Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstöfun landaðs afla á Vestfjörðum undanfarin misseri Um 60% fisks á mörkuðum selduí úr fjórðungnum SAMTALS bárast um 76.600 tonn af fiski á land á Vestfjörðum á liðnu ári, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. 59.565 tonn vora verkuð innanlands og þar af 44.165 tonn í kjördæminu eða um 74%. Um fiskmarkaðina á Vest- fjörðum fóra um 12.200 tonn og þar af vora um 7.300 tonn seld úr fjórð- ungnum eða um 60%. Heildaraflinn fyrstu fjóra mánuði líðandi árs var um 22.600 tonn og þar af voru um 17.900 tonn verkuð innanlands en um 14.000 tonn í fjórðungnum eða um 78%. Á sama tíma fóra um 4.360 tonn um markaðina og vora um 2.000 tonn seld á Vestfjörðum en um 2.460 tonn utan þeirra. Það sem af er árinu hafa um 6.800 tonn farið í gegnum markaðina, um 2.900 tonn hafa verið seld innan Vestfjarða en um 3.900 tonn utan þeirra. Af fyrrnefndum 76.600 tonnum barst um 15.640 unnið í land og 1.274 tonn vora gámafiskur. Botn- fiskafli, sem barst á land á Vest- fjörðum og var verkaður innan- lands nam 40.600 tonnum og þar af vora 29.000 tonn verkuð fyrir vest- an. Hlutur þorsks var um 29.000 tonn og fóra um átta þúsund tonn úr fjórðungnum. 220 tonn af 920 tonnum af flatfiski vora verkuð í kjördæminu en um 14.950 tonn af 16.660 tonnum af skelfiski. Vestfirsku fyrirtækin greiða hæsta verðið Fiskmarkaður Vestfjarða er í Bolungarvík og á Patreksfirði og samkvæmt upplýsingum frá Is- landsmarkaði hf. fóra 3.715 tonn í gegn hjá honum í fyrra. Þar af urðu 720 tonn eftir í fjórðungnum eða um 19%. Það sem af er þessu ári hafa um 1.847 tonn farið í gegn og um 620 tonn orðið eftir eða um 33%. Arnar Barðarson hjá Fisk- markaði Vestfjarða segir að fyrir- tækin á svæðinu séu nánast öll með sama útgerðarmynstur og markað- arnir - trillur sjái fyrst og fremst um aflann. Þau geti ekki nýtt sér lága verðið á mörkuðunum því þeg- ar mikið framboð er af hráefni eigi það jafnt við um fyrirtækin og markaðina. Hins vegar séu það vestfirsku fyrirtækin sem greiði hæsta verðið á mörkuðunum. „Ég er nær sannfærður um að Básafell er með hæsta meðalverð í þorski út af mörkuðum á Vestfjörðum," segir hann. Arnar segir að 60% veltunnar sé yfir sumarmánuðina, frá miðjum maí fram í ágúst. Trillukarlar víðs vegar að af landinu gera út frá Vestfjörðum á sumrin en Arnar segir ekki sjálfgefið að afli þeirra færi úr fjórðungnum. „Það er bæði og en helgast af því að toppar hjá fyrirtækjunum era á sama tíma og toppar hjá mörkuðunum og því geta þau aldrei notfært sér lága verðið. Með þetta í huga er tómt bull að segja að þessi fyrirtæki séu eitthvað lakari en önnur fyrirtæki. Það era engir aumingjar héma.“ Miklu meira veitt en hægt er að nota < yinnslufyrirtækjum á Vestfjörð- Um hefur fækkað og segir Ámar það m.a. skýra flutning á hráefni úr fjórðungnum. „Það er miklu meira veitt á svæðinu en hægt er að nota. Þar sem þetta era mestmegnis trillur kemur aflinn í land í gusum, kannski 100 tD 200 tonn einn dag- inn og svo ekkert í viku eða 10 daga. Því er ómögulegt að byggja á þessu en mesta furða er hvað hefur verið hægt að gera, að halda fyrir- tækjunum gangandi á svona sveiflukenndri hráefnisöflun. Og þegar þau hafa þurft að leita inn á fiskmarkaði hafa þau þurft að borga hæsta verð, mun hærra en greitt er fyrir þann fisk sem fluttur er út af svæðinu." Margar skýringar Fiskmarkaður Suðurnesja á ísa- firði, Fiskmarkaður Tálknafjarðar og Fiskmarkaður Hólmavíkur tengjast allir Reiknistofu fiskmark- aða. Á síðasta ári var Fiskmarkaður Suðumesja með um 80% hlutdeild í sölu þessara markaða, Fiskmarkað- ur Tálknafjarðar um 14% og Fisk- markaður Hólmavíkur um 6%. Þeir seldu samtals um 8.500 tonn í fyrra og fóra um 5.344 tonn út fyrir Vest- firði en um 3.194 tonn vora seld inn- an Vestfjarða eða um 38%. I ár hafa verið seld um 5.000 tonn á þessum mörkuðum og hafa um 2.700 tonn farið út fyrir fjórðunginn. Bjami Sveinsson hjá Fiskmark- aði Suðurnesja á ísafirði segir að sala úr fjórðungnum eigi sér marg- ar skýringar. Staða fiskvinnslufyr- irtækja á Vestfjörðum segi sína sögu. „Húsum í bolfiskvinnslu hef- ur fækkað og þótt þau kaupi þegar þau vantar fisk era þau með eigin skip og fá þannig ódýrara hráefni." Vinna hvorki flatfisk né karfa Um 5.300 tonn af ýsu bárast á land á Vestfjörðum í fyrra en um 3.600 tonn vora verkuð fyrir vestan. Þriðjungur karfans sem landað var í kjördæminu var verkaður þar og svo má lengi telja. „Ysan fer mikið í flugið, menn vinna ekki kola hérna og því selst hann allur suður,“ segir Bjarni. „Sömu sögu er að segja af lúðu og karfa en undantekninga- laust vinna menn ekki þessar teg- undir héma heldur setja þær á markað.“ Að sögn Bjarna er það fyrst og fremst Básafell úr hópi vestfirskra vinnslufyrirtækja sem kaupir fisk á mörkuðunum fyrir vestan. „íshúsfé- lagið var á markaðinum en staðan hefur breyst eftir sameininguna þó ekki sé hægt að segja hvað nýja fyr- irtækið gerir. Hins vegar má segja að markaðurinn ræður hvað menn era tilbúnir að borga hverju sinni og hvar vantar fisk. Þeir sem eru í ferska fiskinum geta borgað hærra verð en þeir sem frysta fiskinn." Bjarni sagði að mikil aukning hefði orðið hjá markaðinum á milli ára og nefndi í því sambandi að um helmingsaukning hefði orðið fyrstu fimm mánuði ársins í samanburði við sama tíma í fyrra. Salan hefði farið úr um 1.440 tonnum í um 3.495 tonn. „Meira er orðið um út- gerð minni línubáta og aðkomubáta á færam yfir sumartímann. Fyrir vikið berst rneiri afli á land á meðan öll vinnsla hefur dregist saman.“ Afgangsfiskur úr kjördæminu Fiskmarkaður Tálknafjarðar er tengdur Fiskmarkaði Suðumesja á Isafirði sem fyrr segir en er sjálf- stæð eining. 1998 seldi markaðurinn 1.119 tonn af fiski og þar af fóra 707 tonn í burtu, en meðalyerðið var 113 krónur fyrir kflóið. „Ástæðan fyrir því að svona mikið magn fer í burtu er sú að yfírleitt seljum við það sem húsin nota ekki í vinnslu hjá sér eins og til dæmis steinbít,“ segir Helga Jónasdóttir hjá Fiskamark- aðinum. „Þorskur er ekki aðal uppi- staðan hjá okkur samanber það að aðeins 640 tonn af þorski fóra í gegn hjá okkur.“ Á þessu ári hafa farið liðlega 416 tonn í gegn hjá markaðinum og þar af hafa 334 tonn farið í burtu úr fjórðungnum. „Við höfum aðallega verið með steinbít, ýsu og kola en aðeins 63 tonn af þorski,“ segir Helga. Að sögn Helgu tekur markaður- inn fiskinn einkum af línubátum á Tálknafirði og að hluta af línubátum á Bfldudal. „Bátamh- landa yfirleitt þorskinum í vinnsluna héma en það sem hún tekur ekki fer á markaðinn hjá okkur.“ Helga segir að mikið hefði verið um aðkomubáta á þessum tíma í fyrra en vegna ótíðar hefði verið lít- ið um þá nú. „Samt sem áður hefur svipað magn farið í gegn hjá okkur og í fyrra en það skýrist af því að meira hefur verið um steinbít." Hún segir langmest að gera yfir sumarið en síðan dytti markaðurinn niður í nóvember eða desember og byrjaði aftur að glæðast í febráar. „Um 80% fer í gegn yfir vor-, sumar- og haust- mánuði en þegar við byi'juðum 1994 var þetta bara sumarmarkaður." Ráðstöfun afla í Vestfjarðakjördæmi 1998 (tonn - þús kr.) Verkað innanlands Þar af á Vestfjörðum Landaö unnið Landað erlendis Gámafiskur íslandsmið 1998 *minna en 1 tonn Magn Virði Magn Virði Magn Virði Magn Virði Magn Virði Magn Virði Þorskur 29.017 2.071.923 20.948 1.423.991 4.490 578.399 111 16.654 64 7.705 33.682 2.674.681 Ýsa 5.323 476.328 3.635 285.665 447 60.029 2 249 40 5.077 5.811 541.683 Ufsi 595 25.214 367 12.845 341 28.902 5 464 8 519 949 55.098 Karfi 240 11.623 76 3.850 1.353 107.327 1 79 136 14.046 1.730 133.075 Úthafskarfi 0 0 0 1.565 112.002 0 0 0 0 1.565 112.002 Steinbítur 4.532 280.203 3.882 228.820 43 2.201 1 136 213 19.429 4.789 301.969 Hlýri 36 3.062 28 2.175 39 2.152 1 161 5 449 82 5.823 Langa 128 8.789 3 136 35 1.682 0 0 1 33 164 10.504 Blálanga 13 604 2 88 64 2.551 0 0 8 688 84 3.843 Keila 228 14.013 3 108 4 113 0 0 * 7 232 14.133 Langhali * 3 0 0 10 316 0 0 ■* 1 10 320 Snarphali 0 0 0 0 * 12 0 0 0 0 * 12 Tindaskata 46 567 23 352 1 24 0 0 0 0 47 592 Skötuselur 15 2.586 0 0 0 0 0 0 * 26 15 2.612 Skata 1 160 * 1 * 2 0 0 * 2 2 164 Náskata 1 27 * 2 0 0 0 0 0 0 1 27 Lýsa 7 223 * 1 * * 0 0 0 0 7 223 Gulllax 421 11.644 22 1.097 1.987 102.814 0 0 0 0 2.408 114.458 Háfur * 2 * 1 0 0 0 0 * 22 * 24 Gljáháfur 0 0 0 5 223 0 0 0 0 5 223 Hámeri * 9 0 0 0 0 0 0 0 0 * 9 Geirnyt 0 0 0 2 63 0 0 0 0 2 63 Ósundurliðað 1 15 0 0 * 4 * * 2 141 3 160 Botnfiskafli 40.604 2.906.995 28.988 1.959.133 10.386 988.814 120 17.744 477 48.142 51.588 3.971.695 Lúða 38 11.774 7 1.946 7 2.049 * 1 32 11.705 78 25.529 Grálúða 102 14.891 102 14.868 912 161.444 1 106 * 37 1.016 176.478 Skarkoli 561 54.816 105 9.678 39 3.588 1 109 701 114.041 1.302 172.554 Þykkvalúra 24 2.564 3 158 12 1.996 * 53 39 8.633 75 13.246 Langlúra 19 967 * 6 * 2 0 0 * 11 19 980 Stórkjafta * 19 0 0 0 0 0 0 0 0 * 19 Sandkoli 110 4.260 1 23 0 0 * 5 23 1.430 134 5.695 Skrápflúra 67 2.149 2 92 4 102 0 0 0 0 71 2.250 Sandhverfa * 1 0 0 0 0 0 0 0 0 * 1 Annar flatfiskur * * 0 0 0 0 0 0 * 24 * 24 Flatfiskafli 922 91.440 220 26.770 975 169.181 2 273 797 135.882 2.696 396.776 Íslandssíld 1.367 13.992 0 0 0 0 0 0 0 0 1.367 13.992 Humar 37 7.915 0 0 0 0 0 0 0 0 37 7.915 Rækja 6.537 539.919 6.060 495.819 4.285 612.037 0 0 0 0 10.822 1.151.955 Hörpudiskur 1.318 48.697 121 4.465 0 0 0 0 0 0 1.318 48.697 Kúfiskur 8.776 26.327 8.776 26.327 0 0 0 0 0 0 8.776 26.327 Skel og krabbi 16.667 622.857 14.956 526.611 4.285 612.037 0 0 0 0 20.952 1.234.894 Sandsíli 1 47 1 47 0 0 0 0 0 0 1 47 Hrognkelsi 4 150 * 3 0 0 0 0 0 0 4 150 Annar afli 4 197 1 50 0 0 0 0 0 0 4 197 Samtals 59.656 36.354.841 44.165 2.512.564 15.646 1.780.031 122 18.017 1.274 184.024 76.607 5.617.553 Hrogn 5 862 . 19 0 0 0 0 0 0 5 862 Þorskhrogn 1 229 0 0 1 * 0 0 0 0 2 229 Lifur 7 224 0 0 0 0 0 0 0 0 7 224 Þorskafsk. 0 0 0 0 125 7.429 0 0 0 0 125 7.429 Ýsuafsk. 0 0 0 0 2 117 0 0 0 0 2 117 Ufsaafsk. 0 0 0 0 2 14 0 0 0 0 2 14 Grál.afsk. 0 0 0 0 38 2.224 0 0 0 0 38 2.224 •2 1 Grál.hausar 0 0 0 0 65 3.927 0 0 0 0 65 3.927 Grál.kinnar 0 0 0 0 * 76 0 0 0 0 * 76 Annað 1 17 0 0 0 0 0 0 0 0 1 17 •b i Aukaafurðir 14 1.332 * 19 232 13.786 0 0 0 0 246 15.118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.