Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 23 hvernig við umgöngumst hana, hvernig hinum efnislegu gæð- um er skipt og hvernig sam- skipti trúarbragða og vísinda verða í framtíðinni en grunn- stefíð verður einfaldlega fram- tíðin og hvernig trú og vísindi geta unnið að framtíð sem verð- ur góð framtíð.“ - Hver vonist þið til að verði afrakstur þessarar ráðstefnu? „I fyrsta lagi vonumst við til að þeir sem munu taka þátt í ráðstefnunni muni taka með sér í farteskinu mikið af góðri upp- lifun og endurnýjuðum kröftum til að vinna vel, hver í sínu starfi. Síðan hefur verið rætt um að vera hugsanlega með samþykkt í lokin sem yrði nk. skilaboð til fleiri en þeirra sem hefðu tekið þátt. Við vonumst til þess að almenningur komi á ákveðna hluta á ráðstefnunni og það verða opinberir fyrir- lestrar þekktra aðila. Síðan hef- ur einnig verið rætt um að halda alþjóðlegan sjónvarps- fund leiðtoga af ýmsum sviðum, stjórninálum, viðskiptum, menningarlífí, átrúnaði og vís- indum. Áhrif stefnunnar yrðu mikil með því móti. En það verður að minna á það að umræður af þessu tagi eru víða í gangi, meðal vísinda- manna, meðal allra þeirra sem Iáta sig trú raunverulega varða sem grundvallaratriði meðal stjóriunálamanna og lista- manna, þeirra sem eru á kafí í því að hugsa um fjármálin í þessum heimi, skiptingu h'fs- gæðanna o.s.frv. Þessi ráð- stefna er ekki haldin í tómi og það er ekki verið að fínna upp hjólið. Það sem um ræðir er að halda uppi öflugri umræðu og vonandi verður framlag þessar- ar ráðstefnu mikið. En það sem sumpart er einstakt við þessa ráðstefnu - í það minnsta gagn- vart okkur Islendingunum - er að þarna er verið að nota sögu íslensku þjóðarinnar og hvernig við höfum leyst deilumál á frið- samlegan hátt, hvernig okkar háttur hefur verið á að leysa mál, t.d. trúarleg átök. Það kemur til með að vera eitt af því sem mun lita dagskrána og hafa síðan áhrif á umræðu. Því að svona umræða um trú og vís- indi fer ekki fram án tillits til staðar; ef menn eru á Islandi að ræða þessi mál, þá litar sagan og náttúran að einhverju leyti þá umræðu. Við höfum hugsað okkur að skipuleggja ráðstefn- una þannig, að stuttar ferðir verði farnar, líklega á hverjum degi, sem þjóni umræðuefninu hveiju sinni; verði ekki bara hefðbundnar skoðunarferðir til að skoða staðháttu heldur að staðirnir verði notaðir til að leggja áherslu á þætti er varða rannsóknir og trúarleg stef sem þeim tengjast." Trú og vísindi vinni saman á vandamálunum Heimsmynd trúarinnar er landakort DAVID W. Oxtoby er efnafræðingur og forseti raunvísindadeildar Chicagoháskóla. Hann var einn erlendra þátttakenda á undirbúningsfundi vegna ráðstefnunnar um trú í framtíðinni sem hald- in verður á næsta ári. Hann var spurður að því hvaða áhuga efnafræðing- ur hefði á trúmálum og framtíðinni. „Eg hef haft áhuga á tengslunum á milli vísinda og trúar í mörg ár, sér- staklega á sviðum eins og spurning- unni um uppruna lífsins; uppruni lífsins er efnafræði, það að reyna að skilja hvernig breytingin á sér stað frá því að eitthvað er einfaldlega sameindir og fyrirbæri sem við lít- um á sem líflaus yfir í fyrirbæri sem hafa prótein, DNA-keðjur, vírusa og frumur, fyrirbæri sem litið er á sem lifandi, er efnafræðilegt úr- lausnarefni þar sem breytingin felur í sér efnafræðileg ferli. Á hinn bóg- inn er spurningin um hvað lífíð er grundvaliarspurning trúarinnar. Þetta er nokkuð sem ég hef haft áhuga á í mörg ár.“ - Hvernig sérðu fyrir þér tengsl trúíir og vísinda í framtíðinni? „Eg er sannarlega þeirrai- skoð- unar að í framtíðinni þurfi að vera mun meiri samræða og samskipti milli vísindalegra stofnana, tækni og trúarstofnana, því ég held að vanda- málin sem við stöndum frammi fyrir séu ekki aðeins af vísindalegum eða einvörðungu trúarlegum toga, held- ur hafí þau báðar þessar víddir í sér og það þurfí bæði sjónarhom til að leysa þau.“ - Ertu þá að segja að vísindin ráði ekki við vandamálin sem við stönd- um frammi fyrir í dag? „Já, vísindin ein og sér gera það ekki. Vísindin eru mjög mikilvæg til að skilja sum vandamálin og munu hjálpa okkur til að leysa sum þeirra; hluti vandamálsins er vísindalegur en fyrir okkur liggja margir kostir og ákvarðanir og siðferðilegar spurningar sem vísindi geta ekki veitt svör við.“ - Eru þá skýr skil á milli vísinda og siðfræði? „Vísindi og siðfræði eru vissulega ekki hið sama en þau eru ekki held- ur að fullu aðskilin, vísindin verða að fela siðfræðina í sér. Ég er þeirrar skoðunar að ekki megi skilja hin sið- ferðilegu mál frá hinum vísindalegu; þau hanga saman, þannig ekki er um að ræða tvær algjörlega aðskild- ar leiðir til að nálgast hlutina, heldur tvær leiðir sem eru tengdar. Ég er sjálfur lútherstiúar og trú mín hefur vissulega haft áhrif á hvaða augum ég lít á heiminn, eðli þeirra vanda- mála sem ég vinn að og þeirra vísinda sem ég stunda.“ - Þannig að vísindi og trú eru ekki andstæður að þínu viti? „Nei, alls ekki. Þau eru ekki andstæður og þau eru ekki fullkomlega að- skilin, þau þurfa að vinna saman og tengjast á ein- hvern hátt.“ - Frá hinu trúarlega sjónarhorni séð eru vís- indin kannski bara einn hluti af hinni stærri trúar- legu heimsmynd? „Það er vissulega hægt að líta svo á að trúarbrögðin setji fram mynd- ina í heild sinni og að vísindin séu hluti af henni, og ég myndi reyndar fallast á það, því að ég lít jú ekki svo á að vísindin séu aðskilin frá heildar- sýn minni á heiminn. Ég held það væri rangt að halda því fram að Guð hefði áhrif á þennan hluta heimsins en vísindin hinn; við þurfum að hafa sýn á heiminn sem sameinar þessa þætti, og því fellst ég á þessa skoð- un.“ - Hefurðu einhverja framtíðarsýn varðandi tengsl trúar og vísinda og hvernig þau muni koma til? „Það er ekki auðvelt að sjá það fyrir sér; ég held að fólk sem talar tungumál vísindanna og tungumál trúarinnar þurfí að læra hvað ann- ars tungumál fyrst, það eru mörg skref sem þarf að taka og ég held að fyrsta skrefíð varði tungumálið, að fólk læri að skilja hvað annað.“ - Þá komum við að menntakerfínu. „Já, menntunin er mjög mikilvæg. Eins og ástandið er nú, þá nemur fólk vísindi í skóla og stundum menntar það sig í trúarbrögðum eða guðfræði, það fer eftir skólanum sem það sækir, en þessi svið eru al- gjörlega aðskilin, þannig að það kemur út úr menntakerfínu án þess að sjá nokkur tengsl milli þessara tveggja sviða, en ég held að það sé mjög mikilvægt að menntakerfið átti sig á þessum tengslum.“ - Telurðu að í raunvísindageiranum í menntakerfínu, t.d. í Bandaríkjun- um, gæti mikils neikvæðis gagnvart trúarbrögðun um ? „Ég myndi segja að það væri furðulega lítið um það. Margir starfsfélagar mínir eru trúmenn, til- heyrandi einni eða annarri trúar- hefð, bæði kristnum og ekki; ég held að vísindin kenni manni að vera víð- sýnn og opinn fyi-ir öllum möguleik- um og einn þeirra er Guð og tilvist hans. Mér finnst að í mörgum tilvik- um séu raunvísindamenn jákvæðari gagnvart trúarbrögðunum en fólk á öðrum sviðum í háskólum, og það er athyglivert." DANSKI trúfræðingur- inn Niels Henrik Greger- sen er lektor í trúfræði við guðfræðideild Árósa- háskóla ásamt því að vera stjórnarmaður í Europe- an Society for the Study of Science and Theology. Hann var spurður hvort það væru einhverjir snertifletir á trúfræði og vísindum. „Helmingurinn af minni vinnu snertir raun- ar sambandið á milli trú- arbragðanna og vísind- anna og helmingur snertir trúfræð- ina, þ.e. að fást við spurninguna hver boðskapur kristninnar sé í dag, og ég held því fram að það sé ekki hægt að lýsa veruleikanum fullkomlega án þess að taka vísindin inn í myndina. Það er hægt að segja þetta þannig að það sem við gerum trúarlega er að við lýsum heimi, sem þegar er búið að lýsa á vísinda- legan og Ijóðrænan hátt, upp á nýtt. Og það sem maður segir kemur alltaf til með að hljóma saman með því sem maður telur vera satt, því að ef á annað borð er talað um Guð, þá er hann jú uppspretta alls sann- leika, og maður getur ekki játað kristna trú án þess að heiðra sann- leikann og vera heiðarlegur. í trú- arjátningunni afneitar maður djöfl- inum og hann er faðir lyginnar, svo maður getur sagt að áhuginn fyrir náttúruvísindunum sé svo að segja innbyggður í sjálfan kristindóminn. Vísindin liggja ekki fyrir utan krist- indóminn eins og eitthvað framandi, heldur eru þau fædd innan kristin- dómsins og trúfræði framtíðarinnar getur ekki komist hjá því að taka afstöðu til þeirra." -Er þá heimsmynd trúarinnar í þín- um huga á vissan hátt alltumfaðm- andi og vísindin bara hluti af henni? „Já, hún er það. Heimsmynd trú- arinnar er aldrei tilbúin fyrir fullt og allt, hún er meira eins og alheim- ur í sköpun frekar en fullkláruð mynd, því að trúarlega veit maður að ekki er hægt að draga upp full- komna mynd af öllum heiminum. Það er hægt að segja að trúar- brögðin, einnig kristindómurinn, séu eins og landakort yfir heiminn; landakortið má ekki verða eins stórt og sjálfur heimurinn, því þá dugar það ekki lengur sem landa- kort. Ég meina að kristindómurinn er ekki bara siðferðileg trúarbrögð sem boða náungakærleik, heldur einnig „kosmísk“ trúarbrögð sem segja að við heyrum öll til sama sköpunarverki. Og af því leiðir að trúin lætur sér allt varða en það þýðir ekki að maður hafí á grund- velli trúarinnar svör við öllum spurningum. Mér líkar það sem Bono, söngvari U2, sagði ný- lega: „Það, að ég trúi, þýðir ekki að ég hafi fleiri svör við öllum möguleg- um spurningum en ég get spurt fleiri spuminga“.“ -Hvemig er staðan í Danmörku, er mikil spenna á milli vísindanna og trúarinnar eða guð- fræðinnar? „Mér virðist það ekki vera en það er á hreinu að ennþá finnast leifarnar af vís- indahyggju, þ.e. þeirri hugmynd að það sem vísindin geti sagt um heim- inn sé það eina sem sé um hann að segja. En ég held að þessi vísinda- hyggja sé á hröðu undanhaldi. Við vitum öll að þótt vísindin geti sagt margt um hormónastarfsemina, þá geta þau ekki sagt okkur hvað ástin er og þess vegna er vísindunum settar ýmsar skorður. Við Árósaháskóla hefur verið starfræktur umræðuvettvangur fyrir guðfræði og náttúruvísindin síðan 1980. Þar hittast fulltrúar þessara ólíku sviða reglulega til umræðna. En svona almennt séð er í Danmörku mikill áhugi fyrir trú- arbrögðum, meðlimafjöldi kirkj- unnar hefur verið að aukast en reglan hefur verið að hann minnk- aði, kirkjusókn hefur aukist í bæj- unum og fólk er uppteknara af trú- arlegum spurningum en oft fyrr. Það felur m.a. í sér að í trúnni verð- ur fólk meðvitað um að það verður að sætta sig við að það er ýmislegt í heiminum sem ekki er hægt að hafa stjórn á, t.a.m. framtíðinni." -Heldurðu að trú og vísindi muni nálgast hvort annað í framtíðinni? „Ég held að það verði meiri og meiri samvinna en ég held ekki að það sé mögulegt að skeyta trú og vísindum saman og fá einhverja eina útkomu út úr þvi og ég held að það sé ekki æskilegt. Sjónarhorn vísindanna verður t.d. að vera mjög þröngt, vísindi eru stunduð með því að maður rannsakar eitthvert ákveðið skýrt afmarkað viðfangs- efni og lítur fram hjá öðrum spurn- ingum sem varða ekki beint viðfang rannsóknarinnar, það er sem sagt nauðsynlegt að þrengja sjónarhorn- ið. En því þrengra sem sjónarhorn- ið verður, því nauðsynlegra verður að hafa landakort yfir það svæði sem maður hefur ekki sýn yfír í augnablikinu. Þess vegna lít ég á sambandið milli trúar og vísinda þannig að þau bæti hvort annað upp frekar en að þau blandist til að komast að einni niðurstöðu.“ Efnafræðingur- inn David W. Oxtoby. Trúfræðingur- inn Niels H. Gregersen. ROALD Kristiansen er prófessor við Tromsöháskóla með trúar- brögð norðurheimskautssvæða, trúarbrögð Sama og trú í N-Nor- egi sem sérsvið. Hann er einnig einn helsti umhverfisguðfræðingur á Norðurlöndum. Hann var spurð- ur að því hvernig það kom til að hann tók þátt í undirbúningi ráð- stefnunnar um trú í framtíðinni. „Ég þekkti Sigurð Árna Þórðar- son og við töluðum um möguleik- ann á því að halda þessa ráðstefnu á síðasta ári og settum fram hug- myndir um viðfangsefni og þátt- takendur. Síðan þegar Sigurður kom til Noregs í vetur byrjuðum við á því að hafa samband við fólk til að sjá hvort það væri einhver áhugi fyrir þessu og viðbrögðin voru mjög jákvæð frá upphafi. Fræðilegur bakgrunnur minn tengist þessari hugmynd þannig að ég nam raunvísindi í háskóla en skipti síðan yfir í guðfræði, og fyr- ir nokkrum árum skrifaði ég bók um guðfræði og vistfræði sem ég kallaði „Vistguðfræði“.“ -Beinir þú þá sjónum þínum aðallega að vist- fræðinni á þessari ráð- stefnu? „Ég vil reyna að tryggja, að umhverfis- málunum verði sinnt á þessari ráðstefnu, og jafnframt velta upp spurningunni hvað það „að vita eitthvað" þýði, annars vegar í tiúar- brögðunum og hins veg- ar í vísindunum. Venju- lega hefur það verið sett fram á afar ólíkan hátt, jafnvel þannig að fólk hefur haldið að vísindi og trú væru ósamrýman- leg, það yrði að velja annað en það væri ekki hægt að velja hvort tveggja. Ég held að þetta sé alrangt. Ég hef verið að huga að þessu sambandi í mörg ár og ég vildi líka reyna að tryggja að þetta efni yrði haft með á ráðstefn- unni.“ -Nú eru vistfræði og umhverfísmál mjög í tísku. „Vistfræði hefur mjög verið í tísku í mörg ár, u.þ.b. síðastliðin 30 ár. En það hefur tekið nokkurn tíma að finna út hvernig hægt væri að tala um vistfræði í trúarlegu samhengi. Innan visind- anna myndu jafnvel sumir segja að vistfræði væri ekki ákveðið vís- indafag í sjálfu sér og ég er ekki viss um hvort vistfræði skuli skuli stunduð í sér deild eða hvort hún skuli tilheyra náttúruvísindunum, félagsvísindunum eða mannvísind- unum; hvar á hún heima? Hún er eitthvað sem snertir öll þessi svið og þess vegna er þessi óvissa um hvar hún heyrir til. En það varðar í raun alla að fá að vita hvernig vistfræðin tengist vísindunum og það er spurning sem ég spyr.“ -Telur þú að trúarleg hugsun geti bætt einhverju við vistfræðilega umræðu, jafnvel lagt áherslu á a 1- vöru vistfræðinnar og umhverfís- málanna, t.a.m. með vísun til sköp- unarguðfræðinnar sem fjallar um heiminn sem sköpun guðs? „Trúarbrögðin fjalla um merk- ingu og gildi í lífinu. Við lifum á þeim grunni sem ljáir lífi okkar og tilveru merkingu, og við þörfn- umst leiðsegjandi gilda til að líf okkar hafi einhverja stefnu. Þannig að trúarbrögðin fást við grundvallarspurningar um merk- ingu og gildi í mannlegri tilvist og því hugsa ég að þau geti þannig séð hjálpað okkur til að ná stefnu í lífínu. Vísindin hjálpa okkur til að skilja í hvers lags heimi við búum og hvernig við getum lifað lífinu á besta mögulega hátt með hjálp tækni, vísindalegum skilningi o.s.fi’v. En við þurfum einnig leið- sögn í sambandi við hvers lags merkingu við Ijáum lífinu og hvaða stefnu við tökum. Að mínu viti er mjög náið samband á milli trúar og vísinda jafnvel þótt þau spyrji stundum mjög óhkra spurninga; þau eiga saman í stærra sam- hengi.“ Náið samband milli trúar og vísinda Umhverfísfræð- ingurinn Roald Kristiansen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.