Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 35 hann hefði það. Það er erfitt að sætta sig við að svona ungur og hraustur strákur sem átti svo bjarta framtíð fyrir höndum sé kallaður á brott svona snemma. En því fáum við mennirnir ekki ráðið. Elsku Guðný, Svavar, Kristín, Hrefna, Baldi, Óskar, María, Reyn- ir, Heiðdís og Hrefna amma, við biðjum góðan guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg sem þið hafið orðið fyrir. Eiki, við þökkum þér fyrir allar góðu stundimar sem við áttum með þér. Þín verður sárt saknað. Eyrún, Rúnar, Ingi Þór og Þórdís. Með þessum línum viljum við systurnar kveðja Eirík Berg frænda okkar með söknuði. Lífið getur verið miskunnarlaust, en aldrei héldum við að svona hart gæti það orðið. Fallegur, góður og skemmtilegur, hrifinn burt frá fjöl- skyldu og unnustu, sem öll elskuðu hann svo mikið. En kannski vegna þess, hve hann var einstakur, hefur verið þörf fyrir hann á betri stað. Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær, núna mátt þú höfði halla, við herrans brjóst, er hvíldin vær. I sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp tii þín. (HJ) Elsku Eiríkur, Guð geymi þig. Sigríður Björk og Kristín Birna Halldórsdætur. Sorg og myrkur umlykja mig þennan örlagaríka morgun. Eiki er látinn. Hversu vel ég man seinasta skiptið sem ég sá hann. Hann og Kristín Helga komu til mín í heim- sókn á föstudagskvöldi þegar ég var ein heima og við ætluðum að slappa af og skemmta okkur saman, því það var orðið ansi langt síðan höfð- um komið svona saman. Hann Eiki leit mjög vel út, hann gerði grín að hárinu sínu og honum leið bara vel enda alsæll með lífið þó að eitthvað bjátaði á. Það var einn af kostum Eika að geta litið á björtu hliðamar. Það var ekkert of alvarlegt né eitt- hvað alslæmt. Ég minnist 10. bekkjar með hlý- hug. Eiki var að sjálfsögðu á meðal vinsælustu strákanna og þar af leið- andi algjör töffari en undir töffara- skapnum leyndist hlýr og góður strákur. Hann var aldrei of mikill töffari til að setjast niðui- og spjalla við bekkjarfélaga sína. Eiríkur Bergur Svavarsson, eða Eiki Beggi Svabbi eins og við kölluðum hann í 10. bekk, var einnig mikill prakkari, honum fannst ekkert skemmtilegra en að koma mér í klandur með því að tala við mig í tímum og þegar kennarinn varð reiður horfði hann á mig og sagði: „Jessie, ég sagði þér að hætta trufla mig,“ og glotti. Hann og Gulli sátu alltaf fyrir fram- an eða aftan mig í skólanum og í hverri viku hvarf strokleðrið mitt, mig grunaði þá að sjálfsögðu alltaf en þeir hjálpuðu mér alltaf að leita og neituðu algerlega sökinni. Svo seinasta kennsludaginn komu þeir báðir með fullt pennaveski af strokleðrum og spurðu: „Vantar þig strokleður?" Þeir hlógu sig mátt- lausa og minntu mig oft á hve mikil ljóska ég hafði verið. Eitt skipti kom Eiki til mín og bað mig um ráð. „Hvernig veit ég hvort ég sé hrifinn af stelpu eða ekki?“ Eg brosti og sagði: „Þú veist það bara.“ Og viti menn, nokkrum dögum seinna voru hann og Kristín Helga byrjuð saman, hann hafði átt- að sig í hjarta sínu. Aldrei hafði ég séð hann jafn ánægðan. Ég get ekki byrjað að lýsa því hve mikið hann elskaði hana, það var ekkert sem hann hefði ekki gert fyrir. hana og hún gerði hann svo ánægðan. Þegar Eiki veiktist var hún alltaf við hlið hans og studdi hann í gegn- um allt, hún var hans hægri hönd og ég vil þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir hann og fjölskyldu hans; Kristín, þú átt heiður skilið. Ég gæti haldið svona endalaust áfram um hvað Eiki var nú frábær, fyndinn og skemmtilegur en orð fá því ekki lýst hve mikils virði hann var heiminum og hve heimurinn er fátækari án hans. En þeir bestu deyja ungir er sagt og til að hjálpa mér í gegnum þennan tíma þá verð ég að reyna að trúa að Guð hafi ætlað honum stærra hlutverk. Ekki kemur mér það á óvart að Guð tímdi ekki að hafa hann á jörð- inni; hann vill hafa hann fyrir sjálf- an sig. Elsku Eiki minn, ég veit að þér líður betm- og ert á betri stað og ég mun aldrei geta fyrirgefið sjálfri mér fyrir að hafa ekki heimsótt þig en ég vil að þú vitir að þú varst alltaf í huga mínum. Ég get ekki þakkað þér nóg fyrir hversu mikil áhrif þú hafðir á líf mitt, takk, elsku vinur minn. Heimurinn mun sakna þín óskaplega. Elsku Svavar, Guð- ný, Hrefna, Óskar, Reynir, Heiðdís og Kristín Helga og fjölskylda, það er ekkert sem ég get sagt til að draga úr kvöl ykkar en megi Guð geyma ykkur og hjálpa ykkur í gegnum þessa erfiðu daga framund- an. Þegar einhver deyr, breytist ský í engil, og ílýgur upp til að segja Guði að setja annað blóm á kodda. Fugl kemur skilaboðunum aftur til heimsins Og syngur hljóða bæn sem fær regnið til að gráta. Fólk hverfur en það fer í raun aldrei. Andarnir þarna uppi setja sólina í rúmið, vekja grasið og snúa jörðinni í hringi. Stundum að degi til geturðu séð þá dansa á skýjunum, þegar þeir eiga að vera sofandi. Þeir mála regnbogann og sólsetrið og láta öldumar lemja að bjarginu. Þeir skjóta hrapandi stjömum og hlusta áóskir. Og þegar þeir syngja söngva vindsms hvísla þau til okkar, ekki sakna mín of mikið, útsýnið er frábært og ég hef það fínt. (Ashley, þýð. J.LA.) Þín vinkona, Jessica L. Andrésdóttir. Við viljum minnast fyrrverandi bekkjarfélaga okkar og vinar með fáeinum orðum. Þegar við fréttum af andláti þínu, Eiki, var okkur illa brugðið. Því þrátt fyrir þín erfiðu veikindi vild- um við ekki trúa því að þú myndir yfirgefa okkur svo fljótt. Við eigum aldrei eftir að gleyma fjörugum og viðburðaríkum vetri sem við áttum saman í 10. bekk í Langholtsskóla. Þú varst vinalegur og vildir öllum vel. Alltaf var gaman að vera nálægt þér því þú komst öll- um í gott skap með skemmtilegum uppátækjum. Þrátt fyrir að leiðir skildu eftir 10. bekk og samveru- stundirnar yrðu færri misstum við aldrei sjónar hvert af öðru. Alltaf var gaman að hitta þig, því aldei varstu það upptekinn að ekki gæfist tími fyrir skemmtilegt spjall. Þótt söknuður okkar sé mikill er hann þó mestur hjá fjölskyldu þinni og kærustunni, henni Kristínu, og við sendum þeim samúðarkveðjur. Eiki okkar, takk fyrir að fá að kynnast þér Fyrir hönd bekkjarfélaga í 10,- F.O., Kristjana Björk, Bjarni Þór, Eva Hrönn, Stefán Svan. Ástlaus erum við dauðleg, ódauðleg þegar við elskum. (Karl Jaspers) Sumarið kemur, þú ferð. Lífið kviknar, lífið deyr. Ég veit að þú ert kominn á betri stað og að þér líður vel. Ég held að til þess að komast þangað verði maður að vera ákveðn- um kostum gæddur s.s. sjálfstjóm og gæsku. Suma tekur þetta langan tíma að temja sér en aðra ekki. Það hlýtur að vera mikilvægt verkefnið sem bíður þín fyrst að þú varst tekinn svona fljótt frá okkur. Elsku vinur minn, ég kveð þig með söknuði, minning þín mun lifa með mér. Elsku Svavar, Guðný, Kristín og fjölskylda, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Eg hugsa til ykkar. Mig langar að enda þetta á nokkrum fallegum og hug- hreystandi orðum: „Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri að hvert tár snertir mig og kvelur þó látinn mig haldið. En þegar þér hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp á móti til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir það sem lífið gefur og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykk- ar í lífinu.“ (Höf. ókunnur.) Þín vinkona Vilborg Jónsdóttir. Að kveðja vin sinn í hinsta sinn er erfitt. Það er eins og vondur draum- ur, sem maður getur ekki vaknað upp af. Allt er svo óraunverulegt, en samt er verulekinn svona bitur og kaldur. Það er erfitt að hugsa til þess að í framtíðinni verði Eiki ekki lengur með okkur. Við Eiki vorum vinir frá því við fluttum til Reykjavíkur fyrir átta ái'um. Við vorum saman í skóla, við lékum okkur saman, rifumst stundum dálítið, en alltaf skildum við sem vinir og betri vin en Eika var ekki hægt að eignast. Minning- amar eru margar um allt sem við brölluðum saman. Allar góðu stund- irnar sem nú heyra fortíðinni til verða til þess að ylja okkur um alla framtíð. Við þökkum Eika fyiir samveruna, en við munum alltaf sakna hans, hann verður aldrei glejnmdur. Élsku Kristín, Guðný, Svavar, systkini og fjölskylda, við vottum ykkur innilegustu samúð og þökk- um ykkur fyrir að hafa fengið að fylgjast með allt til enda. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. F.h. vinahópsins, Hannes og Hallur. Á Laugarásveginum var alltaf líf og fjör og þar hittumst við frændsystkinin á sunnudögum hjá ömmu og afa. Þaðan á ég margai’ góðar minningar sem nú er sælt að minnast. Ymsir leiðangrar voru famir út í móa eða til bóndans og að sjálfsögðu var Eiki með í för. Eiki litli var alltaf svo glaður og hress pjakkur. Ég man ekki hve lengi við systkinin vorum að reyna að kenna honum að segja S. Aldrei tókst það og er ég því mjög fegin, það varð eitt af hans persónueinkennum, hans yndislegi framburður. Það var svo fyrir tæplega ári sem þú veiktist, Eiki minn. Eg vildi að ég hefði getað átt meiri þátt í bar- áttu þinni. Ég man þegar ég hitti þig og Kristínu í strætó og við vor- um að tala um veikindi þín. Þú tókst þessu öllu með stakri ró og því gat ég ekki annað en gert hið sama. Svo um leið og ég steig út úr strætó opnuðust allar flóðgáttir og ég hljóp grátandi heim. Ég var svo stolt af þér. Þú varst svo sterkur og stund- um þegar ég hitti þig óskaði ég þess að þú værir ekki svona hreinskilinn. Kannski var gangur þinn orðinn svo þungur að þú þráðir heitast vorið. En vqrið kom og veislu hélt ég heima. Ég vonaði heitast af öllu að þú kæmir og ég, þú og Hrefna myndum stinga af í smá tíma og gera góðlátlegt grín af ættingjum okkar eins og við höfðum oft gert á fjölskyldusamkomum. En vegna veikinda þinna komstu ekki og því varð ekkert úr þessari von minni. Nú hefur vorað hjá þér, elsku frændi minn. Minnningar mínar um þig eru nú gulls ígildi og finnst mér tilvalið að enda þessa grein með orðum formóður okkar. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldreiskaléggleymaþér. (Vatnsenda-Rósa.) Sorgir okkar eru nú þungar sem blý og vona ég að guð hjálpi fjöl- skyldu hans og öllum þeim sem minnast Eiríks Bergs. Þín frænka, Kristín. FANNY EGILSON + Fanný Jónsdótt- ir Egilson fædd- ist á Sauðárkóki 30. apríl 1901. Hún lést á Landakoti 25. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jón Á. Egilson, f. 7. sept. 1865, d. 16. júlí 1931, og Guðrún Ragn- heiður Benedikts- dóttir Blöndal, f. 1. mars 1865, d. 18. maí 1949. Systkini Fannýjar voru Þor- valdur J. Egilson, f. 13. júní 1897, d. 6. feb. 1971, Margrét Arndís J. Egil- son, f. 20. jan. 1899, d. 4. jan. 1967, og Benedikt Gísli Blöndal, f. 15. jan. 1906, d. 16. feb. 1916. Hinn 4. janúar 1930 giftist Fanný Högna Halldórssyni, f. 24. Löng ævi þarf ekki að vera við- burðarík, en þeir sem hafa lifað mestalla þessa öld hafa séð og kynnst miklum breytingum. Tvær heimsstyrjaldir, fullveldi 1918 og lýðveldisstofnun 1944. Ör og bylt- ingarkennd þróun hefur orðið á öll- um sviðum mannlegs lífs á þessari öld. Hún Fanný frænka mín hafði upplifað þessar miklu breytingar og kom það oft fram þegar málin voru rædd. Hún var á unglingsaldri þeg- ar sá mikli áfangi náðist að Island varð fullvalda ríki og hún var á besta aldri þegar lýðveldið var stofnað. Hún hafði því frá mörgu að segja. Hún ólst upp í foreldrahúsum og bjuggu þau í Olafsvík, Stykkis- hólmi og í Reykjavík. í Reykjavík varð fjölskyldan fyrir því óláni að heimili þeirra varð eldsvoða að bráð, en innbúið bjargaðist að mestu. Lítill hundur úr bleiku gleri fannst í rústunum og dettur mér alltaf í hug frásögnin af brunanum þegar ég sé hann. Högni og hún byggðu sér hús inni á Langholtinu í Reykjavík sem er í beinu framhaldi af Kleppsholt- inu og stofnuðu þar óðalsjörð upp úr 1930. Þau nefndu býlið Vík. Þetta varð síðar Langholtsvegur 145. Búskap stunduðu þau fram undir 1960 en þá hafði byggðin þrengt svo að þeim að þau urðu að láta af honum. Það má til gamans geta þess að frændfólk okkar sem átti heima á Laugavegi 71 var tekið í sveit inni í Vík, sem sagt inni á Langholtsvegi. Húsið sem þau byggðu var gert af mikilli framsýni og eins voru þau stórhuga í garð- rækt eins og garðurinn við Lang- holtsveginn ber gott vitni um. Þau gerðu fallega laut fram af svölum íbúðarhússins og minnast margir gleðistunda í því umhverfi. Þessi fagra umgerð um íbúðarhúsið pass- aði sérstaklega vel við hið fagra og fínlega heimili sem Fanný og Högni höfðu skapað sér. Einkabarn Fannýjar og Högna giftist Charles Ansiau, en hann er Belgi að upruna en fæddur i Am- sterdam. Þau stofnuðu heimili í Brussel og hafa búið þar síðan. Vegna búsetu dótturinnar voru farnar margar ferðir til Belgíu og dvalið þar í lengri eða skemmri tima. Þá ferðuðust Fanný og Högni oft með dóttur sinni og tengdasyni til Miðjarðarhafsins og sigldu þar um á snekkju og heimsóttu ýmis lönd. Eftir þessar ferðir var frá mörgu að segja, sérkennilegu landslagi, margbreytilegum bú- skap, fallegum og jafnvel furðuleg- um gróðri og skrítnum siðum ann- arra þjóða. Þrátt fyrir að himinn og haf skildu að Belgíu og ísland var allra bragða beitt til að halda góðu sambandi við frændfólkið í Belgíu. Þetta varð auðveldara þegai- árin ágúst 1896, d. 28. > desember 1984. Þau eiga eina dóttur, Guðrúnu Rögnu, f. 13. mars 1932. Hún giftist 18. maí 1953 Charles Ansiau og hafa þau búið í Brus- sel. Þau eiga þrjár dætur: Christine Fannýju, f. 27. maí 1954, Catherine, f. 6. des. 1957, og Chan- tal, f. 4. mars 1967. Synir Christine og Denis Asselberghs manns hennar eru: Arthur, f. 1. júm 1991, og Charles Alexandre, f. 8. des. 1993. Utför Fannýjar fer fram frá Fríkirkjunni á morgun, mánu- daginn 5. júlí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. liðu með bættum flugsamgöngum og annarri tækni. Mjög náið samband var milli móður minnar Erlu og Fannýjar föðursystur hennar. Móðir mín var í heimili hjá Fannýju og Högna með ömmu sinni Guðrúnu Blöndal. Síð- an þegar foreldrar mínir stofnuðu heimili bjó fjölskyldan í kjallaran-_ um á Langholtsvegi 145 eða allt þar til þau byggðu hús ásamt öðrum í Goðheimum 18. Þau byggðu síðan hús við hliðina á Vík við Langholts- veg og stendur það hús við Bai-ða- vog. Af þessu sem hér hefur verið rak- ið er ekki skrítið þótt ég hafi litið á Fannýju og Högna sem ömmu og afa og þær Guðrúnu og móður mína sem systur. Högni sagði líka á góð- um stundum: „Þú fæddist í rúminu mínu, góurinn." Vegna búsetu einkadótturinnar í fjarlægu landi kom það í hlut móður minnar að annast um Fannýju þeg- ar aldurinn færðist yfir og eftir að hún fór á Landakot. Móður minni var mjög umhugað um líðan frænku sinnar og fór margar ferðir á Landakot og dvaldi þá oft löngum stundum hjá henni og er hér með komið á framfæri kæru þakklæti til starfsfólks á deild K2 á Landakoti fyrir góða umönnun og nærgætni. Fanný frænka mín var fremur lagvaxin, en hún var fríð sýnum og alltaf vel til höfð og lagði mikið upp úr því að vera vel klædd svo lengi sem hún hafði andlegt þrek til. Það vita víst ekki aðrir en þeir sem þekktu vel til að Fanný gekk aldrei heil til skógar. Hún bæði veiktist og slasaðist á baki þegar hún var barn að aldri og gekk alltaf í stuðnings- belti upp frá því, þannig að lífið var ef til vill ekki alltaf sá dans á rósum hjá henni sem öðrum sýndist. Hún var fáskiptin við ókunnuga, en því opnari og notalegri við þá sem stóðu henni næst. Hún var sæmi- léga ættfróð, þótt hún stæði systur sinni Margréti ekki á sporði hvað það varðar. Frænka mín, margs er að minn- í ast nú þegar litið er yfir farinn veg og vil ég að lokum minnast sérstak- lega á gleði þína yfir fögru umhverfi Borgarness og nærsveita þegar þú heimsóttir mig og fjölskyldu fyrir ‘ fjórum árum. Gleði þln var svo inni- leg að hún varpaði enn meiri Ijóma á þó undurfagurt landslagið. Minningabrotin hafa hrannast upp í huganum síðustu dægrin, nú þegar komið er að leiðarlokum. Fjölskylda mín og foreldrar mín- ir sameinast nú Guðrúnu og Charles, dætrum þeirra, tengdasyni og barnabörnum í þakklæti fyrir sameiginlegar stundii’ í blíðu og stríðu og hljóðri bæn í fullvissu um að þú munir ganga á guðsvegum. Stefán Skarphéðinsson. f Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1116, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.