Morgunblaðið - 06.07.1999, Page 22

Morgunblaðið - 06.07.1999, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Gjaldeyrisforði Seðlabanka íslands 31,1 milljarður Gengi krónunnar hækkaði um 0,7% í júní GJALDEYRISFORÐI Seðla- banka Islands dróst saman um 700 milljónir króna í júní og nam í lok mánaðarins 31,1 milljarði króna. Til samanburðar nam gjaldeyrisforðinn 29,6 milljörðum króna í lok desember 1998, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Seðlabanka íslands um helstu liði í efnahagsreikningi bankans. Gengi íslensku krónunnar, mælt með vísitölu gengisskráningar, hækkaði um 0,7% í mánuðinum. A millibankamarkaði með gjaldeyri seldi Seðlabankinn 400 milljónir króna í júní umfram það sem hann keypti. Heildareign Seðlabankans í markaðsskráðum verðbréfum nam 8,6 milljörðum króna í júnílok miðað við markaðsverð og lækkaði um 700 milljónir í mánuðinum. Erlendar skammtímaskuldir dragast saman Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir hækkuðu um 3,9 millj- arða í júní og námu þær 15,5 millj- örðum í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjármálastofnanir lækkuðu aftur á móti um tæpan milljarð og voru 4,5 milljarðar í lok hans. Er- lendar skammtímaskuldir, lán sem Seðlabankinn tekur af og til m.a. til að styrkja gjaldeyrisforðann, dróg- ust saman um 3,86 milljarða, og er- lend langtímalán lækkuðu um 1,67 milljarða í júní. Nettókröfur á ríkissjóð og ríkisstofnanir neikvæðar Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir lækkuðu um 3,5 milljarða króna í mánuðinum og voru neikvæðar um 5,3 milljarða króna í lok júní. Grunnfé bankans jókst um 0,9 milljarða króna í mán- uðinum og nam það 22 milljörðum króna í lok hans. Stefna Norræna fjárfestingarbankans að auka lán til starfsemi í Eystrasaltslöndunum Lánar BYKO-LAT 1,9 milljónir evra í GÆR var undirritaður samningur um lán Norræna fjárfestingarbank- ans til BYKO-LAT, dótturfyrirtæk- is BYKO hf. í Lettlandi. Lánið nem- ur 1,9 milljónum evra, eða um 146,7 milljónum íslenskra króna, og er til sjö ára. Lánið er veitt til fjármögnunar á uppbyggingu verksmiðju BYKO- LAT í Jumaras í Lettlandi en starfsemin felst í þurrkun og hefl- un timburs sem keypt er frá Lett- landi og Rússlandi og flutt út til ís- lands og ýmissa Evrópulanda, eins og segir í fréttatilkynningu frá BYKO. Vfðskiptaþekking flutt til Lettlands Að sögn Jóns Sigurðssonar, bankastjóra Norræna fjárfestingar- bankans, er lánveitingin í samræmi við stefnu bankans um stuðning við uppbyggingu atvinnulífs í Eystra- saltslöndunum. „Norræni fjárfest- ingarbankinn treystir BYKO. Fyr- irtækið hefur stundað kapp með forsjá og kemur örugglega til með að standa undir væntingum Nor- ræna fjárfestingarbankans,“ segir Jón Sigurðsson. Verkefnum, sem fela í sér útrás íslenskra fyrirtækja til annarra Norðurlanda eða Eystrasaltsríkja, virðist vera að fjölga í hópi þeirra verkefna sem hljóta ián frá Nor- ræna fjárfestingarbankanum. Bankinn lánar nú íslensku dóttur- fyrirtæki í fyrsta sinn, en að sögn Jóns Sigurðssonar hefur bankinn einungis lánað íslenskum móðuríyr- irtækjum áður. Hann segir mikil- vægt að líta til þess að BYKO er í raun og veru að færa tækniþekk- ingu og viðskiptakunnáttu til Lett- lands. „Það er mikilvægt að breyta þörfum, sem t.d. Eystrasaltsríkin hafa, í tækifæri til tekjuaukningar og sköpunar efnahagslegra verð- mæta. Breytingin úr áætlunarbú- Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans, og Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO hf., handsala lánssamninginn í húsakynnum BYKO. skap yfir í markaðsbúskap er í raun fólgin í því,“ segir Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna fjárfestingar- bankans. Markmiðið að verða stærsti timburútflytjandi í Lettlandi Starfsemi BYKO-LAT hefur gengið vel allt frá stofnun þess árið 1993, að sögn Jóns Helga Guð- mundssonar,' forstjóra BYKO hf. „Lánið frá Norræna fjárfestingar- bankanum kemur tO með að skjóta styrkari stoðum undir framtíðar- rekstur fyrirtækisins og gera fyrir- tækinu kleift að ná því marlaniði sínu að verða meðal stærstu útflytj- enda timburs í Lettlandi," segir Jón Helgi. „Okkur er ákaflega mikill stuðn- ingur í láni Norræna fjárfestingar- bankans, en hingað tU höfum við fjármagnað rekstur dótturfyrirtæk- isins í Lettlandi út úr okkar rekstri og þetta er fyrsta lánið sem við tök- um,“ segir Jón Helgi. „Við ætlum að auka við afkastagetu BYKO-LAT og sækja inn á stærri markaði í auknum mæli. Nú flytjum við út til Frakklands, Hollands, Danmerkur og Bretlands, auk Islands, og við ætlum að rækta viðskiptasambönd í þessum löndum enn frekar,“ segir Jón Helgi. „Við gerum ráð fyrir að timbur- útflutningsfyrirtæki í Lettlandi verði færri og stærri þegar fram líða stundir, það er að segja að samþjöppun verði á þessum mark- aði. Það, ásamt fjárfestingartæki- færum sem lánið veitir okkur, á eft- ir að koma BYKO-LAT í hóp stærstu fyrirtækjanna á þessum markaði," segir Jón Helgi Guð- mundsson, forstjóri BYKO hf., að lokum. Manchester United í Mið- Austurlöndum FORRÁÐAMENN hins sig- ursæla knattspyrnufélags Manchester United á Bret- landi hafa tekið saman hönd- um við eitt af leiðandi versl- unarfyrirtækjum í Mið-Aust- urlöndum, Gray Mackenzie, í fyrirætlunum um að opna þar keðju af „Theatre of Dr- eams“-verslunum. Mun Gray Mackenzie hafa einkarétt á að selja varning merktan Manchester United í þeim löndum, segir forstjóri versl- unarfyrirtækisins, Peter McEhvaine. Fyrsta verslunin mun væntanlega verða opnuð í mars nk. í Dubai, en áætlan- ir eru um fleiri verslanir í Saudi Arabíu, Egyptalandi, Líbanon, Kuwait, Abu Dhabi, Bahrain, Oman og Qatar. Næstráðandi Manchester United, Peter Kenyon, sagði að íþróttafélagið myndi út- vega allan söluvarning; frá íþróttabúningum til lykla- kippa. Netið í þjónustu Murdochs RUPERT Murdoch var fyrstur með gervihnattasjónvarpið og nú hefur hann tekið Netið í þjónustu sína, eins og segir á fréttavef BBC. Murdoch hefur nú hafið samstarf við japanska fj ái-festingarfélagið Softbank um að selja skuldabréf á Net- inu. Ymis bresk fyrirtæki hafa hækkað í verði við það að taka Netið í þjónustu sína og það er talið fjölmiðlafyrirtækjum nauðsynlegt að fjárfesta i net- fyrirtækjum eða færa starf- semi sína inn á Netið. Jafnvel bara það að nefna Netið í um- fjöllun um fyrirtæki getur haft áhrif. A Ð F O N G II ðtnutningur tll Færeyja Hefur þú áhuga á að koma þínum vörum til Færeyskra neytenda? Aðföng ehf. er að hefja útflutning til SMS í Færeyjum á íslenskum og innfluttum vörum í samvinnu við framleiðendur og innflytjendur. SMS í Færeyjum á og rekur 6 smásöluverslanir sem eru markaðsleiðandi og mjög öflugar á því sviði. Aðföng auglýsa eftir áhugasömum útflytjendum til samstarfs um sölu og markaðssetningu á vörum í Færeyjum. Áhugasamir sendi upplýsingar til Jóns Ólafs Lindsay í Aðföngum, merktar „Útflutningur - Færeyjar” eða í tölvupósti, jon.lindsay@adfong.is. Aðföng ehf. er innkaupa- og dreifingarfyrirtæki á sviði matvöru og sérvöru, hið langstærsta sinnar tegundar á íslandi. Aðföng eru í eigu Baugs hf., sem á og rekur verslanakeðjurnar Hagkaup, Bónus, Nýkaup, 10-11 og Hraókaup. SMS í Færeyjum er að 50% hluta í eigu Baugs hf. II Ð F O N G Skútuvogi 7, 104 Reykjavík Sími 530 5600 - Fax 588 4220 WSBSIBSISSSIíWtSMIMiaSWBSSSSSSA wmmmmm Hugsanleg yfírtaka á Elf Aquitaine París. London. Reuters. FIMMTA stærsta olíufé- lag í heimi, hið fransk- belgíska TotalFina, hefur gert tilboð í keppinaut sinn, franska olíufélagið Elf Aquitaine, en Elf gerði tilboð í norska félagið Saga Petroleum í síðasta mánuði. Tilboð TotalFina hljóð- ar upp á 42 milljarða evra, sem samsvarar rúmum 3.242 milljörðum íslenskra króna. Ef samruninn verð- ur að veruleika, yrði fyrir- tækið fjórða stærsta olíu- félag í heimi. Hlutabréf í Elf hækka um 21% Hlutabréf í Elf-olíufélaginu hækk- uðu í gær um 21% og áttu þvi stóran þátt almennri hækkun á bréfum í orkufyrirtækjum í gær. Sérfræðing- ar segja frekari hækkun á bréfum fé- lagsins mjög líklega, allt upp í 190- 200 evrur, en gengið var í gær 145,9 evrur. Talsmenn Elf-olíufélagsins sögðu tilboðið ekki þjóna hagsmunum hlut- Thierry Desmarest, stjórnarformaður TotalFina hafa Elf og er litið á það sem óvinveitt, sérstaklega vegna aukins atvinnuleys- is sem fylgt gæti í kjölfar samrunans. Samþjöppun eignar- halds á olíumarkaði Stjórnarmenn Total- Fina gera ráð fyrir að 4.000 manns um allan heim muni missa atvinn- una í kjölfar samrunans en vonast til þess að til- boðið geti þrátt fyrir það talist vinveitt. Þeir sjá fram á 20% hagnaðar- aukningu á næstu árum ef yfirtakan gengur eftir. TotalFina-olíufélagið varð til fyrir skömmu, við samruna franska olíufé- lagsins Total og hins belgíska Petrofina. Samþjöppun eignarhalds á þessum markaði virðist ætla að halda áfram, en hún varð nokkur á síðasta ári þegar BP-olíufélagið keypti olíufélagið Amoco fyrir 55 milljarða dollara og í kjölfarið kom yfirtaka Exxon á Mobil fyrir 80 milljarða dollara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.