Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 19 AKUREYRI Morgunblaðið/Ásdís SVEINN Asgeirsson fíarstýrir járnpressunni. I baksýn má sjá hluta haugsins og tvo bfla sem síðar enda sem fyrirferðarlitlir kassar. Brotajárn endurunnið í Krossanesi HEILMIKILL brotajárnshaugur hefur myndast á svæðinu fyrir ofan Krossanesverksmiðjuna. Þar má sjá vél hamast við að tæta járnarusl og breyta heilu bflunum í fyrirferðarlitla kassa. Þarna er á ferðinni járnpressa frá fyrirtækinu Hringrás sem er endurvinnslufyrirtæki. Þeir eru í samvinnu við Sorpeyðingu Eyja- fjarðar og sveitarfélögin á Eyja- fjarðarsvæðinu sem sjá um mót- töku á járnarusli. Hringrás kem- ur svo hingað með járnpressuna og pressar járnið sem síðan er flutt út til bræðslu. Að sögn Sveins Ásgeirssonar hjá Hring- rás þá hefur mikið breyst frá því sem áður var þegar mest allt járn var urðað og sáralítið end- urunnið. Sveinn segir að í næsta mánuði verði uppskipun á járni til að flytja út til bræðslu, úr brota- járninu er síðan unninn mótavír og járn til að framleiða bfla og ýmislegt fleira sem framleitt er úr járni. Hann segir að stefnt sé á að ná um 2500 tonnum af sam- anpressuðu járni. Hann segir að á Islandi falli til um 20.000 tonn af járni árlega og því sé mjög mikilvægt að ná að endurvinna sem mest. „Eftir að umhverfislög voru hert þá jókst endurvinnsla á járni til muna og við höfum nóg að gera við að pressa brotajárn út um allt land," sagði Sveinn. Sveinn sagði að stefnt væri á að flytja út tvo til þrjá farma af þessu svæði í sumar en einn farmur hefði farið fyrir ári siðan. Akureyrarbær veitir styrki til kennaranáms Þrjátíu og ein umsókn SKOLANEFND Akureyrarbæj- ar auglýsti fyrir nokkru styrki til náms í kennara- og leikskóla- kennaradeild Háskólans á Akur- eyri. Upphæð styrkjanna verður 60.000 krónur á mánuði eða alls um 560.000 krónur yfir skólaárið. Skilyrði fyrir umsókn eru að styrkþegar skuldbindi sig til að inna af hendi vinnuframlag'við leik- og grunnskóla Akureyrar, eitt ár fyrir hvert styrkár. Að sögn Ingólfs Armannssonar hjá Akureyrarbæ þá barst þrjátíu og ein umsókn um styrki og fór það fram úr björtustu vonum for- svarsmanna kennslusviðs Akur- eyrabæjar. Ingólfur sagði að styrkirnir væri ein leið tO að fjölga rétt- indakennurum í bænum og laða fólk til náms. „Við fáum efnilegt fólk til að mennta sig í bænum sem síðan skuldbindur sig síðan til að vinna hjá okkur í ákveðinn tíma. Háskólinn hér á Akureyri hagnast líka á því að fá til sín efnilega nemendur enda tekur hann þátt í þessu með okkur," sagði Ingólfur. Hann sagði að nú færu í hönd sumarfrí hjá starfs- mönnum bæjarins og óvíst væri hvenær unnið yrði úr umsóknun- um en stefnt væri að því að nið- urstaða lægi fyrir ekki seinna en 10. ágúst. Minjasafnið á Akureyri Fyrsta söngvakan SÖNGVÖKUR Minjasafnsins á Akureyri eru yfirlit íslenskrar tónlistarsögu í tali og tónum en fyrsta söngvakan fer fram í kvöld, þriðjudagskvöldið 6. júlí, kl. 21, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Flytjendur á söngvökunni eru Rósa Kristín Baldursdóttir og Hjörleifur Hjartarson. Allir þeir sem vilja eiga notalega og jafnframt fræð- andi kvöldstund eru hvattir til að mæta, segir ennfremur í frétta- tilkynningunni. Aðgangseyrir er 700 krónur og er heimsókn í Minjasafnið innifalin, en safnið verður opið á þriðjudagskvöldum milli kl. 20 og 23, auk venjulegs opnunar- tíma sem er frá kl. 11 til 17. Halló! Horfðu hingaö. Komdu nær. Allirsem skrá sig vikuna 5. til 11. júlí fá fyrstu þrjá mánuöina fria. Fyrstu 200 sem skrá sig fá aö auki bókina Internetiö á eigin spýtur. v. Mótald 1.190 ISDN64 1.690 ISDN 128 2.190 Samskipti eru góö. Ókeypis samskipti eru samt betri. Komdu í heimsókn /ez Síminn Internet, Grensásvegi 3, sími 800 7575, simnet@simnet.is SÍMINNilítiTnTr -tengir þig viö lifandi fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.