Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Vandræðaástand að skapast á golfvöllum höfuðborgarsvæðisins vegna gífurlegrar fjölgunar kylfinga Tímabæirt að lausna verði leitað NÚ þegar veðrið leikur loks við landsmenn eftir slæma tíð framan af sumri, flykkjast kylfingar á golfvelli landsins og ör- tröð hefur myndast á völlunum I og við höfuðborgina. Það er til marks um hina miklu aukningu sem Frímann Gunnlaugsson hjá Golfsambandinu segir að sé ekki sýndur nægur skilningur. Eftir Edwin Rögnvaldsson Frímann bendir á að nú sé tími til kominn að farið verði að gefa þessum málefnum gaum og hugs- anlegra lausna verði leitað. „Það er orðið löngu tímabært að menn fari að velta þessum málum mjög alvarlega fyrir sér,“ segir hann. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu voru kylfíngar heldur seinir að taka við sér í sumar. Slæmu veður- fari er um að kenna, sem stórlega minnkaði áhuga fólks á að leika golf, auk þess sem það hefur komið niður á grassprettu og þannig gæði vallanna. „Þetta hefur verið mjög erfitt vor hjá okkur og það hefur bitnað sérstaklega á klúbbunum," segir Frímann. „Hér hefur verið leið- indatíð - bæði kalt og vætusamt. Þetta kemur niður á mörgum svið- um íþróttarinnar. Vallargjaldasala hefur verið mun minni en undan- farin ár og sömu sögu er að segja af boltasölu á æfingasvæðin og veitingasölu í klúbbhúsunum. Það eru bara þeir allra hörðustu sem hafa verið að leika golf reglulega í sumar, fólk sem er með „bakterí- una“ á háu stigi. Þeir sem eru farn- ir að róast í þessu hafa lítið sem ekkert spilað. Ég ræddi við forsvarsmenn golf- klúbbsins í Ólafsfirði. Þar er völl- urinn rétt að koma undan snjó, núna um mánaðamót júní og júlí. A Dalvík eru sjö flatir af níu mjög illa farnar vegna kalskemmda. Svipaða sögu er að segja af mörgum öðrum völlum." Árleg aukning samsvarar fullum golfklúbbi með átján holur Þetta er mikil synd því kylfíng- um fjölgar stöðugt og áhuginn á íþróttinni hefur aukist gífurlega, ekki satt? „Jú, það er rétt. Ég hef gjaman gefið þessa aukningu til kynna með prósentutölu. Hún er um það bil ell- efu til þrettán prósent á hverju ári. Fólk veltir vöngum yfir því og skil- ur hugsanlega ekki alveg hversu mikið það er. Þess vegna hef ég breytt framsetningu minni og hef sagt að aukingin samsvari fullum golfklúbbi með átján holu völl á hverju ári - sjö til átta hundruð Kylfingur á ferðinni á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Sverrir KNATTSPYRNA Uppbygging hjá Bulls NÝLIÐAVAL NBA-deildarinnar fór fram í liðinni viku. Þetta árið var mikil óvissa í kringum valið. Ómögulegt var að segja fyrir um röð efstu manna. Þegar til kom valdi Chicago Bulls Elton Brand, framherja Duke-háskólans, fyrstan. Hann er einn fjög- urra leikmanna Duke-háskólans sem voru valdir í fyrstu um- ferð. Aldrei fyrr hefur það gerst að fjórir leikmenn frá sama háskóla hafi verið valdir í fyrstu umferð. Duke-liðið hafnaði í öðru sæti háskóladeildarinnar á liðnu tímabilí. Hvað er nýliðavalið? Elton Brand er 203 cm á hæð, sterklega byggður og leikur stöðu framherja. Hann var valinn í lið ársins í háskóladeildinni. Vancouver Grizzlies átti annan val- rétt og völdu Steve Francis, bak- vörð frá Maryland-háskólanum. Hann var valinn í annað lið ársins í háskóladeildinni. Charlotte Hornets datt í lukku- pottin í happdrættinu fyrir nýliða- valið. Liðið var með bestan árang- ur allra liðanna 13 í happdrættinu og átti samkvæmt því aðeins 0.7% líkur á því að hreppa þriðja valrétt, sem þeir gerðu. Liðið valdi Baron Davis, bakvörð frá UCLA-háskól- anum. Davis er yfirvegaður leik- stjórnandi, sem veit hvenær er best að senda og hvenær best að skjóta. Næstir voru valdir: 4. Lamar Odom - LA Clippers, 5. Jonathan Bender - Toronto, 6. Wally Szczer- biak - Minnesota, 7. Richard Ha- milton - Washington, 8. Andre Miller - Cleveland, 9. Shawn Marion - Phoenix, 10. Jason Terry - Atlanta. Fimm nýliðar munu hafa áhuga- verð áhrif á leik síns liðs: ■ Wally Szczerbiak hjá Minnesota. Framlína liðsins verður óárennileg þegar hann er kominn í hóp Kevin Garnettt og Joe Smith. ■ Baron Davis hjá Charlotte. Sóknarleikur liðsins verður hraðari með Davis sem leikstjórnanda. Hann mun einnig styrkja vörn liðs- ins mikið. ■ Steve Francis hjá Vancouver. Hann mun létta pressu af Shareef Abdur-Rahim, sem mun þá njóta sín enn betur. ■ Corey Magette hjá Orlando. Hann leikur stöðu framheija en er þó mjög snöggur. Hann er Örlando ákveðin trygging á meðan óljóst er um fram- tíð Penny Hardaway hjá liðinu. ■ Trajan Langdon hjá Cleveland. Hann er feiknargóð skytta og kem- ur til með að krydda sóknarleik Cleveland kröftuglega. Nokkur leikmannaskipti hafa orðið í tengslum við nýliðavalið. Fyrir valið skiptu Atlanta Mookie Blaylock og valrétti nr. 21 til Goden State fyrir Bimbo Coles, Duane Ferrell og 10. valrétt. Seattle skiptu Billy Owens, Dale Ellis, Don MacLean og Corey Ma- gette, sem þeir völdu nr. 13, til Or- lando fyrir Horace Grant og tvo valrétti í annarri umferð á næstu árum. Talað hafði verið um að Hou- ston ætlaði að skipta Hakeem Ola- juwon til Toronto fyrir Kevin Will- is og fleiri leikmenn. Af þeim skipt- um verður ekki. Heyrst hafði að LA Lakers vildi selja Glen Rice. Jerry West, varaforseti félagsins, gerði þann orðróm að engu þegar hann sagði í liðinni viku að stjórn liðsins vonaðist til að Rice lyki ferli sínum í Los Angeles. NÝLIÐAVAL NBA-deildar- innar fer fram árlega í Iok júní. Þá velja lið deildarinnar sér nýja leikmenn úr hópi sem hefur skráð sig til valsins. Flestir koma þeir frá banda- rískum háskólaliðum en einn og einn frá Evrópu og annars staðar frá. Stuttu fyrir valið fer fram svokallað happdrætti þar sem dregið er um röð valréttar þeirra þrettán liða sem velja fyrst. Það eru liðin sem komust ekki í úrslitakeppnina á liðnu tímabili. Happadrætt- inu er þannig fyrir komið að það lið sem er með lakastan árangur allra liða eftir riðla- keppnina hefur mestar líkur á að hreppa fyrsta valrétt, liðið með næstlakastan árangur hefur næstmesta möguleika o.s.frv. Valið fer svo þannig fram að á eftir þessum þrettán lið- um velur það lið sem hafði verstan árangur þeirra liða sem komst í úrslitakeppnina og svo koll af kolli þar til liðið sem hafði bestan árangur allra liða í deildinni eftir riðlakeppnina velur síðast. Eftir það hefst önnur umferð. Röðin á vali liða í seinni um- ferðinni fer alfarið eftir ár- angri liðanna í deildinni. Happdrættið gildir aðeins um fyrri umferðina. Líki leikmanni ekki að leika í liðinu sem valdi hann hefur hann ekki Ieyfi til að snúa sér strax til annars liðs. Það lið sem velur Icikminu hefur eitt rétt á að semja við hann. Ef ekki takast samningar getur liðið samið við annað lið um að skipta á honum og ein- hveijum leikmanni þess liðs. Valið fer aldrei nákvæm- lega eftir Jieirri röð sem hér var lýst. Astæðan fyrir því er að liðin hafa leyfi til að skipta á valréttum sín á milli. Val- réttir ganga oft á milli liða í tengslum við leikmannaskipti, þannig að þegar sterkum manni er skipt; fyrir lakari fylgir oft valréttur/valréttir með þeim lakari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.