Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM (D Morgunblaðið/Ásdís Goðsagnir í sandinum HEIMSINS stærsta sandlista- verk er nú til sýnis í Sandlista- garðinum 1999 í Almere í Hollandi. Fjöldi annarra lista- verka eru þar til sýnis, öll búin til úr sandi. Listamenn frá Hollandi og Bandaríkjunum hafa eytt þar síðustu dögum og vikum við að hanna verk og útfæra, en þema þeirra allra er hin gríska goðafræði. Stærsta verkið er um 70 metra breitt, 100 metra langt og 17,28 metra hátt og verður skráð í Heimsmetabók Gu- inness sem heimsins stærsta sandlistaverk. Golf með mjaðma- ?UGLINN Tommi, annar tveggja fugla sem Helgi E. Helgason var að fóstra fyrir barnabarn sitt, slapp út og Helgi reynir að lokka hann til sín en ekkert gengur. kemur með hinn fuglinn, hana Snæfríði, sem kallar á hann Tomma sinn. Tommi rýkur af stað þegar hann heyrir í elskunni sinni. |) EN ÚBBS, hann drífur ekki alveg greyið og dettur niður á syllu aðeins neðar á blokkinni. j) VASKIR slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn koma Tomma til bjargar, ná hon- um niður af syUunni og vefja hann inn í lak. (D FUGLINN er svo færður, vel innpakkaður, inn ( sjúkrabílinn. Bílnum er lok- að vandlega áður en Tomma er hleypt út úr lakinu og færður inn í búrið. -s:.■ • © SNÆFRÍÐUR skammaði Tomma ógurlega fyrir að stinga svona af og rifust fuglamir hástöfum fyrst um sinn. En henni rann fljótt reiðin og sungu þá fuglarair ofursætt af ánægju yfír að vera saman á ný. Fugla- fóstrurnar Helgi og Ásdís voru fegnari en orð fá lýst yfir þessum ánægjulegu leikslokum. HELGI E. Helgason fréttamað- ur og kona hans Asdís Asmunds- dóttir tóku að sér að fóstra tvo litla fugla, þau Tomma og Snæfríði, fyr- ir barnabam sitt sem brá sér í úti- legu. Þegar þau opnuðu búrið til að hreinsa það kom svolítið óvænt upp á. „Annar fuglanna slapp út, flaug beint út á svalir og hvarf,“ segir Helgi. „Það voru auðvitað allir mið- ur sín og það var byrjað að leita og leita og leita. Það kom fullt af fólki héðan úr hverfinu að hjálpa til við leitina og við fínkembdum allt héma. Við vissum náttúmlega ekki hvemig svona fuglar haga sér þeg- ar þeir komast út, héldum kannski að þeir myndu fara, eins og aðrir fuglar, upp í tré. Maður góndi því mest upp í trén og ég held að ég hafí verið búinn að skoða hér um bil öll tré héma, að minnsta kosti í Blönduhlíðinni og Hamrahlíðinni og næsta nágrenni. En við fundum hann ekki. Eg heyrði stöðugt eitthvert tíst en þá vom þetta bara einhverjir þrestir og við voram orðin úrkula vonar um að við fyndum hann. Við gerð- um okkur grein fyrir því að við þyrftum að tilkynna barninu að fuglinn hefði flogið burt og væri týndur. Við höfðum miklar áhyggj- ur af því að hann myndi aldrei treysta okkur fyrir einu né neinu framar.“ Helgi sagði við Ásdísi að það væra álíka miklar líkur á því að finna fuglinn þarna úti og að vinna hundrað milljónir í Lottói og þau hættu brátt leitinni og fóru inn. En Helgi var samt ekki í rónni og vildi ekki gefast upp. „Þama sat ég og var farinn að horfa á sjónvarpið. hnykkjum FETTUR og brettur eru oft nauðsynlegar í golfí ef staðan er erfíð og kúlan vill ekki ofan í. Ben Crenshaw skaut fram mjöðmunum og stóð á tánum með stæl á golfmóti á Cog Hill- vellinum á dögunum. En ekkert dugði. Kúlan vildi ekki ofan í og Ben á mótinu. Astarsaga úr Hlíðunum Svo var eitthvað í sjónvarpinu sem var svo óskaplega leiðinlegt að ég hugsaði með mér; ég nenni ekki að horfa á þetta, ég fer aftur út að leita. Mér fannst ég heyra eitthvert tíst sem virtist ekki vera í þresti og kom ég þá auga á fuglinn þar sem hann sat á svalasyllu á blokkinni þar sem Blindraheimilið er.“ Hann komst upp á næstu svalir og reyndi að kalla Tomma til sín. En fuglinn leit ekki við honum og hélt sig í mátulegri fjarlægð. En þá var blessunin hún Snæ- fríður, sem hafði næstum gleymst í öllum hamaganginum, kölluð til leiks og var komið með hana í búr- inu út á svalimar. „Snæfríður var þarna í búrinu og kallaði á Tomma og þá kom hann og flaug að búrinu. En greyið dreif ekki alveg og lenti því á ofan á syllu þarna neðar á blokkinni.“ Helgi sá ekki í hendi sér hvernig hann ætti að nálgast fuglinn til að góma hann svo hann hringdi í slökkviliðið og bað það um aðstoð, þeim til nokkurrar kátínu. Slökkvi- liðið kom að vörmu spori og tók verkefnið mjög fagmannlegum tök- um og hrósar Helgi framgöngu þess í málinu. „Þarna kom slökkvi- liðsbíll og sjúkrabíll og handsömuðu þeir fuglinn og pökkuðu honum inn í lak. Þannig var farið með hann inn í bílinn, bílnum lokað svo hann slyppi nú öragglega ekki og þar var hann settur inn í búrið.“ Þegar Tommi kom inn í búrið byrjaði Snæfríður að skamma hann aíveg óskaplega og rifust þau há- stöfum í smástund. Það rifrildi varði þó ekki lengi og fyrr en varði vora þau orðin syngjandi sæl og lék enginn vafi á því hversu fegin og glöð þau Tommi og Snæfríður vora yfir því að vera saman á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.