Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Kvikmyndahátíð í Reykjavík í lok ágúst Kusturica treður upp með hljómsveit og kvikmynd LEIKSTJÓRINN margverð- launaði Emir Kusturica verður á meðal heiðursgesta á Kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst 27. ágúst nk. og stendur til 5. september. Þá verður kvikmynd •* hans Svartur köttur, hvítur köttur frumsýnd hérlendis en hún var verðlaunuð á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í fyrrahaust og gagn- rýnendur lofuðu hana í hástert. Líkur eru á að fleiri myndir úr smiðju leikstjórans, sem búsettur er í Belgrad, verði sýndar á hátíð- inni. Einnig verður íslenski leikstjór- inn Sólveig Anspach viðstaddur frumsýningu myndar sinnar Hertu upp hugann eða „Hauts les Coe- urs!" sem valin var til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor sem leið. Þá verður sýnd heimfld- armynd hennar um franskar hús- f. mæður r sem gerast bankaræn- ingaar. Ólafur Sveinsson verður við frumsýningu Allan sólarhringinn eða „Non Stop" sem valin var besta heimfldarmyndin á kvik- myndahátíðinni í Berlín. Mætir með hyómsveit Emir Kusturica mætir ásamt hljómsveit sem skipuð er níu manns, auk hans sjálfs. Er stefnan að hljómsveitin spili með honum hérlendis. Þótt hann hafi leikið á bassa í rokkhljómsveitum á árum áður er hann frægari fyrir kvik- JÚGÓSLAVNESKI leikstjórinn Emir Kusturica mætir ásamt fjöl- mennri hljómsveit sinni. myndir sínar, sem allar hafa verið verðlaunaðar á stórhátíðum, hvort sem það er í Feneyjum, Berlín eða Cannes, og hefur hann skapað sér nafn sem einn virtasti leikstjóri í heiminum. Kusturica fæddist í Sarajevo ár- ið 1955 og lærði kvikmyndagerð í kvikmyndaskólanum í Prag. Hann vann gullljónið í Feneyjum fyrir fyrstu kvikmynd sína Manstu eftir Doliy Bell? eða árið 1981. Þá vann hann gullpálmann í Cannes árið 1985 fyrir myndina Þegarpabbi fór í viðskiptaferð sem einnig var til- nefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Hann fékk leikstjórnarverðlaun- in í Cannes fyrir mynd sína Stund sígaunanna árið 1989 og gullbjörn- inn í Berlín fyrir myndina Draum- ur íArizona árið 1992, en sú mynd státaði af leikurum á borð við Johnny Depp og Faye Dunaway og fyrirsætunni Paulinu Porizkovu. Hann var ekki við eina fjölina felldur á þessu annasama tímabfli því hann kenndi líka kvik- myndagerð við Columbia-háskóla í New York. Ætlaði að hætta í kvikmyndum Kusturica fékk svo gullpálmann í Cannes árið 1995 fyrir mynd sína Neðanjarðar eða „Underground". Eins og aðrar myndir Kusturica er sú mynd afsprengi stríðsástandið í fyrrverandi Júgóslavíu; hún spann- Harmonikkutvíburabræðurnir Yuri og Vadim á íslandi Flikk flakk og rauðvínsglas á nikkunni As 1 v SIÐUSTU 30 árum hefur harmóníkan notið sívaxandi ^vinsælda meðal tónlist- arunnenda sem og hljóðfæraleik- ara. Samtímatónskáld uppgötva í æ ríkari mæli nýja möguleika í tón- sköpun í tengslum við hljóðfærið. Fjöldi verka genginna snillinga hafa verið umrituð fyrir harmóník- una en einnig vinsæl rússnesk þjóðlög," segir m.a. í bæklingi sem fylgir geisladiski rússnesku tví- burabræðranna Vadim og Yuri Fjodorov, en þeir verða gestir á Landsmóti harmóníkuleikara sem fram fer á Siglufirði á morgun, laugardaginn 3. júlí. -A I kjölfarið munu þeir Fjodorov- bræður halda þrenna tónleika, í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 4. júlí kl. 16, í Safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi þriðjudaginn 6. júlí kl. 20.30 og í Ytri-Njarðvík- urkirkju miðvikudaginn 7. júlí kl. 20.30. Útgáfufyrirtæki Hrólfs Vagnssonar, CordAria, í Hannover í Þýskalandi, stendur fyrir tón- leikaferðinni og er hún meðal ann- ars farin tfl að kynna áðurnefndan geisladisk þeirra bræðra, „Twins". Alveg eins dúett Vadim og Yuri eru eineggja tví- burar, en Yuri telst samt vera stóri bróðir enda þrjátíu mínútum eldri. „Við höfum spilað á harmóníku frá því að við munum eftir okkur," sagði Vadim í viðtali við fréttarit- ara Morgunblaðsins í Hannover ~ stuttu áður en lagt var af stað til *¦ íslands. Meðan á spjalli okkar stóð var beðið í ofvæni eftir póstinum en vegabréf þeirra bræðra voru enn ekki komin, með tilheyrandi stimplum, fjórum tímum fyrir brottför. „Við byrjuðum báðir samtímis á sama hljóðfæri eins og svo oft vill verða hjá tvíburum," hélt Vadim áfram. „Við hófum þó ekki að spfla saman fyrr en seinna, fyrst þurft- um við að ná tökum á undirstöðu- tækninni hvor í sínu lagi. Það tók nokkur ár og upp úr því byrjuðum við á einföldum dúettum. Samæf- ing tók sinn tíma, þó að við séum eineggja tvíburar, því við þurftum að læra inn á hvor annan á sama hátt og aðrir sem flytja kammer- tónlist, þótt sjálfsagt hafi það verið eitthvað auðveldara fyrir okkur," bætti Yuri við. I Dans- og söngvahyómsveit rússneska hersins Á síðustu þremur til fjórum ár- um hafa bræðurnir síðan lagt grundvöll að farsælum ferli með þátttöku í viðurkenndum sam- keppnum. Þar er helst að nefna hinar þekktu keppnir í Klingenthal í Þýskalandi og St. Etienne í Frakklandi. Þeir hlutu einnig 1. verðlaun í tónlistarkeppni á vegum Friedrich-Jurgen-Sellheim-Ges- ellschaft 1996 og hafa þeir síðan haldið fjölda tónleika í Þýskalandi. I framhaldi af því voru þeir einnig valdir á lista yfir unga framúrskar- andi tónlistarmenn. Vadim og Yuri stunduðu harmóníkunám til nítján ára aldurs í heimaborg sinni, St. YURI og Vadim bregða á leik á tónleikum. Pétursborg, en sinntu síðan tveggja ára rússneskri herskyldu þar sem þeir voru meðlimir í Bala- laika-hljómsveitinni í Berlín. söngvahljómsveit rússneska hers- ins í Þýskalandi," útskýrði Yuri há- tíðlega en með bros á vör. Úr dans- sölum rússneska hersins héldu þeir „Við vorum meðlimir í Dans- og í enn harðari skóla þar sem fram- MARGIR ruglast á þeim Yuri og Vadim og skyldi engan undra. ar tímabilið frá fyrri heimsstyrj- öldinni að borgarastyrjöldinni sem geisar enn og fer ekíri dult með þá skoðun sína að allir stríðsaðilar beri hluta af ábyrgðinni. Vfldu sumir meina að hann hefði tekið upp hanskann fyrir Serba og vakti myndin þvílíkar deilur að Kust- urica tilkynnti að hann hygðist hætta afskiptum af kvikmynda- gerð. Það gekk ekki eftir, sem betur fer kynnu flestir að segja, og sneri Kusturica baki við pólitík í næstu mynd sinni og setti upp fjölleika- hús að hætti Fellinis. Myndin nefndist Svartur köttur, hvítur köttur og fékk Kusturica leik- stjórnarverðlaunin fyrir hana í Cannes. Töluðu gagnrýnendur um þjófnað aldarinnar þegar myndin hreppti ekki gullljónið. Hvíta hótelið næsta • verkefni Kusturica ætlar ekki að láta þar við sitja heldur stendur til að næsta kvikmynd hans verði byggð á skáldsögu D.M. Thomas Hvíta hótelið. Dennis Potter skrifaði handritið og er áætlaður kostnaður 2,5 milljarðar króna. Þessi súrreal- íska, ofsafengna og erótíska saga verður sneisafull af tæknibrellum og gerist á mflli heimsstyrjaldanna tveggja. I forgrunni sögunnar er ung kona sem þjáist af sefasýki og lýsir sjúkdómurinn sér í miklum líkams- kvölum og hamslausum, erótískum og blóði drifnum ofsjónum með dularfullu hvítu hóteli. Stendur tfl að flytja sögusviðið frá Vínarborg tfl Berlínar og að í stað Freuds verði ungur lærlingur í sálfræði konunnar og jafnframt ástmaður í þeim fantasíum sem hún upplifir. Leikkonur á borð við Nicole Kidm- an, Juliette Binoche, Lenu Olin og Irene Jacob hafa þegar fundað með Kusturica um að taka að sér aðalhlutverkið. haldsnám hjá prófessor Elsbeth Mose í Hannover tók við, en Els- beth er eiginkona hins góðkunna harmóníkuleikara Hrólfs Vagns- sonar. Þeir stunda nú nám við ein- leikaradeild Tónlistarháskólans í Hannover. Tónlist sem samin hefur verið fyrir tvær harmóníkur liggur ekki á lausu, eins og Yuri staðfesti. „Það er ekki um auðugan garð að gresja hvað varðar tónverk, þannig að við höfum verið iðnir við að umbreyta verkum sem samin hafa verið t.d. fyrir tvö píanó eða þá að við bætum við annarri rödd." Skemmtilegt leyninúmer Á tónleikum sínum munu Fjodor-bræðurnir m.a. leika franskar musettur og tangóa eftir Piazzolla, sem njóta mikilla vin- sælda meðal harmóníkuunnenda, en auk þess leika þeir þjóðlög frá heimalandinu, Rússlandi. Tónleikagestum er ráðlagt að krefja þá bræður um aukanúmer, því einu bráðskemmtilegu, ein- stöku atriði luma þeir á sem hvaða fjölleikahús sem er gæti verið stolt af að bjóða upp á. Vadim leikur „FUc Flac" á harmóníkuna með bundið fyrir augun, næstum fullt rauðvínsglas uppi á hljóðfærinu og hvítan dúk yfir nótnaborðinu til að vflla um fyrir fingrunum. Atriðið vekur hvarvetna athygli og kátínu áhorfenda og eitt sinn lenti Yuri í því að þurfa, tilneyddur, að leika þetta eftir Vadim. „Við vorum að spfla saman á ein- hverju veitingahúsi þegar gömul kona vindur sér að mér og segist hafa séð mig gera þetta; hún átti auðvitað við Vadim, bróður minn," sagði Yuri. Hún lét vínglasið á hljóðfærið mitt og bað mig að spila. Mér brá nokkuð, enda ekki á hvers manns færi að leika þetta eftir, en það gekk upp. Ég er sennflega bú- inn að horfa svo oft á Vadim gera þetta," bætir Yuri við og bræðurnir hlæja báðir dátt að minningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.