Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 25 kunni við og beindi orðum sínum að keppendum við mikla hrifningu áhorfenda. I ljósi þess sem fram hefur komið mætti segja að þessi orð endur- spegli e.t.v. þá viðhorfsbreytingu, sem hefur orðið síðustu áratugina í málefnum þroskaheftra, þai’ sem margir vilja gjaman tengjast Speei- al Olympics með einum eða öðrum hætti, t.d. þeir 35.000 sjálfboðaliðar sem aðstoðuðu við framkvæmd leik- anna og ekki síst ýmsar stórstjörn- ur Bandaríkjanna á á sviði íþrótta og skemmtiiðnaðarins Meðal þeirra 7000 keppenda sem hlýddu á móður Special Olympics, Eunice Kennedy Shriver, Billy Crystal, Grant Hill körfubolta- kappa, Amold Schwarzenegger, Stevie Wonder, Sugar Ray og fleiri á setningu leikanna, vora 37 ís- lenskir keppendur úr aðildarfélög- um Iþróttasambands fatlaðra víða um land. Peir kepptu í sundi, knatt- spyrnu, boccia, fimleikum, frjálsum íþróttum, keilu, lyftingum og borð- tennis. Stuðst er við svokallaða 10% reglu á leikunum þegar riðlakeppn- in fer fram, en farið er eftir regl- unni til að viðhalda sem mestu jafn- ræði milli keppenda. Þórður Hjaltested íþróttakennari og aðalfararstjóri íslenska hópsins sagði í samtali við Morgunblaðið, að reglan væri þannig uppsett að byrj- að væri á því að flokka keppendur ofan frá. I t.d. 100 metra hlaupi mætti þannig ekki vera meiri en 10% munur á besta og lakasta kepp- anda í hverjum riðli. „Þetta gefur möguleika á því að mjög mikið fatlaðir einstaklingar geti tekið þátt og með þessu eru íþróttimar lagaðar að einstakling- unum,“ sagði Þórður. „Þegar við förum í lægri getuflokkana sést að allir keppa á jafnréttisgrundvelli og þar með er farið framhjá fötlun ein- staklinganna, sem takmarkar getu þeirra tO að stunda greinina." Tíu ár em liðin síðan Iþróttasam- band fatlaðra gekk til liðs við Speci- al Olympics og síðan hefur ÍF tekið reglulega þátt í Evrópu- og heims- leikum á vegum samtakanna. Auk þess hefur IF farið af stað með mót í anda samtakanna hérlendis. „Við höldum Special Olympics- leika á Islandi annað hvort ár og höfum haldið leika í Mosfellsbæ, á Akureyri og síðasta mótið var hald- ið í Borgarnesi fyrir rúmu ári síðan. Okkar skylda er að halda íþrótta- mót sem bera uppi hugmyndafræð- ina um flokka- og deildaskiptingu í samræmi við 10% regluna,“ sagði Þórður. í fylgd með forsetanum Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson sem mætti til leika í Norður-Karólínu, sýndi ís- lensku keppendunum margan sóma meðan á leikunum stóð. Fylgdi for- setinn þeim. til leika við setningu þeirra og fylgdist með þeim í keppni og efndi einnig til forsetamóttöku í nágrenni við Maurice J. Koury Natatorium sundhöllina. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að samvera sín með keppendum áður en gengið var inn á leikvanginn, hefði veitt sér mikla innsýn inn í þá fórnfýsi, einbeitni og vinnusemi sem liggur að baki þegar gengið er til þeirra leika sem hér um ræðir. „Síðar um kvöldið þegar ég leit yfir fullskipaðan völlinn, þá fór ég að hugsa um þessa fórnfýsi og hversu mikið væri búið að leggja í sölurnar heima fyrir hjá fjölskyld- um og aðstandendum og keppend- um sjálfum," sagði forsetinn. „Þá hugsaði ég um það hvað þetta væri mikil sigurstund, ekki bara í skOn- ingi íþróttanna, heldur í mjög djúp- um mannlegum skilningi og hvað ís- lenska þjóðin öll getur verið stolt af því að eiga ekki aðeins þessa vösku sveit íþróttafólks, heldur þá baks- veit þjálfai-a, foreldra, ættingja og vina og íþróttasambands fatlaðra sem gerði þessa sigurstund að veru- leika.“ Forsetinn sagðist hafa sannfærst um það í störfum sínum síðan hann - Morgunblaðið/Ólafur Skúli Indriðason FORSETI íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, sem efndi til móttöku fyrir landa sína, sagði að íslensku þátttakendurnir á leikunum og aðstand- endur þeirra væru að vinna Islandi traust, álit og aðdáun á alþjóðavettvangi. Ekki tókst að fá alla keppéndurna í móttökuna þar sem þeir unnu samkvæmt mismunandi keppnisdagskrá eftir grcinum. Morgunblaðið/Anna K. Vilhjálmsdóttir Á PAUL Derr -leikvanginum fór fram keppni í fijálsum íþróttum og var Lilja Pétursdóttir þar meðal keppenda í kúluvarpi. ÆTLA mætti að Arnold Schwarzenegger og Ólafur Þormar Gunnars- son væru að fara í sjómann, en svo var þó ekki því þeir heilsuðust að- eins með virktum öllum nærstöddum til gleði, enda alltaf ánægjulegt að kynnast kvikmyndastjörnu og alþjóðlegum þjálfara. Á leikum Special Olympics er hinsvegar horft til þess hvernig megi hagnýta íþróttirnar til að auka líkamlegt atgervi keppenda, þor þeirra og gleði. Samtök- in hafa það einnig að markmiði með starfsemi sinni, sem raunar fer fram allt árið um kring, að gefa þroskaheft- um tækifæri til að deila hæfileikum sínum og hæfni með öðrum, bæði fjölskyldum sínum, öðru íþróttafólki og ekki síst með samfélaginu. tók við embætti forseta íslands, að Islendingar lifðu í æ ríkari mæli í heimi þar sem hin hefðbundnu sam- skipti ríkja í gegnum viðskipti, ut- anríkisþjónustu og stjórnmál, næðu ekki utan um þá breidd og dýpt, sem íþróttimar, menningin og fjöl- miðlunin væru að skapa. „Við verðum að horfast í augu við það að við lifum í heimi þar sem þessir þættir ráða miklu meiru um það hver verða áhrif Islendinga á alþjóðavettvangi. Þess vegna eru ís- lensku þátttakendurnh- á þessu móti og aðstandendur þeirra ekki síður að vinna Islandi traust, álit og aðdáun á alþjóðavettvangi heldur en það góða fólk sem starfar í hefð- bundnum stjórnstofnunum, því þessi atburður hér er stór út um all- an heim.“ Féllust í faðma við Schwarzenegger Þótt íslensku keppendunum hafi þótt návist forseta síns mikils virði, þótti þeim ekki síðri sú athygli sem aðalstjarna leikanna, stórstjarnan Arnold Schwarzenegger sýndi þeim við Paul Derr leikvanginn þar sem keppni í frjálsum íþróttum fór fram síðastliðinn mánudag. Arnold og forsetinn höfðu fyrst heilsast í móttöku sem styrktaraðilar leik- anna héldu fyrir heiðursgesti og þar lýsti hinn þrekni alþjóðlegi þjálfari og tengdasonur Eunice Kennedy Shriver yfir ánægju sinni með þátttöku Islendinga á leikun- um. Við Paul Derr leikvanginn kom svo í ljós að hugur bjó að baki orða Arnolds. Hann átti að flytja gesta- erindi um þjálfun á fundi formanns undirbúningsnefndar og fleiri virtra manna úr íþróttaheiminum í þar til gerðu tjaldi sem vandlega var gætt af öryggisvörðum. Aður en fundurinn hófst og er allir höfðu komið sér fyrir í sætum sínum, kom Arnold út úr tjaldinu og faðm- aði að sér íslensku keppendurna og sagði þeim hversu kraftmiklir þeir væru og dugmiklir. Það er augljóst að Special Olympics bera nafn með rentu, þó ekki væri nema í þeim skilningi að stemmningin á áhorfendapöllunum er býsna sérstök. Þannig halda all- ir með öllum og andinn er hafinn yfir alla flokkadrætti. Þetta kom sérstaklega vel í Ijós þegar riðla- keppnin fór fram. Ekki var óal- gengt að sjá þar einn eða tvo kepp- endur óralangt á eftir öðrum kepp- endum í sundi eða 100 metra hlaupinu, en undantekningarlaust var einbeitingarsvipurinn og þraut- seigjan svo aðdáunarverð að áhorf- endur allir sem einn lögðust á eitt um að hvetja viðkomandi til dáða svo allt ætlaði að ganga af göflun- um. Eftir að leikunum lýkur, en loka- hátíðin fer fram í dag, 4. júlí, endar för íslensku keppendanna tii Bandaríkjanna að sinni, en þeir hafa verið í um hálfan mánuð í Norður-Karólínu við undirbúning og koma aftur Islands, reynslunni ríkari, á næstu dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.