 15. ágúst. Melar, Hagar, Skjól, Grandahverfi, SkOdinganes, Háskólahverfi og flugvallarsvæðið: 15. - 22. ágúst. Laugarnes, Lækir, KleppshoK, Laugarás, Sund, Heimar og Vogar: 22. - 29. ágúst. Miðbærinn, gamla httfnín, gamli Vesturbærinn og gamli Austurbærinn: 29. ágúst - 5. september. Taktu þátt, taktu til og góða skemmtun! Reykjavíkurfjorg S©RPA Nánari upplýsingar: Verkefnastjóri sími 5632318, www.reykjavik.is, www.reykjavik2000.is, www.reykjavik.is,www.ys.is REyKJAVIK í SPARIFÖTIN í DAG VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-13 frá mánudegi til föstudags Bréf úr miðbænum TJÖRNIN í Reykjavík og umhverfí hennar er að mati margra helsta perla höfuðborgarinnar. Þetta leggur þá skyldu á framá- menn borgarinnar að hafa vakandi auga með þessu svæði öllu, einkum varð- andi umhirðu og um- gengni. Þessu er á ýmsum sviðum áfátt. Mjög stingur í augu draslið og rekaldið meðfram tjarnarbökkun- um. Um kerfísbundna hreinsun virðist ekki að ræða því draslið blasir við, ýmist fljótandi, marandi í vatnsskorpunni eða hggj- andi á tjarnarbotninum. Ruslafotumar eru oft meira eða minna fullar dögum saman. Ekki verður hjá því komist að minnast einnig á óþrifnaðinn á gangstéttun- um þar sem umferð fólks og fugla er mest. Hellurn- ar eru orðnar grænleitar af fuglaskít. Svo virðist sem við þetta verði ekki ráðið, af þeim sem að hreinsuninni koma. Verður ekki að leita til hér- lendra/eriendra ræsti- tækna ef leysa á úr þessu ófremdarástandi? Lítill sómi er sýndur hinu ægifagra tré á homi Vonarstrætis og Suður- götu. Það stendur á órækt- arbletti. Flóran þar er arfi og fíflar. Á Þjóðhátíðar- daginn var bletturinn und- ir nærri hnédjúpri breiðu arfa og fífla. Auðvitað á að gera þarna fallega skák. Það væri lágmarkið. Von- andi verður drifið í þessu. Já, áður en menningar- borgarsólin helhr geislum sínum yfir land og lýð og menningarhöfuðborgina Reykjavík. Jón Reykvíkingur. Fegrun borgarinnar TALANDI um fegrun borgarinnar langar mig að benda borgarstjóra og Helga P. á að aldrei hefur verið meira sleifarlag á fegrun garða eldri borgara heldur en nú, þótt þeir borgi það að fullu. Getur það kannski verið ástæðan að 10 börn hrúgast í litla garðholu í staðinn fyrir að dreifa þeim í fleiri garða. Of seint er að taka til hendi þegar fer að snjóa. Ég vil einnig lýsa ánægju minni yfír mál- flutningi Kjartans Magn- ússonar. Ég efast um að Helgi hafi nokkurn tíma ferðast í strætisvagni og legg til að Sveinn Andri verði fenginn í þessi störf aftur. 230626-4059. Það er ekki sama hver það er sem sækir um passa! í þESSUM stutta texta mínum vil ég segja frá reynslu minni þegar ég fór og sótti um passa fyrir barnið mitt. í Morgunblað- inu (Velvakanda) las ég hvað maður einn fékk góða þjónustu þegar hann þurfti að fá passa sinn fyrr en umræddur tími segir til um. Það fékk hann eins og allir aðrir en þurfti ekki að borga tvöfalt gjald og var hann að lýsa yfir ánægju sinni. Ég, ung kona, fór og þurfti að fá passa fyrir 3. júlí en afgreiðsludaman sagði við mig að passinn yrði ekki tilbúinn fyrr en 5. júlí. Ég tók það fram að 5-júlí væri mánudagur og spurði hvort ég gæti fengið passann minn 2.júlí, á fóstudeginum. Jú, það var hægt en viti menn, ég varð að borga tvöfalt gjald. Ekki er sama hver það er sem fer og sækir um passa, það er alveg greini- legt. Ég stend fast á því að passinn hlýtur að vera til- búinn á föstdeginum því það er örugglega ekki unn- ið þarna á laugadögum og sunnudögum. Einnig vil ég taka það fram að það stendur hvergi að það eigi að vera 10 virkir dagar sem það tekur að bíða eftir passanum. Umrædd af- greiðustúlka sagði mér að það væru 10 virkir dagar en ég er búin að kanna það og það sendur hvergi. Þeg- ar ég fór voru 11 dagar eft- ir, að meðtöldum helgar- dögum, og samt fór þetta svona. Mér finnst ömurlegt þegar fólki er misboðið. Ég get ekki hrósað þeim fyrir afgreiðsluna og þær mættu vera glaðlyndari. Getur einhver skipt við mig? ÉG er að safna litlum vín- flöskum og ef einhver er að safna líka þá myndi ég mjög gjama vilja skiptast á flöskum við viðkomandi. Upplýsingar í síma 553 3727. Stella. Tapað/fundið Seðlaveski fannst LITIÐ seðlaveski fannst á Vesturvallagötu. Upplýs- ingar í síma 562 3532. Dýrahald Kettlingxir í óskilum ÞESSI litli ketthngur ca. 3ja mánaða fannst kaldur og svangur í vesturbæ Kópavogs s.l. sunnudags- kvöld. Eigandinn er vin- samlegast beðinn um að hringja í síma 554-1290. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í úrsht- um á alþjóðlega Éan Adams mótinu í New York sem nú stendur yfir. Giorgi Kacheishvili (2.570), Georgíu, hafði hvítt og átti Ieik gegn Josh Waitzkin (2.467). 20. Hxh7+! _ Kxh7 21. Hhl+ _ Kg8 22. Dh2 _ Rxe5 23. Dh7+ _ Kf8 24. fxe5 _ Dd8 og svartur gafst upp um ieið. Kacheishvili sigraði á mót- inu. HVÍTUR leikur og vinnur. HVERNIG hélstu að Marsbúar litu út? Víkverji skrifar... KERFIÐ getur stundum verið erfitt. Víkverji býr í fjölbýlis- húsi með þrem stigahúsum sem sameinuðust á sínum tíma um að fá verktaka til að annast viðgerðir á húsinu. Eins og kunnugt er geta húseigendur samkvæmt lögum fengið endurgreiddan virðisauka- skatt af ákveðnum hluta slíkra við- haldsreikninga, launaliðnum. Nýlega ákvað húsfélagið að ganga frá þessum málum. Teknir voru saman viðgerðareikningar á árinu. Þar sem um var að ræða einn reikning fyrir sameiginlegu fram- kvæmdina í stigahúsunum var ákveðið að láta ljósrit af honum duga og benda á að húsfélagið hefði greitt þriðjunginn. Eitt stigahúsið var ekki búið að greiða sinn hluta og ekki tókst að komast yfir frum- ritið. Fulltrúi húsfélagsins fór á skatt- stofuna. Þar var biðröð og fyrst þurfti að bíða dágóða stund eftir þeim sem tók við reikningunum en þá notar stofnunin til að fylgjast með því að iðnaðarmenn vinni ekki svart. Við erum því að rækja eins konar tilkynningaskyldu fyrir stofn- unina og látum það nú vera. Nú tók við önnur afgreiðsla fyrir þá sem ætla að fá endurgreiðslu. Þar kom babb í bátinn. Ekki er hægt að afhenda peningana vegna þess að frumrit skorti. Hvort ljósrit dygði ekki? Nei stofnunin gæti þá ekki haldið utan um málin og mikil hætta væri á því að húseigendur kæmu aftur og vildu fá endur- greiðslu á ný fyrir sömu fram- kvæmdirnar. En er ekki hægt að koma upp kerfi þar sem kvittað er fyrir þannig að tryggt sé að ekki sé verið að leika á kerfið? Nei það var ekki hægt. Og eftir klukkustundar þóf varð fulltrúi húsfélagsins að halda heim með sárt ennið. Þetta finnst Víkverja undarlega stirðbusalegt. Nógu erfitt er oft fyrir eigendur húsnæðis að þurfa að eiga samstarf við aðra í sama húsi um framkvæmdir þótt ekki sé beinlínis verið að skipuleggja þjón- ustu hjá opinberum stofnunum þannig að eigendumir, almennir borgarar, þurfi að verja óþarfa tíma í svona mál. Auðvelt hlýtur að vera að liðka þama til með einfaldri breytingu. XXX VÍKVERJI er hugsi yfir frá- sögnum af því að hundruð þroskaheftra íslendinga skuli hafa verið gerð ófrjó í krafti laga frá 1938 og síðari útfærslu á þeim. Það er auðvitað jákvætt að nú skuli vera fjallað um málið með þeim hætti sem raun ber vitni en það ekki þagað í hel. Svíar hafa orð- ið fyrir menningaráföllum á undan- fömum ámm vegna þess að í Ijós hefur komið að þar í landi urðu margir þroskaheftir, alls yfir 60 þúsund manns, að sæta vönun alveg frá því á ámm seinni heimsstyrjald- ar og fram á síðustu áratugi. En nú er komið að okkur. í ljós hefur komið að réttur var brotinn á sumum þroskaheftum með því að farið var framhjá lagaákvæðum sem áttu að tryggja að ekki yrði um mis- beitingu að ræða. Víkverja dagsins finnst verst að málið skuli ekki hafa verið rætt op- inberlega fyrr. Auðvitað er alltaf umdeilanlegt hvemig setja beri lög sem skerða réttindi sumra einstak- linga en allt er þetta mál gott dæmi um að sýn okkar á mannréttindi allra, án nokkurra undantekninga, hefur breyst. Við skiljum betur núna en lagasmiðimir 1938 að með því að gefa því undir fótinn að þessi réttindi séu afstæð og samfélagsleg nauðsyn geti kippt mannréttinda- ákvæðum úr sambandi er haldið inn á hættulega braut.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.