Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ekkert bendir til annars en að deilur um Kasmír muni halda áfram um ókomna tíð Umdeilt hér- að á kross- götum Asíu Skærur í Kasmír hafa verið árlegur við- burður en átök Indverja og Pakistana nú um héraðið eru þau hörðustu í mörg ár. Kári Þór Samúelsson rekur sögulegan bakgrunn átakanna. Reuters. PAKISTANSKIR hermenn skjóta úr fallbyssu á bækistöðvar Indverja í Kasmír. ENN einu sinni hafa átök nú blossað upp í héraðinu Kasmír sem Indland og Pakistan hafa deilt um sl. 50 ár. Það hefur verið venja þegar vorað hefur undanfarin tíu ár að skæruliðar múslíma í hérað- inu láti til sín taka og yfírtaki hér- uð er hafa verið yfirgefin af ind- verska hernum yfir vetrarmánuð- ina. Harðbýlt fjallahéraðið torveld- ar indverska hernum hins vegar mjög að ná tilbaka þeim héruðum sem tiltölulega fámennar sveitir skæruliða hafa hertekið. Til mótvægis hefur indverski herinn í auknum mæli kallað til aukinn herafla auk þess að virkja þungavopn sín og sprengjuflugvél- ar til aðgerða í héraðinu. Þetta hefur skapað aukna spennu í sam- skiptum Indlands og Pakistan, en þessar tvær þjóðir hafa þrisvar háð stríð og í tvö skipti áttu átökin upphaf sitt að rekja til deilna um stöðu Kasmír og skiptingu héraðs- ins á milli landanna tveggja. Ekki bætir úr skák að báðar þessar þjóðir hafa nú kjarnorkusprengjur í vopnabúrum sínum sem gerir út- breiðslu átaka í héraðinu að miklu áhyggjuefni íyrir þennan heims- hluta. Týnda skjalið Kasmír stendur á krossgötum í Asíu og hefur í gegnum tíðina oft skipt um eigendur. Það var árið 1846 sem breska heimsveldið sigr- aði furstadæmi Síkka í Norðvest- ur-Indlandi og eignaðist þar með héraðið. Bretar seldu það hins vegar sama ár til Gulabs Singh sem var furstinn (Marajah) af Jammú og voru héruðin tvö sam- einuð í Jammú og Kasmír, sem er hið viðurkennda nafn héraðsins. Frá 1846-1947 var héraðið í raun sjálfstætt ríki sem naut viðurkenn- ingar breska heimsveldisins. Gulab Singh og eftirmenn hans voru hins vegar miklir harðstjórar en auk þess voru þeir Hindúar sem fóru með völd í héraði þar sem um 80 prósent af íbúunum voru múslímar og olli þetta nokk- urri spennu í héraðinu. Með brott- för Breta árið 1947 var Breska- Indlandi skipt upp í Indland undir stjóm Hindúa og Vestur-Pakistan (Pakistan) og Austur-Pakistan (Bangladesh) undir stjórn múslíma. Stjórnir Indlands og Pakistan hófu þegar í stað að deila um hvoru landanna Kasmír skyldi tilheyra. Síðasti breski landstjóri Ind- lands, Mountbatten lávarður hafði skipað svo fyrir að pólitísk framtíð Kasmír skyldi ráðast af íbúum héraðsins eins og gert hafði verið annars staðar á Indlandi og hafði Nehrú, forsætisráðherra Indlands gefið þessari tilhögun mála sam- þykki sitt. í lok ársins 1947 höfðu Indverj- ar hins vegar tekið völdin í hérað- inu. Samkvæmt Indverjum skrif- aði furstinn af Kasmír, Hari Singh, undir samning sem kvað á um að héraðið myndi ganga í ríkjasam- band við Indland í skiptum fyrir vopn og vistir til að hemja vaxandi óeirðir í héraðinu. Hins vegar þyk- ir allt ferlið í sambandi við þennan samning afar grunsamlegt og hafa verið uppi efasemdir um að þessi samningur hafi yfir höfuð nokkum tímann verið til. I fyrsta lagi bend- ir margt til þess að á degi meintr- ar undirritunar samningsins, þann 26 október 1947, hafi furstinn sjálfur verið á ferðalagi um hérað sitt langt uppi í Himalaya-fjöllun- um og erfitt að sjá hvemig hann gat undirritað samning í nærvem indverskra embættismanna. Ef hann á að hafa skrifað undir plagg- ið þá hefði það í fyrsta lagi getað átt sér stað þann 27. október. í öðru lagi höfðu indverskir her- menn komið sér fyrir í Kasmír um miðjan október og þann 26. októ- ber kom svo mikill fjöldi hermanna með flugvélum til héraðsins - áður en nokkur samningur hafði verið undirritaður. I þriðja lagi hefur indverska stjómin aldrei lagt fram hið upprunalega skjal til sönnunar rétti sínum til yfirráða í héraðinu, heldur hafa þeir einungis sýnt Pakistönum og Sameinuðu Þjóð- unum fjölrituð eintök af skjalinu. Ekki hefur það minnkað gran- semdir um réttmæti málstaðar Indverja að árið 1995 lýstu þeir yf- ir að hið upprunalega skjal hefði týnst eða því verið stolið. Alþjóða- samtök lögfræðinga (ICJ) í Genf gáfu nýlega út ályktun þess efnis að samkvæmt alþjóðalögum hefði innlimun Kasmírs verið ólögmæt og réttur Indverja til yfirráða í héraðinu hefði engan grandvöll í lögum. Átök og uppskipting Um leið og Indverjar tóku völd- in í Kasmír sendi Pakistan her inn í héraðið og stríð braust út á milli landanna tveggja. Hörð átök áttu sér stað í fjallahéraðinu 1947-48 og var mannfall mikið en þann íýrsta janúar 1949 tókst Sameinuðu þjóð- unum að fá stríðsaðila til að sam- þykkja vopnahlé er fól í sér skipt- ingu héraðsins. Pakistan fékk norðurhluta héraðsisns (37%) í sinn hlut en Indland fékk suður- hlutann (63%). Árið 1957 var ind- verski hluti héraðsins að fullu inn- limaður í Indland með stjórnar- skrárákvæðum sem leppstjórn Indverja í héraðinu kom í gegn á skömmum tíma. Vora þessar að- gerðir í hrópandi mótsögn við ályktanir Sameinuðu Þjóðanna um framtíðarskipan héraðsins, en stofnunin hafði lagt áherslu á þjóð- aratkvæðagreiðslu sem lausn deil- unnar. Indverjar hafa hins vegar alla tíð gert sér fulla grein íyrir því hver útkoma slíkrar atkvæða- greiðslu myndi verða þar sem 4/5 hlutar þjóðarinnar eru múslímar, og hafa þeir bælt niður alla við- leitni í þá átt hvað sem öllum samningum líður. Árið 1965 braust á ný út stríð milli landanna tveggja vegna deilna um Kasmír. Þrátt fyrir hörð átök og mikið mannfall vöraðu átökin einungis í nokkra mánuði og hermenn beggja landa snéra aftur til herbúða sinna sín megin við skiptalínuna. Árið 1971 voru íbúar Austur- Pakistans orðnir þreyttir á fjar- lægri ríkisstjórn sinni í Islamabad og lýstu þeir yfir sjálfstæði og stofnuðu ríkið Bangladesh með stuðningi Indverja. Leiddi þetta til borgarastyrjaldar í landinu sem Indverjar blönduðu sér í og stutt stríð braust út á ný milli þeirra og Pakistana og breiddust átökin til Kasmír. í kjölfarið var svo gerður friðarsamningur og komst á nokk- ur ró í samkiptum þjóðanna þótt inn á milli hafi þær skipst á fall- byssuskotum yfir skiptalínuna í Kasmír. í febrúar sl. var opnuð langferðabílaleið frá Delhí til íslamabad og var forsætisráð- herra Indlands, Atal Behari Va- jpayee, farþegi í fyrstu ferð rút- unnar og þótti mörgum sem sam- skipti ríkjanna færa batnandi. Átök blossa upp á ný Það var árið 1989 er aðkilnaðar- sinnaðir skæruliðar fóru að láta til sín taka í héraðinu að raunveraleg átök hófust á ný. Um er að ræða nokkur samtök skæraliða sem krefjast annað hvort sjálfstæðis fyrir Kasmír eða samrana héraðs- ins í Pakistan. Aðgerðir skærulið- anna felast í því að gera indverska hernum í héraðinu lífið leitt en þeir hafa einnig verið sakaðir um morð, nauðganir og pyntingar á óbreyttum hindúískum borguram héraðsins. Reyndar hefur ind- verski herinn ekki miklu skárra orð á sér hvað þetta varðar og hafa þeir oft verið sakaðir um grimmd- arverk á óbreyttum borguram í tO- raun sinni tO að uppræta skærulið- ana. Aðgangur fjölmiðla og ferða- manna að héraðinu hefur verið af- ar takmarkaður og því erfitt að henda reiður á öllum þeim mann- réttindabrotum sem átt hafa sér stað. Þótt talið sé að Pakistanar hafi stutt við bakið á skæraliðunum hafa átökin hingað tO ekki leitt til beinna stríðsátaka á milli landanna þrátt íyrir mikla spennu á stund- um. Síðan í stríðinu 1971 hefur ríkt nokkurs konar skilningur á milli Indlands og Pakistan um að hversu hörð sem átökin í Kasmír verða ætti það ekki að leiða til alls- herjar styrjaldar á mOli landanna. Átökin í ár benda hins vegar til að þessi skilningur standi á veikari fótum en áður var talið og koma þar nokkrir þættir við sögu. í fyrsta lagi halda Indverjar því fram að þeir skæruliðar sem nú hafa tekið sér stöðu inni á land- svæði þeirra og komu frá pakist- anska hluta héraðsins, séu mun betur vopnum búnir en hinir hefð- bundnu innfæddu uppreisnarmenn sem þeir hafa áður þurft að eiga við. Þetta segja þeir sanna að upp- reisnarmennirnir fái ekki bara „andlegan" stuðning frá Pakistan heldur einnig vopn og vistir frá pakistanska hernum. Innrásin í ár sem þykir sú alvarlegasta í heilan áratug ber einnig merki um skipu- lagningu á háu stigi sem þykir benda til flilutunar pakistanska hersins. Auk þess halda Indverjar því fram að í stað innfæddra skæraliða sé innrásarherinn byggður upp af vígvönum, at- vinnulausum skæruliðum Tale- bana frá Afganistan auk hermanna frá pakistanska hernum. Pakistan- ar halda því aftur á móti fram að þeir séu hvergi viðriðnir þessar að- gerðir og sökum þess hversu lokað gagnvart umheiminum héraðið er hefur reynst erfítt að komast að hinu sanna í málinu. Ástæðurnar fyrir meintri íhlut- un Pakistans í héraðinu segja Ind- verjar vera þær að forætisráð- herra landsins, Nawaz Sharif, sé að reyna að beina athyglinni frá auknum einræðistilburðum sínum gagnvart fjölmiðlum í landinu sem valdið hafa mótmælum hvaðanæva í heiminum sem og innanlands. Það er hins vegar alveg ljóst að ef þetta er staðreyndin verður hr. Sharif að fara mjög varlega í þess- um línudansi sínum þar sem Pakistan hefur langt frá því efni á að heyja enn eitt stríð við ná- granna sína. Efnahagur landsins er í ólestri og pakistanski herinn mun veikari en sá indverski, þótt landið eyði hátt í fjórðungi tekna sinna í varnarmál. Sumir telja að með því að styðja við bakið á skæraliðunum sé hr. Sharif að reyna að þrýsta á Indversk stjórnvöld til að setjast að samningaborð- inu um framtíð Kasmír með aðstoð sáttasemjara utan að frá, eitthvað sem Indverjar hafa alla tíð þvertekið fyrir. En hafi þetta verið tflgangur forætisráðherrans þá er ljóst að það hefur ekki skOað tOætluðum árangri. Margar stjórnir Vestur- landa hafa stutt málstað Indverja eða hvatt skæru- liðana tO að hörfa aftur til síns heima og sókn ind- verska hersins í héraðinu þyngist dag frá degi. Ef pólitísk staða Nawaz Sharif er að einhverju leyti komin undir lyktum átakanna í Kasmír, þá er pólitísk framtíð Atal Behari Vajpayee forsætis- ráðherra algjörlega háð útkomu átakanna í hérað- inu. Vajpayee er formaður flokks þjóðernissinnaðra hindúa og verður gengið til þingkosninga í haust. Ef hægt er að túlka út- komuna ú herævintýrinu í Kasmír á einhvern hátt sem ósigur eða niðurlæg- ingu fyrir Indverja verður forsætisráðherrann látinn sæta ábyrgð, bæði af eigin flokksmönnum fyrir að sýna veikleika gagnvart íslömskum óvinum ríkisins og stjórnarandstöðunni fyrir að vanrækja herinn það mikið síðastliðin ár að hann hefur reynst óhæfur til að vinna sigur á nokkur hundrað skæruliðum. Það er því alveg ljóst að Vajpayee mun gera allt sem í hans valdi stendur til að hrekja skæruliðana aftur yf- ir skiptalínuna áður en vetur skellur á og tryggja Indverjum sigur í átökunum. Það er hins veg- ar áhyggjuefni hversu langt hann muni ganga í að hrekja skærulið- ana á brott. Nú þegar hafa Ind- verjar beitt orrastuþotum í átök- unum og hefur a.m.k. ein þeirra verið skotin niður yfir pakistanska hluta Kasmír. Auk þess hafa báðir herirnir í auknum mæli skipst á fallbyssuskotum og mannfall orðið meðal óbreyttra borgara báðum megin skiptalínunnar af þessum völdum. Þá hafa margir tugir þús- unda einnig flúið heimili sín af ótta við útbreiðslu átakanna og herir beggja landanna eru nú í við- bragðstöðu á öllum landamærun- um. _ Kjarnorkuvopn flækja málið Sú staðreynd að bæði Indland og Pakistan hafa nú kjarnorku- vopn í fórum sínum gerir ástandið í Kasmír að enn meira áhyggjuefni en það annars hefði verið. Það er talið að Indverjar hafi undir hönd- um a.m.k. eitt hundrað kjarnorku- vopn en Pakistanar um tíu slík vopn. Þótt ekki sé um háar tölur að ræða þá hafa þessi lönd vissu- lega getu til að framleiða mun fleiri vopn af þessu tagi á tiltölu- lega skömmum tíma. Auk þess eru bæði Indland og Pakistan mjög þéttbýlar þjóðir sem myndi gera það að verkum að notkun kjarn- orkuvopna í stríði þeirra á milli myndi valda tortímingu af áður óþekktri stærðargráðu. Því lengur sem átökin vara og því þyngri sem sókn Indverja gerist aukast lík- urnar á stigmögnun og allsherjar styrjöld á milli þessara tveggja kjarnorkuvelda í Suður-Asíu. Það er hins vegar alveg ljóst að hver sem útkoma núverandi átaka verð- ur munu deilur um framtíð Ka- smírs halda áfram um ókomin ár, svo lengi sem stefna Indlands og Pakistans í málefnum héraðsins helst sú sama. Höfundur er stjórnmálafræðingur, við nám i Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.