Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 33‘ Umhverfi og náttúra „Náttúran er sá hluti veruleikans sem er til óháð vitund okkar og vilja, en um- hverfið er sá hluti veruleikans sem við mótum með athöfnum okkar og fram- kvæmdum. Umhverfið er á okkar ábyrgð - náttúran ekki. “ Maðurinn tilheyrir náttúrunni og þess vegna getur hann ekki ráðstafað henni eins og honum hentar, heldur lýtur lögmálum hennar. En maðurinn er tví- mælalaust herra umhverfis síns, því að hann skapar þetta umhverfi að miklu leyti sjálfur. Páll Skúlason heimspekingur, og rektor Háskóla Islands, heldur því fram, í bókinni Um- hverfing (Háskólaútgáfan, 1998), að nauðsynlegt sé að gera greinarmun á náttúru ann- arsvegar og umhverfi hinsveg- ar, ef eitthvert VIÐHORF viteigiaðvera ------ í umræðu um Kristján G. náttúruvemd Amgrímsson 0g/eða um- hverfisvernd. I'á heldur Páll því fram, að einn helsti vandinn, sem við sé að etja, sé hversu duglegir mennirnir em við að þenja út umhverfi sitt á kostnað náttúr- unnar. Hann virðist telja ástæð- una vera þá, að tæknihyggja í mannlegri hugsun sé orðin ráð- andi og siðferðisefni em tækni- hyggjunni algerlega framandi. En hver er þá munurinn á náttúru og umhverfi, að mati Páls? Hann vitnar í skrif Jónas- ar Hallgrímssonar, sem sagði náttúrana vera allt í senn: „Eðli skapaðra hluta... Heimsöflin ... Hina sýnilegu veröldu,“ (bls. 34). Bæði Páll og Jónas virðast hafa haft náttúrahugmynd sautjándu- aldai'heimspekingsins Barachs Spinozas að fyrirmvnd; þá hug- mynd, að náttúran sé allt sem er, eða eins og Páll orðar það, „sköpunarverkið í heild sinni“. Og maðurinn er hluti af sköp- unarverkinu, eða náttúranni, í þeirri merkingu að hann tilheyr- ir henni, er undir hana seldur. Vegna þess að maðurinn er með þessum hætti einn af þáttum náttúrannar getur hann ekki skapað náttúrana sjálfur; hann getur ekki umflúið það hlutskipti sitt að tilheyra náttúrunni og vera þannig skapaður af henni. „Líf manna er náttúralegt vegna þess að þeir fæðast til jarðneskrar tilveru og eru sjálf- ir sem líkamlegar verar hluti hinnar sýnilegu náttúra. Og innan hennar skapa þeir svo umhverfi sitt, reisa musteri sín og menningu og greina sig þannig frá öllu öðra sem þeir geta augum litið,“ (bls. 35). Þannig er háttað muninum á náttúranni, sem skapar mann- inn, og umhverfinu, sem maður- inn skapar sér með tæknilegum aðferðum. En það er ekki þar með sagt að maðurinn leggi þannig náttúruna undir sig og gerist herra hennar. Það sem hann gerir, þegar hann skapar sér umhverfi, er öllu heldur að ryðja náttúrunni til hliðar. Páll heldur því fram, að með því að skapa sér umhverfi geri maðurinn í raun greinarmun á sjálfum sér og náttúrunni. En þessi greinarmunur er mann- gerður; hann er ekki til í nátt- úranni sjálfri. Páll Skúlason: Umhverfing Þá vaknar reyndar sú spum- ing, hvemig maðurinn, sem er hluti af náttúrunni, geti gert þennan greinarmun. Svar Páls virðist vera það, að með tækni- legu valdi sínu hafi maðurinn náð að gera skörp skil á milli sjálfs sín og náttúrannar. Af þessu leiðir, að maðurinn er helsti óvinur náttúrunnai', því að með umhverfissköpun sinni gengur hann gegn náttúranni. „Náttúrahreint umhverfi" er því þversögn, að mati Páls, því að „umhverii" er óhjákvæmilega mótað af mönnum og þar með er „hreinni náttúra" vikið burt. Svo dæmi sé tekið getur manngert uppistöðulón aldrei verið hluti af náttúralegu um- hverfi, alveg sama hversu fal- legt það þykir, og hversu líkt það er náttúrulegu lóni. Ekki frekar en eftirprentun af Kjar- val getur verið Kjarval. Ein afleiðing þessa, segir Páll, er að náttúravemd snýst fyrst og fremst um að vernda náttúrana fyrir manninum og tækniumsvifum hans. Náttúra- vernd geti þar af leiðandi ekki verið í þágu mannsins sjálfs, heldur era allar líkur á að hún gangi beinlínis gegn hagsmun- um hans. Umhverfisvernd, aftur á móti, segir Páll að snúist um að vemda manninn í umhverfi hans; í vissum skilningi að vernda manninn fyrir náttúr- unni og öflum hennar. Það er einmitt það sem umhverfi mannsins gerir, það verndai' hann fyrir náttúranni. Páll segir það misskilning, að líta svo á, að náttúruvernd sé á endanum mönnunum sjálfum tii hagsbóta. Spurningin sé ekki um áhrif umhverfingar náttúr- unnar á mennina, heldur á nátt- úruna sjálfa. Hin siðferðislega spurnig sé því sú, hvort menn- irnir hafi skyldur við náttúrana, burtséð frá afleiðingum fyrir þá sjálfa. Þessi spurning verður til um leið og mennirnir, með um- hverfingu sinni, gera greinar- mun á sjálfum sér og náttúr- unni sem þeir tilheyra. Það er aftur á móti umhverf- isvernd sem snýst um hagsmuni mannanna, og Páll virðist telja það misskilning, að farið geti saman náttúravernd og mann- legir hagsmunir. En þótt náttúra og umhverfi séu sitt hvað eiga þau eitt sam- eiginlegt. Óvininn. Páll bendir á, að það séu „sömu öflin í heimin- um sem skemma umhverfið og spilla gæðum náttúrannar“. Það sem býr að baki þessum öflum, er hinn fullkomlega tæknilegi hugsunarháttur, því að það er með tæknivaldinu sem mennirn- ir umhverfa náttúrana. Tæknileg hugsun leitar virkni og árangurs og lítur á „spurn- ingar um sannleika og réttlæti sem hvimleiða orðaleiki sem engu skipta fyri gang mála í veruleikanum,“ (bls. 23). Það væri því vert að skoða tækni- hyggjuna nánar. ARI ISBERG + Ari Guðbrandur ísberg fæddist 16. september 1925 í Möðrufelli í Hrafna- gilshreppi, Eyjafirði. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 27. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðbrandur Magn- ússon Isberg, lengst af sýslumaður í Húnavatnssýslu, f. 28.5. 1893, d. 13.1. 1984, og Arnína Hólmfríður Jónsdótt- ir Isberg, húsfreyja, f. 27.1. 1898, d. 3.10. 1941. Systk- ini Ara eru: Gerður Ólöf, f. 1921, Guðrún Lilja f. 1922, Jón Magnús, f. 1924, Ásta Ingifríður, f. 1927, Nína Sigurlína, f. 1929, Ævar Hrafn, f. 1931, Sigríður Kristín Svala, f. 1936 og dáin sama ár, Arngrímur Óttar, f. 1937. Ari kvæntist Halldóru Kolka fsberg 7. maí 1955. Synir þeirra eru: 1) Páll Kolka ísberg, f. 9.3. 1958. Maki: Ásta Bárðardóttir. Börn: Auður Kolka, Ari Páll og Ebba Björg. 2) Bald- ur Ingi Isberg, f. 8.2. 1960. Maki: Herborg Ásgeirsdóttir. Börn: Ásgeir Örn Ásgeirs- son, fóstursonur, Halldóra Kolka og Ingibjörg. Þau skildu. 3) Guðbrand- ur Ámi fsberg, f. 21.8. 1965. Maki: Bjami Viðar Sig- urðsson. Ari varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1947, cand. juris frá Há- skóla fslands 1953 og hæstarétt- arlögmaður 1958. Hann var lög- fræðingur í Iðnaðarbanka Is- lands hf. frá 1. febrúar 1954, lengst af sem aðallögfræðingur. Hann lét af störfum 1. október 1989. Ari var lengi virkur félagi í Oddfellow-reglunni. Utfór Ara Isberg fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 5. júlí, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Gufúneskirkjugarði. Til elskulegs afa okkar. Sunnudaginn 27. júní öðlaðist sál hans frið og ró er hann lést á Borg- arspítalanum. Vissulega tók það á að heyra þessar fregnir, en við vit- um að þótt líkami hans sé dáinn mun afi ávallt lifa í hjarta okkar. Við vitum að hann er glaður þar sem hann er nú og feginn hvíldinni. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til afa og ömmu og fá smágóðgæti úr efstu skrifborðs- skúffunni hans og ávallt voru vinir velkomnir. Þótt söknuðurinn sé mikill verður samt alltaf gott að koma til ömmu á Tómasarhaga 11 þar sem minning hans mun lifa. Eilíft líf ver oss huggun, vöm og hlíf líf í oss, svo ávallt eygjum æðra lífið þó að deyjum. Hvar er allt, þá endar kíf? Eilíftlíf. (Matth. Joch.) Blessuð sé minning hans. Ásgeir Örn, Halidóra Kolka, Ingibjörg, Auður Kolka, Ari Páll og Ebba Björg. Fréttin um að vinur okkar Ari Isberg hefði látist úr heilablóðfalli kom okkur ekki alveg á óvart, hann hafði átt við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið. Ari hefur verið vinur okkar allt frá unglingsáram, mágur, svili, skólabróðir, spilafélagi, ferðafélagi og svo margt annað. Heimili þeirra Dóra hefur jafnan staðið opið vin- um og vandamönnum og alltaf hef- ur verið tekið á móti fólki af rausn og gleði. Margan sunnudagseftir- miðdaginn, áram saman, spiluðum við hjónin bridge, ýmist hjá þeim eða okkur og/eða hittumst í mat. Fyrr á áram fóram við líka saman í ferðir til Kanaríeyja og Flórída, auk innanlandsferða, og þá var líka stundum tekið í spil. Ari var kannski ekki allra en hann var mikill vinur vina sinna og var vinmargur og þá ekki síst með- al samstúdenta sinna úr MA, en þau hafa haldið hópinn í yfir 50 ár og hafa hist reglulega. Systkini hans eru einnig öll á lífi og hefur alltaf verið kært með þeim. Starfski'afta sína helgaði Ari Iðnaðarbankanum og vann þar all- an sinn starfsaldur, lengst af sem aðallögfræðingur, og var virtur í starfi. Þegar bankarnir sameinuð- ust í Islandsbanka lét hann af störfum, enda var þá komið nálægt starfslokum hjá honum. Ari var alla tíð starfssamur að hverju sem hann gekk og má segja að allt hafi leikið í höndunum á honum, hann var t.d. smiður góður og sjaldan þurfti að fá utanaðkomandi til að lagfæra ef eitthvað fór úrskeiðis á heimilinu. Fjölskyldan og hagur hennar var alltaf númer eitt hjá honum. Hann var sómamaður og drengur góður. Ari og Dóra eignuðust þrjá góða syni og fimm barnabörn, tveir sona þeirra hafa búið erlendis í nokkur ár og því verið fjarri, en Baldur, sem búið hefur með foreldrum sín- um sl. 2-3 ár, var þeim ómetanleg stoð og stytta þegar halla fór und- an fæti hjá föður hans, enda var mjög kært með þeim feðgum. Nú að leiðarlokum þökkum við fyrir að hafa átt Ara að vini svo lengi, felum hann góðum Guði og biðjum fjöl- skyldu hans blessunar um ókomna tíð. Blessuð sé minning hans. Perla Kolka og Stefán Sörensson. Við fráfall Ara ísbergs, aðallög- fræðings Iðnaðarbankans um ára- tuga skeið, leita á hugann minning- ar frá vordögum árið 1970, þegar sá sem þessar línur ritar hóf störf í bankanum. Þar vora þá fyrir menn sem langa reynslu höfðu og gátu leiðbeint nýliðanum. Auk banka- stjóranna, Braga Hannessonar og Péturs Sæmundsen, gegndu Jón Bergmann aðalgjaldkeri, Jón Sig- tryggsson, aðalbókari og Ari Is- berg, aðallögfræðingur, lykilhlut- verkum. Þremenningarnir höfðu starfað við bankann frá upphafi og tóku þeir nýjum liðsmanni vel. Lögðu þeir sig fram um að kenna honum til verka enda ekki vanþörf á. Og þetta samstarf átti eftir að vara lengi. Ari ísberg hóf störf hjá Iðnaðar- bankanum haustið 1953, eða nokkrum mánuðum eftir að bank- inn tók til starfa og átti eftir að vera lögfræðingur hans allt þar til ákveðið var að bankinn sameinað- ist þremur öðrum bönkum í ís- landsbanka árið 1989. Saga Iðnað- arbankans og starfssaga Ara ís- bergs féllu því nánast saman. Tryggð hans við bankann og um- hyggja fyrir framgangi hans var mikil. Ari var dagfarsprúður maður sem barst lítið á en hlýja og vin- semd í garð samstarfsmanna ein- kenndi störf hans. Hann rækti lög- fræðistörf sín af samviskusemi þar sem saman fór gæsla hagsmuna fyrir bankann en jafnframt skiln- ingur á sjónarmiðum gagnaðila. Ari reyndist í öllu sínu góður drengur. Nú, þegar komið er að leiðarlok- um, þökkum við gömlu samstarfs- mennirnir í Iðnaðarbankanum Ara fyrir samfylgdina, félagsskapinn, vinskapinn og tryggðina. Við biðj- um honum blessunar á ókunnum slóðum og færam eftirlifandi eigin- konu og fjölskyldu samúðarkveðjur. Valur Valsson. Hann Ari frændi minn er dáinn. Það var nokkuð óvænt en hann hef- ur sennilega verið hvíldinni feginn eftir erfið veikindi. Töluverður samgangur var á milli heimila okkar þegar ég var barn. Ég gisti oft hjá þeim ásamt foreldram mínum þegar við voram í Reykjavík og eins gistu þau hjá okkur þegar þau vora á ferðinni fyrir norðan. Þegar ég svo þurfti að fara að heiman í skóla til Reykjavíkur opn- uðu þau hjónin heimili sitt fyrir mér og þó ég byggi annars staðar var ég þar fastur gestur nokkram sinnum í viku í kvöldmat og gisti stundum líka. Það var afskaplega mikils virði fyrir mig að eiga ör- uggan samastað hjá þeim þegar ég þurfti í fyrsta skipti að sjá um mig sjálf 15 ára gömul og að mörgu leyti var það sem annað heimili mitt. Seinna þegar ég fór í nám til útlanda var það fastur liður að heimsækja Ara og Dóra áður en ég fór og þegar ég kom heim. Viðmót frænda míns gagnvart mér einkenndist fyrst og fremst af hlýju og honum var umhugað um að mér gengi allt í haginn. Þegar ég sá hann í síðasta skipti var það það fyrsta sem hann spurði um og hann var afskaplega ánægður þeg- ar ég sagði honum að allt gengi vel hjá mér. Að leiðarlokum vil ég þakka frænda mínum fyrir hlýju og vin- semd í minn garð og þá gestrisni sem ég naut á heimili þeirra hjóna. Dóru og fjölskyldunni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Nína Rós. Ég minnist góðs drengs og fyrr- um samstarfsmanns og kollega, Ara Isbergs lögmanns. Kynni okk- ar og samstarf hófst er ég hóf störf sem lögfræðingur hjá Iðnaðar- bankanum 1977. Ai-i hóf störf hjá bankanum strax að loknu lagaprófi 1954, skömmu eftir að bankinn tók til starfa og varð aðallögfræðingur bankans 1958. Hann varði allri starfsævi sinni í þágu bankans eða allt þar til hann lauk störfum fyrir aldurs sakir í árslok 1989. í erfiðu og vandasömu stai'fi sem fylgdi fyrstu skrefum hins nýja banka, og áfram, eftir að bankinn stækkaði og þjónusta hans varð* víðtækari, átti Ari mjög farsælan feril. Hann var glöggur, vandvirk- ur og traustur bankalögfræðingur og trúmennska hans við bankann einkenndi hans störf. Ari komst mjög vel af við sam- starfsfólk og viðskiptamenn og fór ekki í manngreinarálit. Hann setti sér og starfsfólki sínu þær vinnu- reglur að hið sama skyldi yfir alla ganga þegar erfiðar ákvarðanir þurfti að taka við úrlausn inn- heimtumála. Hann var fastheldinn á gamlar hefðir og vinnulag og var lítt fyrir grandvallarbreytingai', nema þær væru vel ígrundaðar að hans mati. Hann var varkár í mati á tryggingum bankans og inn- heimtuúrræðum og einarður þegar þess þurfti við. Hvorki þekki ég, né minnist þess, að hann hafi nokkurn tímann gert mistök í störfum sín- um sem ollu bankanum tjóni og segir það sína sögu um 35 ára starfsferil hans. Ég varð þess var að Ara var mjög annt um fjölskyldu sína og í erilsömu starfi gaf hann sér tíma að rækta garðinn sinn og búa fal- legt heimili með eiginkonu sinni, af áhuga og natni. Ég vil að lokum þakka Ara sam-* starfið. Hann var mér hollráður, góður yfírmaður og veitti mér góða vegvísa, er ég hóf störf hjá bankan- um. Kæra Halldóra og synir. Innileg- ar samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng lifa. Steingrímur Eiríksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.