Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Landamærastríð Erítreu og Eþíópíu Blóðug átök kosta þúsundir lífið Addis Ababa. AFF. STJÓRNVÖLD í Addis Ababa í Eþíópíu sögðu á sunnudag að þau myndu ekki virða vopnahlé við ná- grannaríkið Erítreu fyrr en þarlend stjórnvöld drægju hersveitir sínar frá Badme-svæðinu á landamærum ríkj- anna. Höfnuðu þeir þar með friðartil- lögum Líbýumanna til lausnar átökun- um. Hersveitir Eþíópíu og Erítreu, sem eru meðal fátækustu ríkja verald- ar, hafa barist hatrammlega undan- farna 13 mánuði um Badme-svæðið sem liggur við Tekeze ána á vestur- hluta landamæranna. Einingarsamtök Afríkuríkja (OAU) hafa leitast við að miðla málum í stríðinu en hefur orðið lítið ágengt. Ríkin hafa bæði lýst því yfir að þau hafi fellt þúsundir her- manna í róðum mótaðilanna á undan- förnumvikum. I yfirlýsingu Eþíópíustjórnar á sunnudag sagði að hún fagnaði við- leitni Líbýumanna og annarra velvilj- aðra aðila til að leysa deiluna í sam- ræmi við rammasamkomulag OAU sem gert var fyrir tveimur mánuðum. Hins vegar sagði Eþíópíustjórn að ekki gæti orðið af vopnahléi fyrr en Erítreumenn féllust á skilyrði ramma- samkomulagsins og drægju hersveitir sínar frá landssvæði Eþíópíu. Stríðandi aðilar hafa báðir fallist á forsendur þær sem fram koma í rammasamkomulagi OAU en hafa deilt um hvernig því skyldi hrint í framkvæmd. Hafa Erítreumenn t.a.m. sagst hafa þegar dregið hersveitir sín- ar frá Badme-héraði. Erlendir fréttmann hafa greint frá hrikalegri aðkomu á vígstöðvarnar og er talið að um 40.000 til 50.000 þúsund hermenn hafi fallið frá því átök hófust í maí á síðasta ári. Hafa fréttamenn sagt frá því að hundruðir rotnandi líka liggi eins og hráviði um jarðsprengju- svæði í héraðinu. Kjarnorkan reynir á þanþol þýzku ríkisstjórnarinnar Leiðtogar gera lítið úr hættu af stjórnarslitum Berlín, Bonn. AF, Reuters. ÞESSI vika virðist ætla að verða enn ein stormasöm vikan í lífi hinn- ar átta mánaða gömlu „rauð- grænu" rQdsstjórnar Gerhards Schröders, kanzlara Þýzkalands, í þetta sinn aðallega vegna innri ágreinings um kjarnorkumál. Talsmenn stjórnarflokkanna, Jafnaðarmannaflokksins SPD og Græningja, gerðu í gær lítið úr orðrómi þess efnis, að við lægi að slitnaði upp úr stjórnarsamstarfinu vegna hótana Græningja um að draga sig út úr því ef ekki yrði gengið að kröfu þeirra um að áformum um að loka kjarnorkuver- um landsins verði flýtt. Umhverfisráðherrann Jiirgen Trittin, einn forystumanna Græn- ingja, sætir miklum þrýstingi, ekki Reuters Barak gagnrýndur af konum EHUD Barak, leiðtogi Verka- mannaflokksins í Israel, tekur við embætti forsætisráðherra í dag þegar hann skýrir þinginu frá myndun nýrrar samsteypustjórn- ar. Barak var kjörinn forsætisráð- herra í kosningunum 17. maí og honum hefur tekist að mynda stjdrn sem nýtur stuðnings 75 þingmanna af 120 eftir sjö vikna stjórnarniyndunarviðræður. Félagar Baraks í Verkamanna- flokknum gagnrýndu hann í gær fyrir að hafa gefið of mikið eftir í viðræðunum við samstarfsflokk- ana, sem þeir sögðu hafa fengið 811 bitastæðustu ráðherraembætt- in og Verkamannaflokkurinn að- eins leifarnar. Ein þingkvenna Verkamanna- flokksins, Yael Dayan, gagnrýndi einnig Barak fyrir að velja aðeins eina konu í stjóruiua, sem verður skipuð 32 ráðherrum og aðstoðar- ráðherrum. „Helmingur þjóðar- innar hefur verið auðmýktur," sagði hún. Israelskar konur mótmæla hér rýrum hltit kvenna í stjórninni á útifundi í Jerúsalem. Skráning skulclabréfa á Verðbréfaþingi íslands Útgefandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, kt. 500269-7319 Lýsing á flokknum: 1. flokkur A 1998, 6 ára kúlubréf með vaxtagjalddögum, verðtryggð, 5% ársvextir. Vaxtagjalddagar tvisvar á ári. Höfuðstóll skuldarinnar endurgreiddur með verðbótum 1. nóvember 2004. Nafnverð útgáfu: 200.000.000 kr. að nafnverði. Bréfin eru öll seld. Skráningardagur á VÞÍ: Bréfin verða skráð á VÞÍ þann 12. júlí 1999. Viðskiptavakt á VÞÍ: Búnaðarbankinn Verðbréf. Milliganga vegna skráningar: Búnaðarbankinn Verðbréf. Nánari upplýsingar má nálgast i hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum. ^k "^k \F BUNADAKBANKINN V VERÐBRÉF Hafnarstræti 5 • 155 Reykjavík Snni 525 (>()()() • Fax 525 b(W) sízt úr röðum eigin flokksmanna, að segja af sér vegna þess hvernig honum hefur farizt úr hendi að framfylgja stefnumiðum Græmngja í kjarnorkumálum. Aðrir forystu- menn Græningja hafa lýst því yfir að spurningin um hve fljótt hinum 19 kjarnorkuverum landsins skuli lokað sé úrslitamál, sem stjórnar- samstarfið standi og falli með. „Við erum að takast á um mála- miðlun í kjarnorkumálum, og það bjóst enginn við því að það gengi átakalaust fyrir sig," sagði Gunda Röstel, talsmaður flokksforystu Græningja, í gær. „En ég hef ekki trú á því að ágreiningur milli stjórnarflokkanna sé að vaxa," sagði hún í útvarpsviðtali. Jafnaðarmenn, með Gerhard Schröder í broddi fylkingar, vilja að kjarnorkuverunum verði lokað í áföngum á löngu tímabili, a.m.k. 25 árum, en Græningjar segjast ekki geta sætt sig við annað en að þeim verði lokað mun fyrr. Deilan harðnaði er það fréttist að iðnaðarráðherrann Werner Miiller, sem er óflokksbundinn, væri í sam- ráði við fulltrúa orkuðiðnaðarins að ' vinna að áætlun um lokun kjarn- orkuveranna, þar sem gert er ráð fyrir að því síðasta verði lokað að 25 árum liðnum. I gær lýsti Christoph Matschie, formaður umhverfis- nefndar þingsins, því yfir að 20 ára frestur væri algjört hámark. Forystumenn stjórnarflokkanna munu eiga bráðafund um málið á morgun, miðvikudag. Bandarískir þingmenn vilja bjóða Bretum aðild að NAFTA Washington. The Daíly Telegraph. ÁHRIFAMENN á Bandaríkja- þingi vilja hefja undirbúning að því að bjóða Bretum aðild að Fríverslunarsamtökum Norður- Ameríkuríkja, NAFTA sem valkost við Evrópusambandið. Ahugi á málinu virðist þó meiri meðal bandarískra stjórnmála- manna en Breta sjálfra. Oldungadeildarþingmaðurinn Phil Gramm, repúblikani frá Texas sem er hagfræðingur að mennt, hefur undanfarið unnið að því að fá Viðskiptastofnun Bandaríkjanna til að kanna áhrif hugsanlegrar aðildar Breta að NAFTA, en í samtök- unum eru nú Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Haft var eftir talsmanni Gramms fyrir skömmu að nú, þegar hann sé orðinn formaður bankamála- nefndar þingsins, hafi hann öðl- ast aukin áhrif í öldungadeild- inni til að vinna þessu áhuga- máli sínu brautargengi. Bandarískir srjórnmálamenn helstu talsmennirnir Svo virðist sem William Roth, repúblikani og formaður fjár- málanefndar þingsins, og Pat- rick Moynihan, hæst setti demókratinn í nefndinni, hafi heitið Gramm stuðningi, en þeir geta í krafti embætta sinna ósk- að eftir því að Viðskiptastofnun- in hefji formlega könnun á því hvort aðild Breta geti verið hag- kvæm fyrir NAFTA Að sögn talsmanns Gramms væntir hann þess að slík könnun leiði í ljós að bandarískir neyt- endur, framleiðendur, þjónustu- og útflutningsaðilar muni hagn- ast af aðild Breta að NAFTA, rétt eins og raunin hafi orðið með samningum við Kanada og Mexfkó. Ef niðurstaðan verði sú muni þingmaðurinn hefja um- ræður um málið á þingi, vænt- anlega á næsta ári. I Evrópu eru hugmyndir um inngöngu Breta í NAFTA ekki teknar ýkja alvarlega. Bretland getur ekki gerst aðili að frí- verslunarsamtökunum án þess að segja sig fyrst úr Evrópu- sambandinu, og hvorki ríkis- stjórnin né stjórnarandstaðan í Bretlandi hafa léð máls á því. Helstu talsmenn þess eru hins vegar nokkrir áhrifamiklir stjórnmálamenn í Bandarfkjun- um. Bandarísk stjórnvöld hafa hingað til verið frekar jákvæð í garð Evrópusambandsins, en nú virðist sem það viðhorf kunni að þoka fyrir ótta um að ESB reyni að skapa sér stöðu sem mótvægi við Bandaríkin á alþjóðavett- vangi. Viðskiptadeilur milli Bandaríkjanna og ESB, fyrst og fremst um sölu á banönum og nautakjöti, hafa enn styrkt þá í trú sinni, sem telja sambandið vera virki verndarstefnu í við- skiptum. Æ fleiri bandarískir stjórn- málamenn hafa því farið að ef- ast um að það sé Bandaríkjun- um til hagsbóta að Bretar fylki með Evrópuríkjum, og sumir sjá ástæðu til að bjóða þeim annan valkost. Margir þeirra eiga einnig bágt með að skilja að sjálfstæðar þjóðir séu reiðu- búnar að framselja hluta af fullveldi sínu til ESB. „Ég skil ekki hvers vegna þið [Bretar] ættuð að hlekkja ykkur við þennan mikla kostnað, mikla atvinnuleysi og litla hagvöxt í Evrópu. Ef þið viljið ganga til liðs við okkur eruð þið vel- komnir," var haft eftir áhrifa- miklum öldungadeildarþing- manni nýlega. Einn þeirra stjórnmálamanna sem eru fylgjandi aðild Breta að NAFTA er Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings. Hann sagði í grein í The Daily Tel- egraph á síðasta ári að „ef vilji er fyrir því á Bandaríkjaþingi, eins og virðist líklegt, ... að bjóða Bretum einhvers konar aðild að NAFTA myndi ég vera því fylgjandi. Bretar verða að vita að þeir eiga enn vini handan Atlantshafsins". ; -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.