Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ævintýraferð ofurhuga til Islands Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson ROY Karlsen (t.h.) og Ove Herlogsson um borð í bátnum í Reykjavík- urhöfn en hann á að fleyta þeim umhverfis hnöttinn. Fyrsta hnattsigl- ingin í opnum báti TVEIR ofurhugar frá Noregi og Svíþjóð hafa nú stutta viðdvöl í Reykjavíkurhöfn á leið sinni um- hverfís hnöttinn. Er það ætlun þeirra að verða fyrstir manna til að ljúka slíkri siglingu á opnum báti. Mennirnir tveir, þeir Roy Karl- sen og Ove Herlogsson, lögðu af stað frá smábænum Lysekil á vesturströnd Svíþjóðar 5. júní siðastliðinn og áætla þeir að ferðin taki i heild um níu mánuði. Hefúr gengið á ýmsu hjá þeim þennan fyrsta mánuð og koma þar til bæði tæknilegir örðugleik- ar og veðurofsi. Þannig datt GPS-tæki þeirra út á leiðinni frá Bergen til Shetlandseyja og urðu þeir að notast við kíki í staðinn. Þá hefur blásið ansi hressilega á þá og segja þeir félagar vind- hraðann aldrei hafa farið undir 15 metra á sekúndu fyrr en á leiðinni frá Höfn til Reykjavíkur. Þeir láta þó engan bilbug á sér fínna og segja þetta mótlæti raunar aðeins hafa hert sig. Hægt að fylgjast með á Netinu Þeir Karlsen og Herlogsson munu hafa nokkurra daga við- dvöl í Reykjavík til að safna kröftum og undirbúa næsta áfanga ferðarinnar, sem felur í sér siglingu til Ammasalik á Grænlandi. Segja þeir það verða erfíða ferð þar sem þeir verða lengi úti á rúmsjó og vilja þeir því gjarnan komast í samband við íslensk skip sem sigla munu þessa leið, svo hægt sé að hafa samflot. Frá Grænlandi munu þeir síð- an sigla til Nýfúndnalands og þaðan suður með austurströnd Bandaríkjanna uns komið er f Karíbahafíð. Þá fara þeir um MEÐ Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá Míru, „Spennandi hugmyndir fyrir heimilið þitt“. MEÐ Morgunblaðinu í dag fylgir 52 blaðsíðna ferðahandbók, Sumar- ferðir ‘99. í handbókinni er fjallað um ferðaleiðir, ferðaþjónustu, náttúrufar og fleira sem lýtur að ferðamennsku hringinn í kringum landið. Panamaskurðinn og svo norður eftir vesturströnd Bandaríþjanna og Kanada, allt að Aljútaeyjum. Þaðan liggur leiðin að Japan og svo meðfram strandlengju Asíu uns komið er í Rauða hafíð, en þá fara þeir um Súez-skurðinn yfír í Miðjarðarhafið og sigla að Iokum heimleiðis norður eftir vestur- strönd Evrópu. Gera þeir ráð fyrir að verða komnir aftur til Lysekil um miðjan febrúar á næsta ári, en þá munu þeir hafa lagt að baki um 55.000 sjómflur. Hægt er að fylgjast með ferðum Karlsens og Herlogssons á Net- inu og er slóðin http://www.adventurearound- world.com. Hvetja þeir einkum Þórsmörk Rólegt fyrstu nóttina UM 3.000 manns eru í Þórs- mörk um helgina, aðallega ungt fólk. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Hvolsvelli gekk föstudags- nóttin mjög vel íyrir sig og ekkert stórmál kom upp þótt ölvun væri nokkuð almenn. Engin fíkniefnamál komu upp aðfaranótt laugardags og enginn var tekinn fyrir ölvun- arakstur. Að sögn lögreglu er reynslan sú að föstudags- kvöldin séu yfirleitt róleg en seinna færist fjör í leikinn. Á laugardögum sé vanalegast komin ákveðin drykkjuþreyta í mannskapinn og menn orðn- ir úrillir. Búist er við þungri umferð í dag Að sögn lögreglu var gífur- lega mikil umferð upp í Þórs- mörk á fóstudaginn og stóð hún fram yfir miðnætti. í gær var hins vegar lítil umferð, en búast má við að umferð fari að þyngjast þegar líða tekur á sunnudaginn og fólk heldur heim á leið. skólabörn til að fylgja sér eftir og vona að ferð þessi geti orðið þeim hvatning til að láta drauma sína rætast. Sérútbúinn bátur Sem fyrr segir er ferð Karl- sens og Herlogssons fyrsta hnatt- siglingin í opnum báti. Er um að ræða bát af gerðinni Utter 5412 og er hann útbúinn ýmsum tækninýjungum til að auðvelda ferðina. Þannig eru sérstakir ál- teinar, s.k. Speed Rails, á skut bátsins og þrýsta þeir vatninu niður frekar en til hliðar og lyfta bátnum þannig betur upp. Minnkar það mjög eldsneytis- notkun og eykur hraða bátsins. Radeplein í Njarðvík- urhöfn NÝTT flutningaskip Atlants- skipa, M/S Radeplein, lagðist að bryggju í Njarðvíkurhöfn í fyrsta skipti í fyrrinótt. Skipið, sem tek- ur 294 gámaeiningar, kom frá Norfolk í Virginíu-ríki í Banda- ríkjunum. Það sér um flutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli. Skipið er skráð í Hollandi og eru átta menn í áhöfn. Radeplein fer frá íslandi nk. miðvikudag. Landsmót harmoniku- unnenda á Siglufírði Fólk skemmti sér kon- unglega UM 800 manns hafa verið á Siglu- firði um helgina í tengslum við Landsmót harmonikuunnenda og að sögn Theodórs Júlíussonar mótsstjóra hefur mótið gengið mjög vel og fólk skemmt sér kon- unglega. Mótið hófst á fimmtudaginn með aðalfundi Sambands íslenskra harmonikuunnenda en átti að ljúka í nótt með lokadansleik í íþrótta- húsinu. I gærdag skemmtu rúss- neskir tvíburar gestum með harm- onikuleik, þar sem þeir sýndu ýms- ar kúnstir, m.a. spiluðu þeir með hauspoka og fullt rauðvínsglas á harmonikunni. Þá var einnig sam- spil íslenskra harmonikusveita á Ráðhústorginu um kvöldið áður en lokadansleikurinn hófst. Á föstudaginn voru stórhljóm- leikar í íþróttahúsi staðarins þar sem tíu sveitir komu fram og spil- uðu í þrjá tíma fyrir um 500 áhorf- endur, að sögn Theodórs. Hann sagði að eftir það hefði fólk skemmt sér á Síldarminjasafninu, þar sem harmonikuleikarar létu gamminn geisa. Um kvöldið var síðan dansað á þremur stöðum við harmonikuundirleik fram á nótt. -----*-M----- Risaskip í Sundahöfn á þriðjudag EITT stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, Arcadia, kemur til Reykjavíkur næstkomandi þriðju- dagsmorgun en það er 63 þúsund tonn að stærð. Skipið kemur hing- að frá Akureyri og staldrar við til miðnættis á þriðjudag. Umboðs- þjónusta Eimskips sér um af- greiðslu skipsins. Skipið er í eigu alþjóðaskipafé- lagsins P&O og er það 245 metra langt, tekur 1.500 farþega og í áhöfn eru 650 manns. Ráðgert er að skipið leggist að Kornbakka í Sundahöfn, en verði of hvasst verð- ur skipið að halda kyrru íyrir á ytri höfninni. Meðan skipið staldrar við verður farþegum gefinn kostur á að fara í ferðir að Gullfossi og Geysi, í Bláa lónið og fleira og sér ferðaskrifstof- an Atlantik um þá hlið málsins. Umboðsþjónusta Eimskips tekur í sumar á móti 13 skemmtiferðaskip- Vandinn á sér djúpar rætur ► Miklir erfiðleikar í rekstri vest- firskra sjávarútvegsfyrirtækja síðasta áratuginn eru í kastljósinu þessa dagana. /10 Umdeilt hérað á krossgötum Asíu ► Ekkert bendir til annars en að deilur um Kasmír muni halda áfram um ókomna tíð. /14 Réttarstaða einstak- linga orðin sterkari ►Sólveig Pétursdóttir, nýr dóms- og kirkjumálaráðherra, í viðtali. /20 Frá olíutönkum í öryggisbúnað ►Viðskiptaviðtalið er við Gunn- laug Steindórsson og Steindór Gunnlaugsson í Dynjanda. / 26 B ►1-20 í bráðri neyð ► Merkilegt samstarf hefur tekist milli aðila hér á höfuðborgarsvæð- inu og aðila í Pittsburgh í Banda- ríkjunum um menntun bráðtækna til sjúkraflutninga. /1&10-13 „Litrík“ tilvera ► Fæstir eru háðir litum í sama mæli og Lind Völundardóttir, lit- unarsérfræðingur Nederlands Dans Theater. /4 Búksorgir hverfa á golfvellinum ►Þrátt fyrir að Gissur Ó. Erl- ingsson sé orðinn níræður lætur hann sig ekki muna um að fara níu holurnar. /6 C FERÐALÖG ► l-4 Húsið hennar Önnu Frank ► í Amsterdam er safn Onnu Frank í húsinu þar sem hún leyndist og skrifaði rómaða dag- bók sína. /2 Þjóðráð handa lestar- ferðalöngum ►Varist að stinga höfðinu út um gluggann. /4 D BÍLAR ► l-8 Hraði, afl og hemiun í Porsche ► Porsche 911 Carrera 4 prófaður á Egilsstaðaflugvelli /2 Reynsluakstur ►Flaggskipið Volvo S80 með ríkulegum þægindum. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMA ► l-20 Tölvuökuskírteini á ísiandi í augsýn ►Evrópsk staðfesting á tölvu- og upplýsingafærni. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir l/2M/8/bak Brids 44 Leiðari 28 Stjömuspá 44 Helgispjall 28 Skák 44 Reykjavíkurbréf 28 Hugvekja 44 Skoðun 31 Fólk í fréttum 48 Viðhorf 33 Utv/sjónv. 46,54 Minningar 33 Dagbók/veður 55 Myndasögur 42 Mannlífsst. 15b Bréf til blaðsins 42 Dægurtónl. 16b ídag 44 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.