Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 10
iHB«ui iiiini ii.m—wwww:- h 10 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Símaskrár, timbur og matarleifar hafa fengið nýtt hlutverk við uppgræðslu á höfuðborgarsvæðinu Lífrænum úrgangi breytt í verðmæti Hvernig má breyta lífrænum úrgangi í dýrmætan áburð sem græðir upp sár landsins í landnámi Ingólfs? Ragna Sara Jónsdottir fylgdist með þegar fyrsti farm- ur moltu, sem unnin er meðal annars úr gömlum símaskrám og matarleifum, var ---------------------------------------------------------------------------------------------------------7----------------------------------- borinn á gróðurlítil svæði við Ulfarsfell. FYRSTI farmur moltu sem unninn hefur verið úr lífrænu sorpi þátttak- enda í umhverfisátakinu Skil 21, var borinn á uppgræðslusvæði verkefn- isins við Ulfarsfell í gær. Pappír, timbur og matarleifar frá mörgum stórfyrirtækjum á höfuðborgar- svæðinu hafa þar með fengið hlut- verk við að græða upp land í stað þess að valda mengun í umhverfinu með því að vera urðað. Skil 21 er umhverfisátak á vegum Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000, landgræðslusam- takanna Gróðurs fyrir fólk í Land- námi Ingólfs og Verkfræðístofunn- ar Línuhönnunar, og hófst í febrúar sl. Verkefnið byggist á nýtingu líf- ræns sorps til uppgræðslu og rækt- unar í nágrenni höfuðborgarsvæðis- ins. Tólf fyrirtæki eru stofnaðilar að verkefninu og fylgja þau einföldum staðli sem felst í flokkun lífræns úr- gangs. Þannig verða til dæmis mat- arleifar, timbur, svína- og hænsna- skítur, pappi og pappír; svo sem símaskrá síðasta árs sem viðskipta- vinir Landssímans hafa skilað aftur til fyrirtækisins, að moltu, sem er gróðurþekjandi efni og borið verður á ákveðin uppgræðslusvæði í Land- námi Ingólfs. Urgangur að andvirði 200 milljónir króna Með því að endurnýta lífrænan úrgang á þennan hátt er unnt að minnka urðun úrgangs verulega, en um 50-60% af sorpi sem fellur til í samfélaginu er af lífrænum upp- runa, að sögn Jónu Fanneyjar Frið- Morgunblaðið/Þorkell EINAR Sveinb,jörnsson, veðurfræðingur og aðstoðarmaður umhverfisráðherra, gróðursetur plöntu á upp- græðslusvæði Skil 21 við Ulfarsfell í gær, með aðstoð ungmennis úr vinnuskóla Landsvirkjunar. riksdóttur, framkvæmdastjóra Gróðurs fyrir fólk í Landnámi Ing- ólfs. Að auki felst verulegur fjár- hagslegur ávinningur í endurnýt- ingu lífræns úrgangs, að sögn Ingva Þorsteinssonar, formanns samtak- anna. Segist hann telja að það magn af lífrænum úrgangi sem fellur til á höfuðborgarsvæðinu á hverju ári jafnist að verðgildi á við að keyptur væri hreinn áburður fyrir um 200 miiyónir króna. „Þessi fjárhæð jafn- ast á við um þriðjung þess fjár- magns sem veitt er á fjárlögum á ári til landgræðslu og skógræktar, svo þetta eru mikil verðmæti," segir Ingvi. Ingvi segir að fjárhagslegur ávinningur af endurnýtingu úr- gangsins sé augljós auk þess sem lífrænu efnin innihaldi mun fleiri efni en áburðurinn. Þau brotni að auki hægar niður en áburðurinn svo ekki þurfi að bera þau á nema einu sinni. Þar með sé dreifing moltunn- ar orðin grunnur að sjálfbærri þró- un og margra ára framvindu í nátt- úrunni. Stofnaðilar Skil 21 sem skila úr- gangi í verkefnið eru stórfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, en Jóna Fanney segist reikna með að fleiri gerist aðilar að því á næstunni, enda sé Skil 21 ætlað framtíðarhlutverk og fyrirtæki séu boðin velkomin til þátttöku. Auk þess að skila lífræn- um úrgangi til framleiðslu á moltu greiða þátttakendur árgjald sem nýtt verður til uppgræðslu og rækt- unar í Landnámi Ingólfs. Stofnaðil- ar að átakinu eru: ATVR, Eimskip, Kexverksmiðjan Frón hf., Lands- síminn, Nýkaup, Hótel Saga-Radis- son SAS, Fjölskyldu- og húsdýra- garðurinn, ISAL, Skeljungur, Steindórsprent-Gutenberg, Gæða- grís/Nesbú, Landsvirkjun og nýlega gerðist Olís þátttakandi. Átakið hefst í Hamrahlíðarlöndum Fyrsta uppgræðslusvæði Skil 21 er í Hamrahlíðarlöndum við Úlfars- fell, sem er bæði í landi Reykjavík- ur og Mosfellsbæjar. Á síðustu vik- um hafa ungmenni úr vinnuskóla Landsvirkjunar unnið að land- græðslu og ræktun á svæðinu, en skipulagning þess er í höndum garðyrkjustjóra Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Vinna þeir eftir til- lögum samstarfshóps verkefnis sem kallast Gjóla og er unnið af einkaað- ilum í samráði við Reykjavíkurborg. Verkefnið miðar að því að móta landnotkun svæðisins með tilliti til staðbundins náttúrufars, veður- og gróðurfars. Með því móti er reynt að draga úr áhrifum vinda og veð- urs með réttu skipulagi svo sem eins og staðsetningu mannvirkja og vindbrjóta sem t.d. geta verið lim- gerði eða tré. Að sögn Fríðu Bjargar Eðvarðs- dóttur, landslagsarkitekts verkefn- isins, er gróðurfar á uppgræðslu- svæðinu við Úlfarsfell mjög lélegt, en með átakinu geti það mjög fljót- lega tekið á sig nýja mynd. Hún segir að alls ekki sé miðað að því að gera landið að skrúðgarði heldur mun frekar að bæta ásýnd þess á náttúrulegan hátt, þannig að það verði aðlaðandi útivistarsvæði. Náttúrunni rétt hjálparhönd Fríða Björg segir að vinnan sem innt sé af hendí á svæðinu sé fjór- þætt. I fyrsta lagi séu rofabörð lag- færð og sáð í þau gras- og birkifræj- um. I öðru lagi sé plantað skóg- ræktarplöntum sem í framtíðinni verði að skógi með mjúkar útlínur. I þriðja lagi sé víðiplöntum plantað í limgerði víða á svæðinu sem falli að landinu svo þau stingi ekki í stúf og fylgja þau til dæmis halla landsins. I fjórða og síðasta lagi sé um að ræða dreifingu moltunnar á bletti á svæðinu þar sem gróður er minni en 50%, og í þá sáð blöndu af gras- tegundum. „Við erum einungis að hjálpa náttúrunni að gera það sem annars myndi gerast á tugum ára. Meðal annars plöntum við víðiplöntum þar sem þær eru fyrir og birkiplöntum þar sem þær er að finna," segir Fríða Björg. Þegar uppgræðslu og ræktun lýkur á svæðinu mun hafa verið dreift moltu á um 30 ha, lengd skjól- belta sem gróðursett hafa verið verða um 1.200 m og um 10 þúsund víðiplöntum mun hafa verið plantað í belti og þyrpingar. Heildarstærð svæðis til skógræktar er um 8 ha og er gert ráð fyrir að plantað verði um 8-10 þúsund skógræktarplönt- um. Svæðið við Úlfarsfell er fyrir- hugað byggingarland en ræktun landsins á ekki að standa í vegi fyrir frekari nýtingu þess fyrir íbúða- byggð. Að sögn Fríðu Bjargar telur hún að svæðið verði fljótt að taka á sig nýja mynd og ástand þess verði mun betra að ári. Framkvæmdaað- ilar Skil 21 reikna með að uppsker- unni verði fagnað sumarið 2000 þeg- ar Reykjavík skartar titlinum menningarborg Evrópu. Molta verkefnisins er unnin bæði hjá Sorpu og Gámaþjónustunni hf. og tekur jarðgerðarferlið, þ.e. tíminn sem tekur að breyta úrgangnum í moltu, um 10-15 vikur. 49 ára Reykvfkingur dæmdur fyrir gróf kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt 49 ára gamlan Reykvíking í fjögurra ára fangelsi fyrir grófa kyn- ferðislega misnotkun á hendur dóttur sinni á árunum 1988 til 1992, eða frá því hún var níu ára gömul. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sak- arkostnað, þar á meðal 400 þúsund króna málsvarnarlaun skipaðs verj- anda síns og 100 þúsund króna þókn- un skipaðs réttargæslumanns stúlkunnar. Mál þetta hafði áður verið dæmt í héraði 1. apríl 1998, og var maðurinn þá dæmdur til að sæta þriggja og hálfs árs fangelsi, en með dómi Hæstaréttar 17. september sl. var dómur héraðsdóms og aðalmeðferð málsins ómerkt og málinu vísað til meðferðar í héraði að nýju. Héraðs- dómararnir í málinu viku sæti í því með úrskurði og kom það til úthlutun- ar að nýju. Langvarandi misnotkun í vitnisburði stúlkunnar kom fram að faðirinn hefði alla hennar æsku, eða svo langt sem hún myndi, beitt hana grófri kynferðislegri misnotkun. Lýsti hún því að um langvarandi og nær órjúfanlega misnotkun hefði verið að ræða, bæði gægjur, þukl og kynferðis- lega tilburði af ýmsum toga. Síðar hefði hann einnig neytt hana til þess að hafa við sig munnmók og samfarir. Héraðsdómur þyngdi dóm sinn í niðurstöðu dómsins segir að lýs- ingar stúlkunnar hafi allt frá upphafi, er hún kærði manninn fyrir athæfið, verið á sömu lund, ýkjulausar og án nákvæmra lýsinga á einstökum atvik- um. Hafi framburður hennar verið staðfastur og trúverðugur og fram- koma hennar fyrir dómi verið einörð og traustvekjandi. Móðir stúlkunnar bar að hafa þrívegis komið að ákærða að næturlagi í herbergi stúlkunnar og kannaðist ákærði við það. Einnig lýsti hún kynferðislegum tilburðum mannsins gagnvart yngri dóttur þeirra, þegar hún var þriggja til fimm ára gömul. Þá bar stúlka í fjölskyldu ákærða að hann hefði kafað á brjóstum henn- ar utan klæða, þar sem hún hafði ver- ið lögð til vegna ölvunar í áramóta- samkvæmi fjölskyldunnar þegar hún var 14 eða 15 ára. Einnig bar vinkona dóttur hans að hann hefði káfað á kynfærum hennar innanklæða eitt sinn er hún var næturgestur á heimil- inu. Heimsóknir af kynferðislegum toga Maðurinn neitaði flestum þeim framburði er braut í bága við hans eigin en viðurkenndi að hafa komið til dóttur sinnar að næturlagi í 3-5 skipti á árunum 1990 til 1994 í þeim tilgangi að horfa á hana og viðurkenndi að þær heimsóknir hefðu verið af kyn- ferðislegum toga og að heimsóknir þessar og athæfi þeim tengt hafi verið í þeim tilgangi að fullnægja kynferðis- legum hvötum sínum. Þá lá fyrir í málinu bréf sem maður- inn sendi til móðurfjölskyldu dóttur sinnar eftir að upp hafði komist um misnotkun hans, þar sem hann viður- kennir að hafa misnotað hana, án þess að þar komi fram í hverju sú misnotk- un fólst. Ákærði gaf þær skýringar á bréfinu að hann hefði skammast sín vegna hugsana sinna gagnvart dóttur sinni og hefði tilefni bréfsins verið að afsaka þær. Þegar virtur var fram- burður stúlkunnar og annarra vitna, þótti dóminum skýringar mannsins á framburði stúlkunnar bæði langsóttar og ótrúverðugar. Dóttirin sætti ýtarlegum prófunum hjá sérfræðingum, bæði sálfræðingi og geðlækni, á persónuleika sínum og trúverðugleika framburðar síns, auk þess sem kannað var hvort umferðar- slys sem hún varð fyrir allnokkru áð- ur en hún bar fram kæru á hendur ákærða hefði haft áhrif á persónuleika hennar og skaphöfn. Samkvæmt greinargerð þessara sérfræðinga og vættis þeirra fyrir dómi, var ekkert að mati dómsins sem benti til að stúlkan væri haldin nein- um þeim sjúkdómum, geðrænum eða líkamlegum, sem varpað gætu rýrð á trúverðugleika framburðar hennar eða bentu til að um uppspuna hennar væri að ræða. Þá leiddu rannsóknirn- ar til þeirrar niðurstöðu að umrætt umferðarslys hefði ekki haft nein var- anleg áhrif á persónuleika stúlkunnar. Brást trausti og skyldum Við ákvörðun refsingar var höfð hliðsjón af því að brot ákærða voru al- varleg, náðu yfir langan tíma og voru framin innan veggja heimilisins. Mað- urinn brást trausti dóttur sinnar og skyldum sínum gagnvart henni, auk þess sem fyrir liggur að meingerð hans gagnvart dóttur sinni hafi haft alvarleg áhrif á sálarástand hennar og vellíðan. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari skilaði séráliti, þar sem hann taldi ým- is atriði í málinu til þess fallin að veikja grunsemdir um sekt mannsins. Hann hefði neitað því frá upphafi að hafa haft kynferðismök við dóttur sína og hefðu skýrslur hans verið stöðugar um mikilsverðustu atriði. Enda þótt gægjuhneigð hans væri sönnuð taldi Pétur það ekki nægja, ásamt frásögn hennar þótt einörð og staðföst væri, til að fella sök á hann fyrir kynferðis- mökin sem hann var ákærður fyrir. Hervör Þorvaldsdóttir, Hjörtur O. Aðalsteinsson og Pétur Guðgeirsson héraðsdómarar kváðu upp dóminn. ! I í. ¥
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.