Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLADID SÚNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 37 MINNINGAR JOSEF BORGARSSON tJósef Borgars- son fæddist á Hesteyri í Jökul- fjörðum 14. septem- ber 1934. Hann lést á Landspítalanum 24. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 3. júlí. En orðstírr deyr aldregi hveim er sér góðan getr. (Ur Hávamálum.) Við fráfall Jósefs Borgarssonar er margs að minn- ast. Hann fæddist og ólst upp á Hesteyri í Jökulfjörðum. Líkt og fleiri af hans kynslóð og úr hans sveit, Sléttuhreppi, fluttist hann í foreldrahúsum til annars lands- hluta. Við kynntumst fljótlega er ég ungur hóf starf í Sparisjóðnum í Keflavík. Þangað átti Jósef sín fjármálaerindi og kynni okkar urðu strax frjálsleg og góð og hafa ávallt verði þannig enda maðurinn ljúf- menni. Enn betra þótti honum að vísa til skyldleika okkar sem er talsverður. Leiðir okkar Jósefs lágu fljótlega víðar og oftar saman. Verður þó á fátt eitt minnst, en hitt hvorki gleymt né grafið. I annan stað var Jósef svo gríðarlega at- hafnasamur að þátttaka hans í fé- lagsstörfum yrði nánast ótæmandi skrá. Ævinlega starfandi félagi. í félagsmálum vil ég fyrst nefna JC Suðurnes, sem var árangursrík tilraun til að ná saman í einu félagi ungum mönnum sem vildu ræða framfaramál byggðarlaganna þar burtséð frá bæjarmörkum og leggja drög að verkefnum á því sviði er slíkt félag gæti hrundið af stað eða fengið framgengt af öfl- ugri aðilum svo sem sveitarstjórn- um, jafnvel með samstarfi þeirra. Þar áttum við Jósef góða og skemmtilega daga í fjörlegum og kraftmiklum hópi áhugasamra og kraftmikilla manna. Á vegum Sjálfstæðisflokksins lágu leiðir okkar saman frá því fyrsta. Báðir sannfærðir um að sú stjómmálastefna leiðir til farsæld- ar sem leggur megináherslu á að skapa frjálsu frumkvæði einstak- linga grandvöll til athafna, veita konum og körlum jafna möguleika til að grípa þau tækifæri sem gef- ast til menntunar, ævistarfs og á hvaða annan hátt sem fólk kýs sjálft að haga lífi sínu í leit að lífs- fyllingu og hamingju. Vissir um að aðeins þannig laðast fram hug- kvæmni, dugur og aðlögunarhæfni hvers einstaklings, honum sjálfum til hagsældar og farsældar og þar með þjóðfélagi hans. Jósef valdist snemma til forystu í hreppsnefnd Hafnahrepps. Eg sat á þeim tíma í bæjarstjórn Keflavíkur og vegna þess og starfs míns hafði ég nokkra yfirsýn um verkefni Jósefs og þær annir sem oddvitastarfi hans fylgdu þar sem enginn sveitarstjóri var ráðinn. Verð ég að viðurkenna það álit mitt, að af eljusemi hans og fórn- fýsi hafi honum tekist að tryggja atvinnu og þar með búsetu í Höfn- um lengur en annars hefði orðið. Sú manngerð sem hann var lætur ekki undan síga í baráttu. Að lok- um sýnist mér hann hafi gengið of nærri sjálfum sér, fjárhag sínum og þreki. Þar er hugsanlega fyrsta orsök þess hve snemma hann kveð- ur, en hann hefur nú um árabil barist við þann vágest sem að lykt- um varð honum að falh. Eftir að ég kom aftur til starfa í stjórnmálum á vegum Sjálfstæðis- flokksins lágu vegir okkar sem fyrr þétt saman svo ekki varð bil á milli. Mér er það efalaust að stóran þátt í því hefur umburðarlyndi Jósefs átt, því honum þótti meira um vert að eiga þingmenn sem hann vissi hvar hann hefði og gæti því treyst, en að vera þeim sammála um alla skapaða hluti jafnt smáa sem stóra og þar á kunni hann skil. Hann var ávallt afskaplega traustur og ósérhlífínn stuðnings- maður Sjálfstæðis- flokksins, jafnt þótt honum sýndist kúrs- Iinn þurfa að rétta. Hann var málefnaleg- ur gagnrýnandi, hollur og sívinnandi stuðn- ingsmaður. Af hálfu þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi á löngum tíma eru Jósef Borgarssyni fluttar þakkir af heilum hug fyrir trúnað og ásérhlífinn stuðning. Á sama hátt reyndist Jósef mér í mínu stjórnmálastarfi. Ráðhollur, sívinnandi stuðningsmaður, um- burðarlyndur í smærri álitaefnum og vildi ræða til hlítar hin veiga- meiri. Ég á honum mikla þökk að gjalda sem ég vil hér með færa fram. Hafðu heila þökk, frændi og vinur. Eiginkonu Jósefs, vinkonu minni Kristínu „LúUu“, færi ég hugheilar samúðarkveðjur, svo og börnum þeirra og fjölskyldum þeirra. Minning hans lifir með okkur, sem ineð honum gengum. Árni Ragxiar Árnason, alþm. Það er ekki öllum gefið að vera hvers manns hugljúfi. Það ein- kenndi þó fas Jósefs Borgarssonar. Hann var geðþekkur og ljúfur maður og notalegt að vera í návist hans. Ég er þakklátur fyrir það að hafa kynnst Jósef og hann var okk- ur yngri bræðrum lifandi ábending um gott hjartalag og manngæsku. 64 ár eru ekki langur aldur í ævi manns. Það er sárt að sjá á eftir góðum félaga langt fýrir aldur fram. Jósef var mjög félagslyndur maður og . tók virkan þátt í mótun samfélags- ins hér suður með sjó. Hann var at- kvæðamikill sveitarstjórnarmaður og oddviti Hafnahrepps um tíma. Jósef sat í stjórn samvinnunefndar sveitarfélaganna á Suðumesjum á árunum 1971-1978 og mótaði því það samvinnustarf sveitarfélaga á Suðurnesjum sem enn er við lýði. Hann tók þátt í stofnun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og sat í fyrstu stjórn sambandsins á árun- um 1979-1980. Jósef sat jafnframt í stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suður- nesja 1979 en gerðist síðan verk- stjóri Sorpeyðingarstöðvarinnar sama ár og starfaði þar tO 1984. Síðustu árin starfaði Jósef síðan hjá Hitaveitu Suðumesja. Þar að auki var Jósef virkur í frjálsum fé- lagasamtökum svo sem Karlakór Keflavíkur og Oddfellow-stúkunni Nirði. Fyrir hönd Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum færi ég eigin- konu, börnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðju. Sjálfur mun ég minnast hlýlegs handtaks og vinarþels tO æviloka. Blessuð sé minning Jósefs Borgarssonar. Skúli Þ. Skúlason, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Okkur langar að minnast þín, kæri vinur, með fáum og heldur fá- tæklegum orðum og þakka þér fyi’- ir öll gömlu góðu árin í Höfnunum. Þú varst alltaf svo kátur og góð- ur við okkur og hvert okkar á fal- legar minningar um þig sem við munum varðveita í hjörtum okkar. Við kveðjum þig, kæri Jósef, með virðingu og biðjum algóðan guð að styrkja Lúllu, bömin henn- ar og fjölskyldur þeirra. Við vott- um þeim okkai’ innilegustu samúð og biðjum þeim blessunar. Blessuð sé minning hans. Auður Sveinsdóttir, Sveinn Sveinsson, Þuríður Sveins- dúttir, Jón Sveinsson, Kol- brún Sveinsdóttir, Þórunn Sveinsdóttir, Jóhannes R. Garðarsson. HORÐUR EINARSSON + Hörður Einars- son fæddist í Reykjadal í Hruna- mannahreppi 17. júní 1921. Hann lést á Borgarspítalanum 14. júni siðastliðinn og fór útför hans fram frá Hruna- kirkju 25. júní. Jarðsett var í heimagrafreit í Reykjadal. Hver minnmg dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku afi, með þakk- læti í hjarta og góðar minningar kveðjum við þig- Sara, Guð- mundur Ingi og Hilmar Freyr. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið gi’einina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auð- veldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN ANTON JÓNSSON, Steinahlíð 3E, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 29. júní, verður jarðsunginn þriðjudaginn 6. júlí kl. 13.30. Erla Einarsdóttir, Jón Sveinbjörnsson, Heiða Grétarsdóttir, Einar Sveinbjörnsson, Þórey Sveinsdóttir, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Sverrir Sveinsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Elsa Birna Sveinbjörnsdóttir, Bjarni Sveinbjörnsson, Halla Kr. Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Leiti, verður kvödd frá Áskirkju þriðjudaginn 6. júlí kl. 15.00. Helgi Skúlason, Sigfús Skúlason, Barbara Ármanns, Gísli Skúlason, Anna Fjalarsdóttir, Hilmar Skúlason, barnabörn og barnbarnabörn. 4 + Eiginmaður minn, faðir, þróðir, afi og langafi, JÓN HALLDÓRSSON loftskeytamaður, Kaplaskjólsvegi 51, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 6. júli kl. 13.30. Guðný Bjarnadóttir, Rósa Guðný Jónsdóttir, Guðrún Lilja Halldórsdóttir, Anna Halldórsdóttir Ferris, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS BÁRÐARSONAR frá Hemru, Fossheiði 48, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss og Heilsugæslustöðvar Selfoss. Björg Jónína Kristjánsdóttir, Brynrún Bára Guðjónsdóttir, Katrín Sigrún Guðjónsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir, Rúnar Viktorsson, Þórir Páll Guðjónsson, Helga Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð og veittu okkur aðstoð vegna andláts og útfarar elskulegs sonar okk- ar, bróður, barnabarns og frænda, RAFNS KRISTINSSONAR. Kristinn Rafnsson, Sólborg Tryggvadóttir, Valur Kristinsson, Birna Kristinsdóttir, Rafn Magnússon, Eva Guðmundsdóttir, Birna Jónsdóttir og aðrir ástvinir. >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.