Morgunblaðið - 04.07.1999, Side 1

Morgunblaðið - 04.07.1999, Side 1
STOFNAÐ 1913 148. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tillögur Blairs og Aherns á N-Irlandi Mikil óánægja í röðum sam- bandssinna Belfast. Reuters. MIKIL óánægja er í röðum sam- bandssinna á Norður-írlandi með þær tillögur sem bresk og írsk stjómvöld lögðu fram á föstudag um hvernig hrinda eigi í fram- kvæmd þeim ákvæðum friðarsam- komulagsins frá í fyrra sem kveða á um myndun heimastjómar í hérað- inu og afvopnun öfgahópa. Forysta Sambandsflokks Ulsters (UUP) átti fund í gærmorgun, en ekki var ljóst þegar Morgunblaðið fór í prentun hvort leiðtogar flokksins myndu ákveða þar að kalla átta hundrað manna miðstjórn flokksins saman til að ræða tillögurnar, eða hvort þeir einfaldlega höfnuðu þeim. Var haft eftir Ken Maginnis, einum for- ystumanna flokksins, í netútgáfu The Irish Times að óþarfi væri að kalla miðstjómina saman ef „nánast alger samstaða er um að Tony Blair hafi svikið okkur á úrslitastundu". Eftir langar og strangar viðræð- ur í Belfast varð Ijóst á föstudag að Tony Blaii-, forsætisráðherra Bret- lands, og Bertie Ahem, forsætisráð- herra Irlands, tækist ekki að fá leið- toga stríðandi fylkinga tO að ná samkomulagi og lögðu forsætisráð- herramir tveir því fram áætlun sem þeir telja marka leiðina fram á við í friðaramleitunum á N-írlandi. Hafa sambandssinnar og lýðveld- issinnar tvær vikur tO að bregðast við tillögunum, en þær fela í sér að heimastjórn verði sett á laggirnar um miðjan mánuð og að afvopnun IRA hefjist „fáeinum dögum“ síðar. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, tók tOlögunum vel á föstudag en David Trimble, leiðtogi UUP, lýsti hins vegar miklum efasemdum sín- um og viðbrögð annarra sambands- sinna í gær vora jafnvel enn nei- kvæðaii. Eiga þeir erfitt með að sætta sig við að ekki skuli ætlast tO að IRA afvopnist fyrir eða samtímis myndun heimastjómarinnar. Þing- maðurinn Jeffrey Donaldson, sem Reuters LIÐSMENN öryggissveitanna á Norður-frlandi höfðu í gær komið sér og búnaði sínum fyrir við Drumcree- kirkju í Portadown en óttast er að til átaka komi í dag, reyni Óraníumenn að ryðja sér leið í gegnum vamir hersins. Óraníumenn eru allt annað en ánægðir með þá ákvörðun breskra stjórnvalda að meina þeim að ganga fylktu liði í gegnum hverfi kaþólskra í Poriadown. var í samninganefnd UUP, var t.a.m. fljótur að hafna tOlögunum og sagði þær „gallaðar í grandvallarat- riðum“. Ottast menn að margir sam- bandssinnar muni lýsa andstöðu sinni með því að streyma tO Porta- down í dag, en þar er jafnvel búist við átökum vegna óánægju Oraníu- manna með þá ákvörðun breskra stjómvalda að þeir fái ekki að ganga um hverfi kaþólskra eftir að hafa sótt messu í Dramcree-kirkju. ■ Friður í hættu/6 Breskir hermenn fella tvo Kosovo-búa Pristina. Reuters, AP. BRESKIR hermenn urðu tveimur Kosovo-búum að bana og særðu tvo til viðbótar í Pristina, höfuðstað hér- aðsins, í fyrrinótt þegar Kosovo- Albanar héldu upp á „lýðveldisdag" héraðsins. Talsmaður bresku hersveitanna í Kosovo sagði að hermennirnir hefðu verið á verði við byggingu, sem hýs- ir 50 Serba til bráðabirgða, þegar átta menn hefðu ekið bfl framhjá henni og hafið skothríð. „Þrír her- menn skutu á móti og töldu líf sitt í hættu.“ Að sögn talsmannsins fannst sjálfvirk byssa í bflnum. Blaða- menn, sem urðu vitni að atburðin- um, sögðu að Kosovo-Albanar hefðu tvisvar sinnum ekið framhjá bygg- ingunni og hleypt af byssum upp í loftið áður en hermennirnir hófu skothríðina. Tugþúsundir Kosovo-Albana gengu um götur Pristina á föstu- Reuters UNGIR Kosovo-Albanar halda á albönskum fána á „lýðveldis- degi“ Kosovo. dagskvöld til að minnast þess að níu ár era liðin frá því þing Kosovo lýsti því yfir að héraðið væri „sjálfstætt lýðveldi innan Júgóslavíu" til að mótmæla þeirri ákvörðun serbneskra stjórnvalda að svipta héraðið sjálfstjórnarréttindum. Meðan Kosovo-Albanar héldu upp á „lýðveldisdaginn" héldu mótmælin í Serbíu gegn stjórn Slobodans Milosevic Júgóslavíuforseta áfram. Um 5.000 manns efndu til mótmæla í Novi Sad, næststærstu borg Ser- bíu, sem varð fyrir miklum skemmd- um í 78 daga loftárásum NATO. „Þeir gerðu ekki sprengjuárásir á okkur vegna þess að við séum sek, heldur vegna þess að leiðtogi okkar er fífl,“ sagði stjómarandstæðingur- inn Nenan Canak við mótmælend- urna, sem kröfðust þess að Milo- sevic segði af sér. „Niður með Milosevic ... Hvar era peningarnir? Hvar eru brýrnar? Hvar er eldsneytið? Hvar er raf- magnið?" stóð á einu mótmæla- spjaldanna. Eignir Nicks Leesons frystar London. Reutcrs. DÓMSTOLL í London hefur úr- skurðað að frysta beri eignir Nicks Leesons, mannsins sem gerði elsta viðskiptabanka Bret- lands gjaldþrota. Leeson var lát- inn laus úr fangelsi í Singapúr í gær og hugðist fara strax tfl Bret- lands með flug- vél. Samkvæmt úrskurði dóm- stólsins getur Leeson ekki tekið út fé af bankareikningum sínum nema hann óski eftir því skriflega með tveggja daga fyrir- vara við skiptaforstjóra sem rannsaka _ gjaldþrot Barings- banka. Urskurðurinn kemur ennfremur í veg fyrir að hann geti fengið fé frá fjölmiðlum fyrir sögu sína. Þá má hann ekki nota ágóðann af sjálfsævisögu sinni eða kvikmynd sem byggð er á henni. Ottast Qölmiðlafár Leeson var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í desember 1995 fyrir fjársvik og tOraunir tO að fela gífurlegt tap, sem bank- inn varð fyrir vegna áhættuvið- skipta hans. Tap bankans nam 1,4 mflljörðum dala, andvirði 105 milljarða króna. Leeson, sem er með ristil- krabbamein, var látinn laus í gær vegna góðrar hegðunar, þremur og hálfu ári eftir að hann var dæmdur í fangelsi. Lögfræð- ingur hans, Stephen Pollard, sagði hann hafa miklar áhyggjur af því sem biði hans í Bretlandi og óttast einkum mikið fjölmiðla- fár vegna heimkomu hans. Nick Leeson Vandinn á sér djúpar rætur Réttarstaða einstak- linga orðin sterkari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.