Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ 37 ÍSLENSKIR KEPPENDUR Á HEIMSLEIKUM SIGURJÓN Jóns- son og Arnold féllust í faðma sem fornvinir væru og á meðan máttu háttsettir fyrirlesarar og formaður undir- búningsnefndar Special Olympics bíða inni í fund- artjaldinu eftir því að dagskráin hæfist. Fyrstu heimsleikar Special Olympics samtakanna fóru fram áríð 1968, en upphaf samtakanna er rakið til þess er Eunice Kennedy Shriver opnaði sumarbúðir fyrir nokkur þroskaheft börn og fullorðna í garðinum hjá sér í Maryland. Nú, ára- tugum síðar, hefur mikið vatn runnið til s.jávar og eru heimsleikar Special Qlympics orðnir einn helsti íþróttaviðburðurinn í heiminum þegar þeir eru haldnir á fjög- urra ára fresti. Orlygur Steinn Sigurjóns- son lærði sitthvað um starfsemi samtak- anna í Norður-Karólínu um síðustu helgi. Hér er Ölver Bjarnason á fullri ferð í 100 metra hlaupi, þriðji frá vinstri. MARKMIÐ Special Olympics samtakanna er að bjóða upp á íþróttatilboð handa þroskaheftum og ein- staklingum, sem eiga við mikla námsörðugleika að stríða. Tals- menn samtakanna leggja áherslu á að leikum samtakanna sé ekki rugl- að saman við Olympíumót fatlaðra, sem fram fer í kjölfar Ólympíuleika fjórða hvert ár. Par sé um að ræða afreksfólk í íþróttum þar sem sömu lögmál gilda og á hefðbundnum íþróttamótum. A leikum Special Olympics er hinsvegar horft til þess hvemig megi hagnýta íþróttimar til að auka líkamlegt atgervi keppenda, þor þeirra og gleði. Samtökin hafa það einnig að markmiði með starfsemi sinni, sem raunar fer fram allt árið um kring, að gefa þroskaheftum tækifæri til að deila hæfileikum sín- um og hæfni með öðmm, bæði fjöl- skyldum sínum, öðru íþróttafólki og ekki síst með samfélaginu. Á íslensku gæti eiður samtak- anna útlagst sem „Unnið mér sig- urs. Takist mér það ekki, unnið mér þá hugrekkisins í viðleitninni til að sigra.“ I ljósi þessara orða og ekki síst hins, að takmark samtakanna er að allir þroskaheftir einstakling- ar fái, í gegnum íþróttimar, tæki- færi til að verða nytsamir þegnar í samfélagi sínu og njóta virðingar og viðurkenningar meðal samborgara sinna, má ljóst vera að úrslit og verðlaunapeningar, sem veittir em á leikum Special Olympics hafa ann- að gildi en á hefðbundnum íþrótta- mótum. Vildi kanna hæfni þroskaheftra í íþróttum Á sínum tíma, þegar Eunice Kennedy Shriver, sem nú er um átt- rætt, stofnaði sumarbúðir fyrir þroskahefta í garðinum sínum í Maryland hafði hún áhuga á því að kanna hæfni þeirra í hinum ýmsu íþróttagreinum og líkamlegum at- höfnum. „Þá var talið að þið gætuð ekki hlaupið 100 metra,“ sagði hún við 7 þúsund keppendur í ávarpi sínu á setningarhátíð sumarleikanna, sem fram fór á Carter-Finley leikvang- inum í Raleigh í Norður-Karólínu hinn 26. júní sl. „Nú hlaupið þið hinsvegar Maraþonhlaup,“ bætti hún við og tilgreindi nokkur fleiri dæmi um íþróttaiðkanir þroska- heftra, sem leitt hafa af sér veru- lega viðhorfsbreytingu í garð þeirra. Á setningu fyrstu sumarleikanna árið 1968 í Chicago, sagði Eunice í ávarpi sínu að leitt hefði verið í ljós með vísindalegum hætti að þroska- heft börn gætu sýnt allt eins góða frammistöðu á íþróttavellinum eins og önnur böm, svo lengi sem þau fengju tækifæri til þess, en þar stæði einmitt hnífurinn í kúnni, þar sem aðstaða fyrir íþróttir þroska- heftra væri víðast hvar æði bágbor- in, a.mk. í Bandaríkjunum. Á fyrstu sumarleikana árið 1968 mættu 1000 keppendur frá Banda- ríkjunum og Kanada til leiks, en í áranna rás hefur þeim fjölgað jafnt og þétt og nú, rúmum 30 árum ár- um síðar mættu 7000 keppendur frá 150 löndum á leikana í Norður-Kar- ólínu og búist er við 7500 keppend- um á næstu leika, sem fram fara á írlandi árið 2003. 7000 íþróttafyrirmyndir „Það er talað um það nú um stundir, að fyrirmyndirnar í íþrótta- heiminum séu orðnar fáar,“ sagði leikarinn og hátíðarkynnirinn Billy Crystal við keppendurna og 50 þús- und gesti á Carter-Finley leikvang- inum á setningunni. „Hérna fyrir framan mig sé ég hins vegar 7000 fyrirmyndir,“ bætti leikarinn góð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.