Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Formaður samgöngnnefadar um útboð á rekstri Heijólfs Segir útboðið vera í HÆTTU þessu rugli góði, það gilda engin EES lög í Vestmannaeyjum, bara raín. Framboð á laxi komið „í hring“ SEGJA má að framboð á laxi sé komið í hring, en að sögn Jóns Þor- steins Jónssonar hjá Nóatúnsbúð- unum hefur framboð á villtum laxi gersamlega hrunið síðustu árin og verslanir Nóatúns eru famar að taka við laxi frá stangaveiðimönnum á nýjan leik. Lax sem söluvara á sér langa sögu hér á landi og fyrir daga haf- beitar og kvíaeldis var bókstalega setið um fyrstu laxa hvers vors, en þeir veiddust jafnan í Hvítá í Borg- arfírði um eða upp úr 20. maí, er setja mátti niður netin. Kílóverð á laxi var hæst fyrst, en minnkaði síð- an smám saman eftir því sem fram- boðið jókst er leið á sumarið. Aldrei var þó lax ódýr og jafnan litið á hann sem lúxusmat. Með innreið hafbeitar og kvíaeld- is á laxi jókst framboðið svo mjög að verð hrundi. Enn er hægt að fá eld- islax, en neytendur gera greinar- mun á eldislaxi og villtum laxi að sögn Jóns Þorsteins. Hafbeitarlax- inn taldist villtur lax og nú er hann ófáanlegur þar eð hafbeit er nú að- eins lítið brot af því sem hún var fyrir fáum árum. „Verðið á fyrstu löxum sumars- ins var slíkt hér áður fyrr að það var á sama róli og verðið á nauta- lundum og þá erum við að tala um besta kjötið á nautinu. Þetta var eiginlega stórkostlega fyndið, en eftirspurnin var bara slík að það mátti heita með ólíkindum. Haf- beitarlaxinn breytti þessu öllu, en nú erum við eiginlega komnir í hring, því nú er verð á villtum laxi aftur orðið hátt, 750 krónur kíló- grammið, og ég sé ekki að það lækki neitt að ráði úr þessu. I fyrra fór það niður í 499 krónur kílóið og SKOLAÐ af stórlaxi. eldislax hefur verið seldur á 399 kílóið. Nú eru Hvítár-, Mýra- og Hvalfjarðarnetin farin og hafbeit- arstöðvamar flestar hættar starf- semi og við fáum hreinlega ekki nóg magn og tökum því aftur á móti stangaveiddum laxi, hráefni sem við litum ekki við fyrir fáum árum,“ sagði Jón Þorsteinn. Meðferðin skiptir sköpum Jón Þorsteinn sagði að Nóatúns- verslanirnar keyptu netalax af bændum við Ölfusá og Þjórsá og síðustu daga hefði verið mikil veiði, t.d. hjá Fossbændum og Laugdæl- um, 40% stórlax og 60% smálax sem væri afar vænn að jafnaði, eða mest 3 til 3,5 kíló. Tveir dagar í lok vikunnar hefðu gefið vel á annað tonn af laxi. „Það voru nokkrir 20 punda var mér sagt,“ sagði Jón Þorsteinn. Hann bætti við að það væri langt frá því að þetta dygði og stangaveiddur lax væri aftur eftir- sóttur. Sú var tíðin að duglegir magn- veiðimenn seldu veiði sína til að fjármagna veiðileyfakaup næstu vertíðar og sagði Jón Þorsteinn að vel gæti verið að eitthvað þvíumlíkt væri í uppsiglingu á ný. „Það skiptir þó sköpum hvemig menn með- höndla laxinn um hvort við getum tekið við honum. Það þarf að blóðga laxinn og slægja hann. Setja hann strax í kæli og loka ekki plastinu fyrr en fiskurinn er kólnaður. Ég hef keypt nokkurt magn af nokkr- um þekktum stórveiðimönnum og þeir gangast inn á þetta,“ bætti Jón Þorsteinn við. Dagskrá um Lárus Sigurbjörnsson Safnafaðir Reykjavíkur Idag stendur yfir dag- skrá í Árbæjarsafni tengd minningu Lámsar Sigurbjömsson- ar skjala- og minjavarðar Reykjavíkur. Láms fædd- ist árið 1903 og lést 1974. Hann hefur oft verð nefndur safnafaðir Reykjavíkur. Að sögn Gerðar Róbertsdóttur, deildarstjóra fræðslu- deildar Arbæjarsafns, þótti við hæfi að rifja upp æviferil Lámsar og fyrstu ár Árbæjarsafna með þessari dagskrá. En hvað skyldi vera á dagskránni? - Klukkan 14.00 er messa í Safnkirkju Árbæjarsafns, helguð minningu Lámsar _ „ _. . Sigurbjömssonar. Síðan G©*"ður RÓberfsdÓttir verður dagskrá í Dillonshúsi, en þar mun Þómnn Pálsdóttir leik- kona bregða sér í gervi Sire Ottesen sem um miðja síðustu öld var eigandi Dillonshúss og rak þar veitingasölu. Eins og fleimm var Lárasi mjög hugleikin saga Sire og Dillonshúss og skrifaði hann um hana leikrit. Þess má geta að leikritið fjallar um ástar- sögu Sire Ottesen og Dillons lá- varðar sem gaf henni umrætt hús þegar hún var þunguð af hans völdum. Þá verða sýndar skyggn- ur frá fyrstu starfsáram Árbæjar- safns í húsinu Lækjargötu 4. Af- komendum Lárasar Sigurbjöms- sonar hefur öllum verið boðið að vera viðstaddir þessa dagskrá og þiggja kaffi í Dillonshúsi. - Hvers vegna hefur Lárus hlotið nafnið safnafaðir Reykjavíkur? - Lárus hóf störf hjá Reykjavík- urborg árið 1929 og fór þá þegar að safna saman skjölum í eigu bæjarins sem var að finna víða um bæinn. Einnig hafði hann strax mikinn áhuga á að safna saman teikningum, uppdráttum og ljósmyndum frá Reykjavík. Arið 1951 var hann skipaður skjalavörður Reykjavíkur. Hann hafði mikinn áhuga á að stofna minjasafn og byggðasafn í Reykjavík. Árið 1954 lagði hann fyrir bæjarstjórn tillögu um að komið yrði upp safni gamalla húsa sem hefðu sögulegt gildi. Á þessum tíma var býlið Ái'bær komið í eyði en Reykvíkingafélag- ið hafði umsjón með býlinu. Það félag hafði haft áhuga á að koma upp byggðasafni þar en ekki haft bolmagn til þess. Láras Sigur- bjömsson og Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri skoðuðu húsin í Arbæ í mars 1957 og vora þau þá mjög illa farin en Lárus tók til óspilltra málanna og fékk fólk tii þess með sér að hreinsa húsin og koma þeim í stand.Bæjarstjórnin hafði þá ákveðið að byggðasafni yrði komið upp í Árbæ og túnið þar friðlýst. íslenski fáninn var fyrst dreginn að húni við Árbæ 11. ágúst 1957, þá var fólki boð- ið að koma og skoða bæinn en formlega var Árbæjarsafn stofnað þann 22. september sama ár. Á sama tíma var Láras að koma upp skjala- og minja- safni í Skúlatúni 2, einnig hafði hann mikinn áhuga á fornleifa- rannsóknum í Reykjavík. Láras var fyrsti forstöðumaður Árbæj- arsafns og fyrstu árin vann öll fjölskylda hans með honum að uppbyggingu safnsins. Kona ► Gerður Róbertsdóttir er fædd á Akureyri 1961. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1981 og BA-prófi frá Háskóla íslands í sagnfræði 1989. Prófi í uppeldis- og kennslufræðum lauk hún 1993. Eftir það stundaði hún nám við Kaupmannahafnarháskóla í lista- sögu. Hún hefur starfað við kennslu í Árbæjarskóla í Reykja- vík en frá árinu 1997 hefur hún starfað í Árbæjarsafni, fyrst sem safnkennari en er nú deildar- stjóri fræðsludeildar. Gerður er gift Óðni Jónssyni fréttamanni og eiga þau tvær dætur Almenningur hefur áhuga á sögu gam- alla húsa hans, Sigríður Árnadóttir, sá um veitingasölu til að byrja með í stóra hermannatjaldi en 1961 var Dillonshús komið í safnið og frá þeim tíma var veitingasalan þar. Dætur Lárasar unnu við fram- reiðslustörf og ýmislegt annað. Sonur Lárasar aðstoðaði föður sinn við hin margvíslegustu störf tengd Árbæjarsafni. - Hefur uppbygging Arbæjar- safns verið í samræmi við það sem Lárus Sigurbjömsson lét sig dreyma um í upphafí starfsemi þess? - Já, hér er kominn vísir að þorpi, flest okkar hús hafa verið flutt úr miðbæ Reykjavíkur og hér gefst fólki tækifæri til þess að skoða hús sem tengjast sögu Reykjavík- ur og gefa okkur um leið hug- mynd um byggingarlist og lifnað- arhætti fyrri tíma. I dag era hús- in í safninu tæplega 30 talsins og eins og á upphafsáram safnsins er hér mikið Hf og fjör á sumrin. Handverksfólk er við störf í flest- um húsum og á sunnudögum era viðburðir sem tengjast sögunni. - Er rétt að flytja hús í svona þorp, mætti ekki alveg eins varð- veita þau hvert á sínum stað? - Árbæjarsafn annast minja- vörslu í landi Reykjavíkurborgar og stefnan nú er sú að varðveita öll hús á sínum upp- ranalega stað. Hug- myndir manna um þessi efni hafa breyst talsvert á undanförn- um áratugum og al- menningur hefur mun meiri áhuga á varðveislu sögulegra húsa en áður var. í dag finnst fólki eðlilegt að gömlu litlu húsin fái að njóta sín í upp- runalegu umhverfi. I dag er Ár- bæjarsafn ekki bara safn gam- alla húsa heldur miðstöð minja- vörlu borgarinnar og sögu henn- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.