Morgunblaðið - 06.07.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 06.07.1999, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT •• Kúrdar hefna dauðadóms yfír Ocalan með sprengjutilræðum 14 særðust í sjálfsmorðsárás Leiðtogar PKK hóta ofbeldi ef dómnum verður framfylgt Istanbúl. AFP, AP, Reuters. FJÓRTÁN manns særðust er ung kúrdísk kona gerði sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í borginni Adana í suðurhluta Tyrklands í gær. Tyrk- nesk stjórnvöld telja víst að árásin hafi verið gerð í hefndarskyni vegna dauðadóms yfir Kúrdaleið- toganum Abdullah Öcalan, sem kveðinn var upp í síðustu viku. Konan, sem var Kúrdi og aðeins 19 ára gömul, hafði fest fjórar sprengjur á líkama sinn og lést samstundis er hún kveikti í þeim í anddyri lögreglustöðvarinnar. Anatohá-fréttastofan skýrði frá því að lögregluforingi, sjö lögreglu- menn og sex óbreyttir borgarar hefðu særst í árásinni, en að eng- inn þeirra væri í lífshættu. Vitni sögðust hafa séð vitorðsmann kon- unnar slasast í sprengingunni og flýja af vettvangi. Lögregla hand- tók þrjá menn, sem þóttu sýna grunsamlega hegðun, eftir árásina. Einn lést í sprengingu í Istanbúl á sunnudag Tyrknesk stjórnvöld sökuðu í gær Verkamannaflokk Kúrda (PKK) um að bera ábyrgð á sprengingu sem varð einum manni að bana í Istanbúl á sunnudags- kvöld. Sprengju hafði verið komið íyrir í ruslatunnu í fjölmennum al- menningsgarði í útjaðri borgarinn- ar og að minnsta kosti 25 manns særðust er hún sprakk. Önnur sprengja fannst í gær á bar í mið- borginni, en sprengjusérfræðingar lögreglunnar náðu að aftengja hana. Erol Cakir, borgarstjóri Ist- anbúl, sagði í gær að markmið PKK virtist vera að skaða almenna borgara, og að borgarbúar þyrftu að vera á verði gagnvart hryðju- verkum PKK. PKK lýsti í gær yfir ábyrgð á skotárás í bænum Elazig sl. fimmtudag, þar sem fjórir létust. Tyrkneska lögreglan hefur liðs- menn hreyfingarinnar einnig grun- aða um að hafa skotið lögreglu- mann til bana í borginni Van í síð- ustu viku. Leiðtogar PKK hvöttu liðsmenn hreyfingarinnar til að bregðast ekki við dauðadómnum yfir Öcalan með hryðjuverkum, en hótuðu að ofbeldisverk yrðu unnin um allt Tyrkland, yrði dómnum framfylgt. Sprengingin á sunnudag var sú fyrsta í Istanbúl eftir að dómurinn féll, en hreyftngin stóð fyrir sprengjuherferð í borginni eftir að Ócalan var fluttur til Tyrklands í febrúar síðastliðnum. Suharto kærir Time Jakarta. Reuters. LÖGMENN Suhartos, fyrrverandi forseta Indónesíu, höfðuðu í gær mál á hendur fréttablaðinu Time vegna greinar sem birtist í blaðinu þar sem því var haldið fram að Su- harto hefði rakað saman eignum að verðmæti fimmtán millarða dollara, um eitt þúsund milljarða ísl. króna, meðan á þrjátíu og tveggja ára valdatíma hans í Indónesíu stóð. Telur Suharto Time hafa skaðað mannorð sitt og fer fram á skaða- bætur frá blaðinu. Suharto sagði í gær að greinin í Time væri ekki aðeins brot á honum heldur glæpur gegn indónesísku þjóðinni allri. „Fréttin í Time er lögbrot. Með henni er gerð tilraun til að skaða mannorð mitt og jafn- framt er hafin ófrægingarherferð sem ekki snýr aðeins að mér heldur einnig gervöllum íbúum Indónesíu," sagði Suharto. Juan Tampubolon, lögmaður Su- hartos, sagði að farið væri fram á skaðabætur sem næmu þrefaldri þeirri upphæð sem Time sagði Su- harto hafa stungið í eigin vasa. „Verði orðið við kröfum okkar um skaðabætur mun ég láta þá peninga í sjóð sem nota skal til að auka velferð Indónesa með því að beijast gegn fá- tækt í landinu," sagði Suharto. Opinber rannsókn fer nú fram í Indónesíu á fjármálum Suhartos í kjölfar þess að bomar voru fram ásakanir um að forsetinn fyrrver- andi, sem neyddist til að segja af sér í fyrra eftir stjórnarkreppu og götuóeirðir, hefði flutt í eigin vasa gífurlegar fjárhæðir. Suharto hefur hins vegar neitað öllum ásökunum. AP N ánara samband grannríkja BORÍS Jeltsín og Leoníd Kuchma, forsetar Rússlands og Úkraínu, áttu óformlegan fund sin í milli sl. sunnudag og eyddu deginum m.a. í veiðiskap á sveitasetri forseta Rúss- lands rétt fyrir utan Moskvu. Fundi þjóðarleiðtoganna var ætlað að „blása nýju lífi í samband ríkj- anna,“ að sögn talsmanna Jeltsíns. Þá tilkynnti Sergei Stepashin, for- sætisráðherra Rússlands, í gær að samningur um nánara ríkjasam- band Rússlands og Hvíta-Rússlands, sem Aleksander Lúkashenkó for- seti Hvíta-Rússlands hefur lengi beðið, verði tilbúið innan mánaðar. Sagði Stepashin að Jeltsin forseti hafi beðið sig um að taka málið föstum tökum. Opnum Balkanskaga Reuters. ÍBÚAR Novi Sad svala sér í Dóná í sumarhitunum en í bakgrunni má sjá brú er sprengd var í loftárásunum á Serbíu. Eftir George Soros The Project Syndicate. SLOBODAN Milosevic Júgóslavíu- forseti hefur látið í minni pokann íyrir hinum hernaðarlega mætti NATO og við getum andað léttar. Til að réttlæta aðgerðir okkar verðum við hins vegar að tryggja að framtíðin verði betri, ekki ein- ungis fyrir íbúa Kosovo heldur alla þá er byggja þetta svæði, þar með talda þá er búa í þeim hluta þar sem Milosevic ræður enn ríkjum. Við getum ekki haldið áfram að bregðast við vandræðum er þau blossa upp á Balkanskaga, ekki síst þar sem aðgerðir okkar geta haft ófyrirsjáanlegar og óæskilegar af- leiðingar. Við verðum að halda fram jákvæðri og uppbyggilegri sýn, þeirri sýn sem myndað hefur Evrópusambandið. Það er ekki hægt að endurreisa Balkanskaga á grundvelli þjóðrík- isins. Reynslan sýnir að tilraunir til að koma á þjóðemislegri einsleitni geta leitt til ólíðanlegra grimmdar- verka, mannlegrar þjáningar og eyðileggingar. Slíkt væri að auki ekki praktískt. Fjórðungur íbúa Júgóslavíu er ekki Serbar, jafnvel þegar búið er að skilja Kosovo frá. Eina leiðin að friði og velmegun er að koma á opnu samfélagi, þar sem ríkið gegnir ekki jafnríku hlutverki og landamæri skipta minna máli. Það er sú leið sem Evrópusam- bandið hefur valið sér. Hugmyndin að hinu opna samfé- lagi var fyrst sett fram af Henry Bergson í bókinni „Les Deux Sources de la morale et de la religion“ (Tvær uppsprettur trúar- bragða og siðferðis) árið 1932. Hann gerði greinarmun á hug- myndum þjóðflokka um siðferði og almennri hugmynd um siðferði. Fyrri útgáfuna taldi hann geta af sér lokað samfélag, þá síðari opið samfélag. Karl Popper þróaði þessa hugmynd áfram í hinu fræga riti sínu „The Open Society and its Enemies" (Opna samfélagið og óvinir þess), þar sem hann sýndi fram á að opna samfélaginu stafaði einnig ógn af almennum hugmynd- um, ef þær gerðu tilkall til þess að hafa einokun á sannleikanum. Það er hins vegar einfaldast að skOja vandamál svæðisins út frá fram- setningu Bergsons. I Júgóslavíu- stríðunum höfum við séð baráttu á milli þjóðlegra og borgaralegra hugmynda um ríkisborgararétt. Hin borgaralega hugmynd varð undir í Júgóslavíu og Júgóslavía leystist upp. Borgaralega hug- myndin hélt hins vegar velli í Vest- ur-Evrópu og er samruni Evrópu í algjörri andstöðu við upplausn Jú- góslavíu. Evrópusambandið verður nú að breiða vemdarvæng sinn yfir svæðið. Líta verður á Balkanskaga í stærra samhengi en fyrrverandi Júgóslavíu eingöngu þar sem brotin egg verða eklri bætt. Taka verður Albaníu og Búlgaríu með í reikn- inginn og einnig verður að gefa Rúmeníu og Moldóvu kost á að vera með. Við megum ekki endurtaka mistökin frá Bosníu. Uppbygging Bosníu komst aldrei á flug þar sem svæðið er of lítið og fulltrúar hinna mismunandi stjómsýslustiga, allt frá sambandsstjóminni til sveitar- stjóma, vildu komast með sína ekki alveg hreinu putta í spilið. í þetta skipti verða afskipti okk- ar að ná til svæðisins í heild. Stjórnmálamenn hafa ríkan skiln- ing á þessu. Stöðugleikasáttmálinn fyrir Suðaustur-Evrópu, er undir- ritaður var í Köln þann 10. júní sl., er tilvalinn byrjunarreitur. I sátt- málanum er gert ráð fyrir að þrem- ur vinnuhópum verði komið á lagg- irnar. Sá fyrsti sér um lýðræðis- þróun og mannréttindi. Annar um efnahagslega uppbyggingu, þróun og samvinnu og sá þriðji um örygg- ismál. Þarna er kominn rammi er verður að fylla. Innihaldið mætti byggja á hugmyndum er settar vom fram af Center for European Policy Studies (CEPS) í Brussel. Áætlunin gmndvallast á fjómm samtengdum skrefum. 1. Evrópusambandið tekur við tollgæslu í þátttökuríkjunum. 2. ESB bætir þátttökuríkjunum tekjutap vegna þessa með fram- lögum af hinum sameiginlegu fjár- lögum ESB. Sá styrkur myndi nema um fimm milljörðum evra árlega, sem samrýmist vel Europe 2000, hinum sameiginlegu fjárlög- um er nýlega voru samþykkt í Berlín. 3. Hægt er að miða við að framlag- ið nemi hugsanlegu tekjutapi frem- ur en raunverulegu. Framlög yrðu hins vegar tengd frammistöðu. Þar með myndi til dæmis Serbía verða að halda kosningar undir umsjón ÖSE til að eiga kost á framlagi. Þetta væri líklegra til að koma Milosevic frá völdum heldur en sprengjuárásirnar. 4. Með fjárhagslegum stuðningi ESB myndu ríkin taka upp evruna sem sameiginlegan gjaldmiðil (hugsanlega mætti nota þýska markið þar til evran er komin í gagnið). í Búlgaríu er þegar starf- rækt myntráð, er byggist á mark- inu, með góðum árangri. Önnur ríki myndu ekki einu sinni þurfa að koma á myntráði. Þetta femt myndi til að byrja Við verðum að halda fram já- kvæðri og upp- byggilegri sýn, þeirri sýn sem myndað hefur Evrópusambandið. með skapa fríverslunarsvæði, svip- að að stærð og Benelux-ríkin. Um leið og ESB teldi sig vera búið að ná tökum á tollgæslu á svæðinu yrði því veitt aðild að hinum sam- eiginlega markaði. Hugsanlega mættu vera einhverjar takmarkan- ir á viðskiptum með landbúnaðar- afurðir, sem eru uppistaða fram- leiðslu á svæðinu, en ESB yrði að sýna örlæti í þeim efnum til að áætlunin næði fram að ganga. Frekari aðgerða væri þörf: veita yrði lán til endurskipulagningar og fjárfestinga; tæknilega aðstoð við að byggja upp réttarríki og styðja yrði við bakið á menntun, þjálfun stjórnenda, frjálsri fjölmiðlun og hinu borgaralega samfélagi. Þarf- irnar eru þekktar og Open Society- stofnanir mínar em þegar virkar á svæðinu. Það eru hins vegar hinn fyrrnefndu fjögur skref, sem varða leiðina að bættri framtíð. íbúar svæðisins binda vonir við árangur. Tollgæsla skilur ekki einungis ríki að, hún býður einnig heim spillingu og afskiptum. Með því að fella niður tollgjöld gætu stjórn- völd ekki lengur haft afskipti af efnahagslegri þróun. Þau yrðu að keppa um fjárfestingar í stað þess að torvelda þær líkt og nú er raun- in. Hið upphaflega framlag ESB yrði margfaldað með fjárfestingum einkaaðila. Það var það sem gerði Marshall-áætlunina jafn árangurs- ríka og raun bar vitni. Þessi áætlun um opið samfélag í Suðaustur-Evrópu yrði kostnaðar- söm fyrir ESB-ríkin. Upphæðirnar em hins vegar ekki háar þar sem svæðið í heild er minna, efnahags- lega séð, en Holland. Kostnaðurinn er ekki mikill í samanburði við hernaðarlegar aðgerðir og neyðar- aðstoð. Sé litið til hinna mannlegu og pólitísku þátta stenst engin önn- ur lausn samanburð. Ekki er hægt að bera saman hina mannlegu og pólitísku þætti. Höfundur er forstjóri Soros Fund Management og form&ður Open Society-stofnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.