Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 31 • Skógur: Gróðurlendi sem ein- kennist af trjágróðri með fá- stofna eða einstofna vaxtarlagi. Hæð gróðurs yrði meira en tvær til þrjár mannhæðir (yfir 5 m). Segja má að hríslendi sé dæmi- gert hálendisgróðurfar (300-500 m h.y.s.), eða þar sem veðurálag er slíkt að skriðult vaxtarlag er ríkj- andi, eins og á annesjum. Þótt trjá- gróður sé hér ekki hávaxinn hefur hann mikla þýðingu sem vemd fyrir lággróður niðri við jörð og jarðveg- inn undir honum. Þess utan er lita- dýrð að sumri og hausti óháð hæð, sem gerh’ svæðin að tilvöldum úti- vistarsvæðum ásamt því að bjóða upp á óhefta landslagssýn. Kjarrlendi er í raun hávaxnara form hríslendis og á því einkum heima í hálendisbrúninni (200-300 m h.y.s.). Flestir birkiskógar á Is- landi myndu reyndar falla undir þennan flokk og margir þeirra eru raunar í hálendisbrúninni. Þótt slík- ir skógar láti ekki mikið yfir sér hafa þeir samt sem áður mikið gildi við að taka fyrsta áfallið af hálendis- vindum áður en þeir streyma niður á láglendi og sem snjógildrur. Til útivistar er kjarrlendið einnig kjör- ið því þar er farið að verða meira skjól fyrir vindum ásamt því að ekki er alveg lokað fyrir landslagssýn, þó eitthvað sé það takmarkaðra en á bersvæði. Skóglendi má segja að nái frá há- lendisbrúninni og niður á láglendi (300 m h.y.s.). Hærri hlutar birki- skógarins myndu falla undir þann flokk. Þetta eru ef til vill skemmti- legustu útivistarskógamir. Þeir eru yfirleitt frekar bjartir með fjöl- skrúðugum skógarbotni og veita orðið mikið skjól fyrir veðrum og vindum. Þótt landslagssýn sé orðin mjög takmörkuð vegur nærmynd , I skógarins það vel upp og hljóð og ilmur eru skynjanir sem ekki krefj- ast fránna augna. Þegar komið er í hávaxinn skóg breytist myndin. Ekki nema lítið brot af birkiskóginum nær að fylla þennan flokk og er Bæjarstaða- skógurinn ef til vill sá frægasti af þeim. Mest allur gróðursettur skóg- ur fellur hér einnig undir, þá eink- um barrskógur og þar með viðar- nytjaskógur. Þessi skógargerð á < einkum heima á láglendi (200 m h.y.s.) þó með tímanum megi sjálf- sagt teygja mörkin upp í hálendis- E( brúnina. Þessir skógar geta orðið um 20-30 metrar á hæð og eru fam- ir að veita mjög mikið skjól bæði inni í sér og fyrir utan. Hitasveiflur eru mun minni inni í skóginum og umhverfið því allt stöðugra sem býður upp á mjög flókið og þróað vistkerfi. Þessir skógar eru líka mjög lokaðir þannig að landslags- sýn er hverfandi og krónan er að jafnaði það hátt uppi að lítið sést hvað þar er að gerast. Hér er það m einkum skógarbotninn sem býður upp á tækifæri til upplifunar, þó til séu það dimmir skógar að skógar- botninn sé því sem næst ördauða. Á móti kemur að helsta upplifunin í þessum skógum er kannski einmitt innilokunin, róin og sú ótrúlega hljómkviða sem skógarlífið býður upp á þeim sem nennir að hlusta. Skógur og landslag Trjátegundum er gróft hægt að skipta niður í tvo flokka: • Dulfrævingar (Angiospermae), en til þeirra teljast lauftré. • Berfrævingar (Gymnospermae), en til þeirra teljast barrtré. Skógur getur verið hreinn lauf- skógur, hreinn barrskógur eða blandskógur beggja. Almennt má segja að laufskógur sé skemmtilegri á að líta þar sem hann er yfirleitt ljósari á lit á sumrin heldur en barr- skógur sem er yfirleitt dökkgrænn á að líta. Á haustin stenst barrskóg- urinn engan veginn samanburð þeg- ar laufskógurinn skartar sínum feg- urstu litum, í gulum og rauðum tón- um. Á móti kemur að barrskógurinn bregður skemmtilegum grænum lit á vetrarlandslagið. Hreina barrskóga má gera fjöl- breyttari með því að blanda saman ýmsum barrtegundum eins og greni, furu og þin. Fær þá skógur- inn á sig mismunandi græna tóna sem brjóta upp skógarásýndina. Sterkari áhrifum má vitaskuld ná með því að blanda barr- og lauftrjám saman, og víða er slík blöndun trjátegunda náttúrulegur og eðlilegur hlutur. Birki og ösp eru algengar tegundir innan um greni- skóg, og birki og fura einkenna oft heiðaskóglönd Norðurlanda. Gefst hér því mikið tækifæri til landslagsmótunar eftir því hvernig skóg við viljum fá, því skógur er jú ekki bara skógur. Hann getur verið yfirgnæfandi og alþekjandi eins og hjá frændum okkar á Norðurlönd- um þar sem hann veður yfir holt og fjöll. Fyrir þjóð sem hefur alist upp við víðáttur bersvæðisins er það óneit- anlega óhugnanleg tilhugsun, enda er hún mjög villandi. Skógur getur líka verið stærri eða smærri skóg- arteigar eða lundir á víð og dreif um opið landslag, einkum landbúnaðar- landslag eins og sunnar í Evrópu. Jafnframt þurfa stærri skógarflæmi ekki að vera svo yfirþyrmandi því innan skógarins eru bæði rjóður, tjamir og mýrar þar sem trjágróð- ur nær ekki að festa sig í sessi. Skógur í fjærmynd einkennist vissulega af krónu trjánna. En skógur í nærmynd er þess utan fjöl- skrúð skógarbotnsins, sem getur einkennst af lyngi, elftingum, burknum eða hreinlega blómum. Runna ýmiskonar, jafnvel berja- runna, er einnig að finna í opnum og björtum skógum þær sem nóg Ijós sleppur niður í skógarbotninn. Hér gefst því annað tækifæri til skógar- mótunar þar sem hægt er að leggja áherslu á útivist og dýralíf. Fátt er um dæmigerð skógardýr í hinni villtu íslensku spendýrafánu. Þó er mjög algengt að sjá hagamús- ina í skógum og skóglendum lands- ins og þá eru refir og minkar ekki langt undan. Virðast þau dýr því geta aðlagað sig lífi í skógi að ein- hverju leyti. Fuglar sækja einnig í skógana, bæði sem íverustað og forðabúr, því í skógunum er mikið framboð á skordýrum ýmiskonar, fræjum og berjum. Hafa margar fuglategundir því sérhæft sig að lífi í skógum og eru gjarnan kallaðir samnefninu skógarfuglar. Margir af nýjum landnemum á Islandi á seinni ánim fylla þann flokk. Aðrir fuglar nota skóginn ekki nema að hluta og á það eflaust við um marga mófugla hér til lands. Að hvaða leyti þeir geta lagað sig að skógarumhverfi er kannski ekki svo vel þekkt, en væri áhugavert rannsóknarefni. Margar tegundir plantna og dýra þrífast hins vegar lítt eða ekki í skógi og er það því ábyrgðarhluti skógræktarmanna að sjá til þess að þessar tegundir hafi einhvern sama- staö þegar stór svæði eru tekin til skógræktar. Er það þessi ábyrgð sem gerir skógrækt að mun meira spennandi verkefni en margan skyldi gruna. Hversu mikinn skóg? Ef við viðurkennum það að tíl er hópur manna sem vill fá mikinn skóg og annar hópur manna sem ekki vill fá mikinn skóg, þá er við- fangsefni okkar á næstu öld að ákvarða hvar jafnvægispunkturinn á milli þessara hópa liggur og hversu mikinn skóg flestir geti sætt sig við. Við landnám voru um 25-30% landsins þakinn trjágróðri, í dag er þetta hlutfall um 1,5%. Einhvers staðar á milli þessara ytri punkta liggur rétta „skógar“-hlutfallið. Er það 2,5% landsins, eða 5% eða kannski 10%? ísland er alls um 103.100 km2, þar af eru vötn og jöklar um 14.700 km2. Erfitt er að rækta skóg eða trjágróður ofan 400 m h.y.s. og þess utan er gróður þar þess eðlis að ekki er ástæða tíl að hrófla við hon- um. Land undir 400 m h.y.s. er talið vera um 40.700 km2, þar af eru um 19.800 km2 gróið land. Af grónu landi eru þegar um 1.500 km2 skógi klæddir og um 1.100 km2 eru rækt- að land. Eftir standa þá 17.200 km2 af grónu landi. Tökum sem dæmi að við ætlum að græða upp um tíunda hlúta þess lands sem er lítt eða ekki gróinn undir 400 m h.y.s. og breyta því í hrís-, kjarr- og skóglendi, eða um 2.000 km2 alls. Þessu til viðbótar stefnum við að því að taka um tí- unda hluta gróins lands utan „skóga“ og ræktarlands undir skóg og skóglendi, eða um 1.500 km2. Ef við bætum núverandi skóglendi við fáum við um 5.000 km2 skógi- klædds lands. Þetta gerir um 5% af flatarmáli landsins og um fimmta hluta þess „skógar“ sem var hér við landnám. Er þetta hlutfall sem menn geta sætt sig við? Ef við reynum að skipta þessu upp eftir skógargerðum gæti skipt- ingin orðið eitthvað á þessa leið: Hrís- & kjarrlendi um 2.000 km2; skóglendi um 1.500 km2; skógur um 1.500 km2. Kostnaður við skógvæðingu lands En hvað kostar það að koma upp svo miklum skógi? Gefum okkur að kostnaður við að græða upp 1 hekt- ara af auðnum og breyta honum í kjarr- eða skóglendi sé um 100.000 krónur á hektarann. Fyrir 200.000 hektai-a af auðnum myndi það kosta alls um 20 milljarða króna. Gróið land ætti að vera auðveldara í með- förum og því myndi það ekki kosta nema um 50.000 krónur á hektar- ann að breyta því í skóglendi. Fyrir um 50.000 hektara gróins lands myndi það kosta 2,5 milljarða króna. Skógur og þá einkum nytja- skógur er viðameiri aðgerð svo vel mætti vera og segjum að það kosti um 150.000 krónur á hektarann. Fyrir um 100.000 hektara gróins lands myndi það kosta um 15 millj- arða króna. Heildarkostnaður við skógrækt með tilheyrandi land- græðslu yrði þá um 37,5 milljarðar króna. Á hve löngum tíma eigum við að gera ráð fyrir að koma upp þessum skógi? Venjulegur skógur er um 100 ár að ná fullum þroská. Meðal mannsævi er hinsvegar ekki meira en um 70-80 ár, og starfsævin ekki nema um 40-50 ár. Ef núverandi kynslóð setur sér það markmið að koma 5% landsins undir skóg er ekki raunhæft að gera ráð fyrir meira en 50 árum til verksins, þannig að takmarkið gæti náðst um árið 2050. Þetta þýðir að gróður- setja þyrfti um 7.000 hektara á ári og að það myndi kosta um 750 millj- ónir króna árlega. Og þá er það úr- slitaspumingin: -Eru menn tilbúnir að borga? Þjóðhagfræði skógar Hvað geta 5.000 km2 af skógi þýtt fyrir þjóðina? Eitt sem erfitt er að meta í peningum er meira skjól á skógræktarsvæðum og nágrenni þeirra, þar af leiðandi minni vind- kæling og þar af leiðandi hækkun hitastigs þar sem sól nær að hita upp loft í kyrrð. Þetta ætti að stuðla að meiri vellíðan þeirra sem búa á slík- um svæðum og gera ýmsa varma- kæra ræktun, t.d. komrækt, auð- veldari. Tækifæri til útívistar verða einnig fjölbreyttari. Vemdun jarð- vegs og minni uppblástur er annar þáttur sem erfitt er að meta til fjár. Binding kolefnis úr andrúmslofti er annar aukabónus við skógrækt. Samkvæmt lauslegri áætlun á því sviði er talið að hrís- og kjarrlendi gæti bundið um 2,0 t COadia/ár, meðan skóglendi gætí bundið um 3,5 t COaðia/ár og skógur um 5,0 t COa/ha/ár. Heildarbinding á ári gætí þá orðið um 1,3 milljónir tonna af CO2 á ári, þó raunaukning í bind- ingu fari eftir því hve gróðurlendi sem tekið væri til skógræktar hafi bundið mikinn koltvísýring fyrir. Erfiðara er að spá um fjölda árs- verka og verðmæti skógarins og af- urða hans. Tækniþróunin er orðin það ör að erfitt er að segja til um hve mörg ársverk fari í það að framleiða timbrið, fella það, flytja það í verksmiðjur og vinna úr því eftir nokkra áratugi. Miðað við stöðuna í dag er talið að á Norðurlöndum standi um 1.500 m3 fellds viðar á bak við hvert árs- verk í viðarframleiðslu, þ.e. ræktun og fellingu skóga. I viðamýtingu er talið að um 500 m3 fellds viðar standi á bak við hvert ársverk. Ef við geram ráð fyrir að um 1.500 m2 af skógi nýtíst til framleiðslu á viði til iðnaðar og að hver hektari skóg- ar geti framleitt um 4 m3/ha/ár að meðaltali, þýðir það að eftir um 70- 100 ár falli árlega til um 600.000 m3 af viði. I viðarframleiðslunni myndi það jafngilda um 400 ársverkum og í viðamýtingu um 1200 ársverkum eða 1600 ársverkum alls. Ljósmj'nd/Skógræktin/Ólafur Oddsson ÞANN yndisauka sem skógur býður þeim sem hans vill njóta er erfitt að meta til fjár. I Grundarreit í Eyjafirði. Fyrirsjáanlegt er, að framboð á viði og skógarafurðum aukist hægar en mannkyninu fjölgar. Má því gera ráð fyrir að eftirspurn aukist mikið og að verð á viði og skógarafurðum eigi eftir að hækka umtalsvert frá því sem það er nú. Til að taka dæmi er algengt á Norðurlöndum að meta verðmæti skógar standandi á rót, þ.e. hve verðmætur viðurinn er áður en skógurinn er felldur og kostnaður við skógarhögg er reiknaður inn í verðið. Þetta verðmætamat er kall- að rótarverð og er að meðaltali í kring um 2.500 krónur á rúmmetra skógar. Verðmæti tilfallandi viðar í ofangreindu dæmi yrði þá um 1,5 milljarðar króna. Algeng þumalputtaregla er að um helmingur af rúmtaki fellds viðar nýtist til framleiðslu á söguðu timbri og að hráefnisnýting í þeirri vinnslu sé um 50%. Af 600.000 m3 viðar yrðu það um 150.000 m3 af söguðu timbri. Algengt verð á því í dag er um 10-12.000 kr/m3, sem jafngildir um 1,5 milljörðum króna í söluverðmæti. Afganginn af viðnum sem ekki nýtist til sögunar er hægt að nýta til framleiðslu á trjákv'oðu (ens.: cellulose) sem er hráefni í pappírs- gerð. Ekki er fyrirsjánlegt að nægilegt magn viðar falli til hér á landi til að standa undir pappírs- framleiðslu, nema það hráefni sem upp á vantar yrði flutt inn. Fram- leiðsla á trjákvoðunni er nokkuð orku- og vatnsfrek svo hún hentar ágætlega hér. Talið er að um 5 tonn af viði fari í framleiðslu á 1 tonni af trjákvoðu. Söluverðmæti trjákvoðu hefur sveiflast nokkuð en hóflegt verð er um 50.000 krón- ur á tonnið. Því væri mögulegt mið- að við ofangreint dæmi að fram- leiða um 60.000 tonn af trjákvoðu árlega hér til lands að verðmæti um 3 milljarðar króna. Þó gera megi ráð fyrir að notkun plasts og annarra gerviefna aukist í framtíðinni era flest þeirra búin til úr einhveijum kolefnissamböndum, en kolefni (C) er um helmingur lífmassa skógarins. Eftír því sem gengur á kola- og olíubirgðir heims- ins og krafan um endumýjunar- hæfni hráefna eykst má ætla að notkun timburs sem kolefnisforða í gerviefhagerð aukist veralega. Auk þess eru alltaf til þeir sem vilja nota sem náttúralegust efni í kring um sig, þannig að viður mun enn um sinn verða eftírsótt afurð. Þótt framtíðin sé hulin í takmörk- um okkar eigin framsýni er þó lítil ástæða til að óttast að ekki verði hægt að koma afurðum skógarins í verð í framtíðinni. Hver veit nema vatnsaflið og skógarnir eigi eftir að verða mikilvægustu auðlindir þjóð- arinnar á 21. öldinni? HÖFUNDUR greinarinnar, Gunnar Freysteinsson, skóg- fræðingur frá Norska landbún- aðarháskólanum í Ási, starfaði sem skógræktarráðunautur á Suður- og Suðvesturlandi, m.a. að undirbúningi Suðurlands- skóga. Greinina skrifaði hann til birtingar í Morgunblaðinu. Hann lézt í bílslysi hinn 5. júlí 1998. Á morgun, mánudaginn 5. júlí, verður vígður trjálundur í landi Skógræktar ríldsins í Haukadal í Biskupstungum, sem tileinkaður er minningu Gunnars. Við athöfn sem hefst í lundinum kl. 16 verður m.a. af- hjúpuð myndsúla, sem Guðjón S. Kristinsson hefur skorið út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.