Morgunblaðið - 06.07.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.07.1999, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fáeinir langt komn- ir með fyrri slátt Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. SÍÐUSTU helgina í júní hófu nokkrir bændur hér í uppsveit- um Árnessýslu heyskap. Spretta er afar misjöfn og er sumstaðar komið all gott gras á tún sem voru alfriðuð við beit í vor. Menn notfærðu sér góða þurrkinn í síðustu viku þegar hitinn komst yfír 20 gráður suma dagana. Nýtingin á því heyi sem slegið var þá er með afbrigðum góð. Er fyrri sláttur langt kominn á fáeinum bæjum. Mikið hefur sprottið síðustu daga og fljótlega fara þeir einnig að bera ljá í jörð sem ekki eru þegar byrjaðir, eink- um ef heyþurrkur verður áfram góður. Víðast hvar er heyið bundið í rúllur og þarf því ekki eins mikinn þurrk og með eldri hey- skaparaðferðum. Skattayfírvöld bregðast við svikum starfsmanns skattsins Huga að öflugra innra eftirliti RÍKISSKATTSTJÓRI og skattstjóri Skattstofu Reykjanesumdæmis telja þörf á að skattayfirvöld komi upp innra eftirliti til að koma í veg fyrir að starfsmenn brjóti af sér í opinberu starfi. I síðustu viku var starfsmaður Skattstofu Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um tæplega 11 milljóna króna svik á virðisaukaskatti. UNNIÐ við heyskap í Núpstúni í Hrunamannahreppi. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sigmundur Stefánsson, skatt- stjóri á Skattstofu Reykjanesum- dæmis, sagði að ekki væri fyrir hendi sérstakt skipulag til að koma í veg fyrir starfsbrot af þessu tagi. Kerfið væri t.d. ekki þannig byggt upp að tveir menn kæmu að aðgerð- um heldur væri einum manni treyst til að gera færslur eins og þær sem maðurinn, sem nú situr í gæsluvarð- haldi vegna gruns um brot í starfi, sáum. „Varnir kerfisins beinast fyrst og fremst að svikum utan frá. Svona at- burður leiðir óhjákvæmilega til þess að skoða þarf hvaða leiðir eru tækar til að koma í veg fyrir atburð sem þennan.“ Sigmundur sagði að þetta mál væri visst áfall fyrir skattstofuna með sama hætti og þegar fjárdrátt- ur kemur upp í fyrirtækjum eða stofnunum. Indriði H. Þorláksson ríkisskatt- stjóri sagði að þetta mál væri nánast einsdæmi hjá skattinum, en þetta sýndi engu að síður að þörf væri á að koma á fót skipulegra innra eftiriiti í skattkerfinu. Þetta mál sýndi að ekki væri hægt að treysta því 100% að þeir sem ráða sig til starfa hjá skatt- inum stæðust þær kröfur um heiðar- leika sem gerðar væru. Hann sagðist reikna með að það yrði rætt innan skattkerfisins alveg á næstunni hvernig ætti að bregðast við svona hlutum. Indriði sagði að gerðar væru mikl- ar kröfur um heiðarleika og traust þegar menn væru ráðnir til skatts- ins. Það væri hins vegar misjafn sauður í mörgu fé. „Ég held að það sé betra fyrir kerfið og starfsmenn að það sé fyrir hendi eitthvert kerfi sem með reglubundnum hætti skoð- ar hvort allt sé með felldu.“ Slapp vel úr slysi eftir grjóthrun SJÖ ára telpa, sem slasaðist í Fljótavík á Homströndum á sunnudag er hún varð fyrir grjóthruni og talið var að hefði slasast alvarlega, slapp óbrotin úr slysinu og var ekki þörf á að- gerð á henni við komu á sjúkra- hús. Að sögn aðstoðarlæknis á bamadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur var búist við að telpan gæti þvi útskrifast af sjúkrahúsi í síð- asta lagi í dag. Þyrla Landhelgis- gæslunnar sótti telpuna á slys- stað á sunnudag og flutti hana á sjúkrahús og var talið að hún væri alvarlega slösuð eftir að hafa fengið þungt grjót í bakið. Lögreglan á Isafirði vinnur að rannsókn slyssins á vettvangi, en niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja ekki enn fyrir. Þjónusta númer eitt! Til sölu MMC Space Wagon, árgerð 1998. Ekinn 38.000 km, sjálfskiptur. Ásett verð kr. 2.080.000 Nánari upplýsingar hjá Bíla- þingi Heklu I síma 569 5500. Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-I8 laugardagar kl. I2-I6 BÍLANNGfEKLU Nvm&r p-'rtf í nofv?vm bíhim! Laugavegi I74.105 Reykjavík, sími 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is Morgunblaðið/Halldór FREMUR var blautt í veðri í Þórsmörk um helgína og gekk á með skúrum. „Fyllirí og djöfulgangur“ Verð á leigukvóta hækkar enn Margar útgerðir hættar veiðum Á ÞRIÐJA þúsund manns heim- sótti Þórsmörk um seinustu helgi og var talsverð ölvun á svæðinu, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Hvolsvelli, og meiri er- ill en oft áður. Tveir gistu fanga- geymslur lögreglu og ellefu voru teknir grunaðir um ölvun við akstur aðfaranótt sunnudags. Engin stóráföll urðu í Þórsmörk, en „sukk og svínarí og gekk á með smálegum pústrum og djöfulgangi, hnupli og líkamsmeiðingum," eins og lögreglumaður á Hvolsvelli lýsti ástandinu í samtali við Morgun- blaðið. „Krakkarnir mæta til þess eins að drekka, sérstaklega í Húsa- dal og Langadal. Lögreglumaður hér spurði ungan ökumann sem var á leið úr Þórsmörk á sunnu- dag, hvort hann hefði smakkað áfengi. Pilturinn leit á hann stór- um augum og spurði: „Hvern fjandann heldurðu að ég hafi verið að gera í Þórsmörk?" LEIGUVERÐ á þorskkvóta hækk- aði enn á Kvótaþingi íslands í gær, þegar kílóið fór í 120 krónur og hef- ur verðið aldrei verið jafn hátt. Alls voru viðskipti með rúm 157 tonn af þorski á þinginu í gær. Leiguverð á ýsu, sem fór í 58 krónur fyrir helgi, stóð í stað í gær, en aðeins voru við- skipti með rúm 6 tonn. Þá voru enn- fremur leigð 35 tonn af skarkola og fór verðið upp í 70 krónur fyrir kíló- ið. Bjarga sér frá veiðileyfamissi Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenski-a útvegs- manna, segir ekki hægt að útskýra hátt leiguverð á þorski nema á þann hátt að menn fái þorsk þegar þeir reyni að veiða aðrar tegundir og borgi hátt verð fyrir kvótann tii að missa ekki veiðileyfið. „En þegar verð á öðrum tegundum hækkar líka verður erfitt að útskýra þetta. Ég verð því talsvert var við það núna, sem er andstætt við það sem áður var, að margir eru að hætta veiðum og ætla að bíða næsta kvótaárs. Það getur enginn gert út á þessu verði. Það er Ijóst að Kvóta- þing hefur valdið mikilli hækkun á leigukvóta, þvert á það sem stefnt var á í upphafí. Ég vona því að Al- þingi afnemi þessi lög strax í haust, þau hafa haft slæmar afleiðingar fyrir marga staði og margar útgerð- ir,“ segir Kristán.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.