Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 33
32 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Tft" MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 33. STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐSTÆÐUR ÞROSKAHEFTRA AÐSTÆÐUR þroskaheftra á íslandi eru, sem betur fer, aðrar og betri en þær voru fyrir örfáum áratug- um. Viðhorf til þroskaheftra hafa breyst mikið í áranna rás, þannig að nú gætir vart fordóma í þeirra garð, sem voru landlægir lengi vel. Sem betur fer er fátítt núorðið að hin mjög svo neikvæðu orð eins og „fáviti“ eða „vangefínn“ séu notuð um þroskahefta, sem því miður voru allt of al- geng í orðaforða landsmanna, þegar á annað borð var rætt um þá sem þroskaheftir voru hér á árum áður. í skemmtilegri grein um þátttöku 37 þroskaheftra Is- lendinga á heimsleikum hinna sérstöku ólympíuleika í Norður-Karólínu, sem birtist í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins í fyrradag, kemst hin jákvæða viðhorfsbreyting sem orðið hefur, hér á landi sem annars staðar, vel til skila. í litríkri frásögn í máli og myndum er þátttöku þess- ara 37 Islendinga í stórum íþróttaviðburði þroskaheftra gerð skil. Gleði og ánægja skín úr hverju andliti, enda má öllum ljóst vera, að það að taka þátt, er aðalatriði þessara leika. Sigur er afstætt hugtak og á þessum leikum má til sanns vegar færa að 7.000 sigurvegarar hafi att kappi hver við annan. Fyrstu slíkir heimsleikar voru haldnir árið 1968, en upp- haf samtakanna er rakið til þess er Eunice Kennedy Shri- ver, systir Johns Kennedys, Bandaríkjaforseta, opnaði sumarbúðir fyrir nokkur þroskaheft börn og fullorðna í garðinum hjá sér í Maryland í Bandaríkjunum, en eitt Kennedysystkinanna var þroskaheft. A fyrstu leikunum kepptu 1.000 keppendur frá Banda- ríkjunum og Kanada, en nú, 31 ári síðar, voru keppendur 7.000 talsins frá 150 löndum og að fjórum árum liðnum er ráðgert að 7.500 keppendur mæti til leiks á írlandi. Frú Shriver er nú um áttrætt. Hún ávarpaði keppendur í Norður-Karólínu og sagði að þátttaka þroskaheftra í íþróttum hefði leitt af sér verulega viðhorfsbreytingu í þeirra garð. Þetta er rétt hjá frú Shriver og því ber okkur að stuðla áfram að hvers konar þátttöku þroskaheftra á sem flestum sviðum þjóðlífsins, þeim til góðs og okkur öll- um. LOKA ÞARF STEININUM NÝR RÁÐHERRA dóms- og kirkjumála, Sólveig Pét- ursdóttir, kom að þeim miklu umbótum, sem gerðar hafa verið á íslenzku réttarfari, á þeim tíma er Þorsteinn Pálsson gegndi starfi dómsmálaráðherra. Hún segir í við- tali við Morgunblaðið sl. sunnudag, að hún telji frekari uppstokkun á sviði dómsmála eða lögreglumála ekki nauð- synlega á næstunni. Verkefnin framundan snúist fremur um frekari útfærslu á framkvæmdinni og nefnir Sólveig sérstaklega fíkniefnamál og unga afbrotamenn, svo og að- gerðir til að bæta löggæzlu. Um þetta segir ráðherrann m.a.: „Ég sé fyrir mér, að frekari tengsl lögreglunnar við hverfisskóla og barnaverndaryfirvöld geti haft mikil for- varnaráhrif. Áherzla hefur að undanförnu verið lögð á, að reglur um útivistartíma séu virtar. Lögreglan hefur fylgst vel með því, að börn undir 16 ára aldri séu ekki á ferli í miðbæ Reykjavíkur seint á kvöldin. Ég tel brýnt, að lög- reglan verði sýnilegri, svonefnt götueftirlit verði aukið. Þetta mun hvort tveggja í senn auka öryggistilfinningu al- mennings og hafa varnaðaráhrif gagnvart líklegum af- brotamönnum.“ Sólveig segist munu leggja áherzlu á, að nýtt fangelsi verði byggt á kjörtímabilinu en það hefur verið í undirbúningi. Færir hún fram þau rök, að óheppilegt sé að vista þá, sem þurfa að sæta gæzluvarðhaldi, á sama stað og þá, sem afplána dóma. Hún telur, að í nýju gæzluvarð- haldsfangelsi þurfí að vera greiningarmiðstöð, þar sem andleg og líkamleg líðan fanga sé metin áður en afplánun refsivistar hefst. Fyrir nokkrum árum var opnað nýtt fangelsi að Litla-Hrauni, sem segja má að hafi jafngilt byltingu á þessu sviði. Nú er tímabært að loka gamla tugt- húsinu við Skólavörðustíg, Steininum, en það hefur verið á dagskrá alllengi, enda talið illhæft sem mannabústaður og lengi legið undir gagnrýni, ekki sízt af fangelsis- yfirvöldum. Fangelsinu í Síðumúla var á sínum tíma lokað af sömu ástæðum. Áfangastaðir í áætlunarflugi Flugleiða 1999-2000 mm Minneapolis NewYork Baltimore • Washington Orlando Halifax. ; Flugtíðni Flug í vlku Sumar Vetur 1999 99-00 (apr.-okt.) (nóv.-mars) Halifax 3 3 Boston 6 7 HewYork 9 7 Baltim./ Wash 7 7 Minneapolis 6 7 Orlando 2 Keflauik* Glasgow > Flugtíðni ÍSS ! Fluo á viku (apr.-okt.) (nóv.-mars) | Osió 10 8 Stokkhólmur 9 7 I Kaupmannah. 27 19 j Glasgow 7 6 I London 10 12 París 7 3 Amsterdam 7 5 Hamhorg 13 Frankturt 9 5 Miinchen 1 Ziirich 1 Mílanó 3 \ Barcelona 1 London« c Osló * •Stokkhólmur • Kaupmannahöfn Amsterdam • Hamhorg París • Frankfurt • Munchen •Zurich Mílahó Barcelona Morgunblaðið/Jim Smart í FRAMTÍÐINNI er stefnt að daglegu flugi til allra staða innan þessa leiðakerfis,“ segir Sigurður Helgason. ferðir og breyt- á áfangastöðum Töluverðar breytingar hafa orðið og eru fyrirhugaðar á áfangastöðum Flugleiða. Flugi til Orlando hefur verið hætt tíma- bundið og í haust hættir félagið áætlunar- flugi til Hamborgar. Ferðatíðni til Kaup- mannahafnar, Frankfurt og London hefur verið aukin og í haust hefst í fyrsta sinn áætlunarflug til Parísar að vetri til. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða segir Hrönn Marinósdóttur að breytingarnar séu í takt við þróun fyrirtækisins og nýja ímynd sem verið er að skapa. Fleiri ingar LEIÐAKERFI Flugleiða er að mestu byggt upp þannig að unnt sé að fljúga á sólar- hrings fresti á milli áfanga- staða í Evrópu og Ameríku með við- komu á Islandi. Flogið er vestur um haf síðdegis, vélin stoppar í rúma klukkustund og heldur síðan aftur til Islands og lendir snemma morguns. Upp úr klukkan sjö á morgnana halda vélarnar áfram til Evrópu og þannig áfram koll af kolli. Sigurður Helgason forstjóri Flug- leiða segir að með því að nota sama leiðakerfi til að þjóna markaði til og frá Islandi og markaði yfir Norður- Atlantshafið takist Flugleiðum að byggja upp nægileg umsvif og hag- kvæmni S rekstri til að geta att kappi við mun stærri flugfélög, ekki síst á markaðnum yfir hafið. „Leiðakerfið er nú að mestu fullmótað en eftir er að auka tíðni ferða enn frekar. í framtíð- inni er stefnt að daglegu flugi til allra staða innan þessa leiðakerfis. Meginá- fangastaðirnir eru fjórir í Bandaríkj- unum og sjö í Evrópu en síðan eru við- bótarstaðir tveir vestanhafs og sjö í Evrópu.“ Óánægja vegna afnáms flugs til Orlando Áætlunarflug hefur verið lagt niður til Orlando á Flórída í sumar en und- anfarin ár hefur félagið flogið þangað allan ársins hring, tíðari ferðir hafa þó jafnan verið að vetri til en á sumrin. Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal íslendinga, sér í lagi sumarbústaða- eiganda á Flórída, með afnám flugsins í sumar en íslendingar hafa verið um 25% farþega á flugleiðinni. Áætlunarflug til Orlando verður tekið upp að nýju þann 10. september og í vetur verður flogið ýmist tvisvar eða þrisvar í viku. Lengi vel voru Flugleiðir einnig með áætlunarflug til Fort Lauderdale en því var hætt fyrir um ári og ekki eru uppi áætlanir um að hefja það að nýju. Ástæða þess að flugi var hætt tíma- bundið til Orlando er að sögn Sigurðar fyrst og fremst slæm nýting á vélum sem þangað hafa flogið. „Mun lengra er til Orlando en annarra áfangastaða okkar í Bandarikjunum. Flugið fellur því illa inn í leiðakerfið þar sem vélin hefur viðdvöl hátt í sólarhring á flug- veilinum í Orlando. Slíkt er óhag- kvæmt á mesta ferðamannatíma árs- ins. Islenski markaðurinn einn og sér ber ekki flugið til Orlando. Hagnaður af fluginu er einnig minni en á öðrum leiðum félagsins vestanhafs, því til Flórída fljúga fáir á viðskiptafarrými auk þess sem vöruflutningar þangað eru mun minni en til annarra áfanga- staða okkar í Bandaríkjunum." Flugleiðir hafa gert samning við bandarísk flugfélög um flugferðir frá Baltimore til Flórida. Sigurður segir að flogið sé daglega og verð svipað og Flugleiðir hafa boðið þessa leið. Áfangastöðum Flugleiða mun ekki fjölga á næstunni en félagið mun strax í haust auka ferðatíðni á nokkra staði. í vetur er ætlunin að fljúga daglega til Boston og Minneapolis en flogið hefur verið þangað_ fjórum sinnum í viku undanfarið. í bígerð er einnig að fjölga ferðum til Halifax úr þremur í fimm á viku en enn sem komið er strandar það á tvíhliða loftferðasamn- ingi milli Kanada og Islands. „Halifax er eini áfangastaðurinn þar sem við erum háðir takmörkunum á fjölda fluga. Þetta hefur haft í för með sér slæma nýtingu á flugáhöfnum sem hafa viðdvöl í nokkra sólarhringa í Halifax. Nokkuð er þó um að áhafnir séu samnýttar flugi til Boston.“ Hamborgarflug hættir í haust Breytingar eru einnig yfirvofandi í Evrópu. I Þýskalandi er Frankfurt orðin aðaláfangastaður Flugleiða, í vetur fjölgar ferðum þangað úr tveim- ur í fimm á viku en nú í sumar er flog- ið þangað níu sinnum í viku. Áætlunarflug milli Kaupmanna- hafnar og Hamborgar verður lagt nið- ur 1. nóvember en í staðinn verður ferðum fjölgað enn frekar til Kaup- mannahafnar, flogið verður þrisvar á dag í stað tvisvar eins og nú er. „Ávinningur Flugleiða af þessu er að félagið getur nýtt mun betur flugvélar sem fljúga á þessari leið þar sem hætt verður við næturdvöl í Hamborg. Hamborgarflugið hefur frá árinu 1993 verið í samvinnu við SAS og næsta vetur mun SAS auka flug þangað og fljúga áfram í nafni félaganna tveggja. Þjónusta við markaðinn verður því sem næst óbreytt." Áætlunarferðum hefur fjölgað til London, flogið er þangað tíu sinnum í viku en gera má ráð fyrir að flugin verði tólf á viku í vetur. Til Stokkhólms og Óslóar er flogið beint níu sinnum í viku í sumar og svo verður áfram í vetur í stað tengiílugs áður. I fyrsta sinn í haust hefja Fiugleiðir áætlunarflug til Parísar, flogið verður þrjá morgna í viku. Lúxemborgarflug var aflagt íyrr á þessu ári þar sem halli var af rekstri leiðarinnar og afkoman fór versnandi. Sigurður nefnir að þess í stað hafí ver- ið ákveðið að fjölga ferðum til Frank- furtar og Parísar. Það sé mun arðvæn- legra meðal annars vegna þess að fleiri ferðist á viðskiptafarrými á síð- arnefndu leiðunum auk þess sem þá gefist meiri möguleikar á að ná ferða- mönnum til íslands. Sumaráætlunarstaðir Flugleiða eru Zurich, Barcelona, Mílanó og Múnchen, þangað er flogið að kvöld- lagi og fer það eftir eftirspurn hve lengi fram eftir hausti flogið verður. Ný ímynd, fleiri við- skiptaferðalangar Flugleiðir kynntu í síðustu viku nýtt útlit sem formlega tekur gildi í haust. Það er hluti af viðleitni félagsins að byggja upp nýja ímynd á alþjóða- markaði. Nýja ímyndin hefur tvö meg- inmarkmið að sögn Sigurðar, „að auka ferðamannastraum til Islands og fjölga þeim farþegum sem fljúga á við- skiptafarrými. Miðað við stóru flugfé- lögin í Evrópu - félög á borð við SAS og Lufthansa - er hlutfall tekna okkar af farþegum á viðskiptafarrými lágt, um 17% en á bilinu 50-60% hjá þeim. Þessu viljum við breyta. Þess vegna, meðal annars, höfum við hug á að bjóða daglegar ferðir á áfangastaði okkar, þannig erum við betur sam- keppnishæfir. Farþegar sem fljúga á viðskiptafarrými líta því vonandi á okkur sem vænlegan kost.“ Sigurður bætir við að þessi stefna hafí þegar boríð árangur, viðskipta- ferðalöngum til og frá Skandinavíu hefur fjölgað um 90% frá í fyrra. Flugleiðir hafa hins vegar veika ímynd í útlöndum að mati forstjórans. „Imyndin er ekki slæm en hún er veik. Við erum svo að segja óþekkt flugfé- lag á sumum markaðssvæðum. Með því að styrkja ímynd félagsins á al- þjóðamarkaði gerum við okkur vonir um að vera ekki jafn háðir ferðaskrif- stofu- og ferðaheildsölukeðjum þar sem við erum sumstaðar í raun að kaupa viðskipti með of lágu verði. Við viljum að viðskiptavinirnir þekki fé- lagið af afspurn og af raun og sækist eftir þjónustu þess. Við höfum náð ár- angri á ákveðnum markaðssvæðum og til að styrkja okkur enn frekar til sóknar verðum við að byggja upp ímyndina.“ Ein flugvélagerð notuð I samræmi við nýja ímynd og breytt leiðakerfi hafa Flugleiðir nú selt allar Boeing 737 400 vélar sínar en leigja þrjár þeirra aftur af kaupendum. Flugleiðir gera ráð fyrir að starfrækja í framtíðinni aðeins eina flugvélagerð, Boeing 757. í ár starfrækir félagið 9 farþegaþot- ur; sex Boeing 757 200 og þrjár Boeing 737 400. Flugleiðir eiga í fastri pöntun fjórar nýjar þotur, tvær Boeing 757 200 sem taka 189 farþega og tvær stærri Boeing 757 300 fyrir 227 farþega. Félagið fær nýja Boeing 757-200 flugvél þegar á næsta ári og aðra árið 2003. Tvær stærri Boeing 757 300 þotur bætast í flotann árið 2001 og 2003. Félagið á þess kost að skila á móti Boeing 737 400 þotum sem það hefur nú á leigu. „Boeing 737 þoturnar voru seldar af markaðs- legum ástæðum en einnig kostnaðar- legum,“ segir Sigurður. „Vöxtur er á öllum mörkuðum og vélarnar því að verða of litlar en einnig er mun ódýr- ara að hafa einsleitan flota, það minnkar þjálfunarkostnað flugmanna og tæknimanna sem er verulegur auk þess sem mun hagkvæmara er að hafa aðeins einn varahlutalager." títlendingar borga fyrir íslendinga Grunnhlutverk Flugleiða verður eftir sem áður að þjóna ferðamönnum til og frá Islandi. Ef félagið sinnti hins vegar einungis heimamarkaði væru héðan aðeins fimm ferðir daglega til Evrópu og ein til Bandaríkjanna. „80% farþega okkur eru útlendingar og þetta hlutfall mun væntanlega vaxa á næstu árum. Það er ástæða þess að við getum flogið á svo marga áfanga- staði.“ Alltaf er að verða ódýrara fyrir Is- lendinga að fljúga frá landinu, að sögn Sigurðar. „Líklega þess vegna sjá fleiri flugfélög sér ekki hag í að koma inn á íslenska markaðinn en raun ber vitni.“ Fargjöld hafa lækkað hjá Flugleið- um um 20% að raunvirði sl. 10 ár, að sögn Sigurðar og þau munu líklega halda áfram að lækka. „Flugleiðir líkt og önnur flugfélög eru í stöðugri leit að aukinni hagkvæmni í rekstrinum. Undanfarin ár hefur félagið lækkað kostnað með umfangsmikilli endur- skoðun á öllum þáttum í rekstrinum, og með því að stórauka umsvif, sem dreifir föstum kostnaði á fleiri fram- leiddar einingar.“ Tilboð fyrir íslendinga Því hefur verið haldið fram að Is- lendingum bjóðist ekki eins lág far- gjöld með Flugleiðum og öðrum. Til að mynda hafa Bandaríkjamenn keypt svokölluð víkingafargjöld til Evrópu á lágu verði. „Þetta hefur einnig breyst,“ segir Sigurður. „Lág fargjöld sem oftast eru háð sætatakmörkunum eru einnig til sölu hér, til að mynda í Netklúbbi Flugleiða. I Bandaríkjun- um er markaðurinn þó öðruvísi, þar eru fargjöld í hámarksverði yfír sum- ai’ið en mun lægri yfír veturinn. Hér er hins vegar lítill munur milli árs- tíða.“ Sigurður segir það rangt að íslend- ingar borgi niður fargjöld fyrir útiend- inga, eins og stundum er haldið fram. „Frá okkar sjónarhóli eru útlendingar að tryggja að flugþjónusta sé yfirleitt til og frá landinu. Það eru farþegarnir sem fara yfír hafið sem tryggja Is- lendingum bæði ferðatíðni, úrval áætl- unarstaða og hagstæð fargjöld. Án þeirra væri þjónustan rýr og afar árs- tíðabundin. „ Önnur Evrópuflugfélög sjá sér ekki hag í að byggja upp svipað leiðakerfi og Flugleiðir, til þess er markaðurinn hér á landi of lítill, að sögn Sigurðar. „Stór hluti Evrópubúa þarf að milli- lenda á leiðinni vestur um haf. Til dæmis býðst frá Ósló einungis beint flug til Newark í New Jersey og Minneapolis. Farþegar sem ætla til annarra staða vestanhafs þurfa að millilenda. Fyrir þá sem ætla til áfangastaða Flugleiða er félagið nú besti kosturinn vegna þess að milli- lendingin á íslandi er á stystu flugleið til austurstrandar Bandaríkjanna og Kanada.“ Flugleiðum hefur tekist að sögn Sigurðar að bjóða góðar tengingar milli norrænu höfuðborganna og borga í Bandaríkjunum með stuttum ferðatíma. Það tekur um þremur tím- um minna að fljúga frá Glasgow í gegnum ísland og til Boston en að fara frá sama stað en millilenda í London. Á sumum ieiðum, er ekkert flugfélag með styttri ferðatíma en við. Það er mikilvægt því þá koma Flug- leiðir fyrst upp á skjáinn hjá ferða- skrifstofum þegar spurt er um tiltekn- ar ferðir, til að mynda frá Frankfurt til Minneapolis eða Halifax.“ Sigurður segir það einnig færast í vöxt að ferðamenn vilji dvelja á Is- landi í tvo til þrjá daga á leið vestur eða til Evrópu. Því er uppbygging mikilvæg meðal annars á gistirými og vinsælum ferðamannastöðum eins og Bláa lóninu en þar eru Flugleiðir einmitt hluthafar. Hjartað áfram í Keflavík Með nýrri ímynd eru Flugleiðir að sögn forstjórans að skapa þjónustu sem er kraftmikil, skörp og jákvæð. „Okkar markmið er að verða sýnilegri á markaðnum með jákv’æðum hætti. Leiðakerfið sem og aðrir þættir í starfí okkar þurfa að vera í stöðugri endurskoðun. Landfræðileg lega gerir það að verkum að við liggjum á stystu flugleið frá Norður-Evrópu til austur- strandar Ameríku. Hjartað í fyrirtæk- inu verður því áfram Keflavíkurflug- völlur.“ Sigurður leggur áherslu á að Flug- leiðir séu alþjóðlegt fyrirtæki, enska er til að mynda notuð í samskiptum milli skrifstofa félagsins í mismunandi löndum en starfsmenn flugfélagsins eru af 15 þjóðernum. „Við etjum kappi við mun stærri flugfélög í Ameríku og Evrópu og í sumum tilvikum erum við alþjóðlegri, til að mynda talar starfs- fólkið í vélunum okkar yflrleitt fímm tungumál, fleii'i en til dæmis hjá SAS og Air France. Segja má að Flugleiðir sé norrænt flugfélag á alþjóðamarkaði og Islendingar njóta góðs af því.“ Blair reynir að fá sam- bandssinna á sitt band Skrúðganga Óraníumanna í Drumcree ------------7------------------------------------- á Norður-Irlandi fór að mestu leyti friðsam- ----------------------------7--------------------- lega fram á sunnudag. A sama tíma lýstu þingmenn sambandssinna mikilli andstöðu við tillögur breskra og írskra stjórnvalda um næstu skref í friðarumleitunum í hérað- inu og í grein sinni segir Davíð Logi Sigurðsson að Tony Blair muni ekki reynast auðvelt að telja þá á að samþykkja þær. SAMBANDSSINNAR á Norður-írlandi höfnuðu í gær tækifærinu til að eiga fund með Tony Bla- ir, forsætisráðherra Bretlands, í London en Blair hafði boðist til að funda augliti til auglitis með öllum tuttugu og sjö manna þingflokki Sambandsflokks Ul- sters (UUP) á norður-írska þinginu um þær tillögur sem hann og Bertie Ahern, forsætis- ráðherra írlands, lögðu fram á föstudag um næstu skref í frið- arumleitunum í héraðinu. Sögðu þeir nægjanlegt að David Trimble, leiðtogi UUP, sinnti samningaviðræðum við Blair í samvinnu yið aðra leiðtoga flokksins. „Ég tel ekki nauðsyn- legt að við mætum allir líkt og óþekkir krakkar sem boðaðir eru á skrifstofu skólastjórans,“ sagði Sir Reg Empey, aðalsamn- ingamaður UUP. Fundarboð Blairs var liður í tilraunum hans til að fullvissa sambandssinna um að þeim væri óhætt að leggja blessun sína yfir framkvæmdaáætlun breskra og írskra stjómvalda um myndun Reuters SKRÚÐGANGA Óraniumanna í Porta- down á sunnudag fór friðsamlega fram. heimastjórnar á N-Irlandi og af- vopnun öfgahópa. Þingmenn UUP lýstu á laugardag mikilli andstöðu við áætlun þeirra og mun aðeins einn af tuttugu og sjö hafa verið hlynntur þeim. Hundrað manna framkvæmda- stjórn flokksins kemur saman næst- komandi föstudag en svo mikil and- staða er meðal sambandssinna að ólík- legt er talið að hún muni einu sinni hafa fyrir því að vísa málinu áfram til átta hundruð manna miðstjórnar. Markmið Blairs með herferðinni er að gera tilraun til að telja sambands- sinna á að tilnefna sína fulltrúa í heimastjórn á N-írlandi fimmtánda júlí næstkomandi, eins og tillögur þeirra Aherns gera ráð fyrir, þrátt fyrir að IRA hafi ekki byrjað afvopn- un. Bertie Ahern lét ekki sitt eftir liggja og í viðtali við írska ríkisútvarp- ið (RTE) í gær fór hann fram á það við leiðtoga IRA að láta frá sér yfirlýs- ingu sem gæti róað taugar sambands- sinna varðandi afvopnun samtakanna. Heimildarmenn The Irish Times töldu hins vegar ekki harla líklegt að slíkrar yfirlýsingar væri að vænta. Drumcree-gangan fór friðsamlega fram Þrátt fyrir að blikur væru á lofti varðandi tillögur Blairs og Aherns voru menn almennt afar ánægðir með hversu friðsamlega ganga Óraníuregl- unnar í Portadown á sunnudag fór fram. Óttast hafði verið að til átaka kæmi við Drumeree-kirkju í útjaðri Portadown vegna þeirrar ákvörðunar breskra stjórnvalda að meina Óraníu- mönnum að ganga í gegnum hverfi kaþólskra á leiðinni inn í miðbæ Portadown frá Drumcree. Sá ótti reyndist ástæðulaus þótt að vísu hefðu brotist út nokkrar skærur á laugar- dags- og sunnudagskvöld. Oraníumenn hlutu mikið hrós í gær fyrir hversu prúðmannlega skrúð- ganga þeirra fór fram en þegar göngumenn komu að varnarveggjum, sem liðsmenn öryggissveita höfðu reist svo Óraníumenn kæmust ekki niður Garvaghy-götuna, þar sem búa nánast eingöngu kaþólikkar, gengu sex fulltrúar Óraníureglunnar að yfir- manni öryggissveitanna og afhentu honum mótmæli sín vegna göngu- bannsins. Sneru Óraníumenn síðan frá og efndu í staðinn til mótmælasam- komu á grasfiötinni við Drumcree- kirkju. Margir voru harla undrandi á því hversu friðsamlega ganga Óraníu- manna fór fram og ýmsar samsæris- kenningar komust á kreik, bæði meðal göngumanna og kaþólskra í Porta- down, sem voru viðbúnir hinu versta. Vöknuðu t.d. grunsemdir um að leið- togar Óraníureglunnar hefðu náð ein- hverju leynilegu samkomulagi við stjórnvöld um að þeim yrði leyft að halda sína leið síðar. Var talið að bresk stjórnvöld hugleiddu þennan möguleika, m.a. með það í huga að létta pólitískum þrýstingi af David Trimble, en hann er einmitt þingmað- ur kjördæmisins. Öllum fregnum af slíku samkomu- lagi var vísað á bug en leiðtogar Óran- íureglunnar í Portadown kváðust fyrir sitt leyti vona að með prúðmannlegri framkomu gætu þeir talið bresk stjórnvöld á að endurskoða ákvörðun sína um að meina göngumönnum að halda þá leið inn í Portadown, sem þeir hafa farið allt frá árinu 1807. Segir í fréttaskýringu The Belfast Telegraph í gær að Óraníumennirnir hafí óttast að átök vegna göngunnar nú myndu endanlega gera út um vonir þeirra um að fá nokkurn tíma aftur að ganga niður Garvaghy-götuna. Munu leiðtogar reglunnar miklar áhyggjur hafa haft af fregnum þess efnis að öfgasinnaðir sambandssinnar hygðust mæta á staðinn og æsa til óeirða. Trimble sakaði Blair um að hafa látið blekkjast af Adams Ljóst er að friðarumleitanir á N-ír- landi eru komnar í nokkrar ógöngur takist Blair ekki að fá sambandssinna til að samþykkja þær tillögur sem lagðar voru fram á föstudag. Sam- bandssinnar gagnrýna mjög að heima- stjórnin verði úr sögunni standi lýð- veldissinnar ekki við gefin loforð um afvopnun og segja þeir að með þessu sé öfgamönnunum gefið neitunarvald. Áætlanir Blairs og Aherns séu að þessu leyti „ósanngjarnar" í grund- vallaratriðum, því svíki öfgamennirnir loforð sín verði trúum og tryggum þjónum lýðræðisins refsað um leið, jafnvel þótt þeir hafi ekkert til saka unnið. Öfgamönnunum sé því að mörgu leyti gert hærra undir höfði en hinum. Trimble sakaði Blair um helgina um að hafa látið blekkjast af Gerry Ad- ams, leiðtoga Sinn Féin, í viðræðum í Belfast í síðustu viku en Adams full- yrti þar að vænta mætti afvopnunar IRA yrði heimastjórnin sett á laggirn- ar. Trimble skammaði forsætisráð- herrann fyrir að vera reiðubúinn til að treysta orðum þeirra Adams og Mart-^r in McGuinness en sjálfur vill Trimble aðgerðir en ekki orð, hann telur nauð- synlegt að IRA sýni í verki að samtök- in hyggist afvopnast áður en hægt sé að hleypa Sinn Féin í heimastjórn. Grunsemdir sambandssinna um að ekki væri hægt að treysta Sinn Féin fengu byr undir báða vængi við lestur leynilegrar greinargerðar af fundi sem nokkrir fulltrúar Sinn Féin í Newry áttu í síðustu viku, en skýrsl- unni var lekið í fjölmiðla um helgina. Er þar fullyrt að markmið leiðtoga Sinn Féin í viðræðunum hafi verið að sá fræjum sundrungar meðal sam- bandssinna, slá þá út af laginu og valda óeiningu þeirra á meðal. Jafn- framt þykir skýrslan vekja efasemdir um hvort Adams sé fyllilega heiðar- ' legur er hann segist vilja fjarlægja morðtólin úr stjórnmálum N-Irlands. Það er hins vegar megininntak rök- semda Blairs að menn geti aldrei komist að því hvort Adams og félögum hans sé alvara fyrr en á það sé látið reyna. Því verði sambandssinnar að samþykkja framkvæmdaáætlunina og fullyrðir Blair að þeir hafí í öllu falli engu að tapa, reynist loforð lýðveldis- sinna lygar einar verði ferlinu snúið við og leit hafin að annarri leið fram á við. Kosturinn sé að þá viti menn fyrir . víst að lýðveldissinnar hafi ekki geng- ið og muni ekki ganga lýðræðinu á hönd. Mo Mowlam sögð á förum úr N-írlandsmálaráðuneytinu Sú saga gekk fjöllunum hærra í breskum fjölmiðlum um helgina að Mo Mowlam, N-írlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar, yrði færð um set á næstu vikum og mundi hætta störfum í ráðuneytinu. I samtali við The Irish Times harðneitaði hins veg- ar háttsettur breskur stjórnarerind- reki þeim fréttum helgarblaðsins The Sunday Telegraph að túlka bæri brottfor Mowlam úr embættinu sem eftirgjöf til handa sambandssinnum. Sagði hann það „algert kjaftæði“ að tilfærslan væri hugsuð sem liður í þeim tilraunum Blairs að fá sam- bandssinna til að leggja blessun sína yfir þær tillögur sem hann og Ahem kynntu á föstudag, og sem fela í sér myndun heimastjórnar með aðild Sinn Féin, án þess að IRA hafi áður byrjað afvopnun. Kröfur sambandssinna um afsögn Mowlam í síðasta mánuði hafi frekar minnkað líkur á brotthvarfi hennar heldur en hitt. Um nokkurra mánaða skeið mun það hafa verið öllum Ijóst, sem fylgjast með málefnum N-írlands, að Mowlam vill gjarnan snúa aftur til „hefðbund- inna“ breskra stjórnmála, en hún hef- ur nú um rúmt tveggja ára skeið haft hin erfiðu N-írlandsmál á sinni könnu. - Aðspurð hefur hún að vísu fullyrt að hún muni halda áfram störfum í Belfast meðan hún telur sig geta hjálpað til í leitinni að friði í héraðinu en jafnframt hefur hún sagt að það sé í valdi Blairs að færa hana, telji hann að tími sé til kominn að skipa nýjan N- Irlandsmálaráðherra. Það gæti þó reynst þrautin þyngri fyrir Blair að finna nýtt starf handa Mowlam sem hún getur sætt sig við. Skv. skoðanakönnunum nýtur enginn ráðherra í stjórninni meiri vinsælda meðal kjósenda en einmitt Mowlam,^ og mun hún örugglega fara fram á að' fá bitastæðara ráðherraembætti frem- ur en hitt fyrir þátt sinn í þeim ár- angri sem páðst hefur í friðaramleit- unum á N-írlandi undanfarin tvö ár. Hver tæki við af Mowlam í N-ír- landsmálaráðuneytinu er óljóst, nafn Peters Mandelsons hefur verið nefnt í því sambandi en óvíst hversu mikið er að marka þær getgátur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.