Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ STJNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 15 Samkvæmisljón í Minnesóta hafa sent fínu fötin í hreinsun, því brátt koma forsetaframbjóðendur í bæinn til þess að seilast í vasa góðborgar- anna. Eg varð samt svolítið undrandi að sjá heimsókn „næsta forseta" auglýsta á plakati við háskólabókasafnið. Af plakatinu, og bandarískum dagblöð- um, er það að ráða að strax sé ljóst að Ge- orge W. Bush verði forseti haustið 2000. Fyrsti hluti baráttu hans fyrir útnefningu Repúblikanaflokksins hefur mætt svo miklu lofi í fjölmiðlum að helst mætti halda að kosningarnar væru óþarfar. Maðurinn er ríkur, hvítur, menntaður við Harvard og Yale, og hálf þjóðin virðist reiðubúin að senda hann samstundis í Hvíta húsið. Vinsældir Bush eru svo mikl- ar að hann ber höfuð og herðar yfir keppi- nautana. Bush, sem stundum er nefndur „W,“ svo hægt sé að greina hann frá föður sínum, George Herbert Walker Bush, fyrrum forseta, mældist í nýlegum könn- unum með 15-17 prósentustig fram yfir A1 Gore'varaforseta og u.þ.b. 50 prósent yfir næsta frambjóðanda repúblikana, Eliza- beth Dole (svo ekki sé minnst á minni spámenn eins og Dan Quayle, fyrrum varaforseta). Samkeppnin innan flokksins er Bush ekki til trafala, þótt að Dole sé sterkur kandídat. Hún var forseti Rauða krossins hér í landi og hefur unnið mikið í pólitík fyrir eiginmann sinn, Bob Dole, fyrrum öldungadeildarþingmann, sem bauð sig fram gegn Clinton í síðustu kosningum. En Bob gamli hefur litla hjálp veitt henni, einkum eftir að hann sagði í fjölmiðlum í lok maí að hann myndi mögulega bjóða John McCain, öldungadeildarþingmanni og keppinauti frú Dole um útnefningu repúblikana, aðstoð sína. Leitt hefur verið getum að því í fjölmiðlum að viagra-tals- maðurinn hafi ekki haft mikil not fyrir töfralyfin síðan þá. Frú Dole þarf líka að eiga við flokk sem frægur er fyrir að vilja konur inni á heimilum, ekki í atvinnulífi og pólitík, og kenna stundum jafnrétti kynj- anna um ýmislegt sem aflaga fer í banda- rísku þjóðlífi. Tom DeLay, einn af leiðtog- Kjósum leiðindapúkann Tvíburaborgarbréf ✓ I Bandaríkjunum eru menn þegar farnir að huga að forsetakosningunum haustið 2000 og hugsanlegum frambjóðendum. Gauta Sigþórssyni fannst þó helst til langt seilst þegar hann sá George W. Bush aug- lýstan sem næsta forseta Bandaríkjanna. um repúblikana í fulltrúadeildinni, hélt því til dæmis fram á þingpöllum í síðustu viku að dagheimili og getnaðarvamir væru helsta orsök ofbeldis meðal ungs fólks. Þar að auki lagði hann til að kristin „sköpunar- vísindi" yrðu kennd í skólum samhliða þró- unarkenningunni. Tilefnið var misheppnuð tilraun demókrata til að herða löggjöf um sölu skotvopna í kjölfar morðanna í Litt- leton. Borgarar hér í landi geta samt óhræddir sent böm sín í skóla, því nú má hengja boðorðin tíu upp á veggi í skólum. Bob Barr, helsti stuðningsmaður National Rifle Association (NRA), félags banda- rískra byssueigenda, hélt því fram á þingi að hefðu boðorðin hangið á vegg skólans í Littleton hefðu byssumennirnir ungu eng- an myrt. Það er engin furða að „W“ hafi reynt undanfarið að greina sig frá flokksbræðrum sínum á þingi. Bush vill sjarmera kjósend- ur, en þingmenn eins og Barr og DeLay virðast aðallega vilja láta almenning skammast sín, með því að kenna slæmu sið- ferði þjóðarinnar um harmleiki eins og George W. Bush A1 Gore morðin í Littleton. Þess vegna er það helsti styrkur Bush í kosningabaráttunni að al- menningur hefur enga hugmynd um stefnu- mál hans, enda forðast hann þau eins og heitan eldinn. Bush yngri hefur þó sýnt að hann stendur lengra til hægri en flestir kjósendur. I haust hóf hann annað kjör- tímabil sitt sem ríkisstjóri í Texas. í því hlutverki hefur hann stutt tillögur um stjómarskrárviðauka sem banna myndi fóstureyðingar. Hann hefur lagt hönd á plóg NRA gegnum tíðina og afnam meðal annars lög í Texas frá 1870 sem bönnuðu vopnaburð innanklæða. Bush er dyggur stuðningsmaður stórfyrirtælqa í heimafylki sínu og hefur meðal annars boðið þeim rausnarlega að leggja fram eigið fmmvarp til laga um umhverfismengun. Að síðustu er Texas það fylki sem duglegast hefur verið við það að taka dauðadæmda af lífi og gæti ein ástæða þess verið sú að í Texas er eitt versta réttarkerfi í landinu fyrir sakborn- inga sem ekki hafa efni á að ráða lögmenn sína sjálfir. Helsti styrkur Bush virðist því vera nýja- bmmið. Hann er líflegur ræðumaður og sjarmatröll sem getur talað lengi um „sam- úðarfulla íhaldsstefnu" án þess að festast í smáatriðum. I samanburði er A1 Gore eins konar Oli lokbrá í jakkafötum. Hann er stirðbusalegur, ekkert sérlega spennandi, kann ekki að segja brandara og fólk er orð- ið þreytt á honum eftir átta ár í varafor- setastólnum. Þar að auki byrjaði hann út- nefningarbaráttuna á því að tala um alvöm stefnumál, eins og skipulag borgarsvæða, uppbyggingu velferðar- og heilbrigðiskerf- isins, svo ekki sé minnst á utanríkismál sem svæfa hérlenda kjósendur hraðar en val- íumblandað kamillute. Nýjabmmið fer þó fljótlega af. Á þessum sautján mánuðum sem em fram að forseta- kosningum verður almenningur líklegast jafn leiður á sjarmatröllinu og varaforset- anum. Gore hefur þann djöful að draga að hafa þjónað undir öðmm tveggja forseta sem í sögu Bandaríkjanna hefur átt emb- ættissviptingu yfir höfði sér. Þó gætu þing- menn repúblikana reynst Bush erfiðari byrði, einkum ef þeir halda áfram að nota boðorðin tíu til þess að verja rétt landa sinna til að bera hálfsjálfvirka árásarrifla og selja þá eftirlitslaust til táninga. Það verður þó bið á því. Alvöru stjómmál munu líklega ekki skipta neinu máli á næstu mán- uðum fyrr en að því kemur að kjósendur verða jafn hundleiðir á báðum frambjóð- endum. Halló! Horföu hingaö. Komdu nær. Allirsem skrá sig vikuna 5. til 11. júlí fá fyrstu þrjá mánuöina fría. Fyrstu 200 sem skrá sig fá að auki bókina Internetið á eigin spýtur. Mótald 1.190 ISDN 64 1.690 ISDN 128 2.190 Samskipti eru góð. Ókeypis samskipti eru samt betri. Komdu í heimsókn SÍMINNint erneT* -tengir þig við lifandi fólk Síminn Internet, Grensásvegi 3, sími 800 7575, simnet@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.