Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 29 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. OVIÐUNANDI ÁSTAND IMorgunblaðinu í gær var fjallað um brunavarnir í skól- um á grundvelli skýrslugerðar Brunamálastofnunar. Hér er um að ræða tvær skýrslur. Önnur þeirra kom út á síðasta ári en var unnin á árinu 1997 og fjallar um ástandið að þessu leyti í grunnskólum á höfuðborgar- svæðinu og á Akureyri. Nú vinn- ur stofnunin hins vegar að skýrslu um brunavarnir í skól- um á landsbyggðinni. í stuttu máli leiða þessar upp- lýsingar í ljós, að ástandið í brunavörnum er gersamlega óviðunandi. Þegar fyrri skýrslan var gerð kom fram, að einungis einn skóli í Reykjavík uppfyllti kröfur um brunavarnir. Astand- ið var sæmilegt í níu skólum en slæmt í tuttugu og þremur. I Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ, Hafnarfirði og Akur- eyri var enginn grunnskóli, sem uppfyllti þær kröfur, sem gerðj ar eru lögum samkvæmt. í Kópavogi var slæmt ástand í fjórum skólum og sæmilegt í öðrum fjórum. í Seltjarnarnes- kaupstað var óviðunandi ástand í tveimur skólum. I Garðabæ var slæmt ástand í tveimur skóL um og sæmilegt í tveimur. I Hafnarfirði var óviðunandi ástand í tveimur skólum, slæmt í þremur og sæmilegt í tveimur. í Mosfellsbæ var slæmt ástand í tveimur skólum. A Akureyri var óviðunandi ástand í tveimur skólum, slæmt í tveimur og sæmilegt í tveimur. Samkvæmt þeirri skýrslu, landsbyggðinni er ástandið gott í 7,8% tilvika, sæmilegt í 41,2%, slæmt í 49% og óviðunandi í 2% tilvika. Vafalaust hefur verið unnið að úrbótum frá því að fyrri skýrsl- an kom út. Þannig segir Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafn- arfirði, í samtali við Morgun- blaðið í gær, að unnið sé að úr- bótum í báðum þeim skólum í Hafnarfirði, þar sem brunavarn- ir voru taldar óviðunandi. Björn Þórleifsson, skólastjóri á Akur- eyri, segir í samtali við Morgun- blaðið í gær, að í Gagnfræða- skólanum þar séu engar bruna- varnir, en hins vegar unnið að skipulagi á rýmingu í skólanum, ef eldsvoða ber að höndum. I Lundarskóla á Akureyri er unn- ið að úrbótum. Það er hins vegar mikið áhyggjuefni, að skólahúsnæði almennt skuli hafa verið látið drabbast niður með þeim hætti, að vinnustaðir barna og ung- linga séu algerlega ófullnægj- andi að þessu leyti og að lands- lögum hafi ekki verið framfylgt. Hvað veldur? Það má draga þá ályktun af ummælum talsmanna Eldvarnareftirlitsins í Reykja- vík, að ágreiningur sé á milli þess og Brunamálastofnunar um það, hvort mat hinna síðar- nefndu sé rétt eða raunsætt. Það er skiljanlegt, að það geti verið flókið verkefni að ganga þannig frá eldri skólabygging- um, að þær uppfylli nýjar kröf- ur. En fá verkefni virðast þó brýnni en einmitt þau, að koma geta einfaldlega ekki sætt sig við þetta ástand. Þeir hljóta að gera kröfu til þess, að öll áherzla verði lögð á, að koma brunavörnum í skólum í viðun- andi horf. Raunar er ljóst, að víða er almennt viðhald skóla- húsnæðis vanrækt. Foreldrar geta heldur ekki sætt sig við það. Þeir hljóta að gera kröfu til þess að vinnustaðir barna þeirra uppfylli ströngustu kröfur í þeim efnum ekki síður en í sam- bandi við brunavarnir sérstak- lega. í forystugrein Morgunblaðs- ins fyrir skömmu var athygli vakin á því að skóla- og mennta- mál hafa öðlazt aukið mikilvægi í almennum umræðum. Fólk gerir sér betur grein fyrir því en áður hvað mikið er í húfi vegna farsældar barna þeirra í framtíðinni, að vel takist til í skólamálum. Þessar auknu kröf- ur snúa ekki einungis að innra starfí skólanna heldur og ekki síður að húsnæði skólanna, bún- aði þeirra, kennslugögnum og ekki sízt að skólarnir verði ekki brunagildrur. Það er nauðsyn- legt, að forráðamenn sveitarfé- laganna geri sér skýra grein fyrir því, að nýjum og stóraukn- um kröfum er beint til þeirra í þessum málaflokki. Það er ekki ólíklegt að marg- vísleg málefni skólanna verði eitt helzta umræðuefni sveitar- stjórnarkosninga að þremur ár- um liðnum. Þetta blasir við. Þess vegna má búast við því, að þeir stjórnmálaflokkar, sem full- trúa eiga í sveitarstjórnum leggi vaxandi áherzlu á nýja stefnu- mótun á þessu sviði. Gangi það eftir er það af hinu góða. I því sambandi vill Morgunblaðið ít- reka enn þá skoðun, sem blaðið hefur áður sett fram, að vel komi til greina, að skipta út- svarsgreiðslum, þannig að hluti þeirra gangi til skólanna sér- staklega og að það geti verið ákvörðunarefni íbúanna sjálfra í almennri atkvæðagreiðslu, hvort það útsvar eigi að hækka, ef nauðsynlegt er að leggja fram verulega aukið fjármagn í skóla- starfið. Um leið og sveitar- stjórnarmenn horfast í augu við auknar kröfur er ekki óeðlilegt að foreldrar og aðrir skattgreið- sem Brunamálastofnun hefur unnið að um ástand skóla á þessum málum í viðunandi horf. endur taki einnig á sig aukna Foreldrar barna og unglinga ábyrgð. Sumarkvöld í Fossvogi HELGI spjall r uiciii ue.ygii ciiicu öiuai fjötruð við jörð, án vængja líkt og fugl sem fjaðravana finnur ekkert viðnám vinds og himins, veröld þeirra er jörðin og hún er einnig eina veröld þín, samt kallar hann til sín þá mold sem rís af dufti dauðans, ber þinn draum til flugs sá himinn sem í huga þínum býr og heldur inní fjarlæg lönd með fjaðrasúg í fylgd með sér en það er eins og vænglaus vindur fari vegalausar greinar sárum gómum, stingi sig einatt á hvössum nálum, heimtar jörðin sitt, samt flögra þúsund fuglar eins og stjörnur við fannhvítt hjarta þitt. M. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 3. júlí TVÆR athyglisverðar bækur hafa komið út erlendis að undanförnu ' en þær fjalla báðar um heimsþekkta menn sem komu til íslands á sínum tíma. Önnur þessara bóka er ævi- saga Arthurs Koestlers, The Homeless Mind, og er eftir David Cesarani sem er há- skólakennari og sérfræðingur í gyðingleg- um fræðum. Hann minnist á Islandsferð Koestlers en hann kom hingað til að fylgj- ast með skákeinvígi Fischers og Spasskys og ritaði greinar sínar í Sunday Times. Ein- vígi þetta er ein mesta landkynning sem um getur og þeim ógleymanleg sem iylgdust með því, enda einstætt að öllu leyti. Þá gaf Jóhann Þ. Jónsson, nú nýlátinn, út tímaritið Skák og var það selt eftir hverja einvígis- skák og vakti verulega athygli. í þessi hefti skrifuðu meðal annarra skáld sem fylgdust með leiknum, þannig segir Hannes Pétursson í sinni grein: „Mannshugurinn frjáls bak við settar regl- ur. Ætti það ekki að vera aðalsmerki þjóð- skipulaganna, hvaða nafni sem þau nefn- ast? Mennirnir á skákborði heimsins, hinir lifandi menn sem um aldir hafa verið færð- ir til eftir óljósum reglum og stundumn í myrkri, njóta því aðeins lífshamingju að hlítt sé sömu leikreglum á þessu skákborði og hugsun þeirra eigi sér ótöluleg tæki- færi þrátt fyrir ytri skorður. Séu aftur á móti engar settar reglur, þá er frelsinu hætt, hinu sanna frelsi hugans, og upp- flosnun og lausung boðið heim í þess stað. I skáklist er mannshugurinn í senn bund- inn og frjáls, farsællega bundinn og far- sællega frjáls", en Indriði G. Þorsteinsson segir í sinni grein: „Og þar sem þeir eru loksins setztir við taflið, Spassky og Fischer, þá mætast þar ekki fulltrúar skákhefðar tveggja heimsálfa, heldur tvö þjóðfélagskerfi. Annað þeirra leitar eftir beztum árangri meðal fjöldans og þreifar sig síðan áfram skipulega, fullt af ræktun- arsjónarmiðum. Hitt kerfið treystir á að einstaklingurinn standi sig, og uppgötvar kannski ekki snilling sinn fyrr en á ein- hverjum ómerkilegum alþjóðaflugvelli, svona um það bil sem hann er að leggja af stað í þoranraun sem afgangurinn af heim- inum stendur á öndinni út af. Jafnvel að bregði fyrir óánægju yfir að mannskratt- inn skuli ekki vera farinn af stað, og hvað hann sé að hugsa landi sínu til skammar og armæðu. Auðvitað hugsa ameríkumenn ekki út í það, að þeir eiga ekkert í snilld þessa manns, hafa ekkert gert til að örva hana, og létu sig engu varða þótt hann þyrfti að heyja einvígi sitt á sokkaleistun- um. Samt mundi sigursæl keppni svona manns koma milljónum til að trúa því að enn einu sinni hafi snilli einstaklingsins sannað ágæti sitt.“ Svava Jakobsdóttir segir m.a í sinni grein: „I goðsögu nútím- ans er allur heimurinn skákborð og taflið svo mikið féndatafl, að hvorugur guðinn má breyta stöðu sinni án þess að spáð sé ragnarökum. Taflið sem tákn friðar og sáttfýsi hefur snúizt upp í andhverfu sína.“ Guðmundur Daníelsson segir í sinni grein: „I skáldlistinni er þessu öðruvísi farið. Margsinnis hef ég í hégómagirni minni og stærilæti óskað þess, að ég gæti skorað á einhvern heimsmeistara eða þó ekki væri annað en Islandsmeistara í skáklist og sigrað hann. „Dórnara" vantar ekki, en mælikvarðinn er ekki til. Dómararnir hafa ekkert við að styðjast annað en sinn eigin smekk, sem er umdeilanlegur og alla tíð háður „veðrum og vindum" þeirrar tíðar, sem umlykur okkur.“ Jóhann Hjálmarsson segir í sinni grein: „I bókmenntum gegnir tafl veigamiklu hlutverki vegna þess að það speglar lífið sjálft. Manntafl heitir það á íslenzku. Tafl er íþrótt andans, í því reynir í senn á kunnáttu og hugkvæmni. Menn eru líka skáld í tafli, reikningslistin ein nægir ekki til sigurs. Áhættan, hinn djarflegi leikur, getur einmitt fært sigur- inn.“ Thor Vilhjálmsson segir í grein sinni List eða íþrótt: „I hugann kemur mynd af tveim öðrum mönnum sem dönsuðu bróð- urlega á tunglinu og virtust þurfa að beita átaki til þess að ná aftur niður á jörðina undir fótum sér, mánagrund. Er nokkuð dularfullt á sveimi í þessum skákvirkjuðu hugum? Að tefla eins og Mozart, sagði einhver. Háleit list, sagði annar. Fegurðin". „Kóngurinn á sjaldnast neinn þátt í sigri,“ segir Jökull Jakobsson, „á hinn bóginn er hann alltaf miðpunkturinn í ósigri. En þó svo hann skorti alla þá vígfimi og leikni sem prýða liðsmenn hans og drottningu, þó hann kunni ekki að lyfta sverði, þá ber hann í sjálfum sér þann auð sem allt veltur á, hann er sjálf sálin, skáldskapurinn innst í öllum hræringum taflsins. Hann gengur fram í einmana tign, síðastur allra og honum er ekki einu sinni sýnd sú miskunn að fá að deyja þó hann sé sigraður: hann stendur eftir“. Og loks endar blaðamaður Morgun- blaðsins á staðnum sína grein með þessum orðum: „Og enn er teflt um örlög okkar. Við skulum vona að það tafl fari vel, þó að veð- urguðimir hafi verið okkur harla andsnúnir þennan eftirminnilega júlímánuð, sem nú er liðinn. En Bobby Fischer tók því öllu vel. Fyrir skömmu leit hann út um gluggann hjá sér, virti fyrir sér regnið og drungann og sagði: „Mér geðjast vel að íslandi. Næst ætla ég að koma hingað að sumarlagi.“ Og allri þessari veizlu, eða Veizlu aldar- innar, stjómaði Guðmundur G. Þórarinsson forseti Skáksambandsins af festu og bjart- sýni. m^mmmmmm kaflinn um ís- íslandsferðin landsferð Koestlers í fyrmefndri bók er svohljóðandi: „Koestler var þá farinn eina ferðina enn, í þetta skiptið til Reykjavíkur til að fylgjast með skákeinvígi Fischers og Spasskys, til Danmerkur þar sem hann kom að gerð kvikmyndar með Holger Hyden og til Edin- borgar og Amsterdam til að flytja fyrir- lestra á ráðstefnum. Ferðin til íslands, sem farin var á vegum Sunday Times, reyndist hálfgerður skrípaleikur því Fischer mætti tíu dögum of seint til leiks en þá þurftu Koestler og flestir blaðamennirnir að fara að búa sig til brottfarar. Engu að síður skrifaði hann tvær lengri greinar fyrir blað- ið. Hin fýrri, sem fjallaði um sögu skáklist- arinnar, var byggð á rannsóknum sem hann hafði gert nokkmm mánuðum áður. í seinni greininni, sem einnig lýsti aðstæðum í Reykjavík, bar hann skákmeistarana tvo saman og sagði frá fyrstu dögum einvígis- ins. Venju samkvæmt var undirtónninn í senn pólitískur og frumspekilegur. Koestler hélt því fram að geta skákmanna til að ná utan um þann nánast ótölulega fjölda leikja sem byðist í hverri skák gæfi til kynna að „mannshugurinn búi yfir gríðarmikilli, ónýttri getu, jafnvel mörgum sinnum öflugri en við nýtum í hversdagslegu lífi voru“. Hugsun Koestlers var sú að unnt yrði að breyta siðmenningunni og raunar færa mannkynið upp á æðra tilverustig ef tækist að virkja þessa ónýttu orkulind. David Pryce-Jones, sem þekkt hafði Koestler í mörg ár og bjó ekki langt frá honum, hitti hann óvænt á leiðinni til ís- lands en þangað hélt hann einnig til að fylgjast með einvíginu. Þar sem engar skákir voru tefldar, höfðu þeir ekkert að skrifa um og voru mikið saman. Pryce-Jo- nes skrifaði síðar skemmtilega og upp- lýsandi grein um veru þeirra á Islandi. Hann rifjaði upp að þegar hann rakst fyrst á Koestler hefði hann verið kvikur og loð- inn og minnt sig á „otur... snyrtilegur og feldurinn í óaðfinnanlegu ásigkomulagi." Koestler virtist þekkja alla lykilmennina í skipulagsnefnd einvígisins og bjó jafnan yf- ir trúnaðanipplýsingum, sem hann miðlaði purkunarlaust til annarra og hafði gaman af. Blaðamenn og skáksérfræðingar leituðu eftir áhti hans: honum leið vel í hvers kyns félagsskap. Hann var einungis andvígur sovézka sendiherranum og fylgdarliði Spasskys. Pryce-Jones tók einnig fram að hann hefði gefið konunum á staðnum hýrt auga og að hann hefði ekki tekið áhuga þeirra á honum af fálæti. (Arthur Koestler - The Homeless Mind eftir David Cesarani/bls. 517.) Baráttan við gnðinn sem brást KOESTLER VAR einn þekktasti and- stæðingur heimskommúnism- ans um og eftir heimsstyrjöldina síð- ari. Hann hafði haft samúð með kommún- istum og tók m.a. þátt í Spánarstyrjöldinni þar sem hann var á vegum lýðveldissinna svonefndra, en sneri við vinstri mönnum bakinu og gerðist öflugur andstæðingur marxista. Hann var ungverskur að upp- runa, fæddur 1905 en bjó lengst af í Bret- landi, eða frá 1940, sama ár kom þar út þekktasta ritverk hans, Myrkur um miðjan dag, sem Jón Eyþórsson þýddi á íslenzku og kom út hér á landi 1947. Bókin hafði gríðarleg áhrif og vafamál hvort nokkurt skáldverk var kommúnismanum jafn skeinuhætt og þessi skáldsaga Koestlers sem fjallar um Moskvu-réttarhöldin 1936- 38. Hann var í forystusveit andkommúnista á þessum árum og beindi spjótum sínum óspart að guðinum sem brást. í seinni rit- verkum hneigðist Koestler til dulhyggju og fléttaði hana inn í þjóðfélagsleg og mannúð- leg markmið sín. Enginn vafi er á því að Myrkur um miðj- an dag og skrif Koestlers um heimskomm- únismann mörkuðu djúp spor hér á landi, ekki síður en annars staðar. Myrkur um miðjan dag KOESTLER RITAÐI einnig ýmislegt um gyðinga og gyðing- dóm, enda átti hann til þeirra að telja og lenti í hörkuritdeilum vegna afstöðu sinnar sem var m.a. fólgin í því að annaðhvort yrðu gyðingar að sætta sig við samruna við þá sem þeir bjuggu með og hafna gyðingdómi eða flytjast ella til ísrael og rækta þar gyð- ingdóm sinn til fulls. Allt annað væri falsk- ur tónn. Af þessum sökum lenti hann í rit- deilum við þjóðfélagsheimspekinginn Isai- ah Berlin og er frá þeim sagt í nýrri ævi- sögu Berlins eftir Michael Ignatieff. Berlin er vafalaust einn helsti félagsheimspeking- ur okkar daga, kallaður fjölhyggjumaður meðan Frelsið kom út, og reyndi að þræða hið vandrataða einstigi milli ríkisafskipta og einstaklingshyggju og hafði áhrif í þeim efnum, einnig hér á landi, þótt skrif hans um rússneska rithöfiinda, Turgenéf, Tol- stoy, Pastemak og Önnu Akhmatovu, hafi verið brýnust um þær mundir, en tvö hin síðastnefndu hitti hann á þriðja áratugnum. Upp úr því var reynt að þegja Pastemak í hel og um þá tilraun hefur verið sagt að skáldið hafí verið eins og fólkið í Pompei, grafinn í ösku í miðri setningu. Við fyrstu kynni gerði Berlin sér grein fyrir því að Pasternak hafði lítinn sem eng- an áhuga á að rækta sinn gyðinglega upp- runa og hélt þá hinu sama fram og Koestler síðar, að gyðingar ættu að falla inn í það menningarsamfélag sem fóstraði þá og verða hluti af því. Hann lagði þá mikla áherzlu á sína kristnu trú. Samt var aug- ljóst að hann átti í innri baráttu vegna tog- streitu milli upprunans og umhverfisins en hún varð að engu með tímanum og leystist í snilldarverkinu um Doktor Zhivago. Koestler aftur á móti fann ekki þá sáttaleið milli gena og umhverfis sem leysti persónu- vandamál Pasternaks. Áður en lengra er haldið má geta þess að miklar deilur hafa orðið um bók Cesaranis um Koestlers enda talið af sumum að ýms- ar fullyrðingar höfundar um viðfangsefni sitt séu á veikum grunni byggðar og fram settar af enn minni skilningi enda eigi höf- undur harma að hefna vegna gyðinglegs uppruna síns og marxísks umhverfis í æsku. Um þetta skal ekkert sagt, heldur litið á þá bók sem aflaði Koestler heims- frægðar, skáldsöguna Myrkur um miðjan dag. I upphafi Þriðju yfirheyrslu er m.a. kom- izt svo að orði: „Sá misskilningur slæddist inn í kenningar sósíalista, að sjálfsvitund al- múgans færi jafnt og þétt vaxandi. Af þessu leiddi ráðaleysi þeirra, áður en síðasta dingulsveifla sögunnar hófst, - hin hug- sjónalega sjálfhelda þjóðanna. Við héldum, að það myndi verða auðhlaupaverk, sem reikna mætti í árum, að laga viðhorf almúg- ans til umheimsins eftir breyttum aðstæð- um. í þess stað hefði legið nær, samkvæmt allri sögulegri reynslu, að reikna það í öld- um. Því fer fjarri að þjóðir Evrópu hafi enn fengið ráðrúm til að melta, í andlegum skilningi, afleiðingar eimvélarinnar.“ Og ennfremur segir í sögunni: „Flokkurinn neitaði frjálsum vilja ein- stakhngsins - og krafðist jafnframt sjálfs- fórnar hans af frjálsum vilja. Flokkurinn neitaði hæfni einstakhngsins til að velja um tvo kosti - og krafðist þess jafnframt, að hann skyldi jafnan velja hinn rétta kostinn. Flokkurinn neitaði getu einstaklingsins til að greina milli góðs og ills - og talaði jafn- framt hástöfum um sekt og sviksemi. Ein- stakUngurinn var bundinn efnahagslegum forlögum, hann var hjól í sigurverki, sem dregið hafði verið upp fyrir alla eilífð og ekki var unnt að stöðva eða hafa áhrif á - og Flokkurinn krafðist þess, að hjólið gerði uppreist gegn sigurverkinu og breytti gangi þess. Einhvers staðar var villa í þess- um reikningi. LQdngin varð ekki leyst.“ „En hvar var fyrirheitna landið?“ OG SÖGUNNI LÝK- ur með þessum orð- um: „Var í raun og veru nokkurt sUkt takmark til íyrir hið ráfandi mannkyn? Það var spumingin, sem hann hefði gjarnan þegið svar við, áður en það var um seinan. Móses hafði ekki heldur fengið að stíga fæti inn í fyrirheitna landið. En hann hafði fengið að sjá það blasa við sér ofan af fjallinu. Þannig var auðvelt manni að deyja, er sjálft takmark hans blasti í sjón og reynd við honum. Hann, Nicolas Salmanovitch Rubashov, hafði ekki verið leiddur upp á neitt slíkt fjall. Hvert sem hann beindi auganu, var ekki annað en auðn og svartnætti að sjá. Hljóðlaust högg féll aftan á hnakka hans. Hann hafði búizt við því lengi, en samt kom það honum á óvart. Hann fann hálfundr- andi að hnén urðu máttlaus og bolurinn vatzt í hálfhring. Gæti sómt sér á leiksviði, hugsaði hann um leið og hann féll, en samt finn ég ekkert til. Hann lá í hnipri á gólfinu með vangann á kaldri steinhellunni. Það varð koldimmt. Hann barst á vaggandi bár- um eftir náttsvörtum haffleti. Minningar bylgjuðust um hann eins og þokurákir á lygnu vatni. Uti fyrir var einhver að berja á anddyrið. Hann dreymdi, að þeir væru komnir til að handtaka hann. En í hvaða landi var hann? Hann reyndi eftir mætti að smeygja handleggnum í ermina á morgunsloppnum. En af hverjum var litprentaða andlits- myndin, sem hékk yfir rúminu og horfði á hann? Var það NR.EINN eða var það hinn? - Var það sá með háðsbrosið eða hinn með glergljáu augun? Einhver skuggaleg vera beygði sig yfir hann. Hann fann nýjan leðurþef af skamm- byssubeltinu. En hvaða skjaldarmerki hafði veran á ermunum og axlarskúfinum? og í hvers nafni hóf hún upp svarta skamm- byssuhlaupið? Annað, roknahvellt högg féll á eyra hans. Svo varð allt hljótt. Aftur kom hafið niðandi úr fjarska. Ein bylgjan hóf hann mjúklega á loft. Hún kom úr órafjarlægð og brunaði óstöðvandi áfram, - borin á herðum eilífð- arinnar." Fyrirheitna landið, það var aldrei í aug- sýn, hann hafði ekki einu sinni fengið að sjá það eins og „egyptinn" Móses sem varð leiðtogi gyðinga samkvæmt uppruna sínum eins og Jonathan Kirsch fjallar um í nýrri ævisögu Móses. Fyrirheitna land Stóra bróður var myrkur, skothvellur. Dauði. mmmmmmm í bréfasafni Churchill Churchill-hjónanna, Speaking for Themselves, sem rit- stýrt er af dóttur þeirra, Mary Soams, er þetta frábæra bréf sem Clementine, eigin- kona Sir Winstons, sendi manni sínum 27. júní 1940, og mætti það verða mörgum Morgunblaðið/Jim Smart stjórnendum til ábendingar - og íhugunar: 27. júní 1940. Ástin mín. Ég vona að þú fyrirgefir mér að ég skuli segja þér frá nokkru sem ég tel að þú þurfir að vita. Éinn mannanna í fylgdarliði þínu (trygg- ur vinur) hefur komið að máli við mig og sagt mér að hætta sé á því að félagar þínir og undirmenn tald almennt að kunna illa við þig vegna grófrar kaldhæðni þinnar og yfirgangs. - Svo virðist sem persónulegir aðstoðarmenn þínir hafi komið sér saman um að haga sér eins og skólastrákar og „taka því sem yfir þá kann að koma“ og yppti síðan öxlum þegar þeir sleppa úr ná- vist þinni. - Þegar hærra er komið (t.a.m á fundi) er sagt að þú sért svo hrokafullur að nú um stundir komi engar hugmyndir fram, hvorki góðar né slæmar. Ég varð undrandi mjög og áhyggjufull vegna þess að á öllum þessum árum hef ég átt því að venjast að allir þeir sem vinna með þér eða undir þinni stjórn hafi á þér miklar mætur. - Þetta sagði ég og var þá sagt „Vafalaust er það álagið". Elsku Winston - ég verð að játa að ég hef tekið eftir því að framkoma þín hefur versnað; og þú ert ekki jafn alúðlegur og áður. Þitt hlutverk er að gefa Skipanir og ef þeim er klúðrað getur þú rekið hvem sem er og alla - nema Erkibiskupinn af Kant- araborg og forseta þingsins. - Þar sem þér hefur verið falið þetta gríðarmikla vald verður framkoma þín að einkennast, svo sem frekast er kostur, af kurteisi, góðvild og olympískri yfirvegun. - Þú varst vanur að vitna til orðanna: On ne régne sur les ámes que par le calme. - Ég fæ ekki þolað að þeir sem vinna bæði fyrir Þjóðina og þig skuli ekki elska þig, dá og virða. - Aukin- heldur munt þú ekki ná mestum árangri með því að vera uppstökkur og dónalegur. Slík framkoma mun geta af sér annaðhvort andúð eða þrælslund - (Uppreisn á stríðs- tímum er vitanlega óhugsandi!) Bezti, fyrir- gefðu þinni elskandi, trúu og umhyggju- sömu Clemmie.“ Það er vitur kona sem skrifar manni sín- um slíkt bréf, stór í sniðum og snjall ráð- gjafi. Engin Bergþóra, engin Hallgerður! Aukinheldur munt þú ekki ná mest- um árangri með því að vera upp- stökkur og dóna- legur. Slík fram- koma mun geta af sér annaðhvort andúð eða þrælslund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.