Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ágúst Blöndal FÆREYSKA skipið Jón Sigfurðsson landaði sannkallaðri demantssíld í Neskaupstað á sunnudag. Demantssíld innan íslensku lögsögunnar FÆREYSKA nótaskipið Jón Sig- urðsson landaði rúmlega 700 tonn- um af síld á Norðfirði á sunnudag. Síldin veiddist um 70 mflur norð- austur af Langanesi og er hún því gengin talsvert inn í íslensku lög- söguna. Hún er orðin feit af átu og hentar vel til manneldis. Haraldur Jörgensen, verkstjóri hjá Sfldarvinnslunni í Neskaupstað, sagði að þetta væri afbragðssfld. „Ef það er til eitthvað sem heitir demantssfld þá er þetta hún. Það ætti að vera lítið mál að selja þetta hráefni á mörkuðum.“ Sfldarvinnsl- an tók 200 tonn af afla skipsins í vinnslu en afgangurinn fór í bræðslu. Síldin er full af átu en hægt var að flaka sfldina úr Jóni Sigurðssyni vegna þess hve fersk hún var, þökk sé sjókælingakerfi skipsins. Nokkur færeysk skip eru á miðunum og átti Haraldur von á að þau myndu landa afla á Norðfirði á næstu dögum. Júpiter landaði 412 tonnum af sfld í bræðslu hjá SR-Mjöli á Raufarhöfn og Finnur Fríði landaði rúmlega 1.000 tonnum, einnig í bræðslu, hjá Tanga á Vopnafirði. Engin íslensk skip eru á sfldveið- um þar sem að hafa veitt upp kvóta sinn úr norsk-íslenska stofninum. Lánsbeiðni Rauða hersins enn hafnað Uppfyllti ekki sett skilyrði STJÓRN Byggðastofnunar hafnaði í gær lánsbeiðni íyrirtælga Rauða hei’sins svokallaða á Vestfjörðum þar sem skflyrði sem stofnunin setti fyrir lánveitingu þóttu ekki uppfyllt. Er þetta í annað sinn sem stofhunin synj- ar fyrirtækjunum um lánveitingu. Fyrirtækin, Rauðsíða ehf. á Þing- eyri, Bolfiskur ehf. á Bolungarvík, Rauðfeldur ehf. á Bfldudal og Rauð- hamar ehf. á Tálknafirði, fóru þess á leit við Byggðastofnun í lok síðasta mánaðar að stofnunin veitti þeim 100-150 milljón króna lán. Að sögn Egils Jónssonar, formanns stjómar Byggðastofnunar, var láni til fyrir- tækjanna ætlað að fara tfl ákveðinna verkefna við nauðasamninga. Mat stjórnarinnar hafi hins vegar verið að þrátt fyrir að lánið gengi til þessara verkefna yrði vandi stofnunarinnar ekki leystur. Stjóm Byggðastofnunar sá sér ekki fært að verða við erindi fé- laganna með hliðsjón af því að ekki lágu fyrir upplýsingar um að nýtt og nægilegt hlutafé fengist inn í rekstm- þeirra, né að lánsfjármögnun yrði tryggð að öðm leyti. Þá þótti ekki sýnt að bankaviðskipti yrðu tryggð að loknum nauðasamningum, auk þess sem óljóst þótti um stöðu birgða og af- urðalána sem á fyrirtækjunum hvfla. „Þessi skilyrði vora alger forsenda fyrir því að Byggðastofnun gæti farið með fjármagn inn í þessi fyrirtæki. Stofnunin hefur vissulega miklar skyldur gagnvart byggðum sem eiga í slíkum vanda. Menn verða hins vegar að hafa sannfæringu fyrir því að fjár- munir sem ráðstafað er í svona verk- efni skili árangri. Það var mat stjóm- arinnar að það orkaði mjög tvímælis að veita lánið,“ sagði Egill. Fyrirtæki Rauða hersins era í greiðslustöðvun sem lýkur 13. júlí nk. Ketill Helgason, ft’amkvæmdastjóri fyrirtækjanna, vildi ekki ræða niður- stöðu Byggðastofnunar í gær. Vituin ekkert hvað tekur við Gunnhildur Elíasdóttir, trúnaðar- maður starfsfólks Rauðsíðu ehf. á Þingeyri, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að ákvörðun Byggða- stofnunar væri gríðarlegt áfall fyrir íbúa á Þingeyri. „Astandið er alveg skuggalegt og fólkið hér veit ekkert hvað tekur við. Starfsfólkið getur fátt annað en setið og horft í gaupnir sér. Kjaminn í þessu öllu saman er að kvótinn hefur verið tekinn úr plássinu. Hér er ýmis atvinnustarfsemi, en það þarf kvóta til að bæjarfélagið^ lifi af. Það byggist allt á fiskvinnslu. Ég held samt að fólk ætli sér ekki að flytja í burtu. Við viljum snúa dæminu við og fá að búa áfram hér, þar sem okkur líður vel. Mér sýnist stefna stjórn- valda hins vegar vera að flytja okkur öll til Reykjavíkur," sagði Gunnhildur. \'eð einu handtaki bvróu til borð i miðaftursæTÍn u. Einnig fáanlegt rneð kæliboxi. Fjarstýró hljómtæki meó geislaspilara. stjórnað ur styri. 4 loftpúóar: bilstjóri, farþegi i framsæd og hítóarpúóar. Tvö hólf i gólfi fyrir framan aftursæti. Renault Mégane var valinn öruggasti bfll ársins í sínum flokki f Evrópu 1998. Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Alltpettawmo'yt í Méqme Scénk Aukabúnaður á mynd: Álfelgur Auóvelt er aó taka aftursætin ur, eitt, t\ ö eóa öll þrju. Þau eru ótrulega létt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.