Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 42
<42 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hundalíf MUNÖU AÐ SE6JA BELLU FRÁ TEOOA 06 JÓNU. ÞÚ HEFUR SVO SANNAR- LE6A SLEPPT KETTINUM LAUNUM NÚNA! Ljóska YE5, MA‘AM,TMI5 15 A LI5T OF THE C01LB6B5 I PLANTO APPLYTO.. l'LL NEED TO MAVE YOU MITE LETTER5 OF RECOMMENPATION FOR ME.. * Já frú, þetta er listi yfir þá háskóia sem ég ætla að Ég ætla að biðja þig að skrifa meðmælabréf fyrir mig.. Hvað varð af henni? BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Lifandi staður Frá Steingrími St. Th. Sigurðssyni: ÞETTA er listræn búð og er til húsa í gamla hverfinu á Patreks- firði, ekki langt frá bækistöðvum þýska konsúlsins sem var frægur um alla Evrópu fyrir það eitt að þora að flagga með swastikunni í miðju stríðinu - sögðu sumir á af- mælisdegi Hitler sáluga. Patreksfjörður er lifandi staður, svolítið lokaður eins og pókerspil. Fólkið er seintekið og snöggt upp á lagið segja sumir. Þeir smjaðra aldrei - biðja sjaldnast um gott veður og þrífast eingöngu á sinni reisn sem er í genunum segja sum- ir og þar þrífst kúnst - sérstaks eðlis. Maður rak höfuðið óvart inn í boutique sem orkaði á mig eins og ævintýri í hversdagsleikanum. Hins vegar er aldrei hversdagslegt á Patreksfirði eins og á lágsvæð- inu. Þar er aldrei leiðinlegt að lifa. Hvers vegna? Hver dagur sem rennur upp boðar það sem Bretinn segir og ég lærði barnungur mest af á námsár- unum; One can never have somet- hing for nothing: (maður getur aldrei fengið eitthvað íyrir ekki neitt) Og nú erum við staddir inni í þessari sérkennilegu búð á Patró í hundgamla hverfinu, sem ung glæsileg kona stjórnar með vest- firsku veldi sínu: Þai’na eru á boðstólum mögnuðustu listmunir, sem ég hef rekist á á langri lífsleið: og enn skil ég ekki, hvers vegna þessi listmunaverslun hefur ekki enn verið gerð lýðum ljós. STEINGRÍMUR ST. TH. SIGURÐSSON, Bfldudal. Steingrímur St. Th. Sigurðsson Blessið en bölvið ekki Frá Árna Helgasyni: ÞESSI orð standa í Heilagri ritn- ingu og það eru mikil sannindi í þessu. En það er nú kannski ekki það sem fólkið í landinu hefir í heiðri í dag. Bæði í reiði og gleði heyrir maður þetta bölv og ragn. A kappleikjum og bæði hjá kepp- endum og áhorfendum heyrum við hrópin og sagt: „Mikið helvíti er þetta gott“, ef gengur vel en ef tapað er þá er sagt: „Ja djöfullinn, þetta fór ekki vel“, og eins er líka sagt í mörgum tilfellum, „djöfull er þetta fallegt“ og jafnvel „yndis- legt“. Ég hrekk oft við þegar ég heyri þessi ósköp. Við íslendingar eigum líklega eitt fallegasta mál í heimi og höfum orð yfir allt sem hugsað er á jörðu og því þurfum við ekki að krydda það með blóti og ragni, því það eru svo margir og mér finnst þeim fjölga sem nota djöfulinn í gleði og sorg til að leggja áherslu á tjáningu sína. Mér finnst þetta orðið svo mikill sóðaskapur í okkar ylhýra máli að mér finnst ég verði að vekja at- hygli á þessari notkun fólks á mál- inu og eins og það að skemmta skrattanum með því að vera með hann alltaf á tungunni. Það geng- ur ekki. En því miður eru þessi orð notuð í tíma og ótíma. Það er ekki langt síðan ég hlustaði á leikrit í útvarp- inu þar sem blótað var svo að segja í hverri setningu og það af fullum krafti og ekkert dregið af. Það er ekki lengra síðan en í íyrradag að ég heyrði mann á einni stöðinni taka djarflega til orða og lítil stúlka sem var við hliðina á mér sagði: „Ósköp talar maðurinn ljótt í útvarpinu, ætli guð hlusti ekki á hann?“ Hún fann strax hve þetta var ljótt orðbragð, og bragð er að þá barnið finnur, var sagt í „gamla daga“. Ég man eftir því í æsku, þegar mamma var að segja okkur frá guði sem vakti yfir okkur, og þætti svo vænt um okkur, að hann hryggðist ef við værum óþæg eða töluðum ljótt. Og þegar ég gekk í bamastúkuna mína fyrir tæpum 80 árum, sagði forstöðumaðurinn sem einnig var kennari minn: „Varastu að blóta, það er svo ljótt, blótsyrði eru eins og forarblettur á hvítum silkikjóT'. Hann útlistaði þetta svo fyrir okkur börnunum að það fest- ist í huga okkar þannig að ég á svo bágt með að hlusta á fólk blóta bæði fallegu og ljótu. Og ég vek oft athygli fullorðna fólksins á því t.d. ef það reiðist, þá óskar það þeim sem reiðin beinist að beint til hel- vítis, án þess að athuga hvað það segir. Og þetta getur orðið að vana, ljótum vana. Fjöldi fólks segir þetta í tíma og ótíma, sjálfum sér og öðrum til skammar. Ég bið alla sem þetta lesa að taka orð mín al- varlega. Hallgrímur Pétursson kveður svo í orði í heilræðum sínum: Blótaðu ekki, bróðir minn böl það eykur nauða því engum hjálpar andskotinn og allra síst í dauða. Og það er vissulega rétt og satt. Og hugleiðum þetta vel og vandlega. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.